Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EITT besta framtak fé- lagshyggjumanna var framboð R- listans í Reykjavík undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. R-listinn náði frábær- um árangri og sigraði Sjálfstæðisflokkinn í þrennum kosningum. Framboð og árangur R-listans í Reykjavík sýndi hvað fé- lagshyggjumenn geta gert með góðu sam- starfi og þegar vel er að verki staðið. Er ekki unnt að efna til slíks samstarfs um landsstjórnina? Jú vissulega. Það er unnt að efna til nokkurs konar „R-lista“ sam- starfs um ríkisstjórn landsins. Ég tel, að „R-lista“ ríkisstjórn sé æskilegasta rík- isstjórnin eins og staðan er nú. Sam- fylking, Vinstri græn og Framsókn ættu nú að taka hönd- um saman um stjórn landsins. Það yrði nokkurs konar „ R-lista“ sam- starf. Ekki allir Framsóknar- menn með íhaldinu Í þætti Egils Helgasonar, Silfri Egils, 13. maí var rætt um úrslit kosninganna og hugsanlegt stjórn- arsamstarf. Meðal þátttakenda í þættinum var nýr þingmaður Framsóknar, Bjarni Harðarson. Hann sagði, að hann teldi vænlegra fyrir Framsóknarflokkinn að taka þátt í ríkisstjórn með vinstri flokk- unum heldur en að halda áfram samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni sagði m.a. í þessu sambandi, að Framsóknarflokkurinn hefði greinilega misst fylgi til vinstri flokkanna. Til þess að endurheimta það fylgi yrði Framsókn að fara í vinstri stjórn. Þetta sjónarmið virð- ist rökrétt. Ef Framsókn heldur áfram að vinna með Sjálfstæð- isflokknum má reikna með því, að fylgið haldi áfram að fara frá Fram- sókn yfir á vinstri flokkana. Raunar má segja, að Framsókn bjóðist nú einstakt tækifæri. Ef „kaffi- bandalagið“ hefði fengið meirihluta í kosningunum hefði það myndað stjórn án aðildar Framsóknar. En svo fór ekki og þess vegna er Fram- sókn nú eins og oft áður í lykilhlut- verki og getur ráðið því hvort hér situr hægri stjórn eða vinstri stjórn. Morgunblaðið reynir að blekkja Framsókn Morgunblaðið segir í leiðara 14. maí, að Framsókn geti alveg eins endurskipulagt sig í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eins og utan hennar. Þetta er blekking. Og þarna er Morgunblaðið að reyna að plata Framsókn. Það er alger sjálfseyðing fyrir Framsókn að vera áfram í rík- isstjórn með íhaldinu. Framsókn galt algert afhroð í þingkosning- unum. Flokkurinn tapaði 5 þingsætum, fór úr 12 sætum í 7. Flokkurinn fékk 11,7% en það er minnsta fylgi í sögu flokksins. Flokkurinn hefur stöðugt tapað fylgi frá því flokk- urinn settist í stjórn með íhaldinu 1995. Í kosningunum 1995 fékk flokkurinn 23,3% en eftir 4 ár í stjórn með íhaldinu fór fylgið í 18,4%, ár- ið 2003 í 17,7 % og nú í 11,7%, þ.e. algert hrun. Samfylkingin tapaði 2 þingmönnum Samfylkingin fékk 26,8% nú og missti 2 menn en tæp 31% árið 2003. Hvers vegna fékk hún ekki meira fylgi? Sumir benda á, að þetta fylgi sé mikið í sögulegu samhengi og það er rétt. Fylgið er álíka mikið hjá vinstri flokkunum nú og var hjá A- flokkunum 1978 en þá unnu þeir stórsigur. En þó þetta sé rétt er fylgið nú ekki nóg. Samfylkingin vann stórsigur 2003 með Ingibjörgu Sólrúnu sem for- sætisráðherraefni. Það var því bú- ist við, að eftir að Ingibjörg Sól- rún væri orðin formaður mundi hún vinna enn stærri sigra en svo varð ekki. Hver er skýringin? Ég held, að hún liggi í breyttri „tak- tík“. Samfylkingin hefur verið mikið mildari í