Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 36

Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 36
Hún fjallar um sið- blinda ballerínu og það sem hún gerir til þess að komast á toppinn… 39 » reykjavíkreykjavík TAKK fyrir hjálpið er fyrsta stutt- mynd Benedikts Erlingssonar en ekki sú síðasta, því hann er með tvö önnur verkefni í bígerð, Naglann og þríleik um íslenska hestinn. Takk fyrir hjálpið verður frum- sýnd í Tjarnarbíói kl. 18 á laugardag og er að sögn Benedikts kaldhæðin lítil saga. „Kannski finnst ein- hverjum hún trúarleg. Hún fjallar um dauðans óvissa tíma, eftirvænt- inguna og hjálpina, – og blessunina í lífi okkar... Ég gæti haldið lengi svona áfram.“ Í myndinni leika Hilmar Jónsson og danska leikkonan Charlotte Bø- ving, eiginkona Benedikts, fólk sem hittist á fjalli. Og önnur stuttmynd er á teikniborðinu, Naglinn, og ligg- ur fyrir framleiðslustyrkur frá Kvik- myndasjóði. „Hún er pólitískari og hættulegri,“ segir Benedikt. „Hún fjallar um mann sem fær nagla í hausinn, fær framheilaskaða og verður fyrir vikið betri leiðtogi, en verri pólitíkus.“ – Var slíkur leiðtogi í kosning- unum? „Nei, ég man bara eftir einum leiðtoga sem mætti í sjónvarpsviðtal með lítinn plástur á enninu. Og myndin er eiginlega sprottin af þess- ari gömlu minningu.“ Hann segist eiga eftir að ráða leik- ara, m.a. í hlutverk ríkisstjórnar- innar. „Stjórnarmyndunin er því eft- ir,“ segir hann. „En þó að Þingvallastjórnin sé fallegt nafn, þá ætla ég ekki að tengja myndina við daginn í dag. Í minni ríkisstjórn verður hinsvegar bara ein kona og ellefu karlmenn.“ Að síðustu er Benedikt að vinna að fjármögnun á þríleik um íslenska hestinn, – samband manns og hests. „Þær enda allar á dauða manns eða hests og eru því óseljanlegar, því það eru viðtekin sannindi í kvik- myndagerð að hestamyndir eru bara fyrir ungar stelpur í Evrópu.“ – Hvað tekur við eftir laugardag? „Íslensk stuttmynd er bara íslensk stuttmynd og á engan séns í heim- inum. Á laugardag má sjá hversu mikið hefur verið lagt í þessar tólf mínútur, allar kúnstir kvikmynda- gerðarinnar. Svo verður myndin send á hátíðir um allan heim og fregnir berast af því að hún hafi fengið verðlaun, verið tilnefnd eða ekkert unnið. Ég mun náttúrlega geyma eintak af henni uppi í skáp. Og ef til verður íslenskt sjónvarp gæti sá dagur runnið upp að það tæki upp á því að sýna svona mynd- ir.“ Blessunin í lífi okkar Morgunblaðið/Golli Hestamaður Benedikt Erlingsson er m.a. með þríleik um íslenska hestinn í bígerð, en stuttmyndin Takk fyrir hjálpið verður frumsýnd á laugardag.  Kvikmynda- tvíleikur þeirra Quentins Tar- antino og Roberts Rod- riques, Grind- house var frumsýndur á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes í fyrradag. Myndin hefur fengið misjafna dóma gagnrýn- enda en hún ku vera óhefðbundin á margan hátt. Hitt vekur þó meiri athygli Íslendinga að Eli Roth leik- ur lítið hlutverk í myndinni og klæðist þar forláta „Dead“-bol sem Jón Sæmundur Auðarson hannar en eins og frægt er orðið tóku þeir félagar Eli Roth og Tarantino ást- fóstri við fatamerkið þegar þeir voru staddir hér á landi í fyrra. Eli Roth klæðist Dead-bol í Grindhouse  Í kvöld hefst fimm daga Gull- hátíð á Gauk á stöng sem mun standa fram á sunnudag. Það er engin önnur en hljómsveitin Dúndurfréttir sem ætlar að hefja leikinn í kvöld en hún mun einnig leika á Gauknum annað kvöld. Dúndurfréttir hefur undanfarin ellefu ár spilað tónlist hljómsveit- anna Led Zeppelin, Pink Floyd, Deep Purple og Uriah Heep við miklar vinsældir. Þeir félagar ætla nú að mæta á fæðingarstað sinn og halda tvenna tónleika eins og áður sagði, þar sem öll bestu lög þessara sveita fá að hljóma. Það eru svo Sixties sem ætla að glamra og gleðja landann á föstu- deginum og rokkhundarnir í Jet Black Joe á laugardeginum. Nánari upplýsingar á prime.is Fimm kvöld í röð Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is UNGUR maður sem vinnur á svínabúi tekur þá ákvörðun að yfirgefa búið eftir dular- fullar erjur við samverka- menn í svínabúinu. Hann hef- ur á brott með sér lítinn grís sem hann ræktar inni í skáp á heimili sínu. Óhugnanlegar minningar fara í kjölfarið að herja á manninn. Þessa sögu má sjá út úr verki Sigurðar Guðjónssonar, Rækt, sem er í D-sal Lista- safns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og hluti af sýn- ingaröð sem safnið helgar efnilegum og upp- rennandi myndlistarmönnum. Verkið er tæknilega flókið og mikið í það lagt, í raun er það stuttmynd með sérunnum hljóðum og tónlist sem hljómsveitin Stillupp- steypa og Hlynur Aðils lögðu til verksins. Á hliðarveggi er varpað löngum myndbands- tökum af svínsskrokkum, sem ramma verkið hálfpartinn inn með heldur óhuggulegum en þó undarlega heillandi hætti. Tortímandi svína og bjargvættur Sigurður segir söguna af unga manninum, svínabúinu og grísnum vera grunnhugmynd verksins. Fólk eigi þó ekki endilega að horfa á verkið sem sögu, hver upplifi það með sínum hætti. En hvaðan kemur hugmyndin að verk- inu? „Maður velur einhvern útgangspunkt til að vinna út frá. Ég held það hafi verið hljóð upp- haflega, frá svínum. Ég var að vinna hljóðverk og fór upp úr því að narta í handritið. Ég var búinn að vera að vinna dálítið með svínahljóð og flutti gjörning með Stilluppsteypu í Tjarnarbíói síðasta haust, en þeir notuðu þar svínahljóð,“ segir Sigurður. Hann hafi upp úr því farið að skrifa og skissa. Sigurður segir svínin vera milli svefns og vöku í þá sex mánuði sem þau lifa í svínabúinu, en hann fékk leyfi til að taka upp hljóð og mynd í svínabúi fyrir verkið. Sigurður vill ekkert gefa upp um örlög gríssins sem numinn er á brott og ræktaður í skápi. Margt sé líkt með mönnum og svínum. Sigurður tekur undir það að verkið sé óhuggulegt á köflum. Aðalpersóna verksins er þversagnakennd, sýður annars vegar svínahausa og ræktar grís í skáp hins vegar. „Hann er nokkuð loðinn karakter,“ segir Sigurður og glottir. Sýningu Sigurðar lýkur 17. júní. Í skápnum Kyrrmynd úr verki Sigurðar. Grísinn sem starfsmaður sláturhússins tekur sést hér lokaður inni í skápi. Af mönnum og svínum Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður sýnir magnað myndbandsverk í D-sal Hafnarhússins þar sem svín, grísir og slátrarar eru í aðalhlutverkum Sigurður Guðjónsson www.sigurdurgudjonsson.net

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.