Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 8

Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á HVERJU ári berast að meðaltali um 176 kíló af dagblöðum og auglýs- ingapósti inn á hvert heimili í land- inu. Með tilkomu fríblaðanna hefur magnið aukist hraðar en hlutfall þess pappírs sem fer til endur- vinnslu og vilja hagsmunaaðilar nú freista þess að hækka hlutfallið með því að minna neytendur á að það sé í þeirra höndum hvort pappírinn eigi sér framhaldslíf. Á móti kemur að erlendar rann- sóknir benda til að með slíkum grenndargámaherferðum megi að- eins ná fram 60% skilum og mun átakið því ekki ná hámarksárangri fyrr en söfnun færist inn á heimili. Herferðin ber yfirskriftina „Gott til endurvinnslu“ og eiga Samtök iðnaðarins, SI, og Samtök verslunar og þjónustu, SVÞ, aðild að henni. Mun nýtt endurvinnslumerki verða andlit átaksins og prýða mestallt prentefni sem borið er í heimahús. Að sögn fulltrúa samtakanna er hlutfall þess pappírs sem nú fer til endurvinnslu um 40% og eru þeir bjartsýnir á að hægt sé að hækka það verulega. Um 27% sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu sé dagblaðapappír og með því að minna á grenndargámana sé stuðlað að því að minna fari til urðunar. Þótt Íslendingar séu duglegir við að fara með pappír og pappa í grenndargáma eru endurvinnsla og flokkun heimilisúrgangs enn á frum- stigi. Vegna krafna um minni urðun lífræns úrgangs frá Evrópusam- bandinu, ESB, frá og með ársbyrjun 2009, er Reykjavíkurborg hins vegar með í undirbúningi að setja á mark- að bláa tunnu, sem í fari pappír. Á móti úrvinnslugjaldi Þar sem pappír er auðflokkanleg- astur af lífrænum, niðurbrjótan- legum úrgangi er líklegt að hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu geri slíkt hið sama og setji á markað tunnur sem bætist við endurvinnslutunnur Gámaþjónust- unnar og Íslenska gámafélagsins. Urðun er dýr og þær raddir hafa heyrst að leggja beri úrvinnslugjald á dagblöð, líkt og Úrvinnslusjóður leggur á ýmsa sorpflokka, í því skyni að afla tekna í hlutfalli við úrvinnslu- kostnað. Fulltrúar atvinnulífsins eru hins vegar í meirihluta í stjórn sjóðs- ins, og ef marka má orð fram- kvæmdastjóra SI og SVÞ í gær er lítill hljómgrunnur fyrir slíkri gjald- töku á pappírsefni. Líklegt er að merki átaksins muni auka vitund um endurvinnslu enn frekar og ef til vill flýta óbeint fyrir því að söfnunin færist inn á heimilin. Ársskammtur Íslendinga af dagblöðum og auglýsingapósti gæti þakið vegakerfið rúmlega fimm sinnum Morgunblaðið/ÞÖK Herferð Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ (t.h.), og Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri SI, skoða kynn- ingarefni átaksins. Með þeim fylgjast Ólafur Brynjólfsson, Árvakri, og Bryndís Skúladóttir, sérfræðingur hjá SI. Neytendur hvattir til að endurvinna Fulltrúar verslunarinnar, útgefendur blaða og tímarita og prentfyrirtæki hafa hleypt af stokk- unum átaki til að stuðla að aukinni endurvinnslu. Baldur Arnarson sat kynningarfund um átakið. baldura@mbl.is Í HNOTSKURN »Ari Edwald, forstjóri 365miðla, segir til skoðunar hvernig megi stuðla að end- urvinnslu á Fréttablaðinu. »Einar Sigurðsson, for-stjóri Árvakurs, er hlynntur fjölgun grenndar- gáma. »Einar telur endurvinnsluuppeldisatriði og að markmið átaksins sé að koma af stað stærri