Morgunblaðið - 23.05.2007, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
RÁÐHERRAVAL
Það verður tæpast sagt að mikiltíðindi sé að finna í vali ráð-herra í hina nýju ríkisstjórn.
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingis-
maður tekur við embætti heilbrigðis-
ráðherra og verður eini nýi ráð-
herrann í ráðherraliði Sjálfstæðis-
flokksins. Val Guðlaugs Þórs er eðli-
leg niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík og úrslita kosning-
anna nú. Hann mun takast á við eitt
erfiðasta ráðuneytið en jafnframt eitt
hið mikilvægasta. Á vettvangi heil-
brigðismála eru gífurleg verkefni
framundan og miklu máli skiptir að
nýr heilbrigðisráðherra taki þar til
hendi.
Það er á vissan hátt óþægilegt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að ekki verði
meiri breytingar í ráðherrahópi
flokksins og að konum skuli ekki
fjölga þar. Í þeim efnum dugar ekki að
halda því fram, að formennska í þing-
flokki geti talizt ígildi ráðherradóms,
eins og Drífa Hjartardóttir, formaður
Landssambands Sjálfstæðiskvenna
hélt fram í gærkvöldi. Hið rétta er að
staða forseta Alþingis verður að telj-
ast ígildi ráðherrastóls. En á það er að
líta að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
eru allt fólk á bezta aldri, sem hefur
verið að safna mikilli reynslu í starfi
síðustu árin og þess vegna er sú
ákvörðun Geirs H. Haarde, forsætis-
ráðherra að gera ekki frekari breyt-
ingar að sinni skiljanleg.
Það er mikilvægt að Björn Bjarna-
son gegnir áfram embætti dómsmála-
ráðherra, sem er undirstrikun for-
sætisráðherra á því að það er
lýðræðið, sem ræður ríkjum á Íslandi
en ekki annars konar öfl.
Með því að skipta ráðherrastólum
jafnt á milli karla og kvenna er Sam-
fylkingin sjálfri sér samkvæm enda
hefði annað komið mjög á óvart. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir kemur inn í
utanríkisráðuneytið með verðmæta
pólitíska og stjórnunarlega reynslu úr
Ráðhúsinu og væri óskandi að hún
nýtti þá reynslu til þess að beina
starfsemi þessa viðamikla ráðuneytis
í skynsamlegan og hagnýtan farveg.
Það er skemmtilegt að Jóhanna
Sigurðardóttir skuli fá nýtt tækifæri
til þess að láta á krafta sína reyna í
ráðherrastörfum. Jóhanna hefur
áunnið sér mikla virðingu með stað-
festu og þrautseigju í störfum sínum á
Alþingi og á hinum pólitíska vettvangi
almennt. Mikilvægir málaflokkar
bætast nú við verkefni félagsmálaráð-
herra, sem verða í góðum höndum hjá
Jóhönnu Sigurðardóttur.
Þórunn Sveinbjarnardóttir er hæfi-
leikamikil kona, sem fær nú tækifæri
til að sýna hvað í henni býr í ráðherra-
stól og hér skal fullyrt að umhverf-
isverndarsinnar verða ekki fyrir von-
brigðum með hinn nýja umhverfis-
ráðherra.
Össur Skarphéðinsson er gamal-
reyndur í ráðherrastól svo að menn
vita við hverju er að búast frá honum
en þeir Kristján Möller og Björgvin
Sigurðsson eiga eftir að sýna hvað í
þeim býr. Hin nýja ríkisstjórn mun
njóta hveitibrauðsdaga fram á haust.
ÓGNVEKJANDI ÁSTAND
Tölurnar, sem birtar eru í nýrri árs-skýrslu Stígamóta, eru ógnvekj-
andi. Svo mikil ásókn er í þá þjónustu,
sem Stígamót veita, að samtökin hafa
vart við. Í skýrslunni kemur fram að
2006 leituðu 266 þolendur kynferðis-
ofbeldis til Stígamóta í fyrsta sinn og
er það mesti fjöldi í áratug og 365
karlar báru ábyrgð á ofbeldinu á
hendur þeim. Fimmtán konur leituðu
þangað vegna lyfjanauðgana og níu
vegna hópnauðgana. Þessar tölur
bera vitni alvarlegu ástandi í íslensku
samfélagi og segja sennilega ekki alla
söguna.
Á blaðamannafundi þar sem skýrsl-
an var kynnt sagði Guðrún Jónsdóttir,
talskona Stígamóta, að á liðnum miss-
erum hefði færst í aukana að konur
leituðu sér hjálpar vegna klámvæð-
ingar. Tuttugu konur hefðu leitað á
náðir samtakanna vegna mála sem
tengdust klámi. Þá væri vændi alltaf
vantalið í skýrslum samtakanna. Hún
ræddi sérstaklega þá þróun, sem orð-
ið hefði, að birtar væru myndir eða
hótað dreifingu myndefnis af kynlífs-
athöfnum, sem framleitt hefði verið
með eða án samþykkis kvennanna.
