Morgunblaðið - 23.05.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.05.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 15 MENNING KOMA hins heimsfræga baritón- söngvara Dmitri Hvorostovsky hingað til lands er án tvímæla einn af hápunktum Listahátíðar þetta ár- ið enda var tónleika hans beðið með mikilli eftirvæntingu og aðsóknin góð. Hvorostovsky tókst enda að heilla áhorfendur í Háskólabíó al- gerlega upp úr skónum með und- urfögrum og vönduðum söng sínum og látlausri en þó mjög gefandi sviðsframkomu. Hver tilfinning var skýrt undirstrikuð og beisluð í senn, að hætti agaðra listamanna úr austri, þannig að áhorfendum gafst tækifæri til sjálfstæðrar innlifunar með hjálp vísbendinga úr efnis- skránni. Reyndar hefði mátt vera örlítið ljós í salnum, þar sem sviðs- ljósin dugðu varla til lesturs. Píanó- leikarinn Ivari Ilja gerði marg- slungnum tónefnivið rússnesku meistaranna frábær skil með óað- finnanlegri tækni og fallegri túlkun, en fékk því miður sjaldan frið til að spila sína fínstilltu lokatóna þar sem áhorfendur voru oftar en ekki full bráðir á sér með lófatakið og bravó- hrópin. En kannski er það einmitt þetta sem gefur til kynna hve mikið gleðiefni tónleikarnir voru. Það ger- ist nú ekki á hverjum degi að fólk ræður sér vart fyrir hrifningu. Hin djúpa undiralda TÓNLIST Háskólabíó Dmitri Hvorostovsky, baritónsöngvari og píanóleikarinn Ivari Ilja fluttu rússnesk sönglög, eftir Tsjaíkovskíj, Mússorgskíj, Dargomyszhkíj, Glinka, Borodin, Rimskí- Korsakov, Medtner, Rakhmaninov, Vlasov og Sviridov. Listahátíð  Ólöf Helga Einarsdóttir Dimitri Hvorostovsky GERÐUR Helgadóttir vann tölu- vert af steindum gluggum bæði hér- lendis og erlendis, fyrir kirkjur, söfn og einkaaðila og afköst hennar voru mikil. Í Gerðarsafni má nú sjá verk eftir Gerði Helgadóttur sem ekki hafa verið sýnd áður hér á landi, en það eru m.a. steindir gluggar sem unnir voru fyrir kap- ellu við Melanchton kirkju í Düssel- dorf á síðari hluta sjöunda áratug- arins. Þegar til stóð að rífa kirkjuna á síðasta ári bauðst Gerðarsafni að fá gluggana heim, og hafa þeir verið hreinsaðir hjá Oidtmann glerverk- stæðinu sem vann gluggana með Gerði. Eins og í fleiri verkum Gerðar byggjast litirnir hér á mjög fín- legum og nákvæmum litablæbrigð- um. Í uppbyggingu þeirra er sterk hrynjandi sem minnir á tónlist, einnig dregst áhorfandinn að miðju hvorrar lengju um sig, þar sem mynstrið þéttist líkt og um kjarna sé að ræða fyrir miðju á hvorum vegg, en mynstrið byggist lauslega á krossforminu. Hér er um frábært listaverk að ræða sem unun væri að fá að njóta á góðum stað, missir verður að slíku verki í geymslu. Í Gerðarsafni má einnig sjá teikn- ingar Gerðar af skúlptúrum, lág- myndir, verk unnin í járn og brons, skartgripi og tillögur að skúlptúr- um. Í kjallara eru fleiri gluggar Gerðar sýnilegir ásamt höggmynd- um og módelteikningum. Eins og alltaf þegar verk Gerðar eru skoðuð fer ekki framhjá neinum hversu hæfileikarík listakona hún var og sterk tilfinning hennar fyrir formi og hrynjandi lífsins tímalaus og heillandi. Hrynjandi lífsins MYNDLIST Gerðarsafn Til 26. maí. Opið alla daga nema mán. frá kl. 11-17. Fullorðnir kr. 400, Eldri borg- arar og öryrkjar 200. Ókeypis á fös. Steindir gluggar og fleiri verk eftir Gerði Helgadóttur Ragna Sigurðardóttir Menningarverðmæti Steindu gluggunum var bjargað úr kirkju sem fyrirhugað er að rífa í Düsseldorf. Morgunblaðið/Brynjar Gauti ÞAÐ er gleðiefni að landsmönnum hafi gefist tækifæri til að hlýða á strengjakvartetta hins stórhuga ís- lenska tónskálds, Jóns Leifs, á Listahátíð í ár. Tónlistin er töluvert krefjandi bæði fyrir flytjendur og áheyrendur, en þó angurvær og blíð á köflum. Kvartettinum tókst með ágætum að koma efniviðnum til skila, leikurinn var prýðilega sam- stilltur í tíma, styrkleika og blæ en hefði mátt vera ögn betur saman- stemmdur hvað tónhæðina sjálfa