Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sigfús Austfjörð | 16. maí Rafmagnssamgöngur – já takk FINNST tímabært að deila skoðunum mínum á umferðarómenningu Íslendinga með öðrum landsmönnum. Er ný- kominn frá Osló þar sem, þrátt fyrir mun fleiri íbúa en í Reykjavík, umferðin gengur sem smurð og menn sleppa við að kafna í loftmengun eins og á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Meira: sigfusaustfjord.blog.is Ragnhildur Birna Hauksdóttir | 16. maí Er grunnskólinn fyrir alla? MIG langar til að vekja athygli á máli sem skiptir alla máli og það er skólakerfið – margt er gott en margt má betur fara. Aðal- námskrá grunnskóla er gefin út af menntamálaráðherra og setur sameiginleg markmið náms og kennslu í öllum grunnskólum landsins. Þar kemur fram að öll börn skuli fá nám við sitt hæfi út frá mis- munandi persónugerð, þroska, hæfi- leikum, getu eða áhugasviði. Meira: ragn.blog.is Jóhann Elíasson | 16. maí Vol, væl og ósannindi ENN einu sinni kom Árni Finnsson „vælandi“ í útvarpið og sagði að hvalveiðar Ís- lendinga sköðuðu ferðaþjónustuna. Í þetta sinn var það ekki eingöngu hvalaskoðun sem skaðaðist heldur ferðaþjónustan í heild sinni. Ekki frekar en áður rökstuddi hann þessa fullyrðingu sína á nokk- urn hátt, heldur sló hann þessum rakalausa þvættingi fram, hann virð- ist halda að við sem hlustum látum bara „mata“ okkur á hvaða þvælu sem er og „gleypum“ við öllu sem sagt er án umhugsunar. Meira: johanneliasson.blog.is Í leiðara Mbl. í dag (16. maí) er skoðuð samningsstaða stjórn- arflokkanna um stjórnarmyndun í kjölfar alþingiskosninga og þeim veitt ráðgjöf af leiðarahöfundi um framhaldið. Ráðgjöf sem kemur í framhaldi af skoðanakönnun sem sýnir mest fylgi við stjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar. Það vekur furðu í málflutningi leiðarahöfundar hve stíft og ein- arðlega horft er framhjá vilja kjós- enda; hve stíft og einarðlega horft er framhjá meginniðurstöðu kosn- inganna, sem er alveg ótvíræð: kjósendur vilja senda Framsókn- arflokkinn í gott frí frá ríkisstjórn Íslands og stjórnarráði, en halda Sjálfstæðisflokki áfram við stjórn- völinn. Ráðgjöf leiðarhöfundar, alveg þversum á þessa kosninganið- urstöðu, sver sig einkar óþægilega í ætt við hagsmunagæslu á sam- keppnismarkaði; ráðgjöf sem öll miðar að því að halda fengnum hlut í samræmi við kjörorð sæhetjunnar sem siglir hripleku: siglum meðan ekki sekkur. Í veikri von um að löskuð útgerð sé best til þess fallin að halda öflugum keppinautum niðri. Í veikri von um gleymsku og fyrirgefningu markaðsaðila. Sem betur fer, fyrir land, þjóð og lýðræði, en því miður fyrir leið- arhöfund Mbl., eru alþingismenn þjóðarinnar ekki lengur staddir á samkeppnismarkaði um stjórn þjóð- arskútunnar. Þessi markaður er bara opinn á kjördag. Umbjóðendur alþingismanna hafa talað. Og þeirra orð ber öllum alþingismönnum og öðrum stjórnendum, sem í þeirra umboði starfa, að virða og skipa til öndvegis umfram önnur sjónarmið. Niðurstaða kosninganna, nú studd skoðanakönnun, er alveg skýr. Og ber að virða. JÓNAS GUNNAR EINARSSON, er rithöfundur og býr í Reykjavík. Á að hundsa úrslit