Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 29 Þar með var framtíðin ráðin. Þökk sé höfðingjanum Þorgeiri Jósefssyni. Frá Iðnskólanum lauk Pétur prófi í vélsmíði. Um þetta leyti kynntist Pétur konuefni sínu. „Hann Pétur hefði aldrei getað fengið betri konu,“ sagði móðir okkar sem mat Möggu mikils. Börnin urðu fimm og erfðu þau það besta frá foreldrum sínum. Magga og Pétur hafa verið mjög lán- söm með hópinn sinn. Sl. tvö ár hrak- aði heilsu hans og þegar hann fór ekki lengur í skúrinn, sem var hans helgidómur, var ljóst hvert stefndi. Nú er hann horfinn á braut, en verk- in hans lifa. Við kveðjum kæran bróð- ur, þökkum samfylgdina með orðum þjóðskáldsins: „Flýt þér vinur í fegra heim/krjúptu að fótum friðarbogans/ og fljúgðu á vængjum morgunroð- ans/meira að starfa Guðs um geim.“ Guði falinn. Systkinin. Það var Þjóðminjasafninu happ er Pétur Jónsson réðst til þess til að safna og standsetja véltæki frá upp- hafi tæknialdar. Þá var enn lítill áhugi á varðveizlu og standsetningu slíkra tækja en hér var riðið á vaðið með raunverulegt átak í þessu efni. Síðar áttu byggðasöfn og sérsöfn eft- ir að hasla sér völl á þessu sviði, en Pétur var sannarlega brautryðjandi í standsetningu vinnu- og samgöngu- tækja. Pétur átti ekki langt að sækja áhugann. Faðir hans var sr. Jón M. Guðjónsson, sem stofnaði byggða- safnið á Akranesi og vann að því af al- úð og dugnaði. Hann var lærður vél- virki og vissi góð skil á því er að vélum og tækni laut, var enda alinn upp á þeim tíma er véltæknin var að ryðja sér til rúms í landinu. Hann gjörþekkti gufuvélarnar gömlu og glóðarhausvélarnar og eins full- komnar díselvélar, þekkti allan gang þeirra og þar lá áhugi hans. Og hann var meira en meðalsnillingur í hvers kyns smíði og viðgerðum, sem bezt má sjá á hlutum þeim, fornbílum og vélum, sem hann gerði upp fyrir söfn, þar sem hann þurfti oft að smíða sjálfur til marga parta sem ónýtir voru og setja saman af sínu hugviti. Menn töluðu um Pétur sem snilling og hæfileikamann. Ófáir eru þeir gripir, sem Pétur standsetti fyrir söfn og kirkjur. Hann gerði við gamla ljósahjálma, steypti í þá liljur og skálar í stað þeirra sem brotnað höfðu og týnzt og má þar nefna ljósaskildina í Þingeyrakirkju og margar sprungnar kirkjuklukkur og járnkrossa í kirkjugörðum sauð hann saman. Pétur var afar greiðvikinn og hjálpsamur. Hann átti stóran vina- og kunningjahóp og var ávallt reiðubúinn að liðsinna og ekki mun alltaf hafa verið hugsað til daglauna að kvöldi. Pétur gat nánast smíðað hvað sem var. Sjálfur hafði hann verkstæði heima í Holtagerðinu og þar vann hann mest. Eitt verk hans þar var uppgerð á gamalli Alpha-bátavél frá 1906. Í hana þurfti að steypa nýjan strokk í stað þess sem sprunginn var og ónýtur. Hann smíðaði sjálfur mót- in og fékk nýjan strokk steyptan og eins var um koparstykki í skipt- inguna sem hann fínvann síðan allt sjálfur. Hróðugur var hann er hann setti vélina í gang og allt gekk eins og saumamaskína og síðan var athöfnin endurtekin fyrir heimildarkvikmynd. Dráttarvélar, glóðarhausvélar og fornbíla endurgerði hann, sumt nán- ast úr brotajárni og þannig að sem nýtt varð. Þetta þóttu snilldarverk. Pétur var mikill vinur vina sinna en gat orðið þungur í skapi ef honum þótti. Hann gat virzt hrjúfur á ytra borði og stundum orðstór, en undir niðri sló viðkvæmt hjarta, fullt af vel- vild og hjálpsemi. Ég á Pétri margt að þakka sem rifjast nú upp þegar hann er héðan horfinn. Margrét kona hans var hon- um mikil stoð í lífinu. Oft leit ég inn til þeirra og fékk ávallt hinar beztu og ljúfustu viðtökur. Guð geymi nú góða dreng genginn. Þór Magnússon. Meira: mbl.is/minningar ✝ Hólmfríður ÁsaVigfúsdóttir fæddist í Hafnar- firði 17. október ár- ið 1926. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 8. júlí síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Vigfúsar Jóns Vigfússonar, f. 1898, d. 1965 og Epiphaníu Ás- björnsdóttur, f. 1902, d. 1956. Systk- ini Hólmfríðar eru Vigfús Sólberg, Erna, Sigurbjörg, Óskar, d. 2006, Leifur Eggert, d. 2001, Guðrún María, Guðmundur og Ásbjörn. Eiginmaður Hólmfríðar er Björgvin S. Sveinsson. Börn þeirra eru: 1) Vigfús Jón, maki Kristín Ósk Kristinsdóttir. Hann á þrjú börn, tvær uppeldisdætur og níu barnabörn. 2) Rúnar Berg, d. 1975. Hann á eitt barn og fjögur barnabörn. 3) Eð- varð, maki Ásta Lunddal Friðriks- dóttir. Þau eiga fimm börn og þrjú barnabörn. 4) Guðný. Hún á þrjú börn, eitt þeirra er látið og tvö barna- börn. 5) Ingibjörg E. Hún á þrjú börn og eitt barnabarn. 6) Björgvin H., maki Ágústa Hauksdóttir. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 7) Ásbjörg Björgvinsdóttir, maki Jón Þórðarson. Þau eiga tvö börn. Útför Hólmfríðar Ásu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma mín. Það er ekki auðvelt að setjast nið- ur og ætla að skrifa minningargrein um þig. Minningarnar hrannast upp en ég ætla bara að hafa þetta stutt. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég slasaðist um borð í Vestmannaey árið 1973 og þú komst til mín inn á Borgarspítala. Það fyrsta sem þú sagðir við mig var: „Ég fann þetta á mér Fúsi minn að eitthvað kæmi fyr- ir þig, mig dreymdi nefnilega hann afa þinn í nótt.“ Ég verð ávallt þakklátur fyrir það hversu vel þú og pabbi hugsuðuð um mig þessi tvö ár sem ég þurfti að vera frá vinnu vegna slyssins. Enda voru það forréttindi að fá að búa hjá ykkur allt til þrítugsaldurs. Ég hef saknað þess oft, elsku mamma mín, að hafa ekki getað verið hjá þér í veikindum þínum, að hafa ekki getað aðstoðað ykkur pabba, því að þið áttuð það svo sannarlega skilið af mér. En svona er þetta þegar maður býr erlendis. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa hitt þig í apríl og átt svo góðar stund- ir með þér þá. Elsku mamma, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Það tekur mig sárt að þurfa að kveðja þig en lífið gengur sinn vana- gang og minningarnar um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þessum orðum kveð ég þig. Hvíldu í friði. Þinn sonur Vigfús Jón Björgvinsson. Elsku mamma, ef þú bara vissir hversu sárt ég sakna þín. Þú varst af- rekskona og þið pabbi komuð 7 börn- um til manns. Fyrir um 5 árum veikt- ist þú af Alzheimer og ég kveið því allan tímann að þú myndir hætta að þekkja okkur, en nei, ekki þú, þú þekktir okkur öll allan tímann, þar til yfir lauk. Erfiðleikarnir byrjuðu snemma hjá þér. Þegar móðir þín veiktist ung að árum þurftir þú að sjá um börn og bú til að allt gengi upp á meðan afi var á sjó. Oft sagðir þú mér frá því þegar konurnar í hverfinu kölluðu þig mömmu litlu og þú varst stolt af því. Árið 1948 fæddist frum- burðurinn Fúsi og sama ár varst þú lögð inn á Vífilsstaði með berkla og varst þú þar í rétt tæpt ár en á þeim tíma giftuð þið pabbi ykkur eða hinn 25. júní árið 1949. Árið 1973 fórst þú að vinna í Norðurstjörnunni og vannst þar þangað til ársins 1979. En þá fórst þú að hugsa um hana Fríðu nöfnu þína. Þú sagðir mér að þú vær- ir að vinna til þess að ég fengi sjálf- stæði í lífinu því ég væri dekurdós. Árið 1975, eða hinn 11. júlí, fæddist augasteinn allra í fjölskyldunni, hún nafna þín Fríða. Seinna um árið, eða 2. október, dó næst elsta barnið ykk- ar, hann Rúnar, af slysförum um borð í Ársæli Sigurðssyni og sama ár fengum við að vita að Fríða væri með hjartagalla. Hún dó úr honum 1. mars 1982. Þar var reiðarslag fyrir alla, þó sérstaklega þig, þar sem þú hafðir hugsað mikið um hana. Árið 2001 kvöddum við Leif bróður þinn og það er ekki lengra en í fyrra að við kvöddum annan bróður þinn, hann Óskar. Elsku mamma, ég vildi vera hjá þér, þegar þú kvaddir þennan heim, en ég var stödd erlendis. Ég og fjöl- skylda mín kvöddum þig vel og lengi og grunaði mig að ég mundi ekki sjá þig aftur á lífi. Svona er þetta bara. Ég verð að læra að lifa með