Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Lífsklukka okkar tifar án afláts, en mis- lengi. Lífsklukka vinar míns Harðar Sævalds- sonar, tannlæknis, hætti að tifa svo óvænt hér um daginn. Við Hörður kynntumst fyrst upp úr 1947, þegar hann og fjölskylda hans voru nýflutt frá Neskaupstað til Reykjavíkur og settust þar að á Leifsgötu í næsta nágrenni við mig. Við urðum skólafélagar í Gaggó Vest, þar sem við þreyttum lands- próf miðskóla 1950, síðan lá leiðin í MR, við lukum stúdentsprófi þaðan 1954. Hörður var bráðskarpur náms- maður og sóttist námið vel, svo var einnig við tannlæknanámið í Háskóla Íslands, var hann þar í fremstu röð. Ég leitaði oft til Harðar varðandi námið í MR og kom ég þar aldrei að tómum kofunum, enda átti hann auð- velt með að útskýra viðfangsefni, sem ég var ekki alveg klár á, er ég honum ævinlega þakklátur fyrir það. Einn af mörgum kostum Harðar var hjálpsemi, hann var ætíð reiðubúinn að rétta mönnum hjálparhönd, ef til hans var leitað. Strax á fyrstu árum okkar var mikill samgangur milli okkar. Þau heiðurshjón Friðrikka Júlíusdóttir og Sævaldur Konráðs- son, foreldrar hans, tóku mér strax sem vini og marga gómsæta köku- sneiðina þáði ég hjá Friðrikku, sem bakaði girnilegar kökur, sem freist- uðu manns. Sævaldur gaf sér alltaf tíma til að ræða við okkur strákana um lífið og tilveruna, sem ég mat mikils. Árin liðu við nám og leik, en að stúdentsprófi loknu héldum við hvor í sína áttina og samverustund- um fækkaði. Þegar við höfðum stofn- að fjölskyldu og markað okkur lífs- stefnu tókum við að hittast reglulega með því að spila bridds við nokkra fé- laga, tannlækna, en ég gagnfræða- skólakennari, svo ég lærði smám saman nokkur orð í „fagjargon“ þeirra. Meir að segja drógust nokk- ur orð þeirra inn í briddsmál okkar – það hét að distrahera, þegar menn Hörður Sævaldsson ✝ Hörður Sæ-valdsson fædd- ist í Neskaupstað í Norðfirði 7. febrúar 1934. Hann lést 6. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 15. apríl. voru að ná trompum af andstæðingunum, eða ná endajaxlinum, þ.e. ásnum, sem gat skipt sköpum í spilinu. Þarna var Hörður í essinu sínu, hann bar af okkur sem gull af eiri og átti til að hund- skamma okkur, ef við gerðum einhverjar vit- leysur í spilamensk- unni. Þannig var það í nokkur ár að við hitt- umst vikulega að vetri til og tókum nokkrar rúbertur, fórum saman í leikhús með konum okkar, fórum í veiðitúra. Þessar samverustundir styrktu vin- áttuböndin, en svo fór að við hættum að spila saman, en vináttan hélst. Við mundum eftir hátíðardögum okkar – hann alltaf en ég oftast. Hörður átti miklu barnaláni að fagna. Með fyrri konu sinni, Auð- björgu Helgadóttur, eignaðist hann fjórar dætur, sem ég fékk að fylgjast nokkuð með fyrstu ár þeirra. Með seinni konu sinni, Ragnheiði Mar- teinsdóttur, eignaðist hann einnig fjögur börn – tvær stúlkur og tvo drengi. Þrjú elstu urðu nemendur mínir í Valhúsaskóla meðan ég starf- aði þar. Hörður var einstaklega góður fé- lagi, hrókur alls fagnaðar, léttur í lund og hafði góða nærveru, kær og traustur vinur, sem alltaf var reiðubúinn til að leysa hvers manns vanda. Síðustu árin hittumst við af og til á samkomum