Morgunblaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GLEÐILEGA HÁTÍÐ HERMANN GLEÐILEG JÓL KÖTTUR ER ALLT Í LAGI? MÁGUR MINN ER BÚINN AÐ VERA Í HEIMSÓKN HJÁ OKKUR ALLAN MÁNUÐINN... HVAÐ VILT ÞÚ FÁ Í JÓLAGJÖF? AÐ ÞÚ ÉTIR HANN HÉRNA SNOOPY! ÉG ÆTLA AÐ KASTA BOLTANUM OG ÞÚ ELTIR HANN! Æ, NEI! ÉG NENNI EKKI AÐ ELTAST VIÐ BOLTA EINS OG KJÁNI! ÞAÐ ER ERFITT AÐ FELA SIG FYRIR AFTAN FÓLK SEM GENGUR UPPRÉTT ÉG MÁ EKKI FARA ÚT FYRR EN ÉG KLÁRA HEIMA- VINNUNA MÍNA. EF ÞÚ HJÁLPAR MÉR ÞÁ VERÐ ÉG BÚINN FYRR. HVAÐ ER SJÖ PLÚS FIMM? VEIT ÞAÐ EKKI EKKIÉG HELDUR ÞÁ ER SVARIÐ, „ÉG VEIT ÞAÐ EKKI“ JÁ, AUÐVITAÐ! ÞAÐ ER RÉTT SVAR! ÉG GET SKRIFAÐ ÞAÐ VIÐ ALLAR SPURNING- ARNAR VIÐ ÆTTUM AÐ KÍKJA Á HEIMAVINNUNA HJÁ LITLA UNDRABARNINU OKKAR NÁÐIR ÞÚ Í ELDIVIÐ FYRIR ARININN Í GÆR? JÁ! HVERT SETTIR ÞÚ STAFLANN? VIÐ ÚTIDYRA- HURÐINA GRÍMUR, ÞÚ ERT JAFN ANDFÚLL OG HUNDUR! OG ÞAÐ ER SKRÍTIÐ VEGNA ÞESS AÐ... KIDDA NÆR ALDREI AÐ KLÁRA ALLA HEIMAVINNUNA SEM ÞÚ SETTIR FYRIR MÉR ER SAMA ÞÓ AÐ FORELDRAR HJÁLPI BÖRNUNUM SÍNUM EN FORELDRAR ERU UPPTEKNIR! GERIR ÞÚ RÁÐ FYRIR ÞVÍ AÐ VIÐ FORELDRAR EYÐUM NOKKRUM KLUKKUTÍMUM Á DAG Í AÐ HJÁLPA BÖRNUNUM OKKAR MEÐ HEIMANÁMIÐ? GÓÐIR FORELDRAR ÆTTU AÐ GERA ÞAÐ ÉG ER VÍST GÓÐ MÓÐIR! ÉG ER EKKI HINN RAUNVERULEGI... KÓNGULÓARMAÐUR- INN ER MAGNAÐASTA HETJA SEM UPPI HEFUR VERIÐ! AF HVERJU EKKI AÐ TAKA ÞÁTT Í LEIKNUM? Á MEÐAN... ÉG GET EKKI SITIÐ HÉRNA LENGUR... ÉG VERÐ AÐ FINNA BÚNINGINN MINN dagbók|velvakandi Íslenskukunnátta blaðamanna ÞEGAR ég les Morgunblaðið verður mér oft hugsað til þess þegar ung frænka mín fékk vinnu sem blaða- maður þar fyrir nokkrum árum. Mamma þessarar frænku minnar sagði mér stolt frá því að dóttirin hefði staðist þær ströngu kröfur sem blaðið gerði til sinna blaða- manna. Með það í huga er oft skrítið að lesa blaðið. Til dæmis er stór- furðulegt að rekast á setningu eins og „undanfarið hef ég teymt barna- barn undir honum (hestinum)“ þeg- ar væntanlega er átt við að hest- urinn hafi verið teymdur undir barnabarninu. (Mbl. 2. júní, bls. 29.) Á sömu síðu skrifar Víkverji „tíma- bært að hlú betur að“. Veit Víkverji ekki að það heitir að hlúa að ein- hverju? Ég hef að vísu orðið vör við þessa villu að undanförnu og erfitt er að sjá hvað veldur. Fyrir stuttu rakst ég líka á að blaðamaður sagði „aðra hvora“ helgi þegar hann átti við aðra hverja helgi. Þetta er líka allt of algeng villa en ætti ekki að sjást í Morgunblaðinu. Svona mætti lengi telja. Ósjálfrátt geri ég meiri kröfur til Morgunblaðsins varðandi málfar en annarra blaða. Að sama skapi geri ég líka meiri kröfur til Ríkisútvarps- ins heldur en annarra stöðva og ég held að þannig sé því farið með marga aðra. Hefur Morgunblaðið slakað á kröfunum ? Þóra Guðmundsdóttir. Gleraugu töpuðust GLERAUGU töpuðust þann 2. maí sl. á leiðinni frá Akranesi til Reykja- víkur. Um er að ræða dökkfjólublá gleraugu af gerðinni Bulgari í svörtu gleraugnahulstri, svolítið beygluðu. Gleraugnanna er sárt saknað. Þeir sem kunna að hafa fundið gleraugun vinsamlega hafi samband við Ragn- heiði