málflutningi nú en áður. Flokkurinn hefur farið silki- hönskum um Sjálfstæðisflokk- inn.Fyrir kosningarnar 2003 gerði Samfylkingin harða hríð að Sjálf- stæðisflokknum og uppskar tæp 31% fylgi. Milda línan skilaði 26,8%. Það ekki nóg. Annað atriði vil ég nefna. Það er kvótamálið. Samfylkingin minntist ekki á kvótakerfið og ranglæti þess í kosningabaráttunni nú. Í kosning- unum 2003 ræddi Samfylkingin þetta mál mikið. Hún fékk mörg atkvæði út á það. Ég veit, að núna missti Samfylkingin mörg atkvæði af þessum sökum. Samfylkingin verður að vera trú stefnumálum sínum. Röðin komin að „R-lista“ ríkisstjórn Björgvin Guðmundsson skrifar um úrslit kosningannna Björgvin Guðmundsson » Samfylk-ingin hefur farið silkihönsk- um um Sjálf- stæðisflokkinn. Höfundur er viðskiptafræðingur. ÉG óska þér, Hjörleifur, og ykkur hjá VG til hamingju með glæsilega kosningu. Ykkur og öðrum sem ein- settu sér að fella ríkisstjórnina tókst það þó ekki þrátt fyrir allt, en það er aumt að kenna öðrum um þá nið- urstöðu eins og þú gerir með grein- arskrifum þínum í Mbl. 15. maí s.l. og í eldri skrifum þínum um framboð Íslandshreyf- ingarinnar. Þeir sem aðhyllast hug- myndafræði og áhersluatriði VG hljóta að hafa kosið ykkar flokk. Hafi það ekki gerst, þá hefur eitthvað mistekist hjá ykkur sjálfum. Markmið Við hjá Íslandshreyf- ingunni höfðum ríka ástæðu til að bjóða fram. Við lögðum upp með skýra framtíðarsýn um iðandi mann- líf í lifandi landi þar sem frelsi til at- hafna fengi notið sín og þar var sér- stök áhersla lögð á jöfnun búsetuskilyrða með sjálfbæra nýt- ingu lands og sjávar að leiðarljósi. Ekki vantaði hæfileikaríkt hug- sjónafólk á framboðslistana. (Bara fínt, ekki satt?) Við vissum að í hinu „pólitíska lit- rófi“ er stór hluti þjóðarinnar andsnúinn frekari stóriðjuáformum, en margir þeirra geta af einhverjum ástæðum ekki hugsað sér að kjósa VG þótt þið hafið staðið ykkur vel í náttúruverndarbaráttunni. Við ákváðum því að nýta okkur þann lýð- ræðislega rétt að bjóða fram krafta okkar til starfa á Alþingi. Markmið númer eitt var að breikka hóp grænna á þingi. Um leið og framboð okkar var kynnt upphófst gegnd- arlaus áróður úr öllum flokkum gegn þessu framboði. Boðskap- urinn var: að með því að kjósa Íslandshreyf- inguna féllu atkvæði dauð og þar með næð- ust ekki hin ýmsu markmið, m.a. að fella ríkisstjórnina. Við þurftum aldrei að fara í vörn vegna stefnumála okkar, en við þurftum að berjast allan tímann vegna áróðurs gegn framboði okkar og satt að segja held ég að margir hafi trúað ykkur. Okkur mistókst að snúa þessu okkur í hag og þar er ekki við aðra að sakast en okkur sjálf. Um 6.000 manns greiddu Íslandshreyfingunni þó atkvæði og því fólki erum við afar þakklát fyrir að hafa fylgt sannfæringu sinni og komið henni á framfæri með lýðræð- islegum hætti. Atkvæði þess féllu ekki dauð frekar en annarra. Því má bæta við að með um 1.000 atkvæðum til viðbótar hefðum við náð 5% markinu, þremur mönnum á þing og ríkisstjórnin þar með verið fallin. Því má segja að hyggilegra hefði ver- ið fyrir stjórnarandstöðuflokkana að eyða ekki kröftum sínum í að tala nið- ur hið nýja framboð. Í einlægni gerð- um við hvað við gátum á þeim stutta tíma sem við höfðum. Það er ekki dapurlegt hlutskipti að falla með sæmd, Hjörleifur Guttormsson. Af hliðarlínunni Þetta var orrusta en stríðið er ekki búið. Okkar takmark, eins og