Morgunblaðið - 17.05.2007, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Stefán Karlsson var
hálfum áratug yngri
en ég, og kveður nú
fólk og Frón. Hafði
skilað merku ævi-
starfi, á Íslandi og í Danmörku. Þar
lagði hann stund á langt háskólanám
og lauk þar magistersprófi í nor-
rænni textafræði. Stefán sagði mér,
er við hittumst í fyrsta sinn, en það
var í Árnasafni í Höfn 1964, að hann
ætti trúlega met í námslengd í há-
skóla. Stúdentsprófi lauk hann frá
Akureyri 1948, en magistersprófinu
13 árum síðar, 1961. Námið stundaði
hann að vísu með nokkrum frátöfum.
Stefán var dæmigerður vísindamað-
ur, vandvirkur og iðjusamur. Eftir
hann liggur mikið starf á sviði ís-
lenskra fræða. Hann varð starfs-
maður Stofnunar Árna Magnússon-
ar í Reykjavík, eftir að hafa gegnt
störfum í Árnasafni í Höfn um árabil.
Síðustu starfsárin heima var hann
forstöðumaður þessa safns, sem eng-
an á sinn líka, og varðveitir dýrustu
menningararfleifð okkar. Þótti ein-
sýnt, að Stefán lyki embættisferli
sínum við safnið með því að gegna
þar forstöðu. Árin urðu að vísu ekki
mörg á þeim vettvangi, en sagan
Stefán Karlsson
✝ Stefán Karlssonfæddist á Belgsá
í Fnjóskadal í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu 2.
desember 1928.
Hann lést í Kaup-
mannahöfn 2. maí
2006 og var útför
hans gerð frá Nes-
kirkju 12. maí.
mun geyma verk
fræðimannsins um
ókomna tíð. Þess má
og geta, að Stefán var
sæmdur doktorsnafn-
bót við háskólana í
Kaupmannahöfn og
Reykjavík, fyrir störf
sín. Í tilefni sjötugsaf-
mælisins var gefið út
mikið afmælisrit, sem
nefnist Stafkrókar. Er
þar drjúgan fróðleik
að finna um handrit
okkar og uppruna ís-
lenskrar tungu, sem
Stefán hefur samið. Þegar Stefán
varð sjötugur, 2. desember 1998, var
honum haldið samsæti í safnaðar-
heimili Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Voru þar fluttar margar ræður, þar
sem störf og lífshlaup Stefáns var
rakið. Aðeins eitt ljóð var þarna flutt,
og gerði það undirritaður, sem
þekkti Stefán um langa tíð. Ljóðið er
á þessa leið:
Við handritalestur í hálfa öld,
í Höfn og Reykjavík,
átti sér Stefán yndi og völd;
víst eru fá dæmi slík.
Nú hyllum við sjötugan hal í kvöld,
hvers hugsjón var gifturík.
Svo dvelji hann enn við fræðafjöld
og friðarins pólitík.
Með Stefáni Karlssyni er horfinn
af sjónarsviðinu merkur fræðimað-
ur. Ég þakka honum góð og gjöful
kynni. Afkomendum vottast samúð
við fráfall hans.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Frænka mín og vin-
kona er látin. Þótt ég
visst hvert stefndi verður staðreynd-
in alltaf áfall og söknuður fyllir hug-
ann. Við Unnur vorum bræðradætur
og jafnöldrur, báðar fæddar á Reyð-
arfirði þar sem við lékum okkur sam-
an sem smástelpur. Báðar misstum
við mæður okkar þegar við vorum
barnungar, þá sáru reynslu áttum
við sameiginlega.
Leiðir okkar skildi í áratugi, Unn-
ur fluttist til Danmerkur og báðar
giftumst við og eignuðumst fjöl-
skyldur. Það var ekki fyrr en við vor-
um komnar vel á sextugsaldurinn að
Unnur átti frumkvæði að því að við
ræktuðum skyldleikann og tækjum
upp sambandið á ný. Við hittumst
ásamt systrum hennar, Hildi og Sig-
urbjörgu og það tókst svo vel að upp
úr því stofnuðum við bridgeklúbb. Sá
klúbbur var mjög sérstakur að því
Unnur Sigríður
Malmquist
✝ Unnur SigríðurMalmquist
fæddist í Borgar-
gerði við Reyðar-
fjörð 29. september
1922. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut að
morgni 4. maí síð-
astliðins og var
jarðsungin frá
Grafarvogskirkju
11. maí.
