Morgunblaðið - 23.05.2007, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 143. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Ný ríkisstjórn kynnt
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking
kynntu í gær hverjir setjast í ráð-
herrastóla nýrrar ríkisstjórnar. Geir
H. Haarde verður forsætisráðherra,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
verður menntamálaráðherra, Árni
M. Mathiesen fjármálaráðherra,
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra, Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra og
Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir verður utanríkis-
ráðherra, Kristján Möller sam-
gönguráðherra, Össur Skarp-
héðinsson iðnaðarráðherra, Þórunn
Sveinbjarnardóttir umhverfis-
ráðherra, Björgvin G. Sigurðsson
verður viðskiptaráðherra og Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra. »Forsíða
Mál Eggerts tekið upp
Hæstiréttur hefur fallist á að
auðgunarbrotsmál Eggerts
Haukdal verði tekið upp á ný.
Ástæða þess er að komin séu fram
ný gögn sem ætla megi að hefðu
skipt verulegu máli. »8
Samruni ógiltur
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt
samruna skoðunarfyrirtækjanna
Frumherja og Aðalskoðunar. Eft-
irlitið telur að samruninn hindri
virka samkeppni á markaði fyrir
skoðun skráningarskyldra ökutækja
og skoðun á aðstöðu, hreinlæti og
innra eftirliti vinnsluleyfishafa. »8
SKOÐANIR»
Ljósvaki: Hvað á sjónvarpsbarnið…?
Staksteinar: Margir ráðherrar –
lítil ráðuneyti
Forystugreinar: Ráðherraval |
Ógnvekjandi ástand
UMRÆÐAN»
Sigur VG í Norðvesturkjördæmi
Þrengir að – kælingin vex
Mafíósi kveður sér hljóðs
Söguleg tímamót lagadeildar HR
.!#7 $-" *"#
8" "" ! /
/
/
/ / /
/
/
/ /
/
/
/ /
/
/
/ / /
,9(5 $ / /
/ / /
/ /
:;<<=>?
$@A><?28$BC2:
9=2=:=:;<<=>?
:D2$9 9>E2=
2;>$9 9>E2=
$F2$9 9>E2=
$6?$$2 G>=29?
H=B=2$9@ HA2
$:>
A6>=
8A28?$6*$?@=<=
Heitast 10 °C | Kaldast 2 °C
V 3–8 m/s. Skýjað
með köflum og él eða
skúrir en bjartviðri A-
lands. N 8–10 m/slyddu
undir kvöld NV til. »10
Sigurður Guð-
jónsson myndlist-
armaður sýnir
myndbandsverk
um svín, grísi og
slátrara. » 36
MYNDLIST»
Af mönnum
og svínum
KVIKMYNDIR»
Benedikt Erlingsson
gerir stuttmynd. » 36
Nýleg bók sagn-
fræðingsins Adams
Toozers sýnir
óvænta hlið á Þýska-
landi undir stjórn
nasista. » 40
BÓKMENNTIR»
Forvitnileg-
ar bækur
FÓLK»
Brad Pitt heillar í
Cannes. » 38
BÓKMENNTIR»
Elísa Gyrðisdóttir skrif-
ar um ballerínu. »39
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Sofnaði á rauðu ljósi
2. Ingibjörg Sólrún: Jöfn skipting…
3. Guðlaugur Þór verður…
4. Þrjár konur, þrír karlar…
ÍSLENSKA nafn-
ið Rúnar er orðið
vinsælt í belgíska
bænum Lokeren.
Ekki þarf að geta
sér til um ástæð-
ur þess en Rúnar
Kristinsson, sem
er að yfirgefa
knattspyrnu-
félag bæjarins
einmitt í dag eft-
ir að hafa leikið með því í hálft sjö-
unda ár, hefur notið gífurlegra vin-
sælda meðal stuðningsmanna
Lokeren. Morgunblaðið hefur
heimildir fyrir því að í það minnsta
sex drengir í Lokeren hafi að
undanförnu hlotið nafnið Rúnar, í
höfuðið á Íslendingnum.
Skírt í höfuðið
á Rúnari
Rúnar
Kristinsson
NÝ bók um ævi Jónasar Hallgríms-
sonar eftir Böðvar Guðmundsson
rithöfund kemur út í haust, í tilefni
af 200 ára fæðingarafmæli skálds-
ins og náttúrufræðingsins, og verð-
ur gefin öllum nemendum 10.
bekkjar grunnskóla. „Ævisagan
verður stutt og hnitmiðuð og á að
vekja áhuga ungs fólks og almenn-
ings á Jónasi Hallgrímssyni og ljóð-
um hans,“ segir formaður Menning-
arfélagsins Hrauns í Öxnadal. | 17
Jónas handa
ungu fólki
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri Reykjavíkur leggur til
að stofnaður verði samstarfshópur
með tveimur fulltrúum íbúa í ná-
grenni Njálsgötu 74 og tveimur
fulltrúum borgarinnar til að fara yfir
ólík sjónarmið um stofnun heimilis
fyrir heimilislausa á Njálsgötu 74.
