Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 19

Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 19
Þ etta var nú eiginlega ekki mín hug- mynd upprunalega,“ segir Þor- valdur Þórsson hógvær þegar hann er inntur eftir því hvernig í ósköpunum það hafi komið til að hann ákvað að klífa 100 hæstu tinda Íslands og það á einu ári. „Þetta er nokkuð vinsælt í Skot- landi, kallast „Munro Bagging“ og gengur út á að safna fjöllum með því að ganga á alla tinda sem eru hærri en 3.000 fet eða um 914 metrar. Vinur minn vildi koma einhverju svipuðu á hér á Íslandi og stakk upp á því að ég prófaði þetta. Og af því að ég verð fimmtugur á árinu datt mér í hug að fara á 50 hæstu tindana.“ Hugmyndin vatt upp á sig því Þorvaldur fékk þá flugu í höfuðið að miða við alla tinda yf- ir 1.400 metra hæð. „Og þar sem þeir voru ná- lægt því að vera 100 talsins varð þetta úr.“ Hann þurfti þó að leggjast í talsverða rann- sóknarvinnu til að ná saman upplýsingum um fjöllin. „Ég hafði samband við Landmælingar áður en ég byrjaði og þeir keyrðu út alla punkta á landinu sem voru hærri en 1.400 metrar fyrir mig svo ég vissi nokkurn veginn hvar ég átti að leita.“ Þorvaldur viðurkennir að eitt ár sé heldur lítill tími til að ljúka ætlunarverkinu. „Hins vegar gerði ég nákvæma áætlun þar sem ég teiknaði á korti allar ferðirnar sem ég ætla að fara í og hvaða tinda ég klíf í hverri þeirra. Ég setti niður hvert ég þarf að keyra, hvar ég byrja, hvers konar útbúnað ég þarf o.s.frv. og reiknaði út áætlaðan fjölda kílómetra sem ég geng, áætlaða hækkun í landi og keyrslu. Nið- urstaðan varð 16 þúsund eknir kílómetrar, um 1.400 kílómetrar gengnir og 40–50 kílómetra hækkun.“ Nýári fagnað í Tindfjöllum Fljótlega í undirbúningnum áttaði Þorvaldur sig á því að það væri helst tvennt sem gæti sett strik í reikninginn. „Það er heilsan annars veg- ar og veðurfarið hins vegar sem hefur líka ver- ið ansi rysjótt. Mars var hörmulegur því þar liðu yfir 30 dagar milli ferða og þá fór nú að fara svolítið um mig. Það bjargaði málunum að ég var kominn svolítið á undan áætlun í febr- úarlok og apríl var mjög góður svo mér hefur nánast tekist að vinna þetta upp. Hvað heilsuna varðar hef ég verið heppinn því ég hef ekki fengið svo mikið sem kvef á árinu.“ Þorvaldur sinnir fullri vinnu meðfram verk- efninu en hefur nýtt helgarnar vel í vetur auk þess sem hann býst við því að sumarfríið verði honum drjúgt í fjallgöngunum. Og ekki hefur skort ferðafélagana. „Ég er stjórnarmaður í Ís- lenska Alpaklúbbnum og hef verið í Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík þannig að ég á stóran vinahóp sem í eru miklir fjallamenn. Ég byrj- aði m.a.s. verkefnið með vinum mínum á nýárs- dag. Í staðinn fyrir að sofa út vöknuðum við snemma og gengum á tvo toppa í Tindfjöllum í frábæru veðri. Annars hef ég skilgreint á hvaða toppa ég verð að taka aðra menn með mér, öryggisins vegna. Til dæmis þarf ég alltaf að hafa einhvern með á jöklum því þar eru sprungur og detti maður ofan í þær þarf ekki að spyrja að leikslokum sé maður einn á ferð.“ Undirbúningurinn fyrir verkefnið hefur staðið yfir frá því í janúar á síðasta ári en Þor- valdur hóf sérstaka líkamsþjálfun síðastliðið haust. „Ég stefndi að því að 1. janúar yrði ég í þokkalegu ástandi en engu súperformi því hættan á álagsmeiðslum eykst mikið við stífar æfingar. Síðan hef ég verið að byggja upp formið í gegnum göngurnar og þannig taka minni áhættu en ella.“ Tæknihliðina þurfti líka að undirbúa en Þor- valdur tekur svokallaða GPS-slóð úr bíl og upp á hvern einasta topp sem hann klífur. Sérstakt tölvuforrit getur svo sýnt honum línur á fjallinu þar sem hann gekk og þannig er hægt að reikna út hversu mikil hækkunin var, fjölda kílómetra og klukkan hvað hann var á hverjum toppi. Yfir þessum upplýsingum liggur hann svo milli ferða. „Ég skrái nákvæma dagbók þannig að eftir hverja ferð liggur 5–10 blað- síðna doðrantur þar sem fram kemur hvenær ég lagði af stað og hvenær ég kom niður, hve- nær við vorum búnir að keyra á staðinn o.s.frv. Ég á líka yfir 100 myndir úr þessum túrum. Síðar meir ætla ég að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi, annaðhvort í bók- arformi eða á vefnum. Það væri gaman ef það yrði að hálfgerðu sporti hér á landi að ganga á 100 hæstu toppana og þá er ekki verra að hægt sé að sækja þessar upplýsingar á einn stað.