leyti að þegar við hitt-
umst á nokkurra vikna
fresti til að spila var
jafnframt slegið upp
mikilli matarveislu þar
sem ekkert var til
sparað og alls kyns
kræsingar bornar
fram. Það var alltaf til-
hlökkunarefni að hitt-
ast, njóta lífsins lysti-
semda og hlæja
saman. Spilamennsk-
an var í takt við veisl-
una, létt og leikandi
með rétt hæfilegum
heilabrotum. Nú erum við tvær eftir,
við Sigurbjörg, mín kæra frænka,
sem var afbragðs bridgespilari – og
er enn.
Unnur var fædd með listagen í
blóðinu. Það var listrænt handbragð
á öllu sem hún gerði, hvort heldur
var handavinna, matreiðsla eða ann-
að. Hún sagði sjálf að kannski væri
hún ofvirk því að henni féll aldrei
verk úr hendi. Eftir hana liggur
ógrynni af fallegu handverki og hún
var árum saman leiðbeinandi í
handavinnu fyrir eldri borgara í
Grafarvogskirkju.
Ég þakka frænku minni trausta
vináttu og samfylgd í gegnum lífið og
sendi fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minning
Unnar S. Malmquist.
Jónína M. Pétursdóttir.
Elsku ástin mín.
Ég trúi því ekki að
ég sé að skrifa minn-
ingargrein um þig,
þetta er allt svo óraunverulegt. Þegar
bróðir þinn hringdi og sagði mér
fréttirnar hélt ég að þetta væri eitt-
hvert grín, en samt vissi ég innst inni
að þetta var satt. Þetta er svo óskap-
lega sárt, ég bara átta mig ekki al-
mennilega á þessu, ég vil ekki trúa
því að þetta sé satt, að þú sért farinn
frá mér að eilífu. Ég reyni að vera
sterk en veit ekki hvernig ég á að lifa
án þín, við áttum svo margt saman.
Ég man svo vel eftir því þegar við
vorum á Akureyri hjá Helenu vin-
konu okkar og Emma, vorum á
menningarnótt þar og fengum okkur
auðvitað í glas, vorum niðri í bæ og
nokkuð vel í því. Þá spurðir þú mig
hvort ég myndi nokkuð muna eftir því
daginn eftir hvað við værum að tala
um, því þig langaði svo að segja mér
svolítið. Ég sagði að ég myndi alltaf
eftir djamm hvað ég hefði gert eða
talað um, svo þú þorðir ekki að segja
mér það sem þig langaði svo að segja.
Ég varð svo forvitin og langaði svo að
vita það að þú sagðir mér það loksins;
þú sagðir að þú elskaðir mig og að þú
virkilega meintir það. Það var í fyrsta
skiptið sem þú sagðist elska mig og
ég var svo ánægð. Ég á svo óend-
anlega margar góðar minningar um
okkur saman og vildi að þær gætu
orðið fleiri, en ég verð víst bara að
halda fast í þær gömlu og varðveita
þær með mér. Þú varst alltaf að segja
mér hvað þú elskaðir mig mikið og
hversu ástfanginn þú værir af mér.
Þegar ég var í skólanum á Króknum
gastu ekki beðið eftir að ég flytti til
þín suður um sumarið, þú hlakkaðir
svo til. Mér finnst svo sárt að ég fái
Sigurgeir Númi
Birgisson
✝ Sigurgeir NúmiBirgisson fædd-
ist í Neskaupstað
26. janúar 1984.
Hann lést 11. mars
síðastliðinn.
Útför Sigurgeirs
Núma fór fram frá
Fáskrúðsfjarðar-
kirkju 22. mars síð-
astliðinn.
aldrei að sjá þig aftur,
aldrei að knúsa þig,
kyssa þig eða kúra hjá
þér, ég fæ aldrei að
tala við þig eða hlæja
með þér. Þú varst svo
fallegur og góður, vild-
ir alltaf gera allt fyrir
mig, og huggaðir mig
alltaf þegar mér leið
illa, þú vissir allt um
mig og ég gat talað við
þig um hvað sem er.
Fallegi engillinn
minn, ég vildi að ég
gæti fengið að eyða
meiri tíma með þér, að ég gæti bara
sagt þér einu sinni enn hversu mikið
ég elska þig. Ég vona að þú hafir það
gott núna og að þú sért kominn til
hans Bossa sem þú saknaðir svo sárt.
