Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 51
Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali
Kleifakór - Kóp.
Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is
Hóll fasteignasala kynnir; í
einkasölu, glæsilegt, tveggja
hæða einbýli við Kleifakór í
Kópavogi, með frábæru
útsýni.
Um er að ræða 282,8 fermetra
einbýlishús, þar af bílskúr 35,8
fm. Eignin skilast rúmlega fok-
held að innan og fullbúin að utan
sjá nánar skilalýsingu.
Einstök eign á þessum frábæra
stað í kórahverfinu.
Verð 58,0 milljónir.
tákn um traust
Nánari upplýsingar og skilalýsing á
www.holl.is
Sölumaður Stefán Bjarni, 694 4388
OPIÐ HÚS
sunnudaginn 10. júní
FRUMSÝNING»
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Þó svo að aðalsmerki kvik-myndahátíðarinnar í Can-nes eigi að vera óháð kvik-myndagerð sem og
alþjóðleg varð allt vitlaust þar í borg
þegar fjölmennt lið aðalleikara
Ocean’s 13 mætti á svæðið með þá
Matt Damon, Ceorge Clooney og
Brad Pitt í broddi fylkingar.
Blaðamannafundurinn að sýningu
lokinni var sá mest sótti á hátíðinni í
ár og ekki komust allir að sem vildu.
Geðshræringaróp ungmeyja skáru í
eyru þegar hersingin mætti á stað-
inn og myndavélablossar blinduðu
augun.
Fundinn sátu leikararnir George
Clooney, Matt Damon, Brad Pitt,
Don Cheadle, Andy Garcia, Scott
Caan, Elliott Gould, Shaobo Qin,
Eddie Jemison og Ellen Barkin
ásamt leikstjóranum Steven Soder-
bergh og framleiðandanum Jerry
Weintraub.
Pitt með sítt hár á ný
Myndin er keimlík númer 11 og
12. Drengirnir hans Dannys Oceans
eru mættir til leiks til í tuskið.
Pitt og Clooney klára setningar
hvor annars íklæddir afar smart
jakkafötum. Pitt er símaulandi eitt-
hvert góðgæti og Matt Damon reyn-
ir að styrkja stöðu sína innan klík-
unnar góðu. Þess á milli talar
Shaobo Qin kínversku svo allir
skilja og flestir skipta þeir um gervi
oftar en einu sinni og oftar en tvisv-
ar. Pitt skartar meira að segja síðu
hári í einu atriðinu og fór maður
ósjálfrátt aftur í tímann þegar Pitt
var að festa sig í sessi sem eitt
mesta kyntákn síðustu aldar með
faxið flaksandi í allar áttir.
Rán myndarinnar er persónulegs
eðlis. Einn klíkumeðlima leggst í
rúmið vegna fólskulegra svika sól-
brúns hóteleiganda (Als Pacinos).
Félagarnir leggja á ráðin til að
hefna fyrir óréttlætið og hafa að
vanda ráð undir rifi hverju.
Grín er ekkert grín
Sem fyrr sagði var talsvert skrif-
að um stöðu svokallaðra „Holly-
wood-mynda“ á kvikmyndahátíð-
inni. Hvort hátíðin sé viðeigandi
staður fyrir sýningu slíkra mynda
og hvort þær steli athyglinni frá
myndum frá öðrum þjóðlöndum sem
eiga að fá að blómstra á hátíðinni.
Leikstjórinn Soderbergh bætti
við að andstætt því sem margir
teldu væri að mörgu leyti erfiðara
að gera gamanmynd og hasarmynd
en „listræna“ kvikmynd.
„Í Ocean’s 13 er ég með 13 aðal-
leikara sem allir þurfa sitt vægi og
tækifæri til að koma persónu sinni
til skila. Gamanleikur er heldur ekk-
ert grín, það þarf allt að ganga upp
til að grín verði fyndið,“ sagði hann.
Clooney tók undir með félaga sín-
um.
„Það er pláss fyrir allar gerðir af
kvikmyndum í heiminum. Ég held
að við öll hér getum verið sammála
um að það er gaman að vinna bæði
að stærri verkefnum sem þessu og
eins óháðum smærri myndum. Báð-
ir flokkar kvikmynda eru nauðsyn-
legir,“ sagði Clooney.
