Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS HLJÓÐ OG MYND VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA "Ekki aðeins besta Potter-myndin til þessa, heldur bara stórkostleg fantasía útá alla kanta. Ég stórefa að jafnvel hörðustu aðdáendur verði fyrir vonbrigðum!" eeee Tommi - kvikmyndir.is HARRY POTTER 5 kl. 2 - 3:30 - 5 - 6:30 - 8 - 9:30 - 11 B.i.10.ára HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára DIGITAL HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 11 LÚXUS VIP EVAN ALMIGHTY kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ BLIND DATING kl. 8 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 - 10:10 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl.10:10 B.i.7.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 B.i.10.ára / ÁLFABAKKA HARRY POTTER 5 kl. 4 - 5:15 - 7 - 8:15 - 10 B.i. 10 ára DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is HVORT er hættulegra, byssa eða sundlaug? Hvað eiga grunnskólakennarar og súmóglímukappar sameiginlegt? Af hverju búa eiturlyfjasalar enn hjá mömmum sínum? Þessara spurninga og fleiri spyrja höfundar metsölu- bókarinnar Freakonomics. Með fullri virðingu fyrir hagfræði hefur hún hingað til ekki verið af mörgum talinn innblástur skemmtilegrar lesningar fyrir sauðsvartan almúgann. Þeim Steven D. Lewitt og Stephen J. Dubner tókst hins vegar að setja saman stórskemmtilega bók sem byggir á ýmsum hagfræðilegum upplýsingum um ýmsa mannfræðilega þætti bandarísks samfélags. Bókin sat á metsölulistum víða í Bandaríkjunum eftir að hún kom út árið 2005. Þeir félagar halda einnig úti heimasíðu þar sem þeir blogga reglulega á svipuðum nótum. Þáttur Normu McCorvey Ein athyglisverðasta pæling bókarinnar eru bein áhrif ungu konunnar Normu McCorvey á minnkandi glæpa- tíðni í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Nú þarf fólk ekki að skammast sín fyrir að þekkja ekki nafn McCorvey enda er hún ekki háttsettur embætt- ismaður eða önnur þekkt persóna í bandarísku stjórn- kerfi. Hún var 21 árs, tveggja barna móðir, sem árið 1970 var ófrísk af sínu þriðja barni. Sem fátækur fíkniefnaneytandi á götunni sá hún ekki fram á að geta alið önn fyrir barni sínu og krafðist þess að fá að fara í fóstureyðingu, sem voru bannaðar í heimaríki hennar, Texas. Henni valda- meira fólk tók málið að sér og mál hennar sem endaði fyr- ir hæstarétti Bandaríkjanna. Þar varð úrskurðað árið 1973 að hún hefði rétt á að fara í fóstureyðingu. Það var að sjálfsögðu orðið of seint fyrir McCorvey, en hún hafði gef- ið barn sitt til ættleiðingar. En nú var komið prófmál sem margar verðandi mæður í sporum McCorvey gátu nýtt sér. Og hvað kemur þetta minnkandi glæpatíðni við? Jú, höfundar Freakonomics fullyrða að ekki öll börn séu fædd jöfn og hafi ungar, fátækar mæður, sem jafnvel eru í eiturlyfjaneyslu, tækifæri til að fara í fóstureyðingu kemur það í veg fyrir fæðingu fjölda barna sem sam- kvæmt tölfræðinni eiga langmestar líkur á að feta glæpa- brautina síðar á lífsleiðinni. Í kjölfar máls McCorvey var komið í veg fyrir fæðingu fjölda barna sem annars hefðu lagt lóð sitt á vogarskálar glæpastarfsemi í Bandaríkj- unum. Þetta fullyrða þeir Lewitt og Dubner vera orsök minnkandi glæpatíðni í bandarísku samfélagi, ekki sterk- ara efnahagskerfi eða aukið eftirlit með skotvopnaeign. Bókin er full af viðlíka dæmum og er fyrir vikið mjög skemmtileg lesning. Hún sýnir að tilveran er ekki svart- hvít og ýmsir áhrifavaldar orsaka það að samfélagið er eins og það er í dag. Forsíða bókarinnar er einnig sniðug. Þar gefur að líta girnilegan ávöxt, appelsínukjöt með eplahýði. Mig hefur langað að smakka slíkan ávöxt alveg síðan ég sá bókina fyrst. Forvitnilegar bækur: Freakonimics Appelsínukjöt með eplahýði www.freakonomics.com 1. The Quickie - James Patterson 2. A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini 3. Lean Mean Thirteen - Janet Evanovich 4. The Judas Strain - James Rollins 5. Bungalow 2 - Danielle Steel 6. Peony In Love - Lisa See. 7. Drop Dead Beautiful - Jackie Collins 8. Double Take - Catherine Coulter New York Times 1. Harry Potter and the Deathly Hallows - J.K. Rowling 2. Harry Potter and the Deathly Hallows - J.K. Rowling 3. The Memory Keeper’s Daughter - Kim Edwards 4. Relentless - Simon Kernick 5. A Spot of Bother - Mark Haddon 6. The God Delusion - Richard Dawkins 7. Gordon Ramsay’s Fast Food - Gordon Ramsay 8. The House at Riverton - Kate Morton Waterstone’s 1. The Secret – Rhonda Byrne 2. The Bancroft Strategy – Robert Ludlum 3. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 4. Like the Flowing River – Paulo Coelho 5. Lisey’s Story – Stephen King 6. Beach Road James Patterson & Peter de Jonge 7. Second Sight - Amanda Quick 8. The Naming of the Dead – Ian Rankin 9. Nature Girl - Carl Hiaasen 10. The Thirteenth Tale - Diane Setterfield Eymundsson METSÖLULISTAR» ÞRÁTT fyrir að hafa starfað í Bandaríkjunum megnið af ferlinum voru skáldsögur ungverska rithöf- undarins Sándor Márai ekki gefnar út í enskri þýðingu á meðan hann lifði en hann lést fyrir eigin hendi ár- ið 1989. Við upphaf þessa árs hóf for- lagið Kopf í New York að gefa verk Márai út í enskri þýðingu George Szirtes, ljóð- skálds af ung- verskum ættum. Rebels heitir þriðja bókin eftir Márai sem Kopf gefur út en hún var skrifuð árið 1930. Hún gerist í ungversku sveitaþorpi árið 1918, þegar mjög er liðið á fyrri heims- styrjöldina. Söghetjurnar eru fjórir ungir menn sem eru að ljúka námi við skólann á svæðinu. Áfanganum fylgir þó lítil gleði heldur eru þeir þvert á móti dauðhræddir við fram- tíðina. Allir hafa þeir verið kvaddir í herinn. Hin óumflýjanlegu örlög leggjast þungt á drengina sem í sameiningu leggja sig fram um að nýta og njóta þá síðustu daga sem þeir eru drengir og áður en þeir verða karlmenn í stríði. Hefst þá þeirra ungæðislega uppreisn, sprott- in af gremju og hræðslu, gegn sam- félaginu sem ætlar að senda þá út í opinn dauðann. Sagan er afskaplega vel ofin og uppfull af alls kyns lífsspekilegum vangaveltum. Bókinni mætti lýsa sem eins konar þroskasögu fjögurra einstaklinga í skugga yfirvofandi hörmunga. Á heildina litið er bókin prýðileg lesning sem skilur heil- mikið eftir. Uppreisn- arseggir Rebels eftir Sándor Márai. Kopf 2007. Þormóður Dagsson BÆKUR»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.