Morgunblaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 19
|þriðjudagur|5. 6. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Strætisvagnaferðir skapa nýja
möguleika fyrir íslenskar ferða-
skrifstofur að koma ferða-
mönnum upp á Akranes. »21
bæjarlífið
Félagarnir Arnór Már Arn-
órsson og Þorsteinn Baldvin
Jónsson ætla í Háskóla unga
fólksins þriðja árið í röð. »20
menntun
Þegar kemur að kjólavali í brúð-
artískunni kennir ýmissa grasa
en hvíti liturinn verður þó yf-
irleitt fyrir valinu. »21
tíska
Við höfum ekki séð marga ásvona hjólum hér í borg,enda erum við ekkert mik-ið fyrir að apa eftir öðrum,
við erum meira fyrir að búa sjálfir til
tísku. Kannski verður komið svona
einhjólaæði í lok sumars, hver veit.
En þetta var algjör tilviljun hjá okk-
ur, gerðist bara allt í einu og af því
bara. Við sáum þessi einhjól í glugg-
anum í GÁP-búðinni í Skeifunni og
ákváðum að kaupa okkur hvor sitt
hjólið og veðja um hvor væri orðinn
betri á því eftir einn mánuð,“ segja
þeir félagar Jóakim Meyvant og
Daníel Bjarni sem fengu þessa hug-
dettu síðastliðinn föstudag, keyptu
hjólin og hafa verið að æfa sig stíft
síðan og segja fjandanum erfiðara að
ná tökum á því að hjóla á svona fyr-
irbæri.
„Reyndar sagði sá sem seldi okk-
ur hjólin að það tæki ekki nema sjö
klukkutíma að ná tökum á þessu. En
það er ekki alveg rétt, alla vega ekki
í okkar tilfelli,“ segja vinirnir sem
þurfa að leggja sig heldur betur
fram ef verðlaunin eiga að vera í
höfn eftir mánuð. Sá sem vinnur veð-
málið fær hvorki meira né minna en
bananaís með lúxusdýfu og snik-
kerskurli.
„Biggi vinur okkar hefur verið
titlaður þjálfari okkar en hann kann
reyndar ekkert sjálfur á svona hjól.
Það er alveg ljóst að hann verður
dómarinn þegar kemur að því að
skera úr um hvor verði orðinn betri.
Þetta verður bara gaman.“
Æfa sig á kvöldin og um helgar
Jóakim er nemandi í Borgar-
holtsskóla en Daníel í Iðnskólanum
og þeir eru báðir komnir með sum-
arvinnu svo það gefst ekki annar
tími til að æfa færnina á hjólunum
en á kvöldin og um helgar.
„Það er erfitt að halda jafnvægi á
þessu og við erum enn að reyna að
finna út hvaða tækni er best að nota
til að sitja hjólið. Okkur hefur reynst
vel að byrja á því að hjóla meðfram
vegg og styðja okkur við hann á
meðan við erum að fá tilfinningu fyr-
ir þessu. Maður verður vissulega að
láta sig hafa það að detta mjög oft
þegar veggnum sleppir, en það er
allt í lagi, við erum nokkuð vanir að
detta frá því við vorum á línu-
skautum. Reyndar þarf að passa að
detta frekar fram fyrir sig en aftur
fyrir sig á svona einhjóli, það er mun
betra. Við erum þokkalega marðir á
sköflungunum, af því annar petalinn
rekst yfirleitt í löppina þegar maður
stígur á hjólið.“
Einhjól kostar um tíu þúsund
krónur en vinirnir sjá ekki eftir þeim
peningum. „Við höfðum ekkert betra
við peningana að gera,“ segja strák-
arnir og þó hjólin hafi aðeins verið í
þrjá daga í eigu þeirra þá hefur
Daníel strax sett mark sitt á gripinn,
hann hefur hannað útlitið á sínu ein-
hjóli upp á nýtt og er búinn að vefja
það með límbandi í öllum regnbog-
ans litum. „Þetta er nú bara gert til
að fá athygli,“ segir hann fullur hóg-
værðar. Þeir eru ekki frá því að ein-
hvers staðar sé hægt að keppa á
þessum hjólum og ef ekki, þá ætla
þeir sjálfir að koma slíkri keppni á
laggirnar. „Við höldum bara okkar
eigin keppni og rústum henni, það er
ekki spurning.“
Þeim Jóakim og Daníel finnst
gaman að prófa eitthvað nýtt þegar
kemur að tómstundum. Í fyrra og
hittifyrra voru þeir á fullu á línu-
skautum, núna er það einhjólið og
sjálfsagt eitthvað allt annað næsta
sumar. Allt hið besta mál enda bráð-
holl áhugamál sem krefjast mikillar
hreyfingar og útvistar.
Morgunblaðið/Eyþór
Jafnvægislist Daníel og Jóakim eru óþreytandi að æfa sig á einhjólunum góðu.
Veðmál um færni á einhjóli
Það er svolítið einkennilegt að sjá fólk á einhjóli á göt-
um úti því flestir eiga því að venjast að slíkar kúnstir
tilheyri sirkus. Kristín Heiða Kristinsdóttir rakst á
tvo unga menn sem einhjóla fyrir ánægjuna eina.
khk@mbl.is
GAMLIR kjólar og annar notaður fatnaður
kann að vinna vel með fatatískunni um þessar
mundir, en gamlar snyrtivörur eru ekki alveg
jafn sniðugar.
„Það er viss kaldhæðni í því að konur skuli
eyða jafn miklum tíma og fjármunum í að gera
sig fallegar, en svo nota þær samt gamlar
snyrtivörur sem fela í sér hættu á ýmiskonar
sýkingu,“ hefur breska dagblaðið Guardian
eftir dr. Susan Blakeny augnsérfræðingi við
College of Optometrists.
„Öll matvæli hafa á sér síðasta söludag og
fólk hugsar sig ekki tvisvar um að henda
mjólkinni þegar sá dagur kemur,“ segir Blake-
ney. „Snyrtivörurnar sem maður notar ættu
að vera jafn ferskar og maturinn sem maður
borðar. Samt geyma konur snyrtivörur árum
saman,“ bætti Blakeney við og sagði þann sið
að deila snyrtivörum með öðrum ekki vera síð-
ur hættulega smitleið.
Þegar búið er að opna snyrtivöruumbúð-
irnar ætti að nota þær innan:
3-6 mánaða maskari,
6-8 mánaða farði, hyljari,
hreinsikrem, rakakrem,
1 árs púður, glitpúður, augnskuggar,
varagloss, varasalvi, hreinsivatn,
18 mánaða augn- og varablýantar.
Sýkingarhætta af
gömlum snyrtivörum
Morgunblaðið/Eggert
Snyrtivörur Það ætti ekki að geyma snyrtivörur of lengi eftir að umbúðir hafa verið opnaðar.
HANN virðist óneitanlega
geta sómt sér vel á Ascot-
veðreiðunum í Bretlandi þessi
líflegi hattur.
Fuglarnir sem þarna sitja
eru hins vegar lifandi og hafa
einfaldlega tyllt sér á hatt
þessarar brosandi konu, sem
stödd var í Kachoen fugla- og
blómagarðinum í Kakegawa í
Japan, til að öðlast betri að-
gang að fæðu.
Fínn fyrir
Ascot
Reuters