Morgunblaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
WWW.SAMBIO.IS
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6:15 - 7:20 - 8:15 - 10:15 - 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL 3D
/ KRINGLUNNI
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 6 - 10
ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára
THE REAPING kl. 8:10 - 10:10 B.i.16.ára
BLADES OF GLORY kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
GOAL 2 kl. 3:50 - 6 B.i.7.ára
/ ÁLFABAKKA
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Mesta ævintýri fyrr og síðar...
...byrjar við
hjara veraldar
„Besta Pirates
myndin í röðinni!
Maður einfaldlega gæti ekki
búist við meira tilvalinni
afþreyingarmynd
á sumartíma.“
tv - kvikmyndir.is
„SANNUR SUMAR-
SMELLUR... FINASTA
AFÞREYINGARMYND“
Trausti S. - BLAÐIÐ
30.000 manns á 7 dögum
Stærsta 5 daga sumar opnun allra tíma á íslandi
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
eee
LIB, Topp5.is
Eftir Ómar Örn Hauksson
mori@itn.is
ÞAÐ eru góðir hlutir í vændum fyrir PSP-eigendur og
aðdáendur God of War-seríunnar. Hinn ofurpirraði
stríðsguð Kratos lætur reiði sína bitna á óvinum sínum
og öðrum vættum í PSP-formi á næstunni því að nýr
leikur í seríunni er í vinnslu og kemur sennilega á
markað síðar á þessu ári. Sagan í leiknum gerist á und-
an sögunni í fyrsta leiknum og það ætti ekki að draga
úr ofbeldinu frá Kratos á neinn hátt þrátt fyrir að hann
sé enn mannlegur þegar hér er komið sögu.
Það sem hefur einkennt God of War-leikina eru gíf-
urlega stór og mikil borð með miklum smáatriðum og
það verður forvitnilegt að sjá hvernig framleiðand-
anum Ready at Dawn tekst að færa það yfir í þessa litlu
en kraftmiklu leikjatölvu. Af myndunum af dæma sýn-
ist manni þeim hafa tekist vel upp.
Það er langt síðan leikur byggður á kvikmyndinni
Aliens var gerður síðast sem verður að teljast skrýtið
þar sem myndin er nánast eins og tölvuleikur. En biðin
er brátt á enda – þ.e.a.s. ef þú nennir að bíða í eitt og
hálft ár því nýir Aliens-leikir eru væntanlegir í búðir
2009 og byggja þeir á mynd James Cameron frá árinu
1986. Einn leikurinn verður fyrstu persónu skotleikur
og þá spilar maður sem nýlenduhermaður á móti þess-
um skrímslum sem hafa hrellt kvikmyndaaðdáendur
um áraskeið. Það eina sem er vitað um seinni leikinn er
að hann verður RPG, hlutverkaleikur.
Þá er einnig í vinnslu leikur byggður á kvikmyndinni
Heat, sem skartaði Robert De Niro og Al Pacino í aðal-
hlutverki. Mann grunar að leikurinn verði svipaður í
formi og Grand Theft Auto en aðrir leikir byggðir á
glæpamyndum, líkt of Godfather og Scarface, hafa not-
að það form. Enn er litlar upplýsingar að fá um leikinn
og ekki er vitað hvenær hann kemur út eða hvort mað-
ur geti spilað sem De Niro eða Pacino. Þó er vitað að
leikstjóri Heat, Michael Mann, kemur að vinnslu leiks-
ins að einhverju leyti.
Guð, geimverur og Robert De Niro?
Stríðsguðinn Kratos er án efa ein stórkostlegasta
tölvuleikjahetja samtímans.
FRÁ upphafi rappsins vestur í
Bandaríkjunum hefur ofbeldi verið
órjúfanlegur fylgifiskur listforms-
ins, hver svo sem ástæðan er, og
því er ekki skrýtið að foreldrar hafi
haft áhyggjur af því að rapptónlist
hefði slæm áhrif á börn þeirra. Def
Jam: Icon á ekki eftir að róa þessa
sömu foreldra því leikurinn gengur
í stuttu máli út á að berja alla þá
sem reyna að koma í veg fyrir að
þú rísir til hæstu metorða sem um-
boðsmaður rappstjarna. Def Jam:
Icon er nánast endurgerð á leikn-
um Def Jam: Fight for NY sem
kom út fyrir þremur árum en þar
var maður í hlutverki skærustu
rappstjarna Def Jam-plötufyr-
irtækisins.
Leikurinn er skemmtilegur og
sérstaklega fyndinn ekki síst vegna
þess að hann tekur sig alvarlega og
söguþráðurinn er eins og klipptur
út úr hallærislegri spennumynd.