í síma 660 5222. Lúlli er týndur KÖTTURINN Lúlli hvarf frá Ásgarði í Kefla- vík fyrir nokkr- um dögum. Lúlli er grábröndóttur fress, frekar lítill miðað við fullvax- inn kött og mjög gæfur. Hann er örmerktur og með bláa ól um hálsinn. Á ólina er fest bjalla og járnhólkur sem skrúfa má í sundur, en inni í hólknum er miði með upplýsingum um heimili og símanúmer. Lúlli var í pössun hjá „afa og ömmu“, en hans rétta heimili er í Garðabæ. Hann er því alls ókunnur umhverfinu, þar sem hann var í pössun. Þeir sem kunna að vita hvar köttinn er að finna eða hafa jafnvel skotið yfir hann skjólshúsi eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 421 4441 eða 898 2252. Góðum fundarlaunum er heitið. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is FUGLINN heilsaði upp á menn sem voru að „splæsa“ saman krana í Borgartúni. Búast má við að borgarmynd Reykjavíkur breytist nokkuð á næstu mánuðum vegna byggingar fjölmargra háhýsa. Morgunblaðið/Ásdís Unnið þar sem fuglinn flýgur FRÉTTIR ROSY Weiss, forseti alþjóðlegu kvenréttindasamtakanna Int- ernational Alliance of Women (IAW), gistir Ísland á komandi dög- um í boði Kvenréttindafélags Ís- lands (KRFÍ). Weiss, sem hefur starfað lengi innan samtakanna og verið forseti þeirra frá 2004, mun taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu sem KRFÍ stendur fyrir á Grand Hóteli í Reykjavík, föstudaginn 8. júní kl. 13- 16. Ráðstefnan, sem haldin verður á ensku, ber yfirskriftina: A Place for Prostitution? Gender Equality and Respect in Modern Societies eða Fara vændi og virðing saman í jafn- réttisþjóðfélagi? Aðrir þátttakendur í pallborðsumræðum ráðstefnunnar eru Janice Raymond, fram- kvæmdastjóri Coalition Against Trafficking in Women (CATW), Ágúst Ólafur Ágústsson, alþing- ismaður og varaformaður Samfylk- ingar og Rachael Lorna Johnstone, lektor við félagsvísinda- og laga- deild Háskólans á Akureyri. Fund- arstjóri verður Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Ráðstefnan er öllum opin og er ókeypis. Weiss mun einnig taka þátt í mál- þingi á Akureyri um alþjóðlega kvenréttindabaráttu og stöðu jafn- réttismála, fimmtudaginn 7. júní kl. 12. Sá fundur verður haldinn í hús- næði Jafnréttisstofu á Borgum við Norðurslóð en Jafnréttisstofa, Ak- ureyrarbær og Háskólinn á Ak- ureyri hafa einnig komið að und- irbúningi fundarins. Aðrir framsögumenn verða Þor- björg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ og Margrét María Sigurð- ardóttir, framkvæmdastjóri Jafn- réttisstofu. Fundarstjóri verður Katrín Björg Ríkarðsdóttir, fram- kvæmdastjóri samfélags- og mann- réttindadeildar Akureyrarbæjar. Fundurinn er öllum opinn og boðið verður upp á léttan hádegisverð. Ráðstefna um vændi og virðingu Afmælisþakkir Innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu mér vináttu með heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttræðisafmæli mínu 2. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Ragnar Ólafsson, Barmahlíð 6, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.