Hinn óöruggi Pacino
Weintraub hafði annars mikið
orðið fyrir hinum fjölmenna hópi og
auðsýnilegt að hann hefur marga
fjöruna sopið í bransanum.
Hann afsakaði fjarveru Als Pac-
inos en hann var upptekinn í öðrum
erindagjörðum meðan á hátíðinni
stóð. Weintraub lét fylgja með sögu
af þátttöku Pacinos í myndinni og
sagði hann í upphafi hafa verið eitt-
hvað óöruggan um stöðu sína innan
hópsins.
„Hann spurði mig hvað strákun-
um fyndist um sig eftir fyrsta töku-
daginn. Hann hafði áhyggjur af því
að hann passaði ekki inn í hópinn
þar sem allir hinir hefðu unnið svo
lengi saman. Ég sagði honum að
þeim þætti það sama um hann og
honum sjálfum hefði þótt um Mar-
lon Brando við tökur á Guðföðurn-
um. Það var engu logið um það,“
sagði Weintraub.
Í takt við áðurnefnda örtöð og
„píkuskræki“ við komu aðalleik-
aranna á blaðamannafundinn voru
greinilega margir viðstaddir með
hjartað í buxunum yfir útsýninu í
herberginu og lögðu fjölda misgáfu-
legra spurninga fyrir leikarana.
Mest mæddi á þeim Pitt, Clooney
og Damon sem þurftu að svara
spurningum á borð við: Hvernig er
að vera Brad Pitt, George Clooney
og Matt Damon?!
Clooney notaði tækifærið og kom
á framfæri hugðarefni þeirra félaga
sem er að nota alla þá athygli sem
Ocean’s 13 fær til að vekja athygli á
bágu ástandi íbúa Darfur-héraðs.
„Við komum meðal annars hingað
til Cannes til að vekja athygli á mál-
staðnum því við vissum að hér yrðu
samankomnir fjölmiðlar frá flestum
heimshornum,“ sagði hann.
„Við Don, Brad og Matt höfum
allir verið á þessu svæði og hugur
okkar er hjá íbúum þess. Mér finnst
ástandinu í Darfur ekki vera sýnd
nóg athygli hér í Evrópu. Ég held
að Bandaríkjamenn séu meðvitaðri
um ástand mála þar og því fannst
okkur mikilvægt að vekja athygli á
því.“
Þess má einnig geta að allur ágóði
af frumsýningu myndarinnar í
Bandaríkjunum rennur óskiptur til
uppbyggingar í Darfur.
Þeir félagar eru sem sagt bæði
fallegir að utan og innan.
Drengirnir hans Dannys
Ocean’s 13 er frumsýnd hér á landi í dag en myndin var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum
Reuters
Stjörnufans Leikarar myndarinnar ásamt framleiðandanum Jerry Weintraub í sínu fínasta pússi fyrir frumsýninguna í Cannes.
Lagt á ráðin Söguþráður myndarinnar minnir víst á fyrri kvikmyndirnar
tvær eins og þessi mynd ber með sér.
Guðfaðirinn Al Pacinu var víst svolítið óöruggur með sig þegar tökur á
Ocean’s 13 hófust, vildi fá að vita hvað hinum leikurunum fyndist um hann.
ERLENDIR DÓMAR
Variety: 80/100
Empire: 80/100
Hollywood Reporter: 70/100
The New Yorker: 50/100
(allt skv. Metacritic)
Föstudagur
<til fjár>
Prikið
Búðabandið / DJ Kári
Players
Sixtíes
Q-Bar
Maggi Legó
Café Oliver
DJ JBK
Vegamót
DJ Simmi
Sólon
DJ Brynjar Már
NASA
Sunrise Bonansa
Barinn
DJ Skeletor / DJ Bjarki
Gaukur á Stöng
Ína Idol og Out Loud
Laugardagur
<til lukku>
Café Oliver
DJ JBK
Prikið
Kvikindi / Gulli Ósóma
Players
Karma
Vegamót
DJ Kári og Raggi bassi
Barinn
Barcode / DJ Ernir
Q-Bar
DJ Natalie
NASA
SSSól stórdansleikur
Sólon
DJ Rikki / DJ Brynjar Már
Gaukur á Stöng
Ingó Idol og Veðurguðirnir
Morgunblaðið/Eggert
Holy B SS Sól spilar á NASA annað kvöld.
ÞETTA HELST UM HELGINA»