Morgunblaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING STORM er et vakkert ord, er heiti nýrrar ljóðabókar Jó- hanns Hjálmarssonar. Bókin hefur að geyma norskar þýð- ingar á ljóðum Jóhanns. Það var Knut Ødegård sem valdi ljóðin og þýddi, en Solum for- lagið gefur út. Knut sækir ljóð- in í níu af bókum Jóhanns, frá Dagbók borgaralegs skálds frá 1976 til Vetrarmegns frá 2003. Fyrsta ljóðabók Jóhanns kom út árið 1956 og síðan þá telja ljóðabækurnar hátt á annan tug, auk smárita. Ljóð Jóhanns hafa verið þýdd á mörg tungumál, en hann hefur einnig þýtt ljóð fjölmargra erlendra skálda. Ljóðlist Stormur er fallegt orð Jóhann Hjálmarsson KAMMERKÓRINN Carmina heldur tónleika í Þjóðmenning- arhúsinu í kvöld kl. 20.30. Kór- inn flytur lög úr sönghandrit- inu Melódíu, sem var ritað um 1660 og hefur að geyma yfir 220 gömul lög af ýmsum toga. Lögin eru þverskurður af þeirri tónlist sem naut mestra vinsælda á Íslandi á 17. öld og líklegt er að þar séu lög sem nafntogaðir Íslendingar á 17. öld hafi haft dálæti á, enda eru nokkur lög í hand- ritinu við kvæði sr. Hallgríms. Væntanlegur er geisladiskur með lögum úr Melódíu sem Smekk- leysa gefur út. Tónleikar Carmina flytur lög úr Melódíu Hluti kammer- kórsins Carminu HLJÓMSVEITIN Black Clock Band heldur tónleika í Djúpinu, á veitingastaðnum Horninu, annað kvöld. Tón- leikarnir hefjast kl. 20. Black Clock Band leikur djass, blús, sálartónlist og house og lofar miklu fjöri. Hljómsveitin heldur brátt til Afríku en í tilkynningu seg- ir að langt sé liðið frá því hún hélt tónleika síðast á Horninu. Sveitin lauk upptökum á seinni hljómplötu sinni í síðustu viku. Kjartan Baldursson gítarleikari hef- ur bæst í sveitina. Black Clock Band leikur á tón- listarhátíðinni FESPAM í Kongó í júlí. Tónleikar Black Clock Band á Horninu Kjartan Baldursson BANDARÍSKA söng- og leikkonan Barbara Streisand hefur hætt við að halda fyrstu tónleika Evrópu- ferðar sinnar í Róm. Neytenda- samtök þar í borg hafa mótmælt harðlega háu miðaverði á tón- leikana en dýrustu miðarnir kost- uðu um 70.000 krónur og þeir ódýr- ustu um 11.000. Halda átti tónleikana á Flaminio- íþróttavellinum en nú hafa þeir ver- ið færðir til Zürich í Sviss. Streisand hélt í tónleikaferð um Bandaríkin í október í fyrra og varð ágóði af 20 tónleikum þeirrar ferðar um 5,7 milljarðar króna. Dýrt á Streisand Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is NÓBELSSKÁLDIÐ Günter Grass hefur ákveðið að skipta um útgef- anda á Íslandi og mun Veröld gefa út verk hans hér á landi en áður var hann hjá Eddu útgáfu. Fyrsta bókin sem kemur út undir merkjum Ver- aldar eftir Grass verður nýjasta skáldsaga hans, Krabbagangur, í þýðingu Bjarna Jónssonar. Krabba- gangur fjallar um stærsta skipsskaða 20. aldar þegar sovéskur kafbátur sökkti farþegaskipinu Willem Gust- off í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Bókin vakti gríðarlega athygli í Þýskalandi þegar hún kom þar út, enda fjallar Grass þar um mál sem legið hafði í þagnargildi þar í landi – þjáningar Þjóðverja í seinni heims- styrjöldinni. Hún hefur komið út víða um lönd og fengið mikið lof. Blikktromman eftir Günter Grass var gefin út í þýðingu Bjarna Jóns- sonar fyrir nokkrum árum og var höfundurinn gestur á Bókmenntahá- tíðinni í Reykjavík af því tilefni. Pét- ur Már Ólafsson útgefandi hjá Ver- öld segir Günter Grass einhvern merkasta höfund 20. aldar og að það sé Veröld mikill heiður og ánægja að fá að gefa út verk Nóbelsskáldsins hér á landi. Pétur Már var einnig út- gefandi Grass á meðan verk hans komu út undir merkjum