hreyfingu. Ottawa. AFP. | Kanadíska álfyrirtæk- ið Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hafnaði í gær fjandsam- legu yfirtökutilboði bandaríska ál- fyrirtækisins Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls á Reyðarfirði. Tilboðið í allt hlutafé Alcan var upp á 33 millj- arða dollara, um 2.100 milljarða króna, og með yfirtökunni hefði orð- ið til stærsta álfyrirtæki heims. Í yfirlýsingu frá Alcan segir að einhugur hafi ríkt í stjórn félagsins um að hvetja hluthafa til að hafna til- boðinu. Yves Fortier, stjórnarfor- maður Alcan, segir að tilboðið end- urspegli ekki nægilega virði eigna félagsins eða vaxtarmöguleika. Ekki sé boðið nóg fyrir ráðandi hlut í Al- can auk þess sem tilboðið sé háð mörgum skilyrðum og sé óljóst. Alain Belda, forstjóri Alcoa, sagði að tilboðið hefði verið lagt fram í kjölfar viðræðna, sem staðið hefðu yfir í nær tvö ár milli stjórnenda fyrirtækjanna um ýmsa möguleika á samstarfi eða samruna. Félögin ættu samleið og sameining yrði þeim til góðs. Fortier tók ekki í sama streng. Morgunblaðið/Ómar Dótturfélag Alcan er móðurfélag álversins í Straumsvík. Alcan hafnar tilboði Alcoa SAMKOMULAG hefur náðst á milli Byrs sparisjóðs, bloggvefjar mbl.is (blog.is) og a.m.k. fjögurra íslenskra bloggara um að sparisjóðurinn aug- lýsi á umræddum bloggsíðum. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti hér á landi sem blogg- arar geta beinlínis haft tekjur af skrifum sínum. Bloggararnir fjórir sem um ræðir eru þau Ellý Ármannsdóttir, Pétur Gunnarsson, Guðmundur Stein- grímsson og Óli Björn Kárason. Ekki er vitað hversu stórar upphæð- ir er um að ræða. Birtingafyrirtæki Byrs sparisjóðs er MediaCom á Íslandi og var það framkvæmdastjóri þess fyrirtækis, Þórmundur Bergsson, sem hafði milligöngu um sölu auglýsinga á bloggsíðunum. „Menn eru alltaf að leita nýrra leiða til að koma sér á framfæri og bloggið hefur sprungið út sem miðill að undanförnu. Rekstraraðili blog.is lítur svo á að síðurnar séu eign bloggara og því leitaði ég samninga við þessa bloggara og þeir tóku vel í það. Birtingafyrirtæki eins og Med- iaCom þarf ávallt að leita nýrra leiða fyrir viðskiptavini sína og þetta er ein slík,“ segir Þórmundur. Auglýsingar á vinsælar bloggsíður SAMRUNI skoðunarfyrirtækjanna Frumherja og Aðalskoðunar hefur verið ógiltur með nýjum úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Telur eftir- litið að samruninn hindri virka sam- keppni á markaði fyrir skoðun skráningarskyldra ökutækja og skoðun á aðstöðu, hreinlæti og innra eftirliti vinnsluleyfishafa í út- gerð. Frumherji keypti í janúar allt hlutafé Aðalskoðunar og segir Sam- keppniseftirlitið að í því felist sam- runi félaganna tveggja í skilningi samkeppnislaga. Félögin séu hin einu sem starfi á fyrrgreindum mörkuðum og því sameiginlega í einokunarstöðu á þeim mörkuðum. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að samruni félaganna hindri virka samkeppni á þessum mörkuðum og vinni þannig gegn markmiði sam- keppnislaga. Hins vegar var það mat forsvarsmanna fyrirtækjanna að ekki hefði verið um samruna að ræða, heldur kaup Frumherja á hlutafé Aðalskoðunar. Voru eigend- ur Frumherja reiðubúnir að reka félögin aðskilin. Taldi Samkeppn- iseftirlitið ekki mögulegt að eyða samkeppnishömlum með því að setja skilyrði fyrir samrunanum. Stórfelldir yfirburðir Telur eftirlitið að með samruna hefði orðið til stórt og öflugt fyr- irtæki á umræddum mörkuðum. Aukin markaðshlutdeild yrði til þess að valda alvarlegri röskun á samkeppni. Öll rök hnígi í þá átt að fyrirtækin myndu hafa stórfellda samkeppnislega yfirburði. Skoðunarsamruni ógiltur HÆSTIRÉTTUR hefur fallist á endurupptöku fjárdráttarmáls Eggerts Haukdal þar sem fram hafi komið ný gögn í málinu sem ætla megi að hefðu skipt verulegu máli. Eggert Hauk- dal var í héraðs- dómi fundinn sekur um auðg- unarbrot í opin- beru starfi sem oddviti Vestur- Landeyjahrepps. Hæstiréttur staðfesti dóminn árið 2001 og hefur í tvígang synjað ákærða um endurupptöku en nú hefur orðið breyting þar á með nýj- um gögnum. Færslan seinni tíma verk Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Eggerts, segir að fyrir nokkrum mánuðum hafi Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að gefa ákæruvaldinu kost á að tveir matsmenn yrðu dómkvaddir til að skoða enn og aftur bókhald Vestur- Landeyjahrepps fyrir árin 1994 til 1996. Niðurstöðurnar hafi ekki stutt sakaráfelli á Eggert Haukdal heldur endurupptökukröfu hans, rétt eins og matsmaður á hans veg- um hefði komist að 2004. Tveir af þremur dómurum Hæstaréttar teldu að líta bæri á þessar mats- gerðir sem ný gögn og þeirra mat væri að ef þessi gögn hefðu legið fyrir á sínum tíma þegar málið var dæmt hefðu þau getað haft þau áhrif að málið hefði farið með öðr- um hætti. Auk þess hefði ákæran á sínum tíma verið byggð á því að Eggert Haukdal hefði fært eða lát- ið færa tiltekna færslu á sinn reikn- ing árið 1996 en síðan hafi komið í ljós að um hafi verið að ræða færslu sem endurskoðandi hreppsins hafði staðið fyrir tveimur árum seinna. „Ef það hefði verið vitað frá upp- hafi að þær færslur sem var verið að fást við voru ekki framkvæmdar 1996 heldur tveimur árum seinna þá hefði þetta mál líklega aldrei farið af stað,“ segir Ragnar. „Málið var afar illa rannsakað,“ bætir hann við og segir að rannsóknarlögregl- an og ákæruvaldið hafi lagt til grundvallar rannsókn sem gerð hafi verið fyrir meirihluta hrepps- nefndar. Í upphaflegri ákæru hafi til dæmis verið tvíákært fyrir sama hlutinn og mjög langan tíma hafi tekið að sýna fram á það. Málið niðurfellt? Ragnar segir að allt bendi til þess að þær forsendur hæstarétt- ardómsins að Eggert hafi fært eða látið færa umrædda færslu, 500.000 krónur, á móti skuld við hreppinn fái ekki staðist. Sakfellisdómurinn sé nú fallinn úr gildi og ákæruvald- ið eigi tveggja kosta völ, að gleyma málinu eða að reyna að sakfella upp á nýtt. „Ég tel víst að þeir láti mál- ið niður falla,“ segir hann aðspurð- ur um næstu skref dómara við Hæstarétt í þessu máli. Hann bend- ir á að matið, sem hefði getað verið til þess fallið að styrkja niðurstöður ákæruvaldsins í málinu, sýndi hins vegar að allt væri óljóst og því sé ekki nokkur grundvöllur til sakfell- ingar. Eggert hefur barist fyrir endur- upptöku málsins í sex ár og segir Ragnar að þessi ákvörðun Hæsta- réttar sé mikill sigur. Miklu hafi verið til kostað og líklegt sé að Eggert fari þess á leit við dóms- og fjármálaráðuneytið að fá útlagðan kostnað endurgreiddan. Sex ára baráttu lokið Hæstiréttur fellst á endurupptöku fjárdráttarmáls Eggerts Haukdal Eggert Haukdal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.