Morgunblaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI A-Class – Ánægjunnar vegna ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Nýr A-Class sameinar skynsemi og þægindi með fullkomnum hætti. Hann er nettur en einnig ótrúlega rúmgóður og glæsileikinn helst í hendur við stórkostleg þægin- din. A-Class er bíll sem þú velur ánægjunnar vegna – af því að það er skynsamlegt. Verð frá 2.290.000 kr. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is GEIR H. Haarde, forsætisráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stjórnarráð- ið. Í ræðu sinni með frumvarpinu sagði Geir að markmið laganna væri að ráðuneytum yrði fækkað en stjórnarandstæðingar töldu málið illa undirbúið og bera vott um hrossa- kaup milli stjórnarflokkanna. Með lögunum verða ráðuneyti sameinuð og málaflokkar færðir á milli annarra í samræmi við samkomulag milli stjórnarflokkanna. Jafnframt verður hægt að sameina ráðuneyti án laga- breytingar. Samkvæmt núverandi lögum, sem eru frá árinu 1969, þarf lagabreytingu til að stofna ný ráðu- neyti eða sameina. Verði lögin sam- þykkt mun forseti Íslands, að tillögu forsætisráðherra, geta úrskurðað að tvö ráðuneyti verði sameinuð í eitt. Benti forsætisráð- herra á að þetta hefði verið sá háttur sem hafður hefði verið á í Danmörku. Þetta byði upp á meiri sveigjanleika við mótun stjórnsýslunnar sem væri nauðsynlegt nú þegar fækkun ráðu- neyta væri fyrirhuguð. „Með þessum hætti verða lögin sveigjanlegri án þess þó að hagga því meginmarkmiði þeirra að hamla of- fjölgun ráðuneyta sem var ein helsta kveikja stjórnarráðslaganna þegar þau voru sett árið 1969,“ sagði Geir. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, mótmælti frumvarpinu og sagði málið bæði óljóst og vanreifað af hálfu ríkisstjórnarinnar. Gagn- rýndi hann að framkvæmdavaldinu yrði fært meira svigrúm til að stjórna skipulagi stjórnarráðsins. Með laga- breytingunni yrði stigið skref aftur á bak til þess tíma sem var áður en lög- in um stjórnarráðið voru sett 1969. „Of risavaxið ráðuneyti“ Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi þeirri spurningu til forsætisráðherra af hverju stjórnarflokkarnir hefðu ekki ákveðið að sameina jafnframt við- skipta- og iðnaðarráðuneytin við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytin. „Í stað þess hafa flokkarnir ákveðið að veikja enn frekar við- skipta- og iðnaðarráðuneytin með því að skipta þeim upp,“ sagði Siv. Jafnframt krafðist hún þess að rík- isstjórnin legði fram fyrirætlanir sín- ar um frekari breytingar á stjórnar- ráðinu, enda benti allt til þess að um þær hefði nú þegar verið samið. For- sætisráðherra taldi hins vegar að ekki væri hyggilegt að búa til stórt atvinnuvegaráðuneyti. „Slíkt ráðu- neyti væri einfaldlega of risavaxið.“ Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði þá endur- skipulagningu sem stjórnarflokkarn- ir nú stæðu fyrir fyrst og fremst tilkomna vegna hrossakaupa þeirra á milli um ráðherrastóla. Forsætisráðherra fái vald til að fækka ráðuneytum Geir H. Haarde ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra hyggst ekki beita sér fyrir því að sett verði sérstök sönn- unarregla í lög varðandi þjóðlend- umál. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Bjarna Harðarson- ar, nýs þingmanns Framsóknar- flokksins, á Alþingi í gær. Bjarni gagnrýndi í fyrirspurn sinni að ríkisvaldið hefði í þjóð- lendumálunum náð til sín landi sem bændur hefðu lengi átt og beitt til þess fornfálegum heim- ildum. Sagði Bjarni að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði haft framkvæmd þjóðlendumálanna á sinni hönd og bæri ábyrgð á málinu. Rakti hann þær breytingar sem fjármálaráð- herra hefði rætt um skömmu fyrir kosningar að gerðar yrðu á vinnslu kröfugerðar ríkisins. Spurði hann ráðherra hvort rétt væri að þær aðgerðir hefðu engin áhrif á nið- urstöðu málanna. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagðist telja að breytingin gerði bændum auðveldara með að koma sjónarmiðum sínum og gögn- um á framfæri og því myndi það síður gerast að ríkisvaldið gerði kröfur inn fyrir þinglýst landa- merki. Ekki væri þó hægt að úti- loka að slíkt gæti gerst vegna þess að Hæstiréttur hefði margsinnis dæmt að landamerki ein og sér dygðu ekki. Ekki ráðherra að segja dómstólum fyrir verkum Bjarni Harðarson taldi að þetta væri ekki í samræmi við kosninga- loforð Sjálfstæðisflokksins, lofað hefði verið að niðurstöður yrðu aðrar en fyrr. Ráðherra sagði að ekki væri í sínum verkahring sem fjármálaráðherra að segja dóm- stólunum fyrir verkum heldur gæti hann einungis ráðið hvaða fyrir- komulag væri á kröfugerð ríkisins. „Ég hef ekki í hyggju að breyta lögunum um hvernig sönnunar- færslan fer fram fyrir dómstólum,“ benti ráðherrann á. Gagnrýndi ráðherra í þjóðlendumálum Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is AUGLJÓST er að margir þing- menn eru að venjast nýjum hlut- verkum um þessar mundir. Nýir þingmenn fara varfærnislega í ræðustól og fyrrum ráðherrar eru gagnrýnni í ummælum sínum þar en fyrir nokkrum vikum. Að sama skapi eru sumir ráðherrarnir sýni- lega hófstilltari í málflutningi sín- um en áður. Minntust sumir þing- menn á þetta í ræðum sínum í gær. Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, krafði Krist- ján L. Möller, samgönguráðherra og þingmann Samfylkingarinnar, um svör í fyrirspurnartíma við því, hvort hann hygðist beita sér fyrir gerð Vaðlaheiðaganga líkt og hann hefði rætt um í kosningabaráttunni. Benti hún á að allir þingmenn Norðausturkjördæmis, kjördæmis þeirra beggja, hefðu verið sammála um að framkvæmdin yrði á vegum einkaaðila. Stjórnvöld hefðu þó var- ið nokkru fé til verksins á vegaáætl- un. „Þá gerist það nú í kosninga- baráttunni að núverandi ráðherra, Kristján Möller spilar því út að hægt sé að fara strax í Vaðlaheið- argöng og þá sem ríkisframkvæmd og þar með verði göngin gjaldfrjáls. Því er ekki úr vegi að spyrja nú þegar sú skemmtilega staða er komin upp að þingmaðurinn er orð- inn ráðherra: Er nú að vænta breytinga á samgönguáætlun um að aukið fjármagn renni til verksins?“ Ráðherrann, Kristján L. Möller, sagðist vera sammála því að skemmtilegt væri að hann stæði nú í þeim sporum að fá fyrirspurn um þetta mál frá þingmanninum Val- gerði Sverrisdóttur. Hann hygðist leita allra leiða til að framkvæmdir gætu hafist og þá skipti ekki máli hvort um einkaframkvæmd eða rík- isframkvæmd væri um að ræða. „Ég vona að við þingmenn kjör- dæmisins munum vinna saman um að koma þessu máli áfram.“ Var Valgerður síður en svo ánægð með svör ráðherra. „Þetta er það stórt mál að það er algjörlega nauðsyn- legt að fá það strax fram hvar við stöndum því slík stóryrði voru látin falla um þetta stóra mál í kosninga- baráttunni. Það eru ekki fáir í kjör- dæminu sem styðja verkið og það eru ekki fáir sem ég reikna með að hafi stutt Samfylkinguna þar ein- mitt vegna þessa loforðs, jafnvel þótt fylgi flokksins hafi hvergi verið minna en í þessu kjördæmi. En það er gott að fá það í þingskjölin að ráðherra hefur svikið þetta loforð núna strax.“ Morgunblaðið/ÞÖK Hlutverkaskipti Valgerður Sverrisdóttir var í gær í hlutverki fyrirspyrjanda og gagnrýnanda á Alþingi eftir mörg ár hinum megin borðsins. Valgerður var iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999-2006 og svo utanríkisráðherra. Breytt hlut- verk á þingi KATRÍN Jakobsdóttir, þingkona VG, beindi þeirri fyrirspurn til ut- anríkisráðherra á Alþingi í gær hvort búið væri að draga til baka þær heimildir sem bandarískum stjórnvöldum voru veittar til notk- unar á íslenskri lofthelgi og Kefla- víkurflugvelli í tengslum við Íraks- stríðið. Vísaði Katrín m.a. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar þar sem stríðið er harmað. Ingibjörg S. Gísladóttir sagði að eftir því sem hún best vissi væru umræddar heimildir ekki til staðar lengur. „Þær heimildir voru í gildi um ákveðinn tíma en slíkar heim- ildir eru eftir því sem mér er best kunnugt ekki í gildi lengur. Það eru breyttar aðstæður í Keflavík eftir að herinn hvarf af landi brott og nú mun það vera til sérstakrar skoð- unar hvernig slíkum heimildum verður háttað í framtíðinni.“ Engar heimildir lengur vegna Íraksstríðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.