Vöku- Helgafells og Eddu og hafði frum- kvæði að heimsókn hans til Íslands á sínum tíma. „Þetta er mjög ánægjulegt – ég er glaður og ánægður með að fá aftur að gefa út verk Günters Grass. Þau eiga fullt erindi við Íslendinga,“ segir Pét- ur Már. Hann segir ekki hafa verið rætt hvort öll verkaskrá skáldsins í íslenskum þýðingum færist yfir til Veraldar. „Við erum fyrst og fremst að tala um nýju bókina. Blikk- tromman er enn á markaði og ekkert hefur verið um það rætt hvort við tökum hana yfir líka. Þegar höfundur hefur ákveðið að skipta um forlag, þá fer forgangsréttur að útgáfu verka hans til þess. Það eru ekki gerðir langtímasamningar, en gert er ráð fyrir að samningurinn nái til næstu verka höfundarins.“ Heiður fyrir Veröld Skáldið Günter Grass Nóbelsskáldið Günter Grass skiptir um útgefanda á Íslandi BRESKI myndlistarmaðurinn Da- mien Hirst afhjúpaði á föstudaginn var nýjasta verk sitt, en það kostar litlar 50 milljónir punda, um 6.120 milljónir króna. Verkið er demanta- skreytt hauskúpa, eða öllu heldur hauskúpuafsteypa, og ber nafnið For The Love of God. Það má þýða sem Í Guðs bænum eða Vegna ástar á Guði. Kúpan sjálf er úr hvítagulli og mótið var tekið af hauskúpu frá 18. öld. 8.601 demantur prýðir kúpuna og munu þeir vera vel fengnir, þ.e. ekki svokallaðir blóðdemantar. Hirst vonast til þess að verkið verði sett á sýningu í British Museum í Lundúnum og verði þar við hlið hauskúpu úr túrkis frá tímum ast- eka. Hirst fékk hugmyndina að verk- inu þegar hann sá þá hauskúpu. Hauskúpa Hirst er nú til sýnis í White Cube-galleríinu í Lundúnum og er öryggisgæsla mjög mikil, eins og gefur að skilja. Hauskúpan verð- ur þar til sýnis til 7. júlí. Hirst segist ekki lengur hafa áhyggjur af því hvað list sé. „Ef hlut- urinn er í sýningarsal, á vegg eða á gólfi, þá er hann líklega list,“ sagði Hirst á blaðamannafundi vegna verksins. Hann þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af því hvort menn telja hans verk vera list þar sem hann er einn eftirsóttasti myndlist- armaður heimsins. Hirst sló á létta strengi á blaða- mannafundinum þegar hann var spurður að því hvert næsta verk hans yrði. „Tvær demantabeina- grindur að eðla sig,“ svaraði Hirst. Dýrmætir Ef hluturinn er á vegg í sýningarsal þá er hann líklega list. Sex milljarða hauskúpa Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÍSLENDINGAR eru eftirbátar flestra nágrannaþjóða sinna þegar kemur að nýtingu hönnunar en þó er hér í fyrsta sinn að myndast „al- vöru“ hönnunarsamfélag. Það er að miklu leyti tiltölulega nýstofnaðri hönnunardeild við Listaháskóla Ís- lands (LHÍ) að þakka. Þetta er með- al niðurstaðna skýrslunnar Hönnun – auðlind til framtíðar, sem er af- rakstur LHÍ og nokkurra fremstu hönnunarskóla Norður-Evrópu. Höfundar skýrslunnar eru hönn- uðirnir Sóley Stefánsdóttir og Hall- dór Gíslason, sem bæði búa í Noregi. Halldór er deildarforseti hönn- unardeildar Listaháskólans í Ósló og Sóley starfar sjálfstætt við hönnun. Skýrslan var kynnt á blaðamanna- fundi í gær. Össur Skarphéðinsson sat kynningu Sóleyjar á skýrslunni og hélt að henni lokinni tölu. Össur sagði samkeppnishæfni þjóða byggja í meira mæli á hönnun en menn hefðu gert sér grein fyrir. Hann myndi berjast fyrir auknu fjármagni til rannsókna á hönnun í LHÍ, skilningur stjórnvalda á mik- ilvægi hönnunar hefði aukist og hún væri honum ofarlega í huga. Nefndi Össur að Nýsköp- unarmiðstöð yrði opnuð í ágúst nk. Henni væri ætlað að styrkja sam- keppnisstöðu íslensks atvinnulífs en hönnun væri ein af forsendum þess. Nýmæli væri að ríkisstofnun