Morgunblaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 23 Palais Princier, 4. júní 2007. Ég var alinn upp við einföld gildi af þeim toga sem móta viðhorf manns fyrir lífstíð. Frá frumbernsku kenndu foreldrar mínir mér að fylgjast með náttúrunni og að kanna fjársjóði hennar, og þeir útskýrðu fyrir mér af hverju okkur bæri að vernda umhverfi okkar. Foreldrar mínir hvöttu mig einnig til þátt- töku í íþróttum og til að tileinka mér þann aga sem er iðkaður innan íþróttahreyfingarinnar. Það var ekki fyrr en síðar sem mér skildist hversu mjög íþróttaiðkun mótar eðli mannsins. Í mínum huga tengjast íþróttir og umhverfismál órofa bönd- um. Hvernig gæti íþróttamaður vænst þess að vinna stórafrek í umhverfi sem hefur hnignað, er mengað eða er honum óvinveitt? Til þess að heil- brigður íþróttamaður geti gert sitt besta þarfnast hann heilbrigðra kringumstæðna. Getur íþróttamaður náð árangri í umhverfi sem nýtur ekki verndar, sem styður ekki þau gildi sem eru dregin saman í ólympíu- hugsjóninni eða þær lífsreglur sem lofsyngja líkamleg afrek og styrkja sálina? Er það ekki sjálf náttúran sem er uppspretta okkar farsælustu velferðar þegar hún þrífst í hreinum og vernd- uðum heimi? Er það ekki hún sem býður okkur styrk sinn, þrek og feg- urð? Íþróttir eru iðkaðar um allan heim. Hundruð milljóna manna taka þátt í þeim. Íþrótt býður þeim sem hana dæmisins að minnast þessa tilefnis með áþreifanlegum aðgerðum í þágu umhverfisins. Því verður gefin út yf- irlýsing við lok leikanna. Öll smáríki Evrópu munu viðurkenna hina ótrú- legu möguleika sem búa í íþróttum til þess að miðla gildum sem halda á lofti raunverulegu siðferði sjálfbærrar þró- unar. Þau munu einnig viðurkenna nauðsyn þess að íþróttir séu stund- aðar að teknu tilliti til náttúrunnar. Smáríkin munu samþykkja að standa að leikum sem virða umhverf- ið. Þau ríki sem halda leikana hverju sinni munu heita því að bæta fyrir þá losun lofttegunda sem telja má að auki á gróðurhúsaloftslagið sem verð- ur af völdum leikanna og sýna þannig viðeigandi frumkvæði í umhverf- isvernd. Þau munu einnig taka sér það á hendur að auka á umhverfismeðvit- und í þeim anda sem samræmist íþróttunum – anda samstöðunnar. Með því að hafna sjálfselsku og ein- staklingshyggju munum við njóta stoltsins sem fylgir því að varðveita jörðina komandi kynslóðum til handa. Hvött af gildum sínum – horn- steinum friðar, frelsis og bræðralags – og styrkt af þeirri heiðursstöðu sem hún nýtur í samfélögum okkar, efast ég ekki um að íþrótta- og ólympíu- nefndin geti hrundið af stað liðs- söfnun í þágu umhverfisverndar á heimsvísu. stundar stöðugleika, eflir atorku og er meginstoð í heilsurækt æskulýðsins. Nú á dögum þarf hver og einn íþróttamaður, bæði stórmeistarar og áhugamenn, að hegða sér í þágu bæði umhverfisins og, ekki síður, sjálf- bærrar þróunar. Er það óraunsætt að sjá fyrir sér alla íþróttamenn heimsins, sameinaða um hugsjón sem gefur lífinu gildi, þar sem þeir fylkja liði til þess að bjarga plánetunni? Við megum engan tíma missa. Við verðum að grípa til aðgerða. Íþróttasamfélagið er án efa stærsta afl í heiminum, það spyr ekki um kynþátt, trú eða stétt. Það á þess kost að skipta sköpum þegar kemur að þessu þýðingarmikla málefni. Alþjóðlega ólympíu- nefndin útnefndi um- hverfismál sem þriðju vídd hinna ólympísku hugsjóna, ásamt íþróttum og menningu. Það var strax árið 1999 sem nefndin gaf út stefnuyfirlýsingu – Dagskrá 21 – þar sem bent er á hinar sérstöku áskoranir sem íþróttamenn standa frammi fyrir og þær aðgerðir sem þeir geta gripið til, til þess að styðja við sjálfbæra þróun íþrótta. Margir íþróttamenn eru nú þegar virkir á þessu sviði. Ég hvet þá til þess að halda áfram á sömu braut og sýna í verki æ vaxandi hluttekningu. Ólympíuleikarnir 2008 verða haldn- ir í Peking. Þegar ég var leiddur þar um aðstöðuna og framúrskarandi byggingarmannvirki fyrir fáum vikum síðan, var mér augljós vilji gestgjafa minna til þess að taka þessar óhjá- kvæmilegu áskoranir 21. aldarinnar