skólasystkina okkar úr MR, eða í ferðalögum, sem hópurinn stóð fyrir. Á síðasta ári var Hörður skipaður í skemmtinefnd hópsins og hugsuðum við gott til glóðarinnar af fá notið starfs hans í nefndinni, sem ekki varð. Móðir mín öldruð minnist hans með þakklæti fyrir kynnin og heldur mikið upp á ljósmynd í albúmi sínu af Herði þar sem hann sveiflar hamri þegar hann var að hjálpa pabba við að hreinsa mótatimbur við hús sem hann var að byggja. Gleðin skein yfir því að geta hjálpað. Ég sakna vinar í stað – en geymi ljúfar minningar um samveru okkar í nær 60 ár. Kona mín og ég færum eftirlifandi börnum Harðar, eigin- konu og ástvinum hans innilegustu samúðarkveðjur okkar við fráfall hans. Ólafur H. Óskarsson Menntaskólaárin eru flestum minnisstæð, þar mynduðust tengsl og vinátta með mönnum sem ekki rofnaði þótt vík yrði síðar á milli vina. Fimm bekkjardeildir voru í okkar árgangi, þrír málabekkir og tveir stærðfræðibekkir. Við vorum nítján í öðrum stærðfræðibekknum í sjötta bekk. Þetta var samhentur hópur og glaðsinna. Gunnar Norland sagði einhverju sinni þegar við höfð- um komið honum til að hlæja: „Þið megið eiga það, ekki lekur af ykkur fýlan.“ Hörður Sævaldsson var í þessum hópi. Hann var ágætur félagi og góður námsmaður. Bekkjarbræð- urnir eiga margar og góðar minn- ingar um Hörð frá skólaárunum. Þær verða geymdar, víst er um það. Vorið 1954 gekk 119 manna hópur frá MR og stillti sér upp á tröpp- unum við Lækjargötu til myndar- töku. Kollarnir voru hvítir og settu svip á Reykjavík næstu daga. Slíkt hefur verið árlegur viðburður og lagði Þorvaldur Þorvaldsson inspek- tor skemmtilega út af honum í kveðjuræðu sinni til skólans. Hópur- inn dreifðist að loknu stúdentsprófi, menn fóru mismunandi brautir og lífsbaráttan tók við. Hörður nam tannlæknisfræði, lauk prófi í þeirri grein árið 1960 og hóf rekstur eigin stofu ári síðar. Ævin varð sífellt stríð við þá svarabræður Karíus og Bak- tus. Hörður var tannlæknir nokk- urra skólasystkina, linaði þjáningar þeirra og fleiri skólasystkina þegar svarabræðurnir urðu fram úr hófi harðleiknir og rak þá til síns heima. Stofuna rak Hörður til æviloka. Hann var virkur í samtökum tann- lækna, var til dæmis ritari Tann- læknafélagsins 1969–1971 og for- maður þess 1972–1974. Auk þessa sat Hörður í allmörgum nefndum á vegum félagsins um árabil. „Hin gömlu kynni gleymast ei,“ sögðu þeir Robert Burns og Árni Pálsson. Stúdentahópurinn frá 1954 hittist ekki oft fyrstu áratugina eftir stúdentspróf, aðeins fimmta eða tí- unda hvert ár. Ekki nægði þetta mönnum þegar aldurinn fór að gera vart við sig, mannfundum var fjölg- að, þeir urðu í fyrstu árlegur við- burður og síðan fleiri en einn ár hvert, dansleikir voru haldnir, spjall- fundir, menningarfundir og farið í ferðalög, til dæmis til Parísar síðast- liðinn vetur. Forn tengsl treystust á samkomum þessum og ný mynduð- ust. Hörður Sævaldsson var tíður gestur á samkomum þessum, en þar hurfu menn oft hálfa öld aftur í tím- ann og rifjuðu upp minnisverða at- burði og höfðu uppi gamanmál. Aftur á móti var Hörður ekki tíður gestur á mánaðarlegum kaffifundum í Perl- unni sem einn bekkjarbróðirinn hafði forgöngu um að koma á þegar