ykkar, er að koma böndum á stóriðjuskepn- una, halda henni í skefjum og slá skjaldborg um náttúru Íslands. Við erum ekki hætt. Við verðum á hlið- arlínunni og munum styðja VG og aðra á þingi sem hafa vaknað til um- hverfisvitundar, sama hvaða flokki hver tilheyrir. Ég hvet því til sam- stöðu í þessu alvarlega máli. Íslands- hreyfingin – lifandi land mun ekki bregðast í þeirri baráttu. Nú er mál að linni, Hjörleifur Þetta var orrusta en stríðið er ekki búið, segir Snorri Sig- urjónsson um Íslandshreyf- inguna og úrslit kosninganna » Við verðum á hlið-arlínunni og munum styðja VG og aðra á þingi sem hafa vaknað til umhverfisvitundar, sama hvaða flokki hver tilheyrir. Snorri Sigurjónsson Höfundur er lögreglufulltrúi og félagi í Íslandshreyfingunni. EINS og kunnugt er samþykkti borgarráð á fundi sínum þann 12. apríl síðastliðinn að festa kaup á Njálsgötu 74 og starfrækja þar vistun fyrir heim- ilislausa karlmenn. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðarháttum snýr hús þetta inn í stóran bakgarð og deilir honum með fjölda húsa við Njálsgötu, Snorrabraut, Bergþórugötu og Bar- ónsstíg. Fimmtán metrum frá þessari byggingu er svo starfræktur leikskól- inn Barónsborg. Að Njálsgötu 74 er ætlunin að vista 10 karlmenn í senn sem eru heimilislausir og ýmist í virkri áfengis- eða fíkniefnaneyslu og verður ekki gerð krafa um að þeir láti af þess- ari neyslu svo fremi sem þeir stundi hana ekki innan dyra. Ýmislegt er athugavert við af- greiðslu þessa máls og vinnubrögð Vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Eðli hinnar fyrirhuguðu starfsemi gefur fullt tilefni til samráðs við tilvonandi nágranna en í stað þess að fá viðhlít- andi upplýsingar frá yfirvöldum fregn- uðu íbúar hverfisins fyrst af þessum fyrirætlunum við lestur dagblaðs. Virð- ist sem ætlunin hafi verið að lauma þessari stofnun í götuna svo lítið bæri á. Viðbrögð borgarinnar við fréttinni voru lítil, stutt bréf barst nokkrum dögum síðar með litlum upplýsingum. Jórunni Frímannsdóttur, formanni Velferðarráðs var boðið að hitta íbúa hverfisins á fundi 30. apríl en hún hafn- aði því. Nokkur viðtöl hafa birst við hana í dagblöðum þar sem hún dregur úr áhyggjum okkar án rökstuðnings. Þá ritaði varaborgarfulltrúi grein í Morgunblaðið þar sem hann telur okk- ur ekkert þurfa að óttast og vitnar í ný- legar bernskuminningar sínar við hlið gistiskýlis í Þingholtstræti máli sínu til stuðnings. Eftir langa bið hefur beiðni okkar um fund loks verið svarað, fulltrúar borgarinnar munu hitta okk- ur 22. maí og er sú dagsetning þægileg fyrir borgaryfirvöld þar sem húsið fæst afhent viku áður og verða fram- kvæmdir á því þannig hafnar, líkur á að hlustað verði á rök okkar eru því litlar. Ýmsar ástæður eru fyrir hinni út- breiddu andstöðu við áætlanir borg- arinnar. Nægir þar að nefna nábýlið við leikskólann Barónsborg sem hefði átt að ýta þessari hugmynd frá strax í upphafi. Að auki búa fjölmörg börn í aðliggjandi götum sem nýta sér áð- urnefndan bakgarð óspart til leikja en hann mun að öllu óbreyttu verða segull á drykkjumenn miðborgarinnar. Það er leitun að þeim foreldrum sem telja að menn undir áhrifum áfengis eða fíkni- efna séu heppilegir við hlið sinna barna. Það getur og ekki talist heppilegt að hýsa einstaklinga með alvarlega fíkn í áfengi og eiturlyf spölkorn frá knæp- unum sem viðhalda ógæfu þeirra. Lík- ur á