þessu eins og þú mundir segja en þú hafðir pabba hjá þér, sem var best af öllu. Elsku mamma, mér finnst svo skrítið að vera ekki að fara til þín upp á Hrafnistu með pabba og gefa þér orkudrykk, til að þú mundir hress- ast. En allt kom fyrir ekki, þú kvadd- ir þennan heim sátt við Guð og menn. Farðu í Guðs friði, elsku mamma. Elsku pabbi, þinn er söknuðurinn mestur en við vitum að núna líður henni vel og mundu að við erum til staðar fyrir þig. Þín dóttir, Ása. Kallið er komið og tími til kominn að halda á vit æðra tilverustigs og hitta nána ættingja sem farnir eru burt úr þessu jarðneska lífi, og sinna æðri og merkari hlutum en við sem eftir lifum á þessu stigi tilverunnar. Mig langar með fáeinum orðum að minnast móður minnar sem lést á Hrafnistu hinn 8. júlí sl. eftir langa baráttu við hinn illvíga sjúkdóm Alz- heimer. Móðir mín giftist árið 1949 eftirlifandi eiginmanni sínum, Björg- vini S. Sveinssyni, og eignuðust þau sjö börn. Það verður ekki sagt um þau hjón að lífið hafi verið þeim neinn dans á rósum þótt þau hafi sjálf haft einstaklega gaman af því að dansa, og kannski eru örlög þeirra sem gaman hafa af því að dansa að lífið er þeim ekkert sérlega léttbært. Ýmsar raunir móður minnar birtust fyrst í því að hún greindist með berkla eins og svo margir Íslendingar árið 1948 og varð að vera í einangrun á Vífils- staðaspítala árið 1948, rétt eftir að hún hafði eignast sitt fyrsta barn, og varð að sæta því að sjá son sinn að- eins í gegnum gler fyrsta árið eða þar til hún hafði náð sér af berklaveik- inni. Síðan gerðist það 2. nóvember árið 1975 að næstelsti sonur þeirra hjóna lést af slysförum til sjós og fékk það mjög á móður mína. Enn átti hún eftir að verða fyrir áfalli. Þegar hún eignaðist sitt fyrsta barnabarn kom fljótlega í ljós að ekki væri allt eins og það átti að vera og kom á daginn að stúlkan sú, sem hafði verið skírð Hólmfríður í höfuðið á henni, greindist með hjartagalla og varð að gangast undir marga hjarta- uppskurði úti í London. Þangað fylgdi móðir mín dóttur sinni og nöfnu þótt bæði væri það erfitt and- lega og fjárhagslega, en á þessum tíma var bæði dýrt og erfitt að kom- ast til útlanda, en því miður lést litla stúlkan eftir uppskurð í London 1. mars 1981. Þrátt fyrir allt þetta mót- læti gafst hún aldrei upp og kom öll- um sínum börnum til manns og urðu barnabörnin alls 21. Þegar börnin voru farin að heiman og róðurinn léttist í uppeldishlutverkinu fóru þau hjón að ferðast til útlanda og fóru þó nokkrum sinnum bæði til stórborga og sólarlanda og höfðu alltaf jafn- gaman af, ekki síst þegar heim var komið og barnabörnin glödd með því að rétta að þeim eitthvað sem keypt hafði verið í útlöndum. Þá urðum ég og eiginkona mín þess aðnjótandi að fara með þeim hjónum til Dublin á Írlandi í skemmtiferð með starfs- mannafélaginu sem pabbi vann hjá. Var sú ferð einstaklega vel heppnuð og ánægjuleg og geymi ég þær ánægjustundir með mér meðan ég lifi. Margs er að minnast eftir langa ævi en hér skal látið staðar numið og fortíðin geymd í minningunni, en að lokum þetta: Þú bentir mér á, hvar árdagssól í austrinu kom með líf og skjól. Þá signdir þú mig og segir: „Það er guð, sem horfir svo hýrt og bjart, það er hann, sem andar á myrkrið svart og heilaga ásján hneigir.“ (Matthías Jochumsson) Eðvarð, Ásta, Aron og Viktoría. Mig langar að minnast elskulegrar tengdamóður minnar sem lést hinn 8. júlí, eftir erfið og löng veikindi. Hana Fríðu hitti ég fyrst fyrir 29 árum, þegar ég kynntist elsta syni hennar, honum Vigfúsi, sem er nú eiginmaður minn. Fríða var hjartahlý og góð kona sem reyndist mér ákaflega vel öll þessi ár. Hún var alltaf mjög hrein- skilin og það er kostur sem ekki öll- um er gefinn. Fyrir nokkrum árum veiktist hún og var oft erfitt að vita af henni mikið veikri og geta ekki verið hjá henni. En svona er þetta, því miður, þegar maður býr í öðru landi. En sem betur fer