eftirlaunaaldri var náð. Slíks var raunar ekki von. Hann var enn í starfi og stóð margan fundartímann við stólinn í stofu sinni, boraði í tenn- ur viðskiptavina og tróð amalgami í jaxlagren þeirra. Tveir úr bekknum kvöddu fyrir allmörgum árum og nú hvarf Hörður Sævaldsson úr hópnum. Eftirlifend- urnir sextán lúta gráu höfði með eft- irsjá og í virðingarskyni við hinn látna og þakka honum margar og ógleymanlegar samverustundir fyrr og síðar. Við færum aðstandendum Harðar Sævaldssonar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Lýður Björnsson og 6. y 1954. Kveðja frá Tannlæknafélagi Íslands Að vera farsæll tannlæknir í næst- um 50 ár, með langan vinnudag, stóra fjölskyldu og fangið fullt af fé- lagsmálum heillar stéttar er mikið á einn mann lagt. Það þarf meir en meðalmann til þess að axla allt þetta. En þannig maður var Hörður Sæ- valdsson. Hörður sinnti fjölda trúnaðar- starfa fyrir Tannlæknafélagið. Var formaður þess 1972-1974 og var einn af burðarstólpum félagsins í mörg ár og heiðursfélagi. Ekki vantaði Hörð á marga fundi í félaginu og stóð jafn- an upp er honum þótti hinir yngri fara full geyst og kom lagi á hlutina. Dugnaður Harðar var rómaður. Er hann dvaldi við framhaldsnám í Bandaríkjunum við Alabama há- skóla í Birmingham varð hann fræg- ur, vinnuglaði Íslendingurinn, sem hafði lokið öllum verkum tveggja anna deildarinnar á einni viku. Og með sóma. Heimamenn höfðu aldrei séð annað eins og virtu þennan snaggaralega mann norðan úr kuld- anum að verðleikum. Eftir þetta var hann goðsögn og fyrirmynd í mörg ár við háskólann þar ytra. Með Herði Sævaldssyni er horfinn einn af þeim tannlæknum sem vörð- uðu veginn, mörkuðu stefnuna, tóku af skarið. Margir tannlæknar hófu sínu fyrstu skref á tannlæknastofu Harðar við Tjarnargötuna. Það var gott veganesti. Það er leitt að hann skuli ekki geta verið með okkur þeg- ar við vígjum nýja félagsheimilið í Síðumúlanum. Hörður barðist alla tíð fyrir því að félagið væri rekið með reisn og ætti sér samastað. En hann verður með okkur í anda og við fé- lagar hans munum minnast margra ánægjustunda þar sem Hörður var hrókur alls fagnaðar og traustur fé- lagi. Blessuð sé minning hans og fjöl- skyldu hans vottum við samúð. Hörður minn, þú þessi góði frændi, við trúum ekki að þú sért far- inn. Þú sem varst hress og kátur fram að því síðasta. Þegar maður hugsar til baka þá var alltaf gaman að koma til þín að rabba saman um daginn og veginn. Okkur Lalla frænda fannst gott að koma til þín og fá kaffi og með því og þá var mikið spjallað. Núna kem ég ekki aftur á stofuna þína til að send- ast fyrir þig niður í Faxafen til Danna frænda okkar. Aldís kona mín vill kveðja góðan dreng. Hún á í þér góðan vin sem hjálpaði henni þegar hún þurfti. Núna ertu kominn til ömmu og afa. Bestu kveðjur og far vel. Stefán og Aldís. Með Herði Sævaldssyni er fallinn frá atorkumikill og farsæll tann- læknir. Hörður lauk kandidatsprófi frá Háskóla Íslands í janúar 1960; vann fyrst sem aðstoðartannlæknir í hálft annað ár hjá þeim merka tann- lækni Halli L. Hallssyni, en stofn- setti síðan og rak eigin tannlækna- stofu að Tjarnargötu 16 meðan kraftar entust. Hörður gerði reynd- ar