Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LÚÐUSTOFNINN Í HÆTTU
Rétt er og eðlilegt að hlustað sé áráðgjöf Hafrannsóknastofnunar,sem undanfarin ár hefur varað
við veiðum á lúðu og telur stofninn í
verulegri hættu, eins og kom fram hér í
Morgunblaðinu í gær.
Nú er það svo, að vísindin sem Haf-
rannsóknastofnun byggir á, eru ef til
vill ekki ýkja nákvæm eða fullkomin, en
þau eru samt sem áður það eina sem við
höfum að byggja á, þegar við hugum að
verndun og uppbyggingu fiskistofnanna
í íslenskri fiskveiðilögsögu.
Því er nauðsynlegt að fara með fullri
gát og varúð þar sem um ráðgjöf um
lúðuveiðar er að ræða.
Lúðuafli við landið undanfarin ár hef-
ur verið mjög lítill og hefur lúðan nær
eingöngu veiðst sem meðafli í önnur
veiðarfæri en á haukalóðina. Einungis
tveir bátar voru í fyrra gerðir út til
veiða á lúðu á línu, svokallaðri hauka-
lóð, en samkvæmt frétt Morgunblaðs-
ins, stefna um tuttugu bátaeigendur að
slíkum veiðum í sumar.
Aukningin er til komin vegna þess að
veiðar á lúðu eru utan kvóta og margir
bátar eru nú að klára veiðiheimildir sín-
ar í kvótabundnum tegundum og hafa
enga burði til þess að leigja þorskveiði-
heimildir á 200 krónur kílóið á sama
tíma og þeir fá um 160 krónur fyrir
kílóið á markaði. Auk þess búast margir
við því að kvóti verði settur á lúðuveið-
arnar og því er líklegt að þeir sem vilja
veiða lúðu í sumar, vilji afla sér veiði-
reynslu til að byggja hugsanlega afla-
hlutdeild á.
Það er skiljanlegt og eðlilegt sjón-
armið sjómanna að vilja tryggja sér
aflahlutdeild í lúðu, sem og í öðrum
fiskitegundum en skammtímahagsmunir
mega ekki ráða för, ef lúðustofninn er í
hættu eins og Hafró telur. Því ber að
fara með fullri gát og gera ekkert það í
lúðuveiðum, sem hugsanlega stöðvar
vöxt og viðgang lúðustofnsins í fisk-
veiðilögsögunni.
Línurit um lúðuafla við Ísland á ár-
unum 1980 til 2005, sem birtist hér í
blaðinu í gær, segir allt sem segja þarf
um hrun lúðustofnsins við landið. Árið
1991 veiddust hér um 2.300 tonn af lúðu
en árið 2005 var lúðuafli kominn niður í
rúm 600 tonn. Í skýrslu Hafró segir
m.a.: „Lúða sem veiðst hefur í stofn-
mælingu botnfiska er að langstærstum
hluta þriggja til fimm ára ókynþroska
fiskur. Þessir aldurshópar hafa verið í
mikilli lægð í rúman áratug og bendir
það ótvírætt til þess að viðkomubrestur
hafi orðið í stofninum. Þetta ástand er
orðið svo langvinnt að fyrirsjáanlegt er
að hrygningarstofn og veiðistofn muni
áfram verða í lágmarki á næstu árum.“
Verði tekið fullt tillit til tillagna
Hafró og bein sókn í lúðu verði bönnuð,
verða sjómenn að sæta því banni, með
hagsmuni sjómanna framtíðarinnar og
þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. En þá
er líka mikilvægt að stjórnvöld sýni
viljann í verki, að bannið nái til allra,
ekki sumra, og afturkalli þar með 80
tonna lúðuveiðiheimildir Færeyinga í ís-
lenskri fiskveiðilögsögu, sem Færeying-
ar hafa nýtt sér undanfarin ár.
ÚLFUR, ÚLFUR?
Vandræði Pauls Wolfowitz hjá Al-þjóðabankanum hafa nú verið í
fréttum síðan snemma í apríl og í gær
benti allt til þess að setu hans í stóli for-
stjóra bankans lyki senn. Wolfowitz er
gefið að sök að hafa hækkað laun ást-
konu sinnar, sem var starfskona Al-
þjóðabankans, þvert gegn siðareglum
hans. Málið er reyndar flóknara en svo
því að Wolfowitz leitaði til siðanefndar
bankans en hins vegar komst sérleg
rannsóknarnefnd að þeirri niðurstöðu að
hann hefði gerst brotlegur. Einnig hefur
honum verið legið á hálsi fyrir að hafa
ráðið stuðningsmenn Íraksstríðsins, sem
hann var einn af hugmyndafræðingunum
á bak við sem aðstoðarvarnarmálaráð-
herra í stjórn George Bush Bandaríkja-
forseta, í lykilstöður sem losnað hafa í
bankanum. Nú hefur slík andstaða
myndast gegn Wolfowitz að erfitt er að
sjá hvernig honum verður stætt á að
þráast við, ekki síst í ljósi þess að stuðn-
ingur Bandaríkjastjórnar við að hann
sitji áfram hvað sem tauti virðist vera að
minnka.