átti hún yndislegan eiginmann og yndisleg börn, sem öll reyndust henni voðalega vel. Mér þykir afskaplega vænt um það að Fríða og Björgvin skuli hafa komið og heimsótt okkur til Dan- merkur sumarið 2004. Þá áttum við margar góðar stundir saman og mun þessi ferð þeirra hjóna ávallt vera of- arlega í huga mínum. Ég veit að elskuleg tengdamóðir mín er hvíldinni fegin, því hún var búin að vera svo lengi veik. Ég veit að nú líður henni vel og er umvafin ást- vinum, sem á undan henni eru farnir. Ég þakka fyrir að hafa átt hana Fríðu sem tengdamóður, það er dýr- mætur fjársjóður sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu, því mér þótti svo vænt um hana. Ég veit, elsku Björgvin minn, að söknuðurinn er mikill hjá þér, enda voruð þið svo hamingjusöm, alltaf eins og nýtrúlofuð. Það er aðdáun- arvert hvað þú annaðist hana vel í veikindum hennar. Þú varst alltaf svo duglegur að heimsækja hana á Vífilsstaði og á Hrafnistu, þú vildir helst alltaf vera hjá henni. Guð blessi þig, elsku Fríða mín, og gefi elskulegum tengdaföður mínum styrk í þessari miklu sorg. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir Kristín Ósk. Það var í byrjun ársins 1982 sem ég var svo lánsöm að kynnast eig- inmanni mínum, Björgvini, og fjöl- skyldu hans. Mér varð fljótlega ljóst hversu mikill öðlingur hún tengda- móðir mín var og frá upphafi bar aldrei skugga á okkar samskipti. Mér fannst hún ávallt koma fram við mig eins og væri ég hennar eigin dóttir. Hún var ótrúlega duglegur og sterkur einstaklingur, hafði mikið þol í þeim erfiðleikum sem hún gekk í gegnum í lífinu. „Elskið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn“ sagði hún oft, lífið er svo stutt, of stutt til að vera ósáttur. Hún var ótrúlega lít- illát, kvartaði aldrei og tók öllu með miklu jafnaðargeði. Hún var góð fyr- irmynd og sannarlega höfuð fjöl- skyldunnar í augum margra og var mikið í mun að við vissum deili á öll- um ættingjum og var mjög glöð þeg- ar fjölskyldan safnaðist saman. Það vakti t.d. alveg sérstaka lukku hjá henni þegar Vigfússon stórfjölskyld- an hittist á ættarmótum og oft hvatti hún okkur til þess að halda nú áfram að skipuleggja jólaböll og ættarmót fyrir systkini sín og afkomendur eins og tíðkast hefur. Áður en við Björgvin fluttum í eig- ið húsnæði bjuggum við hjá þeim Fríðu og Björgvini og svo aftur um stund þegar við vorum á milli íbúða með tvö börn. Það var alltaf sjálfsagt í hennar augum að hjálpa öllum, sama hvað á gekk. Hún hafði ótrú- lega þrautseigju í þeim efnum, sér- staklega í ljósi þess sem lagt var á hana í gegnum tíðina. Fríða var sér- staklega barngóð og frábær amma. Ef vantaði pössun var hún alltaf tilbúin. Þau voru ófá skiptin sem þau hjónin sátu hjá börnunum mínum. Og þær voru líka ófáar pönnukök- urnar og vöfflurnar sem hún bakaði ofan í mannskapinn þegar hún var sótt heim og alltaf átti hún eitthvað góðgæti til að stinga að barnabörn- unum. Þau hjónin voru mjög náin og erfitt er fyrir tengdapabba að sjá á eftir Fríðu sinni, sem var þó hvíldinni fegin vegna erfiðra veikinda. Mig langar að koma á framfæri hjartans þökkum til allra er önnuð- ust hana í veikindum hennar. Ég trúi því að margir verði til að taka vel á móti henni á nýjum stað. Guð gefi bónda þínum styrk á þessari erfiðu stund. Elsku Fríða, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ágústa Hauksdóttir. Hólmfríður Ása Vigfúsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hólm- fríði Ásu Vigfúsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Pétur G. Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ HELGADÓTTIR, Ökrum, Mosfellsbæ, sem lést laugardaginn 7. júlí verður jarðsungin frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 19. júlí kl. 13.00. Inga Ásta Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson, Katrín Ólafsdóttir, Pétur Haukur Ólafsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.