Morgunblaðið - 23.05.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.05.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 17 AKUREYRI Í SUMAR verður tekinn í notkun áningarstaður við þjóðveginn gegnt Hrauni í Öxnadal með minn- ingarsteini um Jónas Hallgrímsson, grjóthleðslum, trjám og runnum. Þar verður komið fyrir hringsjá, bekkjum og borðum til þess að snæða við, auk tíu bílastæða, þar af fimm fyrir húsbíla, skv. upplýs- ingum Tryggva Gíslasonar, for- manns Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ehf. Vegagerðin sér um og kostar framkvæmdir og er það framlag hennar á afmælisárinu. Minningarstofa um Jónas verður opnuð á Hrauni 16. nóvember. Þar verður lögð áhersla á að Hraun í Öxnadal er fæðingarstaður Jónasar Hallgrímssonar og við þann stað er nafn hans bundið. Brugðið er upp myndum af Jónasi sem lifandi skáldi og fyrsta nútímaskáldi Ís- lendinga sem með ljóðum sínum fann fegurð íslenskrar náttúru, eins og Tryggvi orðar það. Gerð verður grein fyrir ljóðmáli og líkingum í kvæðum Jónasar og nýyrðasmíð, sýndar teikningar hans og byggt á því að fleiri söng- lög hafa verið gerð við ljóð hans en nokkurs annars íslensks skálds. „Í fræðasetrinu verður lögð áhersla á að Jónas Hallgrímsson var fyrsti menntaði náttúrufræð- ingur Íslendinga sem hafði með- fæddan áhuga á náttúrunni og fékk innblástur frá stórbrotinni náttúru heimabyggðar sinnar og landsins alls,“ segir Tryggvi. Birt verða kort yfir rannsókn- arferðir hans um landið, m.a. ör- lagaríka ferð yfir Nýjabæjarfjall sumarið 1839, yfirlit yfir veður- athugunarstöðvar sem hann átti frumkvæði að og gerð verður grein fyrir ritum hans um náttúrufræði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hraun í Öxnadal Hluti jarðarinnar var friðlýstur sem fólkvangur á dög- unum og í gamla bænum verður í haust opnuð Minningarstofa um Jónas. Hann fann fegurð íslenskrar náttúru Haldið verður upp á 200 ára fæðingarafmæli Jónasar – listaskáldsins góða – með margvíslegum hætti Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÝMSIR sóðar sem hyggjast losa sig við rusl með lítilli fyrirhöfn hafa ver- ið að lauma sér með úrgang inn á framkvæmdasvæði Kópavogsbæjar við Kársnesið þar sem unnið er að landfyllingu á vegum bæjarins. Þar er hinsvegar eingöngu leyfilegt að fylla upp með jarðefnum og losun alls sorps stranglega bönnuð. Engu að síður hefur það komið ítrekað fyr- ir að fólk fer inn á svæðið og fleygir sorpi af ýmsu tagi ofan í landfyll- inguna í trausti þess að fljótlega muni það grafast ofan í ört stækk- andi landfyllinguna. Bæði heilbrigðiseftirlit Kópavogs og tæknisvið bæjarins hafa fengið kvartanir vegna þessarar háttsemi á liðnum misserum. Sjórinn umhverfis Kársnesið vitnar um sóðaskap með því að sumt af ruslinu flýtur á yfir- borðinu og rekur allt inn að Yl- ströndinni á Nauthólsvík. Ruslið fjarlægt af svæðinu Samkvæmt upplýsingum Kópa- vogsbæjar er haft eftirlit með því að enginn fari inn á svæðið með sorp, en það eftirlit er þeim takmörkunum háð að aðeins er fylgst með manna- ferðum að degi til. Auk þess er svæðið ógirt. Ef starfsmenn bæjar- ins verða varir við rusl á staðnum er það fjarlægt. Ástæða þess að svæðið er ógirt er sú að