Vandi Alþjóðabankans er hins vegar
djúpstæðari en deilan um Wolfowitz og
laun ástkonunnar. Þegar Wolfowitz tók
við af James Wolfensohn hjá Alþjóða-
bankanum lagði hann ríka árherslu á að
nú yrði baráttan gegn svikum og spill-
ingu hert, bæði í sambandi við þau verk-
efni, sem lánað yrði til, og stjórnarfar í
viðkomandi landi.
Wolfowitz virðist hins vegar ekki hafa
tekist að fá starfsfólk bankans á sitt
band í þeirri baráttu og í fréttaskýr-
ingum hefur það verið rakið til þess að
hann hafi einangrað sig með því að safna
í kringum sig pólitískt skipuðum skoð-
anasystkinum.
Spilling í kringum lán- og styrkveit-
ingar Alþjóðabankans hefur hins vegar
verið grafalvarlegt vandamál í rúmlega
hálfa öld. Sérstök deild um heilindi
bankans var stofnuð í tíð Wolfensohns og
skilaði rannsóknarnefnd bankans á þessu
ári skýrslu um árin 2005 og 2006. Í 337
tilvikum þótti ástæða til að refsa fyrir
svik og spillingu og var 58 fyrirtækjum
og einstaklingum bannað að sækjast eft-
ir verkefnum á vegum Alþjóðabankans.
Ferill Alþjóðabankans er allt annað en
glæstur. Talið er að einstaklingar hafi
skotið undan um 30% af lánum bankans,
sem hlaupið hafa á mörg hundruð millj-
örðum króna. Bankinn hefur stutt rúm-
lega tvö þúsund verkefni í Afríku en eft-
irlit með framkvæmd þeirra hefur verið
slælegt og hefur bankinn gengist við því
að um helmingur þeirra hafi mistekist.
Bankinn var stofnaður í kjölfar heims-
styrjaldarinnar síðari og átti upphaflega
að styðja uppbyggingu í Evrópu en svo
fór að hann var leystur af hólmi með
Marshall-aðstoðinni. Var þá sjónum
beint að löndum sem ekki höfðu aðgang
að fé. Nú hefur aðgangur að fjármála-
mörkuðum gerbreyst og sennilega yrði
hægt að fá lán á þeim til að fjármagna
flest þeirra verkefna sem Alþjóðabank-
inn lánar fé til. Í seinni tíð hefur hann
lagt áherslu á að ýta undir hagvöxt
byggðan á útflutningi en árangurinn hef-
ur látið á sér standa. Bankinn hefur
einnig þrýst á ríkisstjórnir að draga úr
höftum í viðskiptum og rífa niður vernd-
armúra. Fyrir vikið má finna dæmi um
það í Afríku að bændur flosna upp vegna
þess að niðurgreiddar landbúnaðarafurð-
ir frá Evrópu eru seldar þar fyrir lægra
verð en afurðir sem eru ræktaðar heima
fyrir. Öfugsnúnara verður það vart. Nú
fara menn mikinn og segja að trúverð-
ugleiki Alþjóðabankans sé í hættu vegna
mála Wolfowitz. Með því að hrópa „úlfur,
úlfur“ út af því máli er hins vegar ein-
faldlega verið að draga athyglina frá hin-
um raunverulegu vandamálum bankans
sem gefa tilefni til að velta alvarlega fyr-
ir sér hvort hann eigi framtíð fyrir sér.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
FAXAFLÓAHAFNIR eiga von á
77 skemmtiferðaskipum með sam-
tals um 58.000 farþega til Reykja-
víkur í sumar og segir Ágúst
Ágústsson, markaðsstjóri Faxa-
flóahafna, að aðeins einu sinni áð-
ur hafi jafnmörg skemmti-
ferðaskip komið til höfuð-
borgarinnar á einu ári.
Fyrsta skipið, Fram, er í
jómfrúarferð sinni og leggst að
Miðbakka laugardagsmorguninn
bakka en einnig er Sundab
viðlegustaður auk ytri haf
arinnar.
