Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VW Passat 1800.
Árg. ‘00, ek. 148 þús. Vel með farinn í
mjög góðu ástandi. Nýskoðaður. Einn
eigandi. Ný sumar- og vetrardekk.
Viðmiðunarverð 873 þús. en fæst á
750 þús. stgr. Uppl. í síma 669 1348.
Sumarútsala Korando 1998,
32“ dekk, ek. 94 þús., nýsk., 2.3 bensín.
V. 550 þús., stgr. 390 þús. Upplýsingar
í síma 690 2563.
Ódýr hópferðabíll.
Mercedes Benz 1120. Árg. ‘89. 30
manna. Clubstar með öllu. Verð 1.700
þús. Uppl. í síma 847 9787.
Mercedes Benz Sprinter 4x4.
Árg. 2001. Ekinn 200 þús. Lengsta
gerð. Upplýsingar í síma 847 9787.
Mercedes Benz Sprinter 213
CDI, sk. 03.2007 til sölu. Millilengd.
130 hestöfl, dísel. Ekinn 3 þús. km
Kaldasel ehf., Dalvegi 16b,
201 Kópavogi. Sími 544 4333
og 820 1070.
Land Cruiser 100. Ekinn 112 þús.
km, árgerð 1999, V-8, Thems, lúga,
krókur, leður. Nýleg ástandsskoðun.
Allar skoðanir hjá Toyota og smurbók.
Verð aðeins 2.490 þús. Áhv. 1.570
þús. Mjög góður bíll. Upplýsingar í
síma 893 9169.
Iveco 50 C 13. Sk. 08.2004. Ekinn
aðeins 35 þús. km, með lyftu. Gott
ástand.
Kaldasel ehf.,
s. 544 4333 og 820 1070.
Hópferðabíll 14 manna -
Econoline vél 351 bensín. Ekinn
270 þús. Verð kr. 750 þús. Uppl. í
síma 847 9787.
Bílar
Atvinnuauglýsingar
Matreiðslumann
vantar til afleysinga tímabundið.
Upplýsingar í síma 847 7467 eða 892 0367.
Raðauglýsingar 569 1100
Atvinnuhúsnæði
Verslunarhúsnæði
í miðbæ (við Ráðhústorg)
til leigu
Stærð 157 fm
Nánari upplýsingar
gefur Stefán
í síma 821 7171
Tilboð/Útboð
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Auglýsingum nýtt
deiliskipulag og breytingar
á deiliskipulagsáætlunum
í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með
auglýstar tillögur að nýju og breyttu deiliskipulagi
í Reykjavík.
Úlfarsárdalur, svæði 2 áfangi 1.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal, vestur-
hluta. Svæðið er staðsett í suðvesturhlíð Úlfarsfells
og hallar niður að Úlfarsá til suðurs og vesturs og
til norðurs í átt að Vesturlandsvegi. Fyrsti áfangi er
31 ha að stærð.
Tillagan felur meðal annars í sér 540 íbúða byggð
sem skiptist í fjölbýli, raðhús og einbýli ásamt lóð
fyrir grunnskóla og lóð fyrir leikskóla. Aðkoma að
svæðinu er fyrirhuguð frá Vesturlandsvegi og frá
Reynisvatnsvegi um stofnbraut sem liggja mun milli
byggðar og fjalls. Lögð verður áhersla á skjólsæla
byggð og í þeim tilgangi verður markvisst plantað
skjólbeltum.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Reynisvatnsheiði
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Reynis-
vatnsheiði, svæði fyrir miðlunargeyma Orkuveitu
Reykjavíkur.
Tillagan gerir ráð fyrir að breytingu á svæði sem
nú er skilgreint grænt svæði til sérstakra nota.
Breytingin felst í því að lengja lóð undir miðlunar-
geyma um þrjátíu metra til norðvesturs þannig að
lóðin verður 50.025m² í stað 43.725m², bygginga-
reitur E er færður með óbreyttu byggingarmagni,
byggingareitur D er færður og gerður annar jafn-
stór, norðvesturhluti mögulegrar manar er færður
um tuttugu metra og byggingareitur F skilgreindur
á lóð.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Sogamýri
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits sem
afmarkast af Suðurlandsbraut og grænu svæði
norðan Miklubrautar.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að á grænu svæði verði
afmarkaðar tvær lóðir fyrir þjónusturými og verða
þær númer 68 og 70 við Suðurlandsbraut. Heimilt
verði að reisa hús á tveimur hæðum og reiknað
verður með niðurgröfnum bílakjallara undir hús-
unum. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0,6 og er
bílakjallari ekki innifalinn. Aðkoma að húsum og
bílastæðum verður frá Suðurlandsbraut.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Spöngin 3 – 5.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina,
einingu G. Þar sem áður var gert ráð fyrir kvik-
myndahúsi verður gert ráð fyrir íbúðabyggð.
