Morgunblaðið - 23.05.2007, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ var við hæfi að upphaf
nýrrar viðreisnarstjórnar væri á
uppstigningardegi. Viðreisn sjálf-
stæðis- og jafnaðarmanna er
langlífasta stjórn lýðveldisins í
dögum talið, stóð tæpum mánuði
lengur en fráfarandi stjórn. Með
þau verkefni framundan í vel-
ferðar-, atvinnu- og Evrópu-
málum er „ný viðreisn“ eini
raunhæfi kosturinn til að ná ár-
angri og endurheimta stöð-
ugleika. Það stjórnarmynstur
sem er að skila Þjóðverjum strax
miklum árangri er á sama átt
gæfulegt til hagsældar hér á Ís-
landi til lengri tíma. Fjöl-
skuldufólk, eldri borgarar og al-
menningur geta væntanlega séð
fram á betri tíð.
Þegar kosningahelgarvíman
var rokin af hlutu menn að jarð-
tengjast eins og reyndin varð.
Eins þingmanns meirihluti stóðst
ekki. Eða datt raunsæju fólki í
hug að farið yrði áfram í stjórn-
arsamstarf þar sem Árni John-
sen hefði sjálfkrafa neitunarvald
í öllum málum? Hvað þá að allir
aðrir stjórnarþingmenn gætu
kallað eftir tuggu að moða eða
dekstri? Slíkt hefði orðið stjórn
ríkulegra einkahagsmuna, ávísun
á gósentíð sífelldra hrossakaupa
margra oddamanna. Það gekk
auðvitað aldrei upp, nei!
Rauðu sósíalistarnir sem
stjórna VG eru enn eina ferðina
eins og kamelljónið, liggjandi á
grein, skiptandi lit eftir umhverf-
inu. Formaður VG sagði í vímu
skoðanakannana að þeir seldu
sig dýrt, rétt eins þar færu gleði-
konur úr rauða hverfinu! Skilyrð-
aflaumur safnaðarins var eins og
ættaður frá hinni „rauðu og um-
hverfisvænu“ Kúbu. Formaður
BSRB bætti um betur í Kastljósi
fyrir nokkru, sagði raunhæfustu
óskastjórn þeirra sósíalgrænna
vera samstjórn með Sjálfstæð-
isflokki. Þar staðfestust ítrekuð
orð Framsóknar um hægri
draum VG en ekki einarðan
vinstrivilja! Hvað varð svo um
óskir VG að fá að kasta rekum á
framsóknarnáinn rétt fyrir kjör-
dag? Á uppstigningardag vilja
þeir faðma „náinn“ og allt fyrir
þann flokk gera sem þeir hafa
nítt niður og formælt gróflega
mánuðum saman!
Það er hárrétt hjá Ingibjörgu
Sólrúnu að láta ekki tækifær-
issinnaða sósíalúlfana í VG villa
sér sýn með skyndilegri vinstri-
beygju og slægum tungum á ög-
urstundu, heldur senda þá í póli-
tíska megrun næstu árin og
sjálfskoðun. Það var góð lexía
öllum jafnaðarmönnum að sjá
fulltrúa gömlu kommanna bíða
breimandi fyrir utan Valhöll. „Þú
tryggir ekki eftirá“ mætti nú
segja við þá, svo vitnað sé í
þekkt orðatiltæki. En úlfarnir
munu sleikja aurugar loppurnar
ýlfrandi næstu daga, þeirra tími
kemur ekki, það verður ekkert
„fúll á móti-stopp“, það verður
framþróun!
Pálmi Pálmason
Ný viðreisn
Höfundur starfar við
framkvæmdastjórn.
Í GREIN minni í gær fjallaði ég
um langtíma áhrif þeirrar peninga-
málastjórnar sem stunduð hefur
verið hér á landi síðan 2001. Slíka
stjórnun er aldrei hægt að stunda til
lengdar. Stórfelld erlend lántaka
leiðir til hækkandi lántökukostnaðar
okkar í útlöndum og þrengri að-
gangs að erlendu lánsfé. Áhættuá-
lag fjármálamarkaðanna á „íslensku
áhættunni“ hækkar. Erlendu lánin
verða dýrari.
Eitt form þessa dýra erlenda
lánsfjár eru jöklabréfin sem erlend-
ir spákaupmenn eða „carrytraders“
nota í skammtímaveðmálum á ís-
lenska vexti og væntingar um styrk-
ingu krónunnar.
Þetta lánsfé er hvikulla en annað
og getur hlaupið út um dyrnar um
leið og þeir óttast að áhættan á
lækkun krónunnar kunni að vera á
næstu grösum.