hefði það hlutverk að auka veg íslenskrar hönnunar, eins og sú miðstöð. Sóley sagði í sinni ræðu að nauð- synlegt væri að koma á meist- aranámi í hönnun hér á landi þannig að hægt yrði að innleiða skipulega rannsóknarvinnu í faginu. Slíkt meistaranám mun að öllum líkindum hefjast haustið 2008. Sóley benti á að hönnun væri mikilvæg fyrir þjóð- arbúið, en fyrirtæki sem nýta sér hönnun vaxa hraðar og skila sínu betur, að því er fram kemur í skýrsl- unni. Útungunarstöðvar fyrir hönnuði Á Norðurlöndunum hafa svokall- aðar „útungunarstöðvar“ fyrir hönn- uði verið settar á laggirnar og hefur Halldór setið í stjórn slíkrar stöðvar í Ósló og telur Íslendinga geta farið þá leið til að efla hönnunarstarf. „Tveir eða þrír vinir fá viðskipta- hugmynd, að þróa kajak t.d., þeir sækja um og við förum yfir umsókn- ina. Ef þeir komast inn fá þeir fyrsta árið algjörlega frítt, húsnæði, tölvu- búnað og síma og ráðgjöf í við- skiptastýringu, stofnun fyrirtækja o.fl.,“ segir Halldór. „Þetta er engin rómantík, þú þarft að hafa viðskipta- og rekstraráætlun til að komast inn,“ segir Halldór og veit til þess að fólk hafi breytt áætlunum sínum eft- ir að í ljós kom að hönnunin borgaði sig ekki viðskiptalega. Sóley segir það oft vandamál hönnuða að þeir hafi litla við- skiptaþekkingu. Viðskiptahluti hönnunarnáms hafi þó verið aukinn í LHÍ. „Hönnuðir vinna með fyr- irtækjum, þurfa að vinna með fólki innan þeirra,“ segir Sóley. Hönnun sé meira en minjagripir fyrir ferða- menn. „Hönnun er svolítið óáþreif- anleg, fyrirtæki hugsa með sér að þau geti sleppt henni,“ segir Sóley. Það hafi þó sannað sig að hönnun geti verið mikil lyftistöng fyrir fyr- irtæki. Þar megi nefna Te & Kaffi og 66°N til dæmis. Aftarlega á merinni Skipuleg uppbygging hönnunar stutt á veg komin á Íslandi Vannýtt Sóley og Halldór kynna skýrsluna. Hönnun sækir á um allan heim sem skapandi auðlind en er vannýtt hér á landi, að mati skýrsluhöfunda. Morgunblaðið/ÞÖK Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞURÍÐUR Pálsdóttir er einn af frumkvöðlum sönglistarinnar á Ís- landi. Í gær kom út plata – öllu heldur þriggja plötu safn, með söng Þuríðar, og heitir safnið Minn- ingabrot. „Ég má til með að standa upp og segja nokkur orð eftir þessar lof- ræður,“ sagði Þuríður á blaða- mannafundi í gær, eftir að aðstand- endur útgáfunnar höfðu fylgt henni úr hlaði og þakkað Þuríði samvinn- una. „Ég þakka öllu því fólki sem sá um þetta. Nú verður ekki aftur snúið. Þarna er ýmislegt, og mörg lög sem sjaldan eru flutt og lítið af „lummum“ sem allir syngja,“ sagði Þuríður. Trausti Jónsson sagði valið á tónlistinni hafa verið afskaplega erfitt. Leitað var í sjóði Rík- isútvarpsins, og alls voru það rúm- lega 400 upptökur sem lágu til grundvallar valinu. „Við áttum þann kost að velja aðeins það besta, eða að sýna eins mikla breidd og hægt er í söng Þuríðar og þá leið völdum við,“ sagði Trausti. „Ég er ánægð- ust með að þarna eru upptökur þar sem pabbi minn, Páll Ísólfsson, spil- ar með mér, og það var það síðasta sem hann spilaði áður en hann dó,“ sagði Þuríður, en sem alkunna er var Páll dómorganisti og eitt ást- sælasta tónskáld þjóðarinnar. Útgáfan var í höndum Þuríðar sjálfrar og Ríkisútvarpsins, en um- sjónarmenn voru Vala Kristjánsson, Trausti Jónsson og Elín Ósk Ósk- arsdóttir, en einnig Bjarki Svein- björnsson og Hreinn Valdimarsson, sem sá um alla hljóðvinnslu. Útlits- hönnuður útgáfunnar var Kalman le Sage de Fontenay. Smekkleysa dreifir. Þuríður í þrennu Morgunblaðið/Eyþór Þuríður Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.