kosninganna? Frá Jónasi Gunnari Einarssyni VIÐ erum nemendur í Fjölmennt, fullorðinsfræðslu fatlaðra, sem höf- um unnið ýmis verkefni tengd mannréttindum og fordómum í garð minnihlutahópa. Okkur langar með þessum orðum að gera grein fyrir niðurstöðum okkar af þeirri vinnu. Fordómar og einelti gagnvart fólki með fötlun er okkur ofarlega í huga og hefur oft borið á góma í námi okkar. Að okkar mati er mik- ilvægt að bregðast við þeim for- dómum og einelti sem við mætum á lífsleiðinni. Við viljum að komið sé fram við okkur eins og manneskjur. Við er- um eins og aðrir, jafn mikilvæg og þú. Við erum frábær, falleg og ein- stök. Við erum öll ólík en með sömu grunnþarfir. Margir þekkja ekki né skilja fólk með fötlun. Sumir hugsa bara um sjálfa sig og gleyma að það þarf að vera pláss fyrir alla í samfélaginu. Til eru þeir sem vilja ekki eiga vini sem eru fatlaðir. Okkur finnst það ekki rétt. Þessu viðhorfi þarf að breyta.. Sumt fólk horfir og þorir ekki að tala við okkur og enn aðrir stríða okkur. Við viljum frekar að fólk komi og tali við okkur, sem full- orðið fólk. Við höldum að hægt væri að gera eitthvað í þessu máli með því að tala opið um málefni fólks með fötlun. Opinská umræða er mikilvæg. Við vonum að þetta fari að lagast svo að öllum muni líða vel í samfélaginu okkar. Snúum okkur núna að Ferða- þjónustu fatlaðra. Að komast leiðar sinnar er mikilvægt fyrir alla sem búa í samfélaginu. Það getur verið erfitt að ferðast með strætó af því að það er alltaf verið að breyta strætókerfinu og ferðir stopular og því erfitt fyrir mörg okkar að nota strætó. Þau okkar sem hafa tök á að nota strætó finnst stræt- isvagnagjöld of há. Mörg okkar eru háð Ferðaþjón- ustu fatlaðra og við erum mjög ánægð með að þjónustan skuli vera til staðar. Þó er ýmislegt sem mætti vekja athygli á varðandi þjónustuna og betur mætti fara. Við erum ekki alveg sátt. Við viljum fá örugga og góða ferðaþjónustu. Við þurfum oft að bíða of lengi eftir ferðaþjónustubílunum eða að þeir koma of snemma. Stundum fara þeir á undan eða þeir koma alls ekki. Það getur komið sér illa og sum okkar hafa gefist upp á að nota ferðaþjónustuna. Við þurfum oft að sitja lengi í bílunum. Þeir sem eru í hjólastólum hafa forgang umfram aðra. Það þarf að jafna þennan forgang. Ferðaþjónustan á að virða þarfir okkar, skyldur og langanir. Við stundum atvinnu og höfum áhuga- mál sem eru mikilvæg. Það er óréttlátt og skrýtið að þurfa að panta ferðaþjónustubíl með sólar- hrings fyrirvara. Látum fordóma ekki fara illa með okkur. Stöndum saman vörð um gott samfélag fyrir alla. ANDRI FREYR HILMARSSON, ARNBJÖRG MAGNEA JÓNSD., AUÐUN GUNNARSSON, ÁSTRÓS YNGVADÓTTIR, GUÐM. S. GUÐMUNDSS., HALLDÓR S.HALLDÓRSSON, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, HILDUR SIGURÐARDÓTTIR, RUT OTTÓSDÓTTIR, SIGMUNDUR H. VALDIMARSS., SIGURGEIR A. SIGMUNDSS., SKÚLI S. PÉTURSSON, SOFFÍA ÞORKELSDÓTTIR, STEFÁN ERLINGSSON, STEINUNN Á. ÞORVALDSD. Við erum fullorðið fólk með framtíðarsýn Frá Fjölmenntarhópi í KHÍ MARGIR Íslendingar koma til Kaupmannahafnar að hlaupa sitt fyrsta maraþon. Spáð er metþátt- töku í hlaupinu nú og búist við 6.000-7.000 