Morgunblaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 33
-hágæðaheimilistæki
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
GJAFABRÉF
Með Magimix safapressunni
má töfra fram girnilega og
heilsusamlega drykki með
lágmarks fyrirhöfn.
Verð frá kr.: 23.500
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík
Baldursnes 6, Akureyri
Sími 588 0200 -www.eirvik.is
Aðrir söluaðilar:Kokka, Laugavegi, Egg, Smáratorgi
Villeroy&Boch, Kringlunni, Líf og list, Smáralind
Maður lifandi, Borgartúni og Hæðarsmára
Fyrir
heilsuna
Safapressa
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30.
Kirkjuferð í Áskirkju 6. júní kl. 14. Kaffiveitingar í boði
sóknarnefndar og kvenfélags kirkjunnar. Brottför frá
Aflagranda kl. 13.30. Verð 300 kr. Allir velkomnir.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 8-16 handavinna, kl. 9-
16.30 smíði/útskurður, kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 boccia.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9, leiðbein-
andi verður til kl. 17. Jóga kl. 10.50. Ganga kl. 14.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl.
9.30 jóga og myndlist, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádeg-
isverður, kl. 18.15 jóga. Aðstaða til að taka í spil. Kaffi
og meðlæti.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Línudans í
Kirkjuhvoli kl. 12. Spilað í Kirkjuhvoli kl. 13. Æfing í
Ásgarði kl. 13 fyrir landsmót í Boccia. Lokað í Garða-
bergi.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 9 op-
in vinnustofa. Kl. 10 boccia (Bergþór). Kl. 11 leikfimi
(Bergþór). Kl. 12 hádegismatur. Kl. 12.15 versl-
unarferð (Bónus). Kl. 13-14 pútt (Bergþór). Kl. 14-15
kubb (Bergþór). Kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun
fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Helgistund kl.
13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar, söngstund
á eftir. Blöðin liggja frammi.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverk og bóka-
stofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Hárgreiðslustofa
s. 552-2488. Fótaaðgerðastofa s. 552-7522. Dag-
blöðin liggja frammi. Allir velkomnir.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir.
Kl. 9-15.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádeg-
isverður. Kl. 13-16 frjáls spil. Kl. 14.30-15.45 kaffiveit-
ingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Vorferð Vitatorgs verður
farin fimmtudaginn 7. júní kl. 13. Farið verður um
Álftanes í Heiðmörk og nágrenni. Veitingar veittar í
Kríunesi við Elliðavatn, síðan keyrt um Rauðhóla og
Hafravatn. Allir velkomnir óháð aldri. Uppl. í síma
411-9450.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgunstund
kl. 9.30, leikfimi kl. 10, hárgreiðslu- og fótaaðgerð-
arstofur opnar frá kl. 9, handavinnustofan opin allan
daginn, félagsvist kl. 14 allir velkomnir óháð aldri.
Uppl. í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 9 hjúkrunarfræðingur (fyrsta
þriðjudag í mán.). Kl. 10 bænastund og samvera. Kl.
12 Bónusbíllinn. Kl. 16.45 bókabílinn.
Kirkjustarf
Áskirkja | Göngum til góðs. Kl. 10.30 göngum við inn
í Laugardalinn frá Áskirkju. Við bjóðum upp á tvær
mismunandi göngur (ólíkur hraði) og verður göngu-
stjóri með báðum. Allir velkomnir.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 18.
Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund kl. 20.30.
Beðið er fyrir bænarefnum sem berast kirkjunni sem
og hverjum þeim bænarefnum sem liggja á hjörtum
fólks. Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta alla
þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Opið hús í sumar í
Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, á þriðjudögum, kl. 13-16.
Við spilum lomber, vist og brids. Röbbum saman og
njótum samverunnar. Kaffi á könnunni. Vettvangs-
ferðir mánaðarlega, auglýstar að hverju sinni. Akst-
ur fyrir þá sem vilja, upplýsingasími: 895-0169. Allir
velkomnir.
Áskirkja.
80ára afmæli. Í dag, 5.júní, verður Geir
Valdimarsson, Sandabraut
10, Akranesi, áttræður. Þau
hjónin taka á móti vinum og
vandamönnum laugardaginn
9. júní kl. 17 í félagsheimilinu
Miðgarði.