snertir. Vissulega eiga ör hljóma- skipti í tónsmíðunum sjálfum sinn þátt í að baka strengjaleikurum vandræði varðandi samhljóminn, en þegar bar á fölskum hljómum í ró- legri og ómþýðari köflum var erfið- ara að sýna sama skilning. Að þessu undanskildu var flutningurinn í heildina mjög góður, tjáningin skýr og stuttir sólókaflar hljóðfæraleik- aranna hrífandi. Þar mætti helst nefna leik Þórunnar Óskar Marinós- dóttur víóluleikara undir lok fyrsta kvartettsins, Mors et vita, þar sem grundvallarstef verksins, tvísöngs- lagið Húmar að mitt hinsta kvöld eftir Bólu-Hjálmar, er leikið í heild sinni, en það gerði hún á eftirminni- lega fínstilltan og fagran máta. Kvartett Kammersveitar Reykja- víkur á heiður skilinn fyrir vel unnið verk og eiga unnendur Jóns Leifs von á góðu, þar sem stefnt er að út- gáfu strengjakvartettanna í flutn- ingi þessara ágætu hljóðfæraleikara innan nokkurra ára. Lífið, listin og dauðinn TÓNLIST Listasafn Íslands Flutt voru verkin Quartetto I op. 21, Mors et vita (1939), Quartetto II op. 36, Vita et mors (1948-1951) og Quartetto III op. 64, El Greco (1965) eftir Jón Leifs. Kvartettinn skipuðu Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Þór- unn Ósk Marinósdóttir, víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló. Fimmtudag 17. maí kl. 20. Listahátíð  Ólöf Helga Einarsdóttir ÞVÍLÍK veisla, að fá að heyra í tveimur kunnustu baritonsöngvur- um heims, dag eftir dag, á Listahátíð í henni litlu Reykjavík. Bryn Terfel efndi loforð sitt frá í hitteðfyrra um að koma aftur til að syngja í Há- skólabíói, og með honum í för var einn kunnasti söngvarapíanisti okk- ar daga, Malcolm Martineau. Það var ekki síðra tilhlökkunarefni að heyra hans rómaða píanóleik. Það voru vonbrigði, að þrátt fyrir gríðarlega fallegan leik, þá var Martineau of hófstilltur, og lét of lít- ið fyrir sér fara. Það er ekki eina hlutverk píanóleikarans að „styðja við“ söngvarann, eins og sagt er, heldur verður leikur hans að geta skinið, þar sem við á. Undir lokin, í síðasta lagi Schuberts og ljóðaflokki Iberts, var sem hamnum væri flett af honum, og hann lét til sín taka af listfengi. Bryn Terfel var hins vegar í sín- um besta ham alla tónleikana. Rödd- in hans er mikil og glæsileg, og hann hefur gríðarlegan sviðssjarma. Hann fór vel með bresku lögin, sér- staklega Quilter, en síðri fannst mér túlkun hans í Schubertlögunum, fyr- ir utan Friðarlitaníuna sem var síð- ust Schubertlaganna og gríðar- fallega flutt. Heiðarósin var sprell- fjörug en of „leikin“ og of hröð og missti þar með erótísku spennuna sem er undirtónninn bæði í ljóði Göt- hes og lagi Schuberts. Það er engin leið að stilla sig um samanburð við túlkun Hvorostovskys deginum áð- ur, sem var fullkomlega einlæg, ein- beitt og gaf fyrir vikið dýpstu list- rænu upplifun. Bryn Terfel er ekki Hvorostovsky, – og þrátt fyrir að dýptin hefði mátt vera meiri, hefur hann svo ótrúlega margt annað til síns ágætis. Í niðurlagi tónleikanna sýndi hann svo um munaði hvers vegna vinsældir hans eru svo miklar. Í Söngvum Don Kíkóta og nokkrum gamansöngvum í kjölfarið, lét hann gamminn geisa, dró fram húmor, léttleika og mikla gleði. Lokasprett- ur þeirra Martineaus, með Foggy Dew og serenöðu Don Giovannis, Deh vieni alla finestra, þar sem flag- arinn táldregur Donnu Elvíru, var stórskemmtilegur og kómískur fram í fingurgóma. Gleðiraustin TÓNLIST Háskólabíó Bryn Terfel baritónsöngvari og píanóleik- arinn Malcolm Martineau fluttu sönglög og þjóðlög frá Bretlandseyjum, konsert- aríur eftir Mozart, ljóðasöngva eftir Schu- bert, Ljóðaflokkinn um Don Kíkóta eftir Ibert, auk gamansöngva frá ýmsum lönd- um. Mánudag kl. 20. Listahátíð  Bergþóra Jónsdóttir -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr.114.800 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Þurrkari T223 Verð frá kr. 78.540

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.