hlé á starfi sínu við almennar tannlækningar þegar hann hleypti heimdraganum árið 1968 og hélt til framhaldsnáms í tanngervalækning- um, tannsmíði, krónu- og brúargerð, við University of Alabama in Birm- ingham (UAB). Pálmi Möller, sem lauk tann- læknaprófi frá Tufts University í Boston árið 1948, hafði flutt til Birm- ingham árið 1958 og hafið þar fram- haldsnám við UAB og varð í beinu framhaldi fastur kennari og vísinda- maður við þá stofnun. Pálmi varð eins konar „odontologiskur“ sendi- herra þar suður frá og greiddi götu íslenskra tannlækna, sem leituðu til UAB í framhaldsnám í hinum ýmsu greinum. Hörður Sævaldsson var einn þessara manna og dvaldi hann um sjö mánaða skeið við skólann við nám og störf í tanngervalækningum, þar sem Pálmi Möller meðal annarra kenndi. Þegar greinarhöfundur kom til UAB árið 1972 hafði Pálmi gaman af að segja sögur af þessum kröftuga „kliniker“, sem var sívinnandi, geysi- duglegur og kappsamur, hóf daginn snemma og hætti seint, var vel liðinn af sjúklingum og starfsfólki. Þannig tel ég, að Herði sé vel lýst, þannig kynntist ég honum persónulega þar sem við unnum saman undir hans þaki um liðlega tveggja ára skeið. Hörður var í raun hamhleypa til verka. Það var stundum með ólík- indum að koma inn á tannsmíðaverk- stæðið þar sem þau María og Daníel, tannsmiðir hjá Herði, sátu við vinnu sína og á borðunum lágu tíu til tólf heilgómahvoftar, allir í vinnslu, til- búnir þá vikuna fyrir notendurna. Enda þótt Hörður ynni mikið og lengi, nánast 47 ár frá morgni til kvölds vann hann vel. Hann fór nefnilega oftar krókinn en kelduna, vissi sem var, að fljótræði á ekki við í okkar starfi. Herði leið mjög vel við störf sín enda kunni hann vel til verka og fylgdist vel með. Hann var afar umhyggjusamur, barngóður með afbrigðum, snöggur að bjarga hlutunum þegar mikið lá við hjá fólki; gerði mönnum greiða í það óendanlega ef eitthvað bjátaði á varðandi tennur þeirra eða kjálka um kvöld og helgar. Hörður var ótrúlega minnugur; auk skírnar- og föðurnafna sjúklinga sinna mundi hann gjarnan fullt heimilisfang og símanúmer! Vegna kunnáttu sinnar í tann- gervagerð var Hörður lengi próf- dómari við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og kennari um skeið við Tannsmiðaskóla Íslands. Hörður var mikil félagsvera; starfaði af kappi fyrir Tannlækna- félag Íslands og var formaður þess um skeið og var trúað fyrir for- mennsku fjölda nefnda enda maður- inn skarpur og glöggur og náði ár- angri. Hann var einn þessara „eldri“ sem mættu nánast á hvern fé- lagsfund og hafði sína skoðun á hlut- unum og tjáði hana. Það er með miklum trega að ég kveð Hörð Sævaldsson. Við Kristín sendum ástvinum hans öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurjón H. Ólafsson. Snöggt andlát Harðar Sævalds- sonar tannlæknis veldur mikilli sorg og söknuði hjá hans nánustu og ís- lenska tannlæknastéttin sér á eftir stórbrotnum félaga og fyrrum for- ingja. Hörður var óvenju heilsteyptur og skarpur maður, eftirsóttur til for- ystu og ráðgjafar enda framsýnn og úrræðagóður. Það voru því forrétt- indi fyrir nýútskrifaða tannlækna að komast í vinnu hjá Herði. Þar var mikil gróska og margt um manninn. Allt