50ára afmæli. Í dag erHelga Gunnardóttir
fimmtug. Hún er búsett í Kali-
forníu. Símanúmer Helgu er
001-916-485-2213. Heimilis-
fang hennar er: 2308 St.
Mark’s Way, Sacramento, CA
95864, USA.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánu-
dagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í
síma 569 1100, senda til-
kynningu og mynd á net-
fangið ritstjorn@mbl.is,
eða senda tilkynningu og
mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja lið-
inn „Senda inn efni“.
Einnig er hægt að senda
vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal
stíla á:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 5. júní, 156. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim.
Krabbameinsfélagið Framförstendur fyrir fyrirlestrumum áhrif mataræðis ákrabbamein í blöðruháls-
kirtli og brjóstum dagana 7. og 8.
júní en þar flytja erindi Jane Plant
og Kristín Vala Ragnarsdóttir. Fyrri
fyrirlesturinn er ætlaður almenningi
og er haldinn í aðalsal Háskólabíós
kl. 12. en seinni fyrirlesturinn er
ætlaður starfsfólki á heilbrigðissviði
og fer fram í stofu 101 í Odda kl. 10
til 12. Á fyrri fyrirlestrinum mun
jafnframt Laufey Tryggvadóttir
fjalla um faraldsfræði krabbameina
og áform um rannsóknir.
„Ástæða er til að hafa áhyggjur af
notkun eiturefna í landbúnaði og
smitun skaðlegra efna í jarðveg og
grunnvatn,“ segir Kristín Vala. „Allt
bendir til að krabbameinstilfellum
hafi byrjað að fjölga um miðja síð-
ustu öld og er fjölgun tilfella meiri
en svo að hana megi skýra með
lengri lífslíkum eða bættum grein-
ingaraðferðum. Þegar leitað er að
orsök aukinnar tíðni krabbameina er
aukin notkun eitrandi efna af mörg-
um talin líklegasti sökudólgurinn.“
Kristín Vala segir einnig þurfa að
huga að þeim efnum sem notuð eru
við matvinnslu og geymslu: „Rann-
sakendur hafa vaxandi áhyggjur af
m.a. áhrifum rotvarnarefna og
bragðefna. Bendir þannig margt til
að sætuefnið aspartam tengist mynd-
un heilakrabbameina. Hormóna-
hermandi efni úr skordýraeitri sem
t.d. er að finna í matvælum og plast-
umbúðum sem eru notaðar við
geymslu, eru talin geta haft svipuð
áhrif á frumur líkamans og horm-
ónar og örvað vöxt frumna.“
Erindi Jane Plant skoðar einkum
áhrif mjólkur á krabbameinsvöxt:
„Reynsla Jane sjálfrar og rannsóknir
hafa leitt í ljós að efni í mjólk og
mjólkurvörum sem kallast vaxt-
arþættir geta örvað vöxt krabba-
meinsæxla,“ útskýrir Kristín Vala en
segir þó ekki ástæðu til að óttast all-
an mat: „Jane heldur því ekki fram
að mjólk valdi krabbameinum, en
vaxtarþættirnir í mjólkinni geta hins
vegar örvað vöxt krabbameinfrumna
eftir að þær hafa myndast. Um önn-
ur matvæli gildir að gæta hófs og
skynsemi. Fólk þarf ekki að hætta
að borða sinn uppáhaldsmat, en gott
er að hafa í huga að auka neyslu á
lítið meðhöndluðum mat og nátt-
úrulega ræktuðum eins og kostur er.
Það er einkum ef fólk er hrjáð af
heilsuleysi eða veikindum eins og
gigt, síþreytu eða beinþynningu, að
róttækar breytingar í mataræði geta
verið nauðsynlegar.“
Heilsa | Fyrirlestrar 7. og 8. júní um skaðleg efni í matvælum
Mataræði og krabbamein
Kristín Vala
Ragnarsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 1954. Hún lauk
BS-gráðu í jarð-
fræði frá HÍ 1979
og doktorsnámi
frá Nortwestern
University í Chi-
cago 1984. Krist-
ínVala hefur fengist við ráðgjaf-
arstörf, rannsóknir og kennslu. Árið
1989 tók hún við kennslustöðu við Há-
skólann í Bristol þar sem hún er nú
prófessor í umhverfissjálfbærni.
Kristín Vala á tvö börn.
Mannfagnaður
Múlalundur, vinnustofa
SÍBS | Vífill, félag ein-
staklinga með kæfisvefn.
Aðalfundur 6. maí kl. 20.
Dagskrá: 1. Ávarp formanns,
Frímanns Sigurnýasarsonar.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Fræðsluerindi: Halla
Helgadóttir, sálfræðingur.
Tilgangur og uppbygging
svefns. Minni og svefn. 4.
Önnur mál. 5. Kaffiveitingar,
500 kr. Fjölmennið og takið
með gesti.
Fyrirlestrar og fundir
Endurmenntun Háskóla Ís-
lands | 6. júní kl. 12. „Að
mörgu er að hyggja á langri
leið: Ef stuðningur er vís er
leiðin greið?“ er yfirskrift
uppskeruhátíðar þar sem
kynntar verða niðurstöður
úr tólf nýjum rannsóknum
meistaranema í náms- og
starfsráðgjöf við HÍ. Hátíðin
er öllum opin og aðgangur
er ókeypis. Dagskrá er að
finna á www.hi.is.
Hugleiðslu- og frið-
armiðstöðin | Þriðjudaginn
5. júní kl. 20 flytur Dagmar
Vala Hjörleifsdóttir, hug-
leiðslukennari, fyrirlestur er
nefnist „Hugleiðsla og ham-
ingja“ sem er hinn fyrsti í
röð fjögurra. Fyrirlesturinn
verður á Grensásvegi 8, 4.
hæð, suðurgafl, og er öllum
opinn. Aðgangur er ókeypis
en tekið á móti framlögum.
FRÉTTIR
FUNDUR um vaktavinnu hjá ríki og
sveitarfélögum verður haldinn í dag,
þriðjudaginn 5. júní, kl. 9-11 í BSRB-
húsinu, Grettisgötu 89, 1. hæð.
Kynnt verður skýrsla um aðbúnað
og viðhorf vaktavinnufólks, sem
unnin var af Rannsóknarstofu í
vinnuvernd. Fundurinn er á vegum
Starfshóps fulltrúa BHM, BSRB, rík-
isins, Reykjavíkurborgar og Launa-
nefndar sveitarfélaga. Allir eru vel-
komnir.
Ræða skýrslu
um vaktavinnu
HÁTÍÐARHÖLD í tilefni af þjóðhá-
tíðardegi Svíþjóðar verða haldin 6.
júní í Norræna húsinu. Hátíð-
arhöldin hefjast kl. 17.15 með því
að sendiherra Svíþjóðar, Madeleine
Ströje Wilkens, dregur fána Sví-
þjóðar að húni og flytur ávarp.
Dagskráin samanstendur m.a. af
söng Hamrahlíðarkórsins, sænskri
þjóðlagatónlist og barnaleikjum.
Knattspyrnuleikur Svíþjóðar og Ís-
lands í undankeppni Evrópumóts
landsliða verður sýndur á breið-
tjaldi. Sendiráð Svíþjóðar og
Sænska félagið á Íslandi standa fyr-
ir herlegheitunum.
Þjóðhátíðardag-
ur Svíþjóðar
Rangt nafn
undir mynd
Þau mistök urðu við vinnslu viðtals
við Katrínu Stellu Briem í Morg-
unblaðinu á sunnudag að rangt var
farið með nafn manns á mynd frá
skírn Katrínar. Lengst til hægri á
myndinni er Pétur Ólafsson Johnson,
en milli Stellu Briem og Snæfríðar
Egilson sést í Þorstein Egilson.
LEIÐRÉTT
HINN þriggjá ára gamli Yang Yang smellir
kossi á beluga hval, sem á íslensku nefnist
mjaldur, í Qingdao sædýrasafninu í Shandong
héraði í austurhluta Kína á laugardaginn.
Rembingskoss
Reuters