Spenna myndast í kringum við-
skiptin með íslensku krónuna, hér
vegast á gróðalöngunin vegna góðra
vaxta og óttinn um veikingu krón-
unnar. Hvenær má reikna með veik-
ingu? Hvenær snýr spákaup-
mennskan gegn krónunni?
Þegar það gerist hríðfellur gengi
krónunnar og Seðlabankinn með sín
verðbólgumarkmið lendir í sjálf-
heldu.
Samkvæmt eigin kenningum mun
hann þá enn þurfa að hækka vextina
til að ráða við ástandið og ýta af stað
enn á ný gengishækkunum sem lík-
lega myndu hefjast að nýju þar sem
útflutningsgreinar myndu sjá hag
sínum til skemmri tíma borgið með
að taka ný erlend lán og selja gjald-
eyristekjurnar framvirkt. Allt þó
undir okkar lánstrausti í útlöndum
komið og hversu hátt „íslenska
áhættuálagið“ verður orðið.
Hvað er framundan?
Ef ekki verða breytingar hér á
megum við eiga von á að þau verði
fleiri landsbyggðarþorpin sem verð-
ur lokað á næstu mánuðum með til-
heyrandi fjárhagstjóni einstakling-
anna sem ekki geta flutt á brott
nema skilja húsin eftir og taka
skuldirnar á bakið í leit að nýju lífi.
Ef ekkert verður að gert er nokk-
uð víst að krónan mun halda áfram
að styrkjast á næstunni og „sig-
urinn“ í stríðinu við
verðbólguna verður
væntanlega sá að
„Flateyrarfrostið“
breiðist út með til-
heyrandi fjárhagstjóni
fólks og fyrirtækja.
Tjóni sem á endanum
verður gert upp af
þjóðinni í heild í gegn-
um aukinn vaxtamun
og afskriftarreikninga
bankanna og Íbúða-
lánasjóðs.
Samdráttur útflutn-
ings- og samkeppn-
isgreina mun leiða til
minni útflutnings og
meiri innflutnings sem
þýðir að við þurfum
meiri gjaldeyri til að
borga fyrir innflutn-
inginn en höfum úr
minni gjaldeyr-
istekjum að spila
vegna samdráttar.
Að óbreyttu brotnar
grundvöllur íslenskra
útflutnings- og sam-
keppnisgreina og at-
vinnuleysi heldur inn-
reið sína.
Tjónið af óbreyttri
stefnu í peningamálum gæti orðið
álíka þungbært og úthreinsunin var
á sínum tíma í upphafi 10. áratugar
síðustu aldar þegar timburmenn
verðbólguáranna frá 1972-1990 voru
teknir út.
Hvað er til ráða?
Okkur er einn kostur nauðsyn-
legur og hann er að víkka markmið
peningamálastjórnunar Seðlabank-
ans og auka áherslurnar þar á við-
skiptajafnvægi og atvinnustöð-
ugleika. Hefja skipulega lækkun
vaxta þannig að hér verði stunduð
svipuð stefna í þeim efnum og í Nor-
egi Svíþjóð og Danmörku. Stefnan
hefur gefist vel þar.
Við verðum að viðurkenna fánýti
stefnu ofurvaxtamunarins og að hún
hefur leitt til þess að hér hefur
streymt inn erlent lánsfé og kynt
þensluna.
Samdráttaráhrif
stefnunnar eru þau ein
að það kreppir að út-
flutnings- og sam-
keppnisgreinum og
framleiðslustörfum í
landinu fækkar í sam-
ræmi við það.
Með lækkun vaxta
getum við lagt grund-
völl að heilbrigðum
framtíðarvexti á Ís-
landi. Góðæri sem ekki
yrði fengið að láni.
Fyrst þarf þó að taka
út timburmenn lánsgó-
ðæranna og lækka
skuldir.
Við skulum muna að
frelsunin er ekki fólgin
í því að afsala okkur
peningastjórninni með
því að taka upp evru.
Afsala okkur frelsinu.
Það hjálpar heldur
ekkert við núverandi
aðstæður nema við tök-
um sjálf til fyrst í okk-
ar málum.
Þetta er stefnubreyt-
ing sem ný ríkisstjórn
og Seðlabankinn þurfa
að framkvæma. Ef þeir veita forystu
um málin verður breytingin sárs-
aukaminni en ella.
Ef ekki, þá mun óttasleginn
markaður taka fram fyrir hendur
þessara aðila á einhverjum tíma-
punkti með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum, eða kannski vel fyrirsjáan-
legum ef við lítum til
gengisvísitölunnar þegar hún sló yf-
ir 150 árið 2001 vegna ótta um geng-
islækkun.
Þrengir að – Kælingin vex
Víglundur Þorsteinsson skrifar
um íslenska hagkerfið
» Við verðumað við-
urkenna fánýti
stefnu ofurvax-
tamunarins og
að hún hefur
leitt til þess að
hér hefur
streymt inn er-
lent lánsfé og
kynt þensluna.