Ágúst Ágústsson segir a
skipin komi frá Þýskaland
40% farþeganna séu Þjóðv
en Bretar og Bandaríkjam
einnig fjölmennir í þessum
Gjarnan sé um tveggja vik
ir að ræða sem hefjist í Þý
landi, leiðin liggi svo til Br
Hjaltlands og Færeyja, ski
komi síðan til Reykjavíkur
þaðan norður með landinu
Svalbarða áður en haldið s
26. maí. Það verður jafnframt
næstsíðasta skip sumarsins en
Black Watch rekur lestina föstu-
daginn 28. september.
Eitt skemmtiferðaskip kemur í
maí, 15 í júní, 31 í júlí, 22 í ágúst
og 8 í september.
Margvíslegar ferðir
Skipin eru misstór, frá um 2.000
brt. upp í um 109.000 brt. Nokkur
skip eru meira en 200 m að lengd
og er Queen Elizabeth II lengsta
skipið, um 293 m. Flest skipin
leggjast að Skarfabakka og Mið-
Aldrei fleiri skemmti-
ferðaskip til Reykjavíku
Morgunblað
Munaður Skemmtiferðaskipið Costa Atlantica kom til Reykjavíkur í fyrra og er væntanlegt aftur að Sk
bakka 3. júlí í sumar. Það er eitt stærsta skip sem lagst hefur að Skarfabakka í Reykjavíkurhöfn, tæpir
metrar að lengd og ríflega 85 þúsund brúttótonn. Kvikmyndaþema ræður ríkjum á skipinu og bera far
förin tólf á skipinu nöfn kvikmynda sem ítalski leikstjórinn Federico Fellini hefur leikstýrt.
FRÆÐSLA, listir, skemmtun og
útivera verða í fyrirrúmi í Viðey í
sumar, sagði Kjartan Magnússon,
formaður Menningar- og ferða-
málasviðs Reykjavíkurborgar, á
blaðamannafundi í Viðey í gær þar
sem endurreisn starfseminnar í
Viðey var kynnt.
Viðey bjó yfir vannýttum mögu-
leikum að mati nýrrar menningar-
og ferðamálanefndar og þótti
ástæða til að leita nýrra leiða í að
efla eyjuna sem afþreyingarkost
fyrir ferðamenn jafnt sem borg-
arbúa.
Fyrsta steinhús landsins
Leitað var til aðila í ferðaþjónust-
unni um hugmyndir að veitinga-,
afþreyingar- og ferjurekstri í Við-
ey. Hinn 1. maí sl. tók Hvala-
skoðun ehf. við rekstrinum í Viðey
Blind Pavilion, en það verður
niður í haust. Þá er gert ráð f
verk Yoko Ono, Imagine Pea
wer, verði vígt í byrjun októb
Kajakferðir með leiðsögn
Dagskrá sumarsins má sjá í n
gefnum bæklingi og er þar af
mörgu að taka. Margvíslegar
gönguferðir með leiðsögn ver
eyjuna í sumar en þar má nef
Sólstöðu- og draugagöngu se
verður undir leiðsögn Jónasa
steinssonar hinn 21. júní. Ein
verður boðið upp á hjóla- og k
akferðir með leiðsögn en nán
tímasetningar er hægt að sjá
eyjarbæklingnum.
Margs konar hátíðir verða
unni í sumar og hefst dagskr
með Hátíð hafsins 2. og 3. jún
verður Jónsmessumót, fjöl-
en það fyrirtæki stundar rekstur
hvalaskoðunarbáta frá Reykjavík-
urhöfn.
„Hér hefur verið öflug starfsemi,
hingað hafa komið sjóræningjar og
ríkisstjórn verið mynduð,“ sagði
Kjartan meðal annars um merka
sögu staðarins. Viðeyjarstofa var
reist á árunum 1752-55 og er eitt
elsta hús landsins og fyrsta stein-
húsið sem reist er á Íslandi.
Frí afnot af reiðhjólum í Viðey
Mjög fjölbreytt dagskrá var kynnt
á fundinum í gær og ættu flestir að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi
þar. Í eyjunni verða fullorðins- og
barnahjól til afnota, gjaldfrjáls fyr-
ir gesti og því kjörið að fara í hjól-
reiðatúr um eyjuna.
Nú í sumar munu vera síðustu
forvöð að líta verk Ólafs Elíassonar,
Morgunblaðið/
Nóg að gera Spjótkast, seglbílar, bogfimi og margt fleira verður á boðstólum í Viðey í sumar.
Sjóræningjar, ríki