framförum geta þannig ekki verið miklar. Af þessari starfsemi mun hljótast verulegt ónæði hvað svo sem stafsmenn Velferðarsviðs og varaborgarfulltrúar segja. Innbrot verða líklegri sem og drykkjulæti, börn okkar munu eiga á hættu á að rekast á áfengisflöskur og sprautunálar og svo mætti lengi telja. Þess má geta að ónæðið er þegar hafið, tilvonandi ölvaðir vistmenn eru byrj- aðir að knýja dyra á Njálsgötu í leit að næturgistingu. Þykir mörgum íbúum hér sem ekki sitji öll hverfi Reykjavíkur við sama borð. Er skemmst að minnast íhlutunar borgarstjóra er spilakassasalur sem ætlunin var að starfrækja í Mjódd var blásinn af í snatri. Getur verið að íbúar miðborgarinnar gjaldi þess að Vilhjálmur Vil- hjálmsson borgarstjóri býr ekki í nágrenninu? Gagnlegt er að rifja upp yfirlýsingu Vilhjálms sem birtist í fjölmiðlum hinn 7. janúar sl. í tengslum við spilakas- samálið. Þar segir með- al annars: „Í það rúma hálfa ár sem ég hef gegnt emb- ætti borgarstjóra Reykvíkinga hef ég kappkostað ásamt sam- starfsfólki mínu í meirihlutanum að innleiða metnaðarfulla fjölskyldu- stefnu sem birtist meðal annars í því að hlusta á óskir og væntingar íbúa borgarinnar og vinna með þeim að framkvæmd brýnna hagsmunamála.“ Ástæða er til að staldra við þar sem Vilhjálmur lýsir stoltur yfir metn- aðarfullri fjölskyldustefnu sem gengur út á að hlusta á óskir og væntingar íbúanna. Upplifun okkar af borg- arstjóra og hans kollegum síðastliðnar vikur er í hrópandi mótsögn við þetta, segja má að valtað hafi verið yfir óskir okkar og væntingar og við söknum Vilhjálms sárlega úr umræðunni. Opn- un þessarar stofnunar hlýtur að teljast jafnmikið hagsmunamál og opnun spilakassa í Mjódd. Okkar ágæti borg- arstjóri veit mögulega ekki að á Njáls- götu búa geysimargar barna- fjölskyldur og við þurfum jafnmikið á metnaðarfullri fjölskyldustefnu að halda og Breiðhyltingar. Vitaskuld þarf úrræði fyrir heim- ilislausa einstaklinga. Um það deilir enginn. Hins vegar eru nú þegar frá- teknar tvær heilar byggingar fyrir mismunandi félagsleg úrræði á litlum bletti sem afmarkast af Njálsgötu, Snorrabraut og Bergþórugötu. Hefur sú starfsemi fallið vel að hverfinu og teljum við að flestir séu sáttir við þessa sambúð enda hafa íbúar hér ekki skor- ast undan því að axla samfélagslega ábyrgð. En að bæta þriðju bygging- unni við þær sem fyrir eru þykir okkur þó fullmikið af hinu góða. Við skorum því á borgarstjóra að beita sér í þessu máli sem fyrst og endurskoða stað- setningu þessarar stofnunar. Málefni Njálsgötu 74 Sigfús Sigmundsson og Þor- steinn H. Ástráðsson lýsa óánægju vegna kaupa Rvík- urborgar á húsnæði fyrir heim- ilislausa karlmenn » Borgaryfirvöld hafaákveðið að starf- rækja heimili fyrir úti- gangsmenn að Njáls- götu 74 án samráðs við íbúa hverfisins og ríkir þar mikil óánægja. Sigfús Sigmundsson . Höfundar eru íbúar á Njálsgötu. Þorsteinn H. Ástráðsson Vorum að fá í einkasölu vel skipulagða 5 herbergja 134 fm endaíbúð á 3. hæð á þessum vinsæla stað í göngufæri bæði frá Hlíðaskóla og Mentaskólan- um við Hamrahlíð. 4 svefnher- bergi. Góðar stofur. Parket. Vestursvalir. Frábær staðsetn- ing. Forkaupsréttur af að kaupa bílskúr. Verð 28,8 millj. Íbúðin er til sýnis, hafið samband í dag á milli kl. 12 og 19, í síma 553 0306 eða 699 1804. STIGAHLÍÐ 4 REYKJAVÍK 5 HERBERGJA ENDAÍBÚÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.