Víglundur Þorsteinsson
Höfundur er stjórnarformaður
BM Vallár ehf.
EINN álappalegasti bjálfaháttur
sem ríður húsum í ritmáli margra Ís-
lendinga nú um stundir er að kalla
það „geðveikt“ sem mönnum finnst
gott eða fallegt eða skemmtilegt. Og
þetta vitlausa unglinga-
mál éta fullorðnir hver
eftir öðrum eins og af-
glapar. Veit þetta fólk
ekki að geðveiki er
hræðilegur sjúkdómur
(reyndar margir sjúk-
dómar), sem getur ver-
ið lífshættulegur, engu
síður en t.d. berklar og
krabbamein?
Eigum við að hafa
slíka hluti í flimtingum
eða gera þá að fíflskap-
armálum?
Skilja menn ekki, að
með þessari endalausu
tuggu er verið að særa
sjúklinga og aðstand-
endur þeirra?
„Siðmenning“ á
Fréttablaðinu
Nýlegt dæmi um
þessa ómenningu mátti
lesa í Fréttablaðinu 21. apríl síðast
liðinn, þar sem kvenmaður hælir sér
af því að hafa snætt „geðveikan“ mat í
útlöndum og segir: „Hvar annars
staðar en í Íran getur maður borðað
yfir sig af geðveikum heimagerðum
mat....“ o.s.frv. (Fréttablaðið 21. apríl,
bls. 46). Hvers vegna sagðist hún ekki
hafa étið yfir sig af „berklaveikum“
mat? Það hefði þó a.m.k. frekar verið
hægt að trúa því að berklasýkill
leyndist í matvælum, heldur en að þar
væri geðveiki fyrir hendi!
En Fréttablaðið – sem vissulega
hefur ýmsum góðum mönnum á að
skipa – það kallar ekki allt ömmu sína.
Það hvetur lesendur sína mjög til
þess að senda blaðinu línur, en áskilur
sér jafnframt rétt til þess að skemma
að vild efni sem því berst. „Áskilinn er
réttur til leiðréttinga og til að stytta
efni“ stendur þar. Gott og vel. En
hvernig? Án nokkurs samráðs við höf-
undana? Eða hvað? Og hvað á að
„leiðrétta“? Stafvillur? Álappalegt
málfar? Eða kannski skoðanir bréfrit-
aranna? Heldur væri það nú reyndar
með ólíkindum – og satt að segja ekki
hægt að gera ráð fyrir slíku – en hvað
á fólk að halda? Blaðið útskýrir ekk-
ert, hvers konar „leið-
réttingar“ átt er við.
Sjálfur hlýt ég að
játa, að mér varð það á í
einhverju bjartsýnis-
kasti fyrir einu ári að
senda Fréttablaðinu ör-
stutta grein, (sem ég
hefði betur látið ógert),
og talaði um það við
einn af starfsmönnum
þess blaðs. Hann stakk
upp á ákveðinni til-
högun, sem ég sam-
þykkti fúslega, og fór
prýðisvel á með okkur –
fyrst í stað! En til þess
að gera nú langa sögu
stutta, þá sveik blaða-
maðurinn þetta sam-
komulag – sem hann átti
sjálfur frumkvæði að –
eyðilagði greinina, þeg-
ar hún birtist, og reyndi
síðan að snúa sig út úr
þessu með fáránlegum vífilengjum.
Þegar ég svo kvartaði yfir þessum að-
förum við hann í fullri alvöru, þá
skellti hann á mig símanum og sagði
að ég hefði sýnt sér ruddaskap. Sem
ég kannast alls ekki við. En þetta
voru nú hans mannasiðir. Hann var
bara svona á vegi staddur.
Ég skrifaði alla þessa atburðarás
vandlega hjá mér og öll orðaskipti
jafnóðum og þau fóru fram, og er
reiðubúinn að birta þau opinberlega,
hvenær sem henta þykir.
– En þegar kvenpersóna lýsir því
yfir að hún hafi étið yfir sig af „geð-
veikum“ mat í útlöndum, þá sér
Fréttablaðið ekki neina ástæðu til að
„stytta“ eða „leiðrétta“ efni. Bara
gaman, gaman. Og menningarlegt!
Til skammar
Valgeir Sigurðsson
skrifar um málfar
Valgeir Sigurðsson
» Álappaleg-asti bjálfa-
háttur í ritmáli
nú um stundir
er að kalla það
„geðveikt“ ...
Höfundur er fyrrv. blaðamaður og
félagsmaður í Geðhjálp.