með í reikninginn. Tólftu Smáþjóðaleikarnir standa nú yfir í Mónakó. Það var ósk fursta- Íþróttir og umhverfismál – náttúrulegir bandamenn Albert fursti af Mónakó skrifar um umhverfismál og Smáþjóðaleikana »Er það óraunsætt aðsjá fyrir sér alla íþróttamenn heimsins, sameinaða um hugsjón sem gefur lífinu gildi, þar sem þeir fylkja liði til þess að bjarga plán- etunni? Albert II, fursti af Mónakó. Eftir Ágúst Ásgeirsson í Frakklandi agas@mbl.is UPPNÁM varð á dögunum á franska blaðinu Le Monde eftir að blaðamenn felldu í atkvæðagreiðslu að endurnýja umboð Jean-Marie Colombanis, for- stjóra og leiðarahöfundar blaðsins. Eft- irmanns hans er nú leitað og var búist við að tillaga þar að lútandi yrði lögð fyr- ir stjórn Le Monde í gær. Colombani, sem er 58 ára, hóf starf sem blaðamaður við Le Monde árið 1977 en var ráðinn aðalstjórnandi þess 1994. Hann var einn í framboði til starfans nú, en til að hljóta endurráðningu til næstu sex ára þurfti hann að hljóta stuðning 60% starfsmanna. Í leynilegri atkvæðagreiðslu 22. maí sl. greiddu hins vegar aðeins 48,5% blaðamanna Le Monde því atkvæði að Colombani stýrði fyrirtækinu áfram. Og rúmlega 61% blaðamanna útgáfufélags- ins PVC greiddi atkvæði gegn honum og 52% blaðamanna Midi Libre. Forstjór- inn brást hinn versti við niðurstöðunni, sagði kreppu hafa verið kallaða yfir blað- ið að ófyrirsynju og sakaði blaðamenn- ina í leiðara um tilraun til að gera út af við það með því að afneita honum. Þykir einstrengingslegur Colombani hefur sætt gagnrýni innan blaðsins; þykir hafa mistekist að skjóta undir það styrkum rótum og auka út- breiðslu. Bæði Le Monde og dótturfjöl- miðlar þess hafa verið reknir með halla undanfarin sex ár og fyrirséður er tap- rekstur í ár. Stjórnunarstíll hans hefur ekki átt upp á pallborðið á ritstjórninni, hann hefur þótt einstrengingslegur og er sagður jafnan fara sínu fram óháð áliti og afstöðu undirmanna. Í bók sem út kom árið 2003 og olli úlfaþyt lýstu tveir blaðamenn Colombani sem undirförlum einræðisherra. Í bókinni „La Face Cachee du Monde“ Félagið á auk þess hlut í dagblaðinu Le Temps í Genf í Sviss, sem á í rekstr- arvanda. Á sama tíma og veldi Le Monde-fyrirtækisins hefur stækkað hef- ur lestur flaggskipsins minnkað jafnt og stöðugt undanfarin sjö ár. Í fyrra seldist Le Monde að jafnaði í 350.000 eintökum á dag. Í framhaldi af vantraustinu á Colomb- ani var starfshópi skipuðum fulltrúum hluthafa Le Monde og starfsmanna- félaganna falið að ráða fram úr stöðunni og vera stjórn fyrirtækisins til ráðgjafar. Var hópurinn einhuga um að virða bæri niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og haf- in var leit að eftirmanni Colombanis. Viðskiptablaðið La Tribune segir tvo menn hafa gefið kost á sér til starfans. Annars vegar Pierre Jeantet, fram- kvæmdastjóri Le Monde og næstæðsti maður fyrirtækisins, og hins vegar Phil- ippe Thureau-Dangin, stjórnandi Cour- rier International. Á heimasíðu vikuritsins Nouvel Ob- servateur kemur fram, að formaður starfshópsins hafi í vikunni sent félagi blaðamanna við Le Monde (SRM) lista með nöfnum sex manna sem þættu koma til álita sem forstjórar samsteypunnar. Á honum væri að finna framangreinda Jeantet og Thureau-Dangin, en einnig Alain Genestar, fyrrverandi stjórnanda Paris Match, almannatengslamanninn Bernard Spitz, Hubert Vedrine, fyrrver- andi utanríkisráðherra í stjórn Lionels Jospins, og Gilles Le Gendre. Fyrirfram er talið að Jeantet komi sterklega til greina sem arftaki Colomb- anis, alltjent njóti hann mikils stuðnings blaðamanna. Hann þykir hafa byggt vel upp og stjórnað með góðum árangri Sud-Ouest í Bordeaux, einu öflugasta út- gáfufélagi héraðsblaða. „Til að lyfta Le Monde upp úr öldudal þarf mann með mikla þekkingu á rekstri dagblaða,“ sagði fulltrúi blaðamanna við La Trib- une. eða „Skuggahlið Le Monde“ var því haldið fram að Colombani hefði reynt að komast hjá greiðslu skatta með því að skrá sig til heimilis á Korsíku. Ennfrem- ur að hann hefði á laun barist