Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 1
„SALAN hefur verið ótrúleg. Vör-
urnar fara hraðar út en þær koma
inn,“ segir Jón Sveinbjörnsson hjá
innkaupadeild BYKO. Góða veðrið
síðustu vikur hefur haft þau áhrif að
garðvörur seljast betur en nokkurn
tíma fyrr og ýmsar vörutegundir
hafa selst upp. „Það eru ekki lengur
til garðkönnur í búðum. Þær eru
búnar á landinu. Flestar gerðir garð-
úðara líka. Við eigum sprautubyssur
en annað hefur selst upp,“ segir Gísli
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Garðheima. Kristinn Einarsson,
framkvæmda-
stjóri Blómavals,
segir að sala á alls
konar garðvörum
hafi verið með
mesta móti og þá
sér í lagi á alls
kyns tækjum og
tólum sem dreifi
vatni um garða.
Þeir segjast
merkja að fólk sé farið að nota heim-
ilisgarðinn meira en áður og margir
leggi mikið í garða sína.
Garðvörurnar eru
rifnar úr búðum
Slegist er um
tæki til að vökva.
STOFNAÐ 1913 194. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Réttur dagsins
Engjaþykkni “crème de la crème”
borið fram með hnetu-, karamellu- og kornkúlu-mélange
Nýtt bragð
ÁTÖK UM ÁHORFIÐ
HVAÐ SEM LÍÐUR ÓLÍKRI TÚLKUN ER EITT VÍST: ÚT
OG SUÐUR ER VINSÆLASTI VIKUÞÁTTURINN >> 39
DEILA BRETA OG
RÚSSA MAGNAST
KALT STRÍÐ
EITURMORÐ >> ERLENT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
HÁSKERPA er það sem koma
skal í sjónvarpsútsendingum. Segja
sérfræðingar sjónvarpsstöðvanna
tæknina mesta stökk fram á við síð-
an litasjónvarp leysti hið svarthvíta
af hólmi, en með henni verða rúm-
lega tvöfalt fleiri punktar í myndinni
sem birtist á skjánum en áður.
Starfsmenn Símans áforma að dreifa
slíku efni á tveimur rásum um adsl-
kerfi sitt í haust en 365 miðlar stefna
að því að geta sent út háskerpuefni í
september. Það verður líklega enski
boltinn. Ríkissjónvarpið er ekki á
leið í háskerpuna á næstunni en hef-
ur þó tryggt sér tíðnisvið fyrir slíka
útsendingu. Hjá Skjánum segja
menn málið í skoðun en að stökkið
verði einungis tekið að vel athuguðu
máli, enda dýr fjárfesting innifalin í
því. Óæskilegt sé að senda sumt efni
út í háskerpu en annað ekki. Því
þurfi að endurnýja framleiðslubún-
aðinn til að breytingin sé möguleg.
Þá er óvíst hvort öll sjónvarpstæki
sem sögð eru móttækileg fyrir há-
skerpu (merkt „HD-ready“) eru það
í raun. 3–4 ára gamlir flatskjáir sem
hafa slíka merkingu geta sumir verið
úreltir hvað þetta varðar, þar sem
staðlar voru ekki fyllilega samræmd-
ir á framleiðslutíma þeirra.
Mesta bylting frá því
litasjónvarpið komFJÖLMARGIR ferðamenn hafa farið um Landmannalaugar í sumar og hef-
ur þeim fjölgað jafnt og þétt með hverri vikunni. Landmannalaugar eru
einn mest sótti viðkomustaður á hálendinu og þá ekki síst meðal fjall-
göngumanna, en þar hefja einmitt margir göngu um Laugaveginn, sem er
vinsælasta gönguleið landsins. Þessir göngugarpar fetuðu sig niður ein-
stigið á Bláhnúki, en þaðan er útsýnið stórbrotið yfir Jökulgilið og inn að
laugunum þar sem er svo gott að skola af sér ferðarykið.
Stöðug umferð er nú um hálendið allt en skálaverðir virðast þó sammála
um að landið beri fjöldann vel enda landflæmið mikið og umgengnin góð.
Skálavörður í Landmannalaugum, Sólrún Jónsdóttir, segir að flestir fari
að reglum en það sé helst afmörkun tjaldsvæðanna sem litið sé hjá. „Þetta
er innan friðlands svo fólk má ekki leggja bílnum og tjalda hvar sem er.
Margir vilja planta sér hvar sem þeim hentar og helst hafa bílinn við hlið-
ina á tjaldinu, en þetta svæði býður bara ekki upp á það.“
Þrátt fyrir allt virðist þó sambúð manns og náttúru ganga vel og hefur
fjölgun ferðafólks enn ekki svipt hálendið dulúðinni sem það er sveipað í
huga svo margra. | 11
Morgunblaðið/RAX
Hálendið hefur
sérstakt seiðmagn
Enski boltinn verður líklega sendur út í háskerpu í haust
VÍSINDAMENN hafa komist að
þeirri óvæntu niðurstöðu að húð-
krabbamein geti verið til marks um
heilbrigði, að sögn JyllandsPosten.
Húðkrabbamein er auðmeðhöndlað
og dregur sjúklinga sjaldan til
dauða. Raunar eru líkurnar á því að
sjúklingar lifi sjúkdóminn af ríflega
100%, þ.e. þeir sem hafa greinst
með húðkrabbamein lifa að með-
altali heldur lengur en hinir. Hans
Storm, yfirlæknir danskra krabba-
meinssamtaka, mótmælir ekki nið-
urstöðunum, en bendir engu að síð-
ur á að húðkrabbamein sé heldur
óskemmtilegt og skilji eftir ljót ör.
Húðkrabba-
mein til bóta