Morgunblaðið - 23.05.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.05.2007, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FÆSTIR eru svo sóðalegir að þeir kasti heimilissorpinu út um eldhús- gluggann eða losi sig við gömul húsgögn með því að setja þau út í garð hjá nágrannanum. Það eru hins vegar ótrúlega margir sem sjá hreint ekkert athugavert við að henda sígarettustubbum, hálf- étnum hamborgurum, tómum gos- flöskum og öðru sorpi út um bíl- gluggann. Þessir sóðalegu letingjar geta eignað sér stóran hluta af því rusli sem blasir við þegar ekið er um þjóðvegi og helstu umferð- aræðar höfuðborgarsvæðisins en mikið hefur einnig fokið að veg- unum, s.s. af flutningabílum og kerrum. Vegagerðin sér um að tína upp rusl við þjóðvegi, þ.á m. þjóðvegi í byggð líkt og Hafnarfjarðarveginn og Reykjanesbrautina. Í þennan starfa velst sumarfólk því ekki er mannskapur til að sinna rusltínslu yfir veturinn. Ein þessara sumar- starfsmanna er Ásdís Bjarnadóttir sem hefur ásamt tveimur vinnu- félögum sínum verið að tína rusl við þjóðvegi í nágrenni höfuðborgar- svæðisins undanfarna daga. Hún segir að af nógu sé að taka, fyrir ut- an borgina hafi mikið verið af stóru rusli við vegina, s.s. sjónvörpum, kæliskápum og dekkjum, en innan borgarmarkanna beri meira á gos- dósum, sígarettupökkum, umbúð- um utan af skyndibitafæði o.þ.h. Hún og vinnufélagar hennar hafa líka fundið ruslapoka sem greini- lega hafa verið notaðir til að safna saman ruslinu í bílnum en hefur síð- an verið hent út um glugga, kannski í misheppnaðri tilraun bíl- stjóra til að vera ekki alveg eins sóðalegir og ella. Skárra en fyrir tíu árum Í nágrenni Borgarness er nú tölu- vert af „bílgluggarusli“ en Valgeir Ingólfsson, aðalverkstjóri Vega- gerðarinnar á staðnum, sagðist þó hafa tilfinningu fyrir því að það væri minna en oft áður og ástandið væri töluvert skárra en fyrir um áratug. Þriggja manna vinnuflokk- ur byrjar að tína rusl meðfram veg- um eftir hvítasunnu en síðan þarf flokkurinn að fara aftur yfir svæðið eftir stórar ferðahelgar. „Þetta er náttúrlega bara helber sóðaskapur,“ sagði Valgeir. „Það ætti ekki að þurfa heilan vinnu- flokk sem fer hér meðfram vegum [og tínir upp rusl] lungann úr sumr- inu.“ Sóðalegir bílstjórar víða á ferð um þjóðvegi og helstu umferðaræðar Bílhlössum af rusli kastað út um glugga Morgunblaðið/Eyþór Bílgluggarusl Ásdís Bjarnadóttir og vinnufélagar hennar fylla pallinn nokkrum sinnum á dag. ÞAÐ liggur að lágmarki 10.000 króna sekt við því að henda rusli á almannafæri, þ.á m. við því að henda rusli út um bílglugga, og lögregla hefur endrum og sinnum gert gangskör í því að stöðva sóðana og sekta þá. Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi, mun lögreglan í umdæminu stöðva ökumenn sem henda rusli út um gluggana í sumar og sekta þá. „Það vantar talsvert upp á að umgengni sé nægilega góð í þessum efnum og ef lögregla stendur menn að verki þá eiga þeir von á þessu.“ Ekki væri um sérstakt átak að ræða enda hefði lögregla margt annað að gera. Ólafur sagði að það væri alltof algengt að fólk henti rusli út um gluggann og sóðarnir væru af öllu tagi og á öllum aldri. „Maður sér jafnvel fólk með börn aka hér um og kasta rusli út um gluggana. Ég velti því oft fyrir mér hvort fólk myndi kasta svona frá sér heima í stofu.“ Sóðarnir sektaðir um 10.000 krónur Subbur Fernur, bollar, bleiur, dósir, flöskur og sígar- ettupakkar. Allt fær að fjúka út um gluggann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.