“ Í kröppum dansi í Kerlingarfjöllum Eitt af því sem Þorvaldur hefur þurft að huga að varðandi verkefnið er kostnaðurinn sem er umtalsverður að hans sögn. „Til dæmis kostar yfir 400 þúsund krónur að keyra 16 þús- und kílómetra,“ segir hann en bendir á að nokkrir aðilar hafi aðstoðað við að láta draum- inn verða að veruleika. „R. Sigmundsson sá Morgunblaðið/G. Rúnar Ferðbúinn Þorvaldur þarf að halda á spöðunum því það þýðir ekkert hangs þegar klífa á 100 hæstu tinda landsins á einu ári. Markmið Þorvaldur ásamt Róberti Halldórs- syni sem fagnar á toppi Neðri-Dyrhamars. Sumir láta sér ekki nægja að klífa Hvannadalshnjúk heldur ætlar ein fjallageitin að skella sér á þá 99 toppa sem eru næstir honum í hæð að auki … og allt á einu ári. Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir komst að því að Þorvaldur Þórsson setur sér hærri markmið en flestir. mér fyrir GPS-tæki sem hefur reynst mjög vel og ég hef fengið mikla velvild í Útilífi varðandi útbúnað. Danól hefur aðstoðað mig með mat og drykki og ég hef verið að nota Iridium- gervihnattasíma frá Símanum sem hefur kom- ið að miklum notum. Eiginlega þyrftu allir sem eru að ferðast á háfjallaslóðum að vera með svona tæki.“ Þetta sýndi sig í einu ferðinni þar sem Þor- valdur var einn á ferð, í Kerlingarfjöllum. „Ég lenti í hríð og aftakavindi uppi í 1.470 metra hæð og sá ekkert svo ég gekk alveg eftir GPS- tækinu. Síðan kláraðist rafhlaðan og þá var ég einfaldlega blindur. Samtímis var að myndast snjóflóðahætta svo ég ákvað að lækka mig þar til ég taldi mig vera kominn á nokkuð öruggan stað. Þar notaði ég gervihnattasímann til að láta vita af mér. Annars hefði þurft að leita að mér sem hefði kostað hjálparsveitirnar millj- ónir.“ Þess í stað sóttu hann vélsleðamenn, sem voru staddir á landsmóti sínu í Kerling- arfjöllum. „Eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á þessum ferðalögum mínum var á vélsleðanum því það var ekkert grín að sitja á honum í þessu hrikalega landslagi.“ Fyrir venjulegar skrifstofublækur er nánast óskiljanlegt hvað dregur menn áfram í að reyna svona á líkamleg og andleg þolrif og það af fúsum og frjálsum vilja. „Þegar ég geng á tind í algerri heiðríkju og logni og horfi yfir landið finnst mér mikil forréttindi að fá að njóta svona mikillar náttúrufegurðar. Minning- arnar um slíkar stundir halda mér gangandi. Svo er ég fyrrverandi keppnismaður í frjálsum íþróttum og þarf alltaf að hafa eitthvað að stefna að. Draumurinn er að klára þetta fyrir afmælið mitt í október en þá verða níu og hálf- ur mánuður liðnir frá því að ég byrjaði. Ef það tekst ekki held ég mig bara við ársáætlunina.“ Áætlunin er þó ýmsu háð og til að mynda hefur listinn yfir fjöllin 100 tekið nokkrum breytingum frá því Þorvaldur lagði á fyrsta tindinn. „Ég er búinn að fá ábendingar um tvo toppa sem voru ekki á listanum en eru yfir 1.400 metrar. Hins vegar reyndist einn af topp- unum sem ég er búinn að ganga á ekki 1.400 metrar þannig að hann datt út. Þess vegna hef ég verið að ganga á fleiri toppa en þessa 100, svo enginn geti sagt að ég hafi sleppt ein- hverjum. Ég vil frekar ganga á fleiri fjöll en færri.“ ben@mbl.is |miðvikudagur|23. 5. 2007 | mbl.is daglegtlíf Það eykur líkurnar á hjartaáfalli og kransæðastíflu að upplifa sig sem einstakling sem verður fyrir ranglæti í lífinu. » 21 rannsókn Sykursýki tvö er sífellt algeng- ari meðal bandarískra barna og fjölgar þeim börnum hratt sem taka lyf vegna hennar. » 20 heilsa Vill frekar ganga á fleiri fjöll en færri Á toppnum Miðtindur Hrútfjallstinda sigraður í stór- kostlegu veðri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.