hlauparar taki þátt í hlaupinu í ár. Hlaupið ber nafnið Glitnir Copen- hagen Marathon. Glitnir er að- alstyrktaraðili hlaupsins, rétt eins og Óslóar-maraþons og Reykjavík- ur maraþons sem fer fram hinn 18. ágúst. Félag íslenskra maraþonhlaup- ara heldur úti athyglisverðum gagnagrunni. Í gagnagrunninn eru skráðir allir þeir Íslendingar sem hafa hlaupið maraþon. Skráður er fjöldi maraþona og besti tími hvers og eins. Bryndís Svavarsdóttir hefur hlaupið flest maraþon allra, eða 77 talsins og hún er enn að bæta við fleiri hlaupum. Sigurður Pétur Sig- mundsson hefur hlaupið maraþon hraðast allra Íslendinga. Árið 1985 hljóp hann Berlínarmaraþon á tím- anum 2:19:46. Það er afrek sem hefði verið skráð í Íslendingasög- urnar. Í dag er slíkt skráð í gagna- grunn og hægt að lesa á Netinu. Næstfljótastur er Daníel Smári Guðmundsson, en hann hljóp á 2:28:30 í Dyflinni árið 1993. Íslensk- ar konur eru mjög duglegar að hlaupa maraþon. Í sérflokki er Martha Ernstdóttir, en hún á bestan tíma 2:35:15 frá Berlín árið 1999. Næstbesta tíma kvenna á Anna Ree- ves, 2:54:43, sett í London árið 1998. Árið 2006 var Birgir Sævarsson fljótastur allra Íslendinga þegar hann hljóp Chigaco-maraþon á 2:43:09. Vissulega fínn árangur, en enn ansi langt frá methlaupi Sig- urðar Péturs. Met þeirra Sigurðar Péturs og Mörthu hafa staðið lengi. Á vefsíðu Félags maraþonhlaup- ara, http://www.malbein.net/blog/, er hægt að skoða maraþonskrána, en hún inniheldur nú 862 Íslendinga sem hafa hlaupið maraþon, og ár hvert bætast stöðugt fleiri við. Stef- án Þórðarson, sem sjálfur er mara- þonhlaupari og búsettur í Dan- mörku, hefur haft umsjón með maraþonskránni síðastliðin ár. Fyr- irtækið Hlaupaferðir hefur skipuleg- ar ferðir frá Íslandi til erlendra hlaupa, t.d. Berlínar, New York, London, Boston. STEFÁN ÞÓRÐARSON er maraþonhlaupari, búsettur í Danmörku. Maraþonhlaup í Kaupmannahöfn Frá Stefáni Þórðarsyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. LAUS VIÐ KAUPSAMNING! Góð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í Permaform húsi. Sérinngangur, 2 stæði í bílageymslu fylgja. Afgirtur sólpallur. Möguleiki á þriðja svefnh. Verð 25,7 millj. HRÍSRIMI - 112 RVK. 2 stæði í bílageymslu! Opið hús í dag frá kl. 13.00–15.00 Hagamelur 34 - íbúð 101 Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Mjög aðlaðandi 5 herb., 135 fm, sérhæð á 1. hæð í fjórbýli. Sér inngangur er í íbúðina. Góðar stofur og hol. Tvennar svalir. Góð staðsetning í hjarta vesturbæjar. Verð 40,9 millj. Sölumaður Höfða verður á staðnum í dag frá kl. 13 - 15. Allir velkomnir. www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Kambsvegur 23 - Opið hús Falleg og sérstaklega vel skipulögð 130 fm neðri sérhæð ásamt 30 fm bílskúr. Sérinng., 4 svefnherb, vinnuherb, baðherb., gestasnyrting, 2 stofur og eldhús. Baðherb. og snyrting eru flísalögð og nýstandsett, eldhús mikið uppgert, fataherbergi innaf hjónaherb. Parket. Frábær eign á eftirsóttum stað. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Viggó og Þórhildur sýna eignina í dag milli kl. 14-16. Sími 588 4477

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.