Slík mál hefðu verið kærð án árangurs
og áhyggjuefni væri að netmiðlar og
aðrir fjölmiðlar tækju við slíku efni.
Kynferðisofbeldi er blettur á ís-
lensku samfélagi. Fórnarlömb kyn-
ferðisofbeldis bera þess aldrei bætur.
Áverkarnir kunna að hverfa en örin á
sálinni gera það ekki. Sigrún Sigurð-
ardóttir hjúkrunarfræðingur hefur
kannað afleiðingar kynferðisofbeldis
gagnvart konum í æsku og telur að
heilbrigðiskerfið hafi algerlega
brugðist þeim. „Eina aðstoðin sem er í
boði fyrir konur er á vegum grasrót-
arsamtaka á borð við Stígamót, og
Blátt áfram, en það er ekkert á vegum
heilbrigðisyfirvalda sem þeim stend-
ur til boða,“ sagði Sigrún í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hvernig stendur á því ástandi, sem
lýst er í skýrslu Stígamóta? Undir
hinni íslensku glansmynd kraumar of-
beldið. Stígamót þurfa að hafa bol-
magn til að taka á móti fórnarlömb-
unum og veita þeim aðhlynningu. En
það þarf einnig að ráðast á sjálfa
rótina. Hefur klámvæðing brenglað
svo veruleikaskynið að skapast hefur
andrúmsloft taumleysis og ofbeldis á
Íslandi? Augljóst er að hér verður að
taka á málum. Kynferðisofbeldið
verður að fordæma fortakslaust – í
hvaða mynd sem það birtist. Oftar en
ekki þekkir fórnarlambið þann, sem
fremur ódæðisverkið. Ofbeldismenn-
irnir eru feður, eiginmenn og bræður.
Hvað gengur þeim til? Hvernig er
hægt að stöðva þá?
Stígamót halda uppi skipulegri
fræðslu og nær sú starfsemi víða um
land. Samtökin Blátt áfram hafa unn-
ið þarft verk. En meira þarf til. Það
þarf vakningu í samfélaginu öllu gegn
klámvæðingunni og kynferðislegu of-
beldi.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTASKÝRING
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
Það hefur margt verið skraf-að og skeggrætt innanSjálfstæðisflokksins, fráþví að niðurstöður alþing-
iskosninganna urðu ljósar, snemma
morguns sunnudagsins 13. maí. Það
orð hefur aldrei farið af Sjálfstæðis-
flokknum, að flokkurinn væri eins-
leitur hópur, miklu fremur að hann
væri breiðfylking mjög blandaðra og
oft ólíkra hagsmunahópa, sem þó
gætu sameinast undir grunnstefnu
Sjálfstæðisflokks, sem stæði vörð
um frelsi einstaklingsins og einka-
framtaksins og öflugt mennta-, heil-
brigðis- og velferðarkerfi, allri þjóð-
inni til hagsbóta.
Í ljósi þessa, þarf ekki að koma á
óvart að uppi hafi verið mismunandi
sjónarmið í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins og víðar í flokknum, eftir
að úrslit kosninganna lágu fyrir.
Þrír kostir sagðir í stöðunni
Geir H. Haarde, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, gerði grein fyrir
þeim þremur kostum sem hann taldi
vera í stöðunni fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, á þingflokksfundi mánu-
daginn 14. maí og greindi frá því sem
hann teldi kosti og lesti hvers mögu-
leika.
Hann lagði áherslu á það í máli
sínu, að engin ástæða væri til þess að
fara sér óðslega. Framsókn ætti það
inni hjá Sjálfstæðisflokknum eftir 12
ára gott og farsælt samstarf, að fá að
skoða málin vel og vandlega. Það
væri sjálfsögð kurteisi, að gefa
Framsókn ákveðið svigrúm og á það
var fallist.
Geir sagði að einn möguleikinn
væri áframhaldandi stjórnarsam-
starf við Framsóknarflokkinn, þar
sem stjórnin hefði haldið velli. Vissu-
lega væru meinbugir á slíku stjórn-
arsamstarfi, þar sem mjög erfitt
gæti reynst að halda saman stjórn-
armeirihluta sem byggði aðeins á
einum þingmanni. Hann útilokaði þó
ekki að slíkt væri mögulegt.
Í öðru lagi ræddi formaðurinn um
mögulegt stjórnarsamstarf við
Vinstrihreyfinguna – grænt fram-
boð, en slíkt stjórnarsamstarf hefði
gefið stjórninni 34 þingmenn og
þannig séð, öruggan meirihluta.