að 5 tannlæknar við störf og því óskastaða fyrir kandídata að geta leitað sér þar aðstoðar og fyrirmynd- ar og yfirtannlæknirinn með alla sína reynslu og góðu menntun var ætíð til staðar þrátt fyrir mikið anna- ríki. Hörður var flinkur tannlæknir, vel skipulagður og hafði mikið vinnu- þrek. Forsjáll vinnuveitandi, hugsaði vel um sitt starfsfólk, sýndi því virð- ingu og tillitssemi og gerði það að vinum sínum. Hann fylgdist vel með öllu í sínu fagi og einnig var hann lið- tækur á ýmsum öðrum sviðum og hafði gengi gjaldmiðla, fasteigna og verðbréfa alltaf á hreinu. Frábært minni og gott vald á tölum var hans aðalsmerki og t.d. þekkti hann með nafni nánast alla sjúklinga stofunnar þótt þar ynnu 5 tannlæknar. Lax- veiðar, skotveiði og bridge voru lengi hans helsta tómstundagaman en ró- aðist yfir í golfið síðustu árin. Þegar undirritaður hóf störf hjá Herði 1974 var Hörður formaður Tannlæknafélags Íslands, rak stóra tannlæknastofu ásamt tannsmíða- verkstæði, kominn á góða ferð í fast- eignaviðskiptum, einn af stofnendum Stálfélagsins og Dentalíu og sat þar í stjórnum. Hann tók daginn snemma og vann fram á kvöld sem og flesta laugardaga. Fjölskyldan bjó í Garða- hreppi eins og var siður framtaks- samra manna í þá daga. Hann hélt rausnarlegt heimili með þáverandi konu sinni Auðbjörgu Helgadóttur og fjórum yndislegum dætrum sem komu til aðstoðar á tannlæknastof- unni yfir sumartímann. Í Garða- hreppi voru ósjaldan haldnar glæsi- veislur enda vinahópurinn stór og Hörður góður „skaffari“ eins og sagt er í dag. Seinna slitu þau Auðbjörg samvistum og völdu sér nýja föru- nauta og giftist Hörður síðar eftirlif- andi konu sinni Ragnheiði Marteins- dóttur og átti með henni fjögur mannvænleg börn. Hjá öllum þess- um ástvinum Harðar er mikil sorg nú enda ástríkum föður og eigin- manni kippt snögglega burt. Það er tómlegt að keyra framhjá Tjarnar- götu 16 þessa dagana og trúlega sér maður aldrei aftur aðrar eins raðir af heilgómasettum á ýmsum stigum sem ætíð fylltu hillur þar. Mér er til efs að nokkur íslenskur tannlæknir hafði skilað af sér fleiri „tann-settum“ en Hörður Sævalds gerði á sinni löngu og farsælu starfs- ævi. Ég kveð traustan vin og yfir- lækni, þakka endalaus góð ráð og að- stoð, votta eiginkonu og börnum samúð mína og óska þess að lokum ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA BJARNADÓTTIR frá Súgandafirði, Kirkjulundi 6, Garðabæ, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut laugardaginn 12. maí. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 21. maí kl. 15.00. Ásm. Magnús Hagalínsson, Lára Borg Ásmundsdóttir, Pétur Ásbjörnsson, Kolbrún Ásmundsdóttir, Aðalheiður Elísabet Ásmundsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN GUNNARSSON, Ártúni 4, Hellu, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 14. maí. Útför verður auglýst síðar. Unnur Einarsdóttir, Eiður Einar Kristinsson, Anna Björg Stefánsdóttir, Guðni Gunnar Kristinsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Guðlaugur U. Kristinsson, Svanhildur Guðjónsdóttir, Áslaug Anna Kristinsdóttir, Sverrir Már Viðarsson, Kristrún Sif Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.