Morgunblaðið - 23.05.2007, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ER NEFIÐ Á
MÉR VIRKILEGA
SVONA STÓRT?
SJÁÐU!
BRÉF FRÁ
KENNARANUM
MÍNUM!
HÚN ER BÚIN AÐ GIFTA SIG
OG ÞAKKAR MÉR KÆRLEGA
FYRIR EGGJASKURNINA...
HÚN ÆTLAR AÐ EIGA ÞÆR
AÐ EILÍFU...
OG HÚN SEGIST SAKNA
ALLRA KRAKKANNA, EN
VEISTU HVERS HÚN SEGIST
SAKNA MEST? MÍN!!
HEIMSKA
BLAÐRA!
HVAÐ VARÐ
EIGINLEGA UM
ÁRINA ÞÍNA?
HRÓLFUR LÉT
MIG EKKI FÁ NEINA
ÁR FYRIR ÞESSA
FERÐ!
ÉG HEF HEYRT AÐ
STJÓRNENDUR GERI
OFT SVONA HLUTI
TIL ÞESS
AÐ FÁ FÓLK TIL
AÐ HÆTTA
TALAÐU...
TALAÐU...
GLEÐILEGA
HÁTÍÐ
ELSKAN
TAKK
LALLI
MINN
EN
FALLEGT
HÁLSMEN
EF ÞÚ VILT
SKIPTA ÞVÍ
ÞÁ ER ÞAÐ
ALLT Í LAGI.
ÞEIR ÁTTU
MIKIÐ AF
HÁLSMENUM
ÉG ÆTLA
EKKI AÐ
SKIPTA ÞVÍ,
ÞAÐ ER
FRÁBÆRT
KVITTUNIN
ER Í
KASSANUM
ÞANNIG AÐ...
HORFÐU
Á MIG...
ÞAÐ ER
FRÁBÆRT!
ÆTLAR
ÞÚ AÐ
HALDA
EINHVERJU
SEM ÉG
VALDI?
Í TÖSKUNNI MINNI ER
ÞAÐ SEM OLLI ÖLLUM
ÞESSUM VANDRÆÐUM
ÉG ÆTLA
AÐ LÍTA Á
ÞAÐ EINU
SINNI ÁÐUR
EN ÉG...
ÉG Á EKKI
ÞETTA
ÉG HEF TEKIÐ
VITLAUSA
TÖSKU Á
FLUGVELLINUM
EN...
HVAÐ ER
EIGINLEGA
ÞETTA?
dagbók|velvakandi
Nýtni fólks
ÉG LAS fyrir nokkru viðtal í blaði
við 2 menn sem áttu ísskápa af eldri
gerð sem virkuðu vel eftir hálfrar
aldar notkun, þ.e.a.s. framleiðsluár
1947 og um 1950, Westinghouse- og
Kelvinator-gerðir. Þetta kalla ég
nýtni. Í dag hrúgast upp í móttöku-
stöðum Sorpu í tuga- og jafnvel
hundruðatali nýlegir sem lítið not-
aðir ísskápar, sömuleiðis gamlir og
lúnir sem og ónothæfir. Nú er tískan
sú að allt verður að vera nýtt. Ef
flutt er í nýtt hús eða íbúð skal allt
vera nýtt með stálframhlið (steel
frame), kannski aðeins til að sýnast.
Ég man ekki betur en að hér áður
fyrr hafi fólk tekið með sér það sem
það átti, hvort sem flutt var á milli
íbúða eða húsa, en ekki skilið það
eftir eða hent því. Til dæmis voru
Kelvinator- og Westinghouse-
ískápar framleiddir í Bandaríkj-
unum og þeir entust fólki í tugi ára,
enda vel með þá farið. Á þeim fáu
stöðum sem ég hef komið til á Kúbu
hef ég séð þessa hluti í fínu lagi,
sennilega keyptir fyrir árið 1952 en
kannski ekki eftir að Fidel Castro
tók við völdum 1959.
Svanur Jóhannsson.
Kurteisi
ÞEGAR við lítum til baka og skoð-
um fortíðina þá er athyglisvert, sér-
staklega á meðal sveitamanna, og í
raun ekkert síður í Reykjavík, hvað
kurteisi manna var áberandi. Fólk
var þægilegt, aðgengilegt, kurteist
og velviljað. Það vísaði manni veginn
ef með þurfti þótt alltaf væru und-
antekningar á þessari reglu. Í dag er
þessu öðruvísi farið. Ef maður, til að
mynda, kemur að stórmarkaði og á í
einhverjum erfiðleikum með að fóta
sig þá er nánast regla að ungt fólk
opnar ekki fyrir manni dyr. En ef
maður bíður örlitla stund og að dyr-
unum kemur manneskja yfir fimm-
tugt þá ekki bara opnar hún fyrir
manni heldur spyr hvort hún geti
eitthvað gert frekar til að greiða
götu manns og auðvelda manni frek-
ari aðgang að stórmarkaðinum. Ég
verð að segja eins og er að mér
finnst grundvallarmunur á nær-
færni, þægilegheitum og kurteisi
yngra fólks gagnvart fjölfötluðum og
eldra fólki. Þarf ekki að setja þetta
fólk á námskeið til að það átti sig á
því að við eigum ekki að hunsa þá
sem eru hjálparþurfi heldur rétta
þeim stuðning? Það er eitthvað
óeðlilegt við það að einungis eldra
fólk skuli finna hjá sér hvöt til að
gera manni greiða og auðvelda
manni það sem til þarf til að komast
leiðar sinnar. Kurteisi kostar ekki
peninga en er erfiði fyrir suma.
Þurfum við ekki að hvetja ungt fólk
til að taka tillit til allra sem með ein-
hverjum hætti geta ekki athafnað
sig?
Jóna Rúna Kvaran.
Þakkir til Karlakórsins Stefnis
ÞRIÐJUDAGINN 15. maí kom
Karlakórinn Stefnir og skemmti
okkur með ljúfum söng og píanóleik.
Við þökkum þeim innilega fyrir
komuna og óskum þeim góðs gengis
á tónleikaferðalagi þeirra til Péturs-
borgar.
Heimilisfólk og starfsfólk
Hrafnistu í Reykjavík.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Okkur vantar fólk í Reykjavík til að
selja álfinn dagana 31. maí-3. júní.
Skráning í síma 824 7646
Góð sölulaun!
ÁLFASÖLUFÓLK!
ar
gu
s
- 0
6-
02
80
SKÓLARNIR eru nú óðum að klárast og skólafólk hefur sumarstörf sín.
Tiltekt á Laugarnestanga var fyrsta verkefni þessara ungu manna.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Sumarvinna
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111