Elsku Áslaug, Birgir, Elmar,
Gummi, Birgir Björn og aðrir að-
standendur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og megi Guð vera með
ykkur á þessum erfiða tíma.
Ég sakna þín svo sárt elskan mín,
ég veit þú átt alltaf eftir að vera með
mér og fylgja mér. Hvíldu í friði Sig-
urgeir Númi ástin mín, ég elska þig
mest í heiminum og mun ávallt gera.
Þín að eilífu,
Guðbjörg Ósk.
Hann Sigurgeir Númi Birgisson er
látinn. Hann varð 23 ára. Ég man eins
og gerst hafi í gær er hún systir mín
kom inn í eldhúsið á Búðum með litla
drenginn sinn og við sáum hann í
fyrsta sinn.
Fallegur var hann, lítið kríli með
kringlóttar kinnar og mikið, dökkt
hár. Og það breyttist ekkert með ár-
unum, hann var alltaf jafn fallegur
drengur og brosið hans bjarta hlýjaði
mörgum. Nú er hann farinn á fund
við Guð almáttugan, en eftir standa
foreldrar hans, bræður, unnusta, afi
hans og amma og við öll ættingjar
hans og við skiljum bara ekki hvernig
þetta gat gerst með svo ungan, bjart-
sýnan, glaðlyndan og heitt elskaðan
dreng. Við erum öll, fjölskyldan hans,
harmi slegin.
Við biðjum góðan Guð að vera með
foreldrum hans, Áslaugu og Birgi,
bræðrum hans, Elmari, Guðmundi og
Birgi Birni, unnustu hans, Guð-
björgu, ömmu hans og afa og okkur
öllum.
Við biðjum fyrir Sigurgeiri Núma
og vitum að hann hvílir tryggt í faðmi
Guðs. Sofðu rótt kæri vinur.
Þegar sorgin knýr
á hjartans dyr,
ég engu þori
og ekkert spyr
en vil þó vera hjá þér.
Elsku systir mín, mágur, systur-
synir, unnusta Sigurgeirs og foreldr-
ar mínir. Við viljum votta ykkur okk-
ar dýpstu samúð og kærleika.
Jóhanna og fjölskylda, Svíþjóð.
Sunnudagsmorguninn 11. mars
síðastliðinn fékk ég símhringingu,
þar sem mamma sagðist hafa hræði-
legar fréttir að færa. Þær voru svo
sannarlega hræðilegar. Hann Sigur-
geir Númi frændi minn er dáinn,
hann kvaddi þetta líf aðeins 23 ára
gamall. Það er svo óraunverulegt að
þessi myndarlegi ungi maður, bros-
andi og glaður þegar ég hitti hann
síðast í jólafríinu, með framtíðina fyr-
ir sér, sé farinn. Ég trúi því ekki enn.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Elsku frændi, ég vona að þú hafir
fundið frið í sálu þinni og ég efast ekki
um að amma í Kefló hafi tekið vel á
móti þér. Guð geymi þig.
Elsku Birgir, Áslaug, Elmar, Guð-
mundur og Birgir Björn, ég sendi
ykkur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur, sem og öðrum ættingjum og
vinum Sigurgeirs Núma. Guð styrki
ykkur í sorginni. Minningin um góð-
an dreng lifir með okkur.
Kær kveðja,
Tinna Hrönn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, bróður
okkar og frænda,
AXELS GUÐMUNDSSONAR,
Kleppsvegi 6,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Rannveig Jónsdóttir,
Páll Guðmundsson,
Líney Guðmundsdóttir,
Guðrún Hafliðadóttir
og fjölskyldur.
Fallinn er nú frá
Guðmundur Einars-
son, vélaverkfræðing-
ur og fyrrverandi for-
maður Verkfræðingafélags Íslands.
Guðmundur naut farsældar í starfi
bæði faglega og félagslega. Eftir
námslok í Bandaríkjunum starfaði
hann þar sem verkfræðingur í tvö ár
við byggingaframkvæmdir. Eftir að
heim var komið hélt hann því áfram
ásamt því að veita stóru verktakafyr-
irtæki forstöðu. Guðmundur var
frumkvöðull og sýndi hann það m.a.
með stofnun verktakafyrirtækisins
Breiðholts. Fram að þeim tíma höfðu
byggingaframkvæmdir við fjölbýlis-
hús að mestu verið í höndum bygg-
ingasamvinnufélaga. Það hafði því
ekki áður þekkst að stofnað væri
einkafyrirtæki um byggingu fjöl-
býlishúsa í slíku magni. Guðmundur
var hugmyndaríkur og stóð fyrir
fjölda nýjunga í byggingariðnaði
hérlendis.
Guðmundur var formaður Verk-
fræðingafélags Íslands árin1970–72
og ötull talsmaður þess. Hann var fé-
laginu öflugur liðsmaður og tók virk-
an þátt í störfum þess. Stóð Guð-
Guðmundur Einarsson
✝ GuðmundurEinarsson fædd-
ist í Reykjavík 22.
ágúst 1925. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Holtsbúð í
Garðabæ 24. apríl
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Hallgrímskirkju 30.
apríl.
mundur fyrir því að
starfsemi félagsins og
markmið voru rýnd
með það í huga að efla
það og styrkja. Niður-
stöðurnar úr þeirri
vinnu eru atriði sem
enn þann dag í dag eru
í fullu gildi. Hann lagði
áherslu á að fylgjast
þyrfti með verkfræði-
menntuninni hér á
landi og sjá til þess að
hún væri í takt við tím-
ann ásamt því að félag-
ið ætti að láta gera út-
tekt á tæknistöðu samfélagsins t.d. á
10 ára fresti. Guðmundur taldi að
skilyrði fyrir vexti nútíma samfélags
væri að tæknimönnum tækist að
þróa og auka færni sína í úrlausnum
verkefna. Guðmundur var sæmdur
heiðursmerki félagsins árið 1994.
Samferðafólk Guðmundar minnist
nú manns sem gott var að leita til og
ávallt gaf sér tíma til að hlusta og
ráðleggja. Fyrir hönd Verkfræðinga-
félags Íslands vil ég votta fjölskyldu
hans dýpstu samúð.
Jóhanna Harpa Árnadóttir,
formaður Verkfræðingafélags
Íslands.
Þegar minnast á Guðmundar Ein-
arssonar kemur fyrst upp í hugann
þessi glaðværi trausti maður, sem
hafði langa reynslu og mikla af sálar-
rannsóknum.
Því var það okkur hjá Sálarrann-
sóknarfélagi Íslands mikill fengur að
fá að starfa með honum. Guðmundur
hafði áratuga reynslu sem forseti og
stjórnarmaður SRFÍ. Guðmundur
sótti fundi og ráðstefnur fyrir félagið
í mörg ár, þar sem hann kynntist
mörgum góðum og færum miðlum
sem hann fékk til landsins til að vinna
og kynna fyrir okkur það nýjasta í
miðilsskap – var það ómetanlegt.
Leysti hann öll þessi störf af mikl-
um áhuga og ljúfmennsku. Við sem
kynntumst honum og vorum með
honum í stjórn félagsins nutum
þeirra forréttinda að heyra hann
segja með sinni sérstöku rödd og
áherslum reynslusögur og rannsókn-
ir sálarrannsókna. Guðmundur var
fulltrúi Sálarrannsóknarfélags Ís-
lands í mörgum útvarps-, sjónvarps-
þáttum og á öðrum vettvangi og var
hann verðugur fulltrúi þess.
Þín náðin, Drottinn, nóg mér er,
því nýja veröld gafstu mér,
í þinni birtu’ hún brosir öll,
í bláma sé ég lífsins fjöll.
Ég veit, að þú ert þar og hér,
hjá þjóðum himins, fast hjá mér,
ég veit þitt ómar ástarmál
og innst í minni veiku sál.
Ef gleðibros er gefið mér,
sú gjöf er, Drottinn, öll frá þér,
og verði’ af sorgum vot mín kinn,
ég veit, að þú ert faðir minn.
Þín náðin, Drottinn, nóg mér er,
því nýja veröld gafstu mér.
Þótt jarðnesk gæfa glatist öll,
ég glaður horfi’ á lífsins fjöll.
(Einar H. Kvaran)
Við hjá Sálarrannsóknarfélagi Ís-
lands sendum fjölskyldu hans og ætt-
ingjum innilegar samúðarkveðjur.
F.h. SRFÍ
Hafsteinn Guðbjörnsson.