Loks ræddi formaðurinn mögulegt
samstarf Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar, sem gæfi mjög traustan
þingmeirihluta, eða 43 þingmenn.
Í máli Geirs kom fram að hann
teldi að allir þessir möguleikar
stæðu opnir, en hann yrði að hafa
fullt svigrúm og umboð þingflokks-
ins, til þess að velja þann kost sem
hann teldi að raunhæfur væri, og
reyndist það auðsótt mál. Geir fékk
fullt umboð og menn tjáðu sig ekki
um hver væri þeirra óskasamstarfs-
aðili.
Ákveðnir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins voru í kjölfar kosninganna
spenntastir fyrir samstarfi við
Vinstri græn. Í þeirra hópi voru Geir
sjálfur, Björn Bjarnason, Illugi
Gunnarsson, Birgir Ármannsson,
Sigurður Kári Kristjánsson og lík-
lega einhverjir fleiri. Ákveðnar
óformlegar þreifingar fóru fram á
milli einhverra þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins og Vinstri grænna,
en fljótlega varð ljóst, að málefna-
lega yrði mjög flókið, ef ekki útilokað
að ná samstöðu um stjórnarsátt-
mála. Einn orðaði það svo: „Við ætt-
um ekki í neinum vandræðum með
að vinna með fólkinu í Vinstri græn-
um, það strandar einfaldlega á mál-
efnum.“
Rætt að styrkja meirihlutann
Enginn viðmælenda lýsti því í
samtölum að fyrsti kostur í hans/
hennar huga hefði verið áframhald-
andi stjórnarsamstarf við Fram-
sókn. Einhverjir töldu að mögu-
leikar væru á slíku samstarfi, þótt
það gæti reynst erfitt. Áhyggjur af
naumum meirihluta og því hversu
laskaður Framsóknarflokkurinn er,
eftir svo mikið fylgistap og missi
fimm þingmanna, virðast hins vegar
hafa verið svo miklar, að m
talið það óraunhæfan kost a
haldandi samstarf við F
væri á vetur setjandi. Það s
vegar ákveðna sögu um s
Geirs H. Haarde á forman
allir viðmælendur sögðu a
hefði verið niðurstaða for
að halda áfram stjórnarsam
Framsókn, hefði þingfl
stutt þá ákvörðun hans a
hug. Einhverjir töldu að m
inn á áframhaldandi r
Sjálfstæðisflokks og Fra
flokks væri í því fólginn
stjórnarmeirihlutann og
mætti með haustinu tvo
sjálfstæðismenn aftur inn
flokk Sjálfstæðisflokksins,
jón A. Kristjánsson, forman
lynda flokksins og Jón Ma
nýkjörinn þingmann Frjá
Þessi hugmynd fékk ald
raunverulegt flug á meðal s
ismanna og mörgum þótti
geðfelld, þótt Framsókn
verið henni með öllu fráhve
Forsætisráðherra bárus
af því rétt fyrir kl. 11.00 á
ingardagsmorgun, að þin
Framsóknar væri að koma
fundi, til þess að slíta viðr
við Sjálfstæðisflokkinn. E
gerðust hlutirnir nokkuð hr
meðan þingflokksfundur F
ar stóð, gerði Geir ákveðna
anir, þannig að hann væri í
inn að upplýsa um hver yr
skref Sjálfstæðisflokksins,
hann og Jón Sigurðsson væ
að halda blaðamannafund í
ráðinu eftir hádegi á fimm
skýra frá stjórnarslitunum.
Því var það, að Geir gre
miðlum frá því á blaðama
inum, að samkomulag he
um það að Sjálfstæðisflo
Samfylking hæfu stjórnar
arviðræður og að því yrði
hefja þær þegar á föstudegi
Nú er það alls ekki svo
Geir með þi
Það ríkir engin alls-
herjar hamingja innan
Sjálfstæðisflokksins með
það stjórnarsamstarf við
Samfylkingu sem nú er í
burðarliðnum, síður en
svo. Ýmsir hefðu kosið
aðra kosti. Styrk staða
Geirs H. Haarde, sem
formaður Sjálfstæðis-
flokksins, er þó talin
tryggja, að flokkurinn
verði heill í samstarfinu.
Sterk forysta Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og
Sjálfstæðisflokksins nú í aprílmánuði. Væntanlega horfa þau fra
» Geir H. Haarde
Staða formanns
Sjálfstæðisflokksins er
mjög sterk og hann
nýtur mikils trausts.
» Þorgerður KatrínGunnarsdóttir
Gegndi lykilhlutverki í
því að koma á sambandi
við Samfylkinguna.
» Björn BjarnasoVar einn þeirra
taldi vænlegra að
stæðisflokkurinn
samstarf við VG.