Tillagan gerir ráð fyrir að skipta svæðinu í tvær lóðir,
Spöngina 3 og 5, og er eingöngu tekið á skilmálum
á lóð númer 3 í þessari tillögu. Sérskilmálar eru fyrir
lóðina Spöngin 3 og er þar gert ráð fyrir íbúðum
ætluðum fimmtíu og fimm ára og eldri í þremur
íbúðarhúsum á þremur og fjórum hæðum með allt
að fimmtíu og fjórum íbúðum. Gert er ráð fyrir einu
bílastæði á íbúð og er heimilt að hafa hluta þeirra í
kjallara. Aðkoma er frá Móavegi.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags-
og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni
3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 18. júlí 2007
til og með 29. ágúst 2007. Einnig má sjá tillögurnar á
heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum
við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið
skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs
eigi síðar en 29. ágúst 2007.
Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir inn-
sendar athugasemdir með tölvupósti.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 18. júlí 2007
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Tilkynningar
Kísilmálmsframleiðsla
í Helguvík
Tillögur að matsáætlun fyrir kísilmálmsfram-
leiðslu í Helguvík munu liggja á netinu til
1. ágúst 2007 almenningi til kynningar.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.tomahawkdevelopment.dk.
Félagsstarf
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú
getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem
þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag.
Besta aukavinna sem þú getur fundið
og góð hreyfing í þokkabót!
Hringdu núna og sæktu um
í síma 569 1440 eða á mbl.is!
Sæktu um blaðberastarf
– alvörupeningar í boði!
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Verka-
lýðsfélaginu Vöku á Siglufirði:
„Stjórn Verkalýðsfélagins
Vöku á Siglufirði lýsir yfir
áhyggjum sínum vegna fyrir-
hugaðra uppsagna Ramma hf.
á 31 starfsmanni í rækju-
vinnslu fyrirtækisins. Þar með
hefur fyrirtækið lagt af alla
landvinnslu á þess vegum á
Siglufirði. Forsvarsmenn fyr-
irtækisins réttlæta þessar að-
gerðir með vísan í erfiða af-
komu í veiðum og vinnslu
rækju á liðnum misserum og
síðan hafi niðurskurður afla-
heimilda í þorski gert fyrir-
tækinu ókleift að bíða eftir
betri afkomu í rækjunni.
Stjórn Vöku hyggst ekki deila
við fyrirtækið um þessar skýr-
ingar. Rétt er þó að minna á
að á liðnum árum hafa arð-
greiðslur út úr fyrirtækinu
verið gríðarlegar og e.t.v. hefði
mátt nota það fé til að leita að
og skjóta stoðum undir arð-
bæra og fjölbreyttari vinnslu í
landi með tilheyrandi atvinnu-
tækifærum.
Niðurskurður á veiðiheim-
ildum í þorski í 130.000 tonn
mun hafa gríðarlegar afleið-
ingar í þeim byggðum sem
byggja afkomu sína á sjávar-
útvegi nær eingöngu.
Stjórnvöld sem rekið hafa
verndunarstefnu á fiskistofn-
um, sem ekki hefur skilað öðru
en versnandi viðkomu stofn-
anna, þvert á það sem stefnt
var að, hljóta að þurfa að end-
urskoða núverandi aðferðir til
að hafa áhrif á stofnstærð.
Getur verið að þessar aðferðir
séu réttar? Stjórn Vöku vill
einnig varpa fram þeirri
spurningu, hvort það hafi verið
ætlun stjórnvalda að færa út-
gerðarfyrirtækjunum í landinu
það ægivald sem þau hafa nú í
hendi sér, með yfirráðarétti
sínum yfir auðlindum sjávar.
Sömu stjórnvöld verða ekki
síður að taka ábyrgð á gerðum
sínum vegna þess fjölda fólks
sem hefur haft atvinnu af því
að veiða og verka fisk og þjón-
usta fiskvinnslu og útgerðir.
Stefni stjórnvöld á að landið
haldist í byggð víðar en á suð-
vesturhorninu og á Austfjörð-
um, þá er sannanlega kominn
tími til að hefja raunhæfar
vinnumarkaðsaðgerðir í öðrum
landshlutum. Sé stefnan hins
vegar áfram sú að leggjast
ekki gegn hnignun byggðar í
landinu eiga stjórnvöld að þora
að gangast við þeirri stefnu og
hefja markvissar aðgerðir til
þess að leggja byggðarlög nið-
ur og skapa jafnframt núver-
andi íbúum lífsskilyrði í nýjum
heimkynnum. Að hafast ekkert
að og láta lífsneistann fjara úr
hverju byggðarlaginu á eftir
öðru, með tilheyrandi eigna-
upptöku, jaðrar við að vera
brot á mannréttindum.
Stjórn Verkalýðsfélagsins
Vöku skorar á stjórnvöld, og
þá sérstaklega ráðherra
byggðamála, að skýra byggða-
stefnu núverandi ríkisstjórnar.
Einnig er þess krafist að
Vinnumálastofnun sjái til þess
að lög um vinnumarkaðsað-
gerðir komist í framkvæmd.
Þau lög eru nú orðin meira en
ársgömul og vantar mikið á að
þeim hafi verið fylgt eftir.
Stjórn Verkalýðsfélagins
Vöku hefur oft á umliðnum
misserum vakið athygli á
þeirri gríðarlegu fækkun
starfa sem orðið hefur í byggð-
arlaginu og hvatt til aðgerða
til að sporna gegn frekari
fækkun, en hlotið litlar und-
irtektir. