Morgunblaðið - 17.05.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.05.2007, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar 569 1100    Umsóknarfrestur er til 23. maí nk. Netdeild mbl.is óskar eftir að ráða forritara til starfa. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af UNIX/Linux, þekkingu á forritun í perl og reynslu af SQL-gagnagrunnum ásamt því að þekkja vel til HTML, Javascript, CSS og XML. Leitað er eftir dugmiklum og stundvísum ein- staklingi sem getur unnið sjálfstætt og tekist á við margvísleg verkefni í krefjandi umhverfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar frekari upplýsingar veitir Ingvar Hjálmarsson, netstjóri mbl.is, í síma 569 1308. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið ingvar@mbl.is. Umsóknir skal fylla út á slóðinni http://www.mbl.is/go/starf og veljið Tölvuumsjón. Athugið hægt er að setja ferilskrá og mynd í viðhengi. KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Grunnskólar Kópavogs starf skólastjóra • Vegna námsleyfis er staða skólastjóra við Smáraskóla laus til umsóknar. Grunnskólar Kópavogs Grunnskólar í Kópavogi starfa samkvæmt samþykktri skólastefnu. Þar segir m.a: „Skólayfirvöld í Kópavogi leggja ríka áherslu á að grunnskólar bæjarins séu í farar- broddi og þróist í takt við það samfélag sem þeir þjóna. Grunnskólinn á að sýna stöð- uga viðleitni til að skapa öllum íbúum bæj- arfélagsins jöfn tækifæri til menntunar og þroska.“ (www.kopavogur.is - fræðslusvið). Smáraskóli – helstu áherslur Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 490 nemendur. Í starfi Smáraskóla hefur áhersla verð lögð á fjölbreytta og nútímalega kennsluhætti og einnig hefur verið lögð áhersla á útivist og skipulögð hálendisferðalög nemenda í efstu bekkjum skólans. Sérstök áhersla hefur einnig verið lögð á markvisst tónlistaruppeldi. Umsækjendur Við val í starfið verður stuðst við eftirtalin menntunar- og hæfnisskilyrði: • Kennaramenntun og kennslureynslu. • Reynslu af skólastjórn. • Framhaldsnám í stjórnun eða öðrum greinum sem nýtast í skólastjórnun. • Reynslu af foreldrasamstarfi. Leitað er að stjórnanda sem hefur góða þekkingu á fjölbreytilegum kennsluháttum, áhuga á og hæfni til að skipuleggja krefjandi og skapandi skólastarf í samvinnu við kenn- ara, foreldra og skólayfirvöld. Framtakssemi, samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar eru því nauðsynlegir. Skólasamningur Grunnskólar Kópavogs starfa samkvæmt skólasamningi sem kveður á um ákveðið fjár- hagslegt svigrúm fyrir skólana. Markmiðið með því er að skapa skólunum aukna mögu- leika á fjárhagslegri hagræðingu til hagsbóta fyrir skólastarfið. Ráðning Skólastjóri verður ráðinn frá og með 1. ágúst 2007. Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamn- ingi LN og KÍ fyrir grunnskóla. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknir skulu berast Fræðsluskrifstofu Kópa- vogs, Fannborg 2, 200 Kópavogur, í síðasta lagi 11. júní 2007. Nánari upplýsingar veita Árni Þ. Hilmarsson, fræðslustjóri í síma 570 1600 og Þorsteinn Einarsson, starfsmannastjóri í síma 570 1500.  Blaðbera vantar í Hveragerði í afleysingar og einnig í fasta stöðu Upplýsingar í síma 893 4694 eftir kl. 14.00 Vanan háseta og stýrimann vantar á beitningarvélabát. Upplýsingar í síma 896 1844 eða 852 1471. Valsárskóli Svalbarðsströnd, 601 Akureyri Laus störf við Valsárskóla skólaárið 2007–2008  Heimilisfræði í 1.–8. bekk, 12 kennslustundir.  Tónmenntakennsla í 1.–8. bekk, 4 kennslu- stundir.  Ensku- og dönskukennsla í 5.–10. bekk, 18 kennslustundir.  Stærðfræði-, raungreina- og tölvukennsla í 9.–10. bekk.  Umsjónarkennsla í 1.–2. bekk.  Umsjónarkennsla í 5.–6. bekk.  Umsjónarkennsla í 9.–10. bekk. Umsækjendur þurfa að hafa góða tölvukunn- áttu og vilja til samvinnu við einstaklingsmið- aða kennsluhætti. Umsóknarfrestur er til 4. júní nk. Upplýsingar veitir Hólmfríður Sigurðardóttir, skólastjóri, í símum 462 3105, hs. 462 6822. Umsjónarkennari Við Vallaskóla vantar umsjónarkennara á mið- stig fyrir næsta skólaár. Áhugasamir hafi sam- band við skólastjóra í síma 480 5800 eða á net- fangið eyjolfur@vallaskoli.is. Viðamiklar upplýsingar um skólann eru á vefsíðu skólans www.vallaskoli.is. Bókara vantar í 50% starf hjá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli. Hæfniskröfur:  Reynsla af bókhaldi.  Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð.  Þekking á Navision er æskileg.  Góð enskukunnátta æskileg.  Tölugleggni. Starfið felst í skráningu bókhaldsgagna, af- stemmingum, auk tilfallandi skrifstofustarfa. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt upp- lýsingum á g.arnarson@avijet.biz fyrir 25. maí. Styrkir Tungumálakennarar athugið! Evrópumerkið/European Label árið 2007 Evrópumerkið er viðurkenning framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins og mennta- málaráðuneytisins fyrir nýbreytniverkefni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Eitt íslenskt verkefni hlýtur Evrópumerkið annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenningin verði veitt á Evrópskum tungumáladegi 26. septem- ber nk. Umsóknarfrestur um Evrópumerkið árið 2007 er til 30. júní nk. Umsóknum er hægt að skila rafrænt til Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins á slóðinni: http://www.ask.hi.is/page/evropu- merki2007 Forgangs njóta: aðgerðir til að auka framboð tungumála og kennsluréttinda- og endurmenntunarnám tungumálakennara. Verkefni sem fengið hafa viðurkenningu má sjá á eftirfarandi slóð: http://www.mrn.stjr.is/raduneyti/althjodlegt- samstarf//nr/343 Nánari upplýsingar gefur Ragnhildur Zoega á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, sími 525 5813. Netfang: rz@hi.is. www.ask.hi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.