svæðið er of stórt og því geta menn komist fram á kantinn nánast hvar sem er, að sögn Stefáns Lofts Stefánssonar, deildarstjóra fram- kvæmdadeildar Kópavogs. „Það eru brögð að því að spýtnarusli sé hent þarna og það er ekki æskilegt að það fari í sjóinn og fljóti út,“ segir hann. Segist hann hafa fengið kvartanir vegna sorplosunar við landfyll- inguna. Heilbrigðiseftirlit bæjarins hefur líka fengið sinn skerf af kvört- unum þótt engin kvörtun liggi fyrir núna. Jarðefni eingöngu leyfð Að sögn Stefáns Lofts mega ein- göngu jarðefni fara í landfyllinguna, einnig jarðefni úr húsgrunnum og gatnagerð. Þrátt fyrir að vitni hafi séð leifar af parketgólfi og járna- drasli í landfyllingunni, hefur um- hverfisvitund fólks ekki komist nið- ur á svo lágt plan að þangað séu flutt spilliefni eða málningarúrgangur, a.m.k. hefur Stefáni ekki borist nein tilkynning um slíka mengun. Unnið hefur verið við landfylling- ar á svæðinu undanfarna tvo áratugi og ekki liggur fyrir hvenær þeim lýkur að sögn Stefáns. Það er reyndar víðar en á Kárs- nesi sem fólk laumast með rusl, því í Eiðsvík við Geldinganes hefur borið á því að skildir eru eftir ruslasekkir með garðaúrgangi, steypubrotum, rafgeymum og fleira sorpi. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði gangandi fólks auk þess sem þar er aðstaða Kayakklúbbs Reykjavíkur. Laumast með rusl í fyllinguna  Hægt að komast út á kantinn nán- ast hvar sem er Morgunblaðið/RAX Rusl Eitt af verkefnum starfsmanna Kópavogsbæjar er að fjarlægja rusl sem fólk hendir í skjóli nætur. Í HNOTSKURN »Landfyllingin við Kárs-nesið fer þannig fram að sanddæluskip Björgunar flyt- ur möl af botni Faxaflóa inn að Kársnesi og einnig er jarð- efnum ekið á flutningabílum út á kantinn. »Hafnarsvæði í bland viðíbúðarbyggð með bryggju- hverfi á Kársnesi er það sem bæjaryfirvöld sjá fyrir sér. »Efla á hlutverk Kópavogs-hafnar á sviði viðgerða og þjónustu og með stækkun hafnarsvæðisins með landfyll- ingum. Hafnarfjörður | Forvarnarnefnd Hafnarfjarðar stóð nýlega fyrir könnun meðal sölustaða tóbaks í bænum. Af 25 sölustöðum sem voru heimsóttir seldu sjö staðir unglingunum tóbak. Á einum staðnum þar sem sölumaður vildi ekki selja ung- lingunum tóbak, vegna þess að þeir gátu ekki sýnt skírteini, vor- kenndi sölumaðurinn ungu kaup- endunum svo mikið að hann gaf þeim eina sígarettu hvorum af eigin birgðum, segir í fréttatilkynningu. Upplýsingar úr könnuninni eru sendar Heilbrigðiseftirliti Kópa- vogs- og Hafnarfjarðarsvæðisins þar sem unnið verður úr þeim eins og lög gera ráð fyrir. Búast má við því að þeir staðir sem selja börnum tóbak fái áminningu eða verði sviptir tóbakssöluleyfi eins og lög um tóbaksvarnir gera ráð fyrir. Ný- legar rannsóknir Rannsóknar og greiningar á reykingum hafn- firskra ungmenna sýna að reyk- ingar meðal þeirra eru að dragast saman, hraðar en landsmeðaltalið. Margir sölustaðir í Hafnarfirði hafa gert sérstakt samkomulag við forvarnanefnd sem miðar að því að leita allra leiða til að koma í veg fyrir sölu á tóbaki til barna. Síðast þegar fram fór könnun seldu 32% staða unglingum tóbak og því er ljóst að kaupmenn hafa tekið sig á. Nýlegar rannsóknir Rannsóknar og greiningar á reykingum hafn- firskra ungmenna sýna að reyk- ingar meðal þeirra dragast saman, hraðar en landsmeðaltalið. Auðvelt að nálgast tóbak HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skein yfir landi … Kona hlýðir á lestur ljóða Jónasar Hallgrímssonar á Akureyri, þegar opnuð var sýning í tilefni 200 ára fæðingarafmælisins. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is NÝ bók um ævi Jónasar Hallgríms- sonar kemur út í haust og verður gef- in öllum nemendum 10. bekkjar grunnskóla hér á landi á fæðingar- degi skáldsins og náttúrufræðingsins, 16. nóvember. Þá verða 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar. Það er menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehf. sem gefur út þessa nýju ævisögu Jónasar, ásamt Sparisjóði Norðlendinga, í tilefni 200 ára afmæl- isins. „Ævisagan verður stutt og hnit- miðuð og á að vekja áhuga ungs fólks og almennings á Jónasi Hallgríms- syni og ljóðum hans. Ævisagan á að gefa mynd af einstaklingi sem lifði við sérstakar aðstæður er gátu af sér ein- stök listaverk, auk þess sem reynt verður að draga saman þá þætti í lífi Jónasar Hallgrímssonar sem urðu honum að ljóðum,“ segir í bréfi Tryggva Gíslasonar, formanns Hrauns í Öxnadal ehf. til allra skóla- stjóra grunnskóla hér á landi. Tryggvi segir mjög vandað til ævi- sögunnar. „Böðvar Guðmundsson, skáld og rithöfundur frá Kirkjubóli í Hvítársíðu, sem búsettur hefur verið í Kaupmannahöfn undanfarna tvo ára- tugi, skrifar ævimyndina, eins og hann kýs að kalla verkið. Inn í það er fléttað ljóðum og lausavísum sem tengjast sérstaklega lífshlaupi Jónas- ar Hallgrímssonar og birtar myndir, teikningar og málverk er tengjast ævi hans og starfi,“ segir í bréfi Tryggva. „Ætlunin er að þessi nýja ævisaga verði afhent að gjöf öllum nemendum í 10. bekk í grunnskólum landsins á sjálfan afmælisdaginn, föstudag 16. nóvember 2007. Jafnframt verða ein- tök ævisögunnar afhent bókasöfnum grunnskólanna.“ Þess hefur verið farið á leit við skólastjórana að hver og einn taki að sér að afhenda nemendum sínum ævi- söguna á afmælisdaginn, móðurmáls- daginn, á þann hátt sem viðkomandi telur við hæfi. Menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehf. var stofnað 26. maí 2003 og keypti þá jörðina Hraun í Öxnadal. Megin- markmið félagsins er fjórþætt: að koma á fót minningarstofu um Jónas Hallgrímsson á Hrauni, reka þar fræðasetur fyrir skáld, rithöfunda, náttúrufræðinga og aðra fræðimenn, svo og forgöngumenn í atvinnulífi og stjórnmálum, opna í landi Hrauns úti- vistarsvæði fyrir almenning og kynna verk hans fyrir ungu fólki og öðrum almenningi. Stjórn félagsins skipa Guðrún María Kristinsdóttir forn- leifafræðingur og forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri, Jón Kr. Sólnes lögmaður og Tryggvi Gíslason magister og fyrrverandi skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri. Gefa öllum 10. bekking- um nýja bók um Jónas Í HNOTSKURN »Jónas Hallgrímsson fædd-ist að Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Fólkvangur, náttúrulegt útivistarsvæði fyr- ir almenning á hluta jarðar- innar, verður opnaður á Fífil- brekkuhátíð 16. júní nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.