fyrir kjöri Edouards Balladurs í forsetakosningun- um 1995 sem Jacques Chirac vann. Colombani, sem hefur þótt málsmet- andi leiðarahöfundur, lýsti síðan stuðn- ingi við Segolene Royal eftir fyrri um- ferð forsetakosninganna í vor sem hún tapaði fyrir Nicolas Sarkozy. Í leiðara sínum gagnrýndi hann harðlega stefnu Sarkozys í málefnum innflytjenda og gagnvart glæpastarfsemi. Orðin fjölmiðlasamsteypa Le Monde hefur verið gefið út frá árinu 1944 og undir stjórn Colombani hefur útgáfufélagi þess verið breytt úr því að reka eitt dagblað í fjölmiðlasam- steypu. Árið 2003 keypti blaðið útgáfu- félagið Publications de la Vie Catholique (PVC) sem gefur m.a. út afþreyingar- og dagskrártímaritið Telerama. Síðar réðst Le Monde inn á ört vaxandi fríblaða- markað með útgáfu MatinPlus, sem er sagt afla fyrirtækinu mikilla auglýsinga- tekna. Einnig ræður útgáfufélag Le Monde héraðsblaðinu Midi-Libre, fréttatímarit- inu Courrier International og Le Monde Diplomatique, sérblaði um alþjóðamál. Blaðamenn afneita stjórnanda franska blaðsins Le Monde Morgunblaðið/Arnaldur útlendinga til landsins,“ segir Hildur. Hildur segir nágrannalönd Íslands talsvert lengra á veg komin í útlend- ingamálum. „Í nágrannalöndum okkar er farið að líta á útlendingamál eins og eitt af tækjum stjórnsýslunnar sem, líkt og hagfellt skattaumhverfi, er gott að nýta í þeirri viðleitni stjórnvalda að styðja við atvinnulífið,“ segir Hildur. Sem dæmi um útfærslur í nágranna- löndunum nefnir Hildur að í sumum löndum þurfi erlendir sérfræðingar ekki að sækja um atvinnu- og dval- arleyfi heldur fái þeir nokkurs konar áritun. Þess í stað séu ríkari ábyrgð- arskyldur lagðar á fyrirtækin sjálf, sem ábyrgjast þurfi að viðkomandi sérfræð- ingur sé með þá þekkingu sem hann segist vera með og hann muni starfa við það sem fram kemur í atvinnuleyf- isumsókn hans. „Það er líka þekkt að sérfræðingar komi til landsins, byrji að vinna og leggi inn umsókn, sem unnin er eftir að hann hefur hafið störf. Hér á landi má fólk sem búsett er utan EES ekki sækja um sitt fyrsta leyfi eftir að störf þess eru hafin, sem gerir það að verkum að það getur ekki komið og byrjað að vinna hér fyrr en eftir tals- verðan tíma,“ segir Hildur. ið breytt í þá átt að ekki er gur sett skilyrði um að torðið sé frá FBI, heldur gir einfalt sakarvottorð. tir standa engu að síður þrír nuðir, sem það tekur ís- sk yfirvöld að vinna úr at- nu- og dvalarleyfisumsókn- , eftir að umsækjandi hefur lað inn umsókn og nauðsyn- um gögnum. r raunveruleiki blasir ð útlendingayfirvöldum Hildur Dungal, forstjóri Út- dingastofnunar, segir að ð standi fyrir dyrum að eyta útlendingalögum í þá sveigjanleika hvað erlenda varðar. „Í dag er enginn ur gerður á því á hvaða for- ert að koma til landsins. ur er markaður fyrir alla kja um tímabundið leyfi,“ r. Að hennar sögn hefur ndra sérfræðinga fjölgað undanförnu. „Nýr raun- asir við okkur í þessum mál- gna mikillar útrásar ís- rtækja og aukins streymis ar vinnumarkaðar segir Vilhjálmur að á fundinum hafi fyrst og fremst verið farið efnislega yfir tillögurnar og sjónarmiðum samtakanna kom- ið á framfæri. Ráðherrarnir hafi öðru fremur verið í því hlutverki að velta fyrir sér tillögunum og spyrja spurninga tengdra þeim. „Þau þurfa eflaust smátíma til að fara yfir þetta, en ég reikna með því að við verðum í sam- bandi á næstunni til þess að sjá hvort tillögur okkar fái ekki framgöngu,“ segir Vilhjálmur. ðs a- k- ð- ra llt ip að a- til r- ið ns nulífsins gstjórnina Morgunblaðið/G.Rúnar lífsins koma af fundi með forsætisráðherra, frá vinstri: Hrund Rudolfs- ilsson og Ingimundur Sigurpálsson. Í HNOTSKURN » Samtök atvinnulífsinssegja það ekki geta þolað þá skertu samkeppnisstöðu, sem sé afleiðing of mikillar verðbólgu, gengissveiflna og hárra vaxta. » Leggja þau til, að böndumverði komið á samneysl- una, t.d. með auknu aðhaldi á lánamarkaði, ekki síst hjá Íbúðalánasjóði. Seðlabanka skaðlegar atvinnulífi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.