Það sé skylda borgarinnar að fara
yfir öll sjónarmið áður en tekin verði
endanleg ákvörðun um hvort heim-
ilið verði opnað á þessum stað eða
ekki. Þetta kom fram í ræðu Vil-
hjálms á fundi um fyrirhugað heimili
sem haldinn var í Austurbæjarskól-
anum í gær.
Jórunn Frímannsdóttir, formaður
velferðarráðs, sagði stefnt að því að
setja á fót tvö tíu manna heimili fyrir
heimilislausa og að við Njálsgötu
væri annað þeirra. Hún sagði það
hafa verið faglegt mat þeirra sem
leituðu að stað fyrir heimilið að hús-
næðið á Njálsgötu 74 væri heppilegt.
Jórunn sagði tilganginn að hjálpa
heimilismönnum til betra lífs og að
ná fótfestu í samfélaginu. Sólar-
hringsvakt yrði á heimilinu og yrði
brugðist strax við ef heimilismenn
færu ekki að reglum.
Björk Vilhelmsdóttir og Þorleifur
Gunnarsson, fulltrúar minnihlutans í
velferðarráði, lýstu sig bæði fylgj-
andi stofnun heimilisins.
Ellý A. Þorsteinsdóttir, skrifstofu-
stjóri á velferðarsviði, gerði m.a.
grein fyrir öflugri félagslegri þjón-
ustu og heilbrigðisþjónustu sem ætl-
unin er að bjóða heimilismönnum.
Ekki kvartað yfir öðrum
heimilum fyrir heimilislausa
Íbúar í nágrenninu fjölmenntu á
fundinn og komu þar sjónarmiðum
sínum á framfæri, bæði úr pontu og
úr sal. Einnig afhentu þeir borgar-
stjóra mótmæli gegn vinnubrögðum
borgarinnar í þessu máli og höfðu
127 íbúar skrifað undir þau. Í máli
margra var áberandi ótti við að fá
þetta heimili inn í náið þéttbýli við
fjölskyldugötu. Fíkniefnaneysla
væri þegar mikil á svæðinu og afleið-
ingar hennar áberandi, sprautunálar
og önnur ummerki fíkniefnaneyslu
jafnvel á leiksvæðum barna. Fólki
stóð stuggur af því að tilkoma heim-
ilis fyrir heimilislausa myndi auka á
þann vanda sem væri ærinn fyrir á
svæðinu. Þá voru áberandi áhyggjur
vegna mikillar nálægðar fyrirhugaðs
heimilis við leikskólann Barónsborg
og einnig af því að tilkoma heimilis-
ins mundi verðfella fasteignir í
næsta nágrenni.
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn, var fundarstjóri og ávarpaði
fundinn. Hann sagði nágranna Gisti-
skýlisins við Þingholtsstræti og
heimilis fyrir heimilislausa við
Miklubraut ekki hafa kvartað til lög-
reglunnar vegna þeirra sem dveldu á
þessum stöðum. Það væri reynsla
lögreglunnar að þegar heimilislausir
fengju gott atlæti og húsaskjól þá
sýndu þeir bæði sjálfum sér og öðr-
um mikla tillitssemi og kæmu vel
fram.
Samráðshópur um
Njálsgötuheimili
Morgunblaðið/Sverrir
Íbúafundur Nágrannar fyrirhugaðs heimilis fyrir heimilislausa við Njálsgötu tjáðu skoðanir sínar tæpitungulaust
á fundinum í Austurbæjarskóla og var nokkur hiti í fundarmönnum á stundum.
Í HNOTSKURN
»Að jafnaði eru um 40–60heimilislausir ein-
staklingar í Reykjavík.
Flestir karlkyns.
»Velferðarsvið borgarinnarsegir að íbúar Njálsgötu-
heimilisins verði sérstaklega
valdir með tilliti til staðsetn-
ingar þess.
»Heimilislausir sækja í mið-borgina og því þarf heim-
ilið að vera í nágrenni hennar.
Íbúar óttast neikvæð áhrif heimilis heimilislausra
„ÞAÐ hefur enginn fengið borguð
höfundarlaun frá því að Tónlist.is
var opnað,“ segir Birgir Örn Stein-
arsson tónlistarmaður í samtali við
Morgunblaðið í dag en gagnrýni
hefur komið fram af hálfu tónlistar-
manna um að höfundarlaun berist
ekki frá söluvefnum Tónlist.is sem
hefur verið starfræktur í fjögur ár.
Segir Birgir að STEF og FTT hafi á
sínum tíma gefið leyfi fyrir því að
Tónlist.is seldi upp úr gagnagrunni
sem átti að starfa líkt og bókasafn.
Hann viti hins vegar ekki hvernig
sá samningur hafi verið upp-
byggður enda hafi hann ekki verið
borinn undir listamennina. „Okkur
var sagt að þetta yrði allt mjög já-
kvætt, allir peningarnir myndu
renna í STEF […] og svo er það
ekkert að gerast.“ Telur hann rétt-
ast að STEF og FTT biðji tónlistar-
fólk afsökunar á því að hafa opnað
gagnagrunninn á þennan hátt en
eðlilega ættu eigendur Tónlist.is að
bera ábyrgðina. Tónlist.is er í eigu
D3 miðla, dótturfélags 365 hf. | 37
Eigendur
skulu bera
ábyrgðina