Eins og í Fight for NY verður
maður að græða peninga á þeim
stjörnum sem maður er með um-
boð fyrir og verða sér svo úti um
glæsileg föt, skartgripi og húðflúr
og breyta hárgreiðslunni reglulega
til þess að hækka í virðingarstig-
anum. En maður verður líka að
passa upp á það að stjörnurnar séu
ánægðar með mann sem umboðs-
mann og það felur meðal annars í
sér að leysa þær út úr fangelsi,
borga fyrir bílana sem þær keyra
og senda þær í tónleikaferðalag. Í
grunninn er þetta samt einfaldur
slagsmálaleikur, þar sem þú leysir
öll þín vandamál með hnefanum.
Spilunin getur reynst flókin í
byrjun en áður en maður veit af er
maður byrjaður að lumbra á Red-
man, Big Boi, The Game og Sean
Paul eins og enginn væri morg-
undagurinn. Tónlist skiptir líka
miklu máli í leiknum og er notuð á
skemmtilegan hátt til þess að auka
möguleika manns á að sigrast á
andstæðingi sínum. Grafíkin er
mjög góð, litrík og falleg og rapp-
stjörnurnar líkar fyrirmyndunum.
Nú vantar okkur bara svipaðan
leik um fyrirtæki Einars Bárðar
þar sem við getum barist sem
Garðar Cortes á móti Nylon eða
Jógvan. Það væri frábært.
Rapparar fljúgast á
TÖLVULEIKIR
Playstation 3
EA Games
Def Jam: Icon Ómar Örn Hauksson
Á toppnum Umboðsmenn og rapparar berja hverjir á öðrum eins og eng-
inn væri morgundagurinn.
ÉG hef persónulega aldrei skilið af hverju Metal
Gear Solid-serían er svona vinsæl og mikilsvirt í
leikjabransanum. Þegar ég spilaði fyrsta leikinn
var ég orðinn svo reiður þegar honum lauk að ég
sór þess eið að spila hann aldrei aftur eða annan
Metal Gear-leik … sem ég stóð svo ekki við. Leik-
urinn var einstaklega illa hannaður en hann sner-
ist um að læðast framhjá óvininum um leið og
maður sá aðeins þrjá metra fram fyrir sig frá
þriðju persónu sjónarhorninu en gat svo ekki
hreyft sig í fyrstu persónu sjónarhorninu. Svo til
að bæta gráu ofan á svart var söguþráðurinn svo
ótrúlega illa skrifaður og langur að maður
öskraði nánast um leið og einhver í leiknum opn-
aði munninn.
Portable Ops er mun skárri en þeir Metal Ge-
ar-leikir sem ég hef spilað. Núna getur maður
stjórnað myndavélinni, sem er „fítus“ sem var
bara nýlega settur í endurútgáfu af Metal Gear
Solid 3 eftir miklar kvartanir spilara.
Portable Ops gengur út á að Snake, sem er að-
alhetjan, er fangaður í Suður-Ameríku en losnar
úr prísundinni með hjálp annars hermanns. Þeir
taka svo höndum saman og safna í her til þess að
yfirbuga óvininn sem ætlar að stofna til styrj-
aldar á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Þitt
verkefni er svo að fanga meðlimi óvinahersins og
fá þá til að berjast fyrir þig, senda njósnara inn á
svæði til þess að afla upplýsinga og koma þér upp
liði sjúkraliða og tæknifólks til þess að búa til lyf
og vopn.
Maður getur sem sagt spilað sem aðrar persón-
ur, sem eiga auðvelt með að leynast á meðal óvin-
arins, og náð takmarkinu í hverju verkefni á mun
auðveldari hátt en ef maður spilar sem Snake.
Það getur tekið nokkuð langan tíma að spila
leikinn í gegn og hefur maður því smá tíma til að
læra á stjórnunina sem getur verið flókin fyrir
óvana. Grafíkin er mjög góð og framleiðendur ná
að troða miklum smáatriðum í umhverfi og per-
sónur án þess að það hefti spilun. Hljóðmynd er
einnig til fyrirmyndar. Á hinn bóginn fara per-
sónur í sögunni yfir um í ofleik, en þannig hefur
það svo sem alltaf verið í þessum leikjum. Sér-
staklega er pirrandi röddin í sjálfum Snake sem
reynir eins og hann getur að hljóma töff.
Þetta er fínn leikur til þess að taka með sér í
frí, eins og ég gerði, því hann endist lengi og
hægt er að slökkva á tölvunni á hvaða tíma sem
er án þess að vista og halda beint áfram þegar
maður kveikir á henni næst. Aðdáendur Metal
Gear-bálksins ættu að verða ánægðir með þessa
viðbót.
Kalda stríðinu afstýrt
Metal Gear Söguhetjan Snake er hörð í horn að taka.
TÖLVULEIKUR
PlayStation Portable (PSP)
Konami
Metal Gear Solid: Portable Ops Ómar Örn Hauksson