FRAMSÓKNARMENN eru ekki
öfundsverður minnihlutahópur um
þessar mundir. Eftir áralanga stjórn-
arsetu, þar sem þeir hafa notið valda
langt umfram fylgi sitt,
leggja þeir sig svo lágt
að fullyrða að forystu-
sveit sjálfstæðismanna
hafi brotið á þeim trún-
að.
Varðandi rök þeirra
fyrir því að á þeim hafi
verið brotinn trúnaður
varpa þeir því fram að
sjálfstæðismenn hafi
rætt við Samfylkinguna
áður og á meðan fram-
sóknarmenn stóðu í við-
ræðum við formann
Sjálfstæðisflokksins um
áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Þarna benda þeir m.a. á að sjálfstæð-
ismenn hafi vogað sér að ræða við
fulltrúa Samfylkingarinnar fyrir
kosningar, jafnvel löngu fyrir kosn-
ingar og í þeim viðræðum öllum hafi
örlög Framsóknarflokksins verið
ráðin.
Fyrir og eftir kosningar lögðu
vinstri grænir og framsóknarmenn
áherslu á fjölmörg mál en eitt þeirra
mála var að niðurlægja hvorir aðra.
Má því með sanni segja að af fjöl-
mörgum kosningamálum hafi þeir
einna best náð saman um að eiga í ill-
deilum.
Samfylkingin hefur sjálfsagt eitt-
hvað með allt þetta að gera, enda laut
hún svo lágt að ganga til viðræðna við
sjálfstæðismenn á meðan vinstri
grænir og framsóknarmenn stóðu í
umtalsverðu skítkasti.
Þegar svo kom í ljós að sjálfstæð-
ismenn og Samfylking hefðu vilja til
að mynda ríkisstjórn, eins og þeim
ber í raun skylda til að reyna eftir
fremsta megni, eru
framsóknarmenn strax
tilbúnir að mynda 3ja
flokka vinstristjórn þar
sem þeir bjóða for-
manni Samfylking-
arinnar forsætisráð-
herrastólinn og að
vinstri grænir fái þar að
skipa öndvegi ásamt
Framsóknarflokknum.
Í þessu samhengi
verður manni umhugað
um hver stefnumál
framsóknarmanna eru
og hvort þeir séu í raun
að huga að þjóð sinni eða sjálfum sér.
Það er sorglegt að þessi svo sem
ágæti hópur fólks, sem þarf sárlega á
hléi að halda til að ná vopnum sínum
og mynda trúnað við eigin flokks-
menn, sé svo augljóslega tilbúinn að
varpa fyrir róða hagsmunum þjóðar
sinnar aðeins til þess eins að vera við
völd. Eða er það ekki alveg augljóst?
Um þessar mundir er vonandi ver-
ið að mynda öfluga stjórn Sjálfstæð-
isflokksins og Samfylkingarinnar
sem getur tekið á fjölmörgum erf-
iðum málum á sviði velferðarmála,
efnahagsmála, Evrópumála, mennta-
mála og mála er snúast um verslun
og viðskipti hvers konar. Þessi stjórn
þarf þó að gæta þess að aðgerðir af
þeirra hálfu stuðli ekki að því að
flokkar, sem að mestu eru skipaðir
framsóknarmönnum, geti ekki lyft
sér upp á óánægju og úlfúð vegna
óvinsælla en þó nauðsynlegra að-
gerða. Við slíkar lagasetningar eða
ákvarðanir ber að gæta þess að und-
irbúningur sé nægur og að faglega sé
tekið mið af efnum og aðstæðum við
innleiðingu slíkra laga eða aðgerða.
Að lokum vill undirritaður taka
undir ábendingu Illuga Gunn-
arssonar í Fréttablaðinu á dögunum
þar sem hann gagnrýnir ríkisvæð-
ingu stjórnmálaflokka og ósk um að
stjórnarandstaðan, í ljósi sögunnar
og flókinnar gagnaöflunar í sí flókn-
ara umhverfi, fái kost á aðstoð-
arfólki. Að öðrum kosti á þjóðin ekki
von á öðru en skelfilegri stjórn-
arandstöðu hér eftir sem hingað til.
Afar mikilvægt er ríkjandi vald-
höfum að stjórnarandstaðan sé fag-
leg og vinni markvisst í málefnum,
afli gagna og að úrvinnsla slíkra
gagna sé vönduð og gagnsæ fyrir
framsóknarmenn sem og aðra um
ókomna framtíð.
Stóryrði, stjórnarmyndun
og stjórnarandstaðan
Sveinn Óskar Sigurðsson
skrifar um viðræður flokkanna
um myndun ríkisstjórnar
» Fyrir og eftir kosn-ingar lögðu vinstri
grænir og Framsókn-
arflokkurinn áherslu á
fjölmörg mál en eitt
þeirra mála var að nið-
urlægja hvorir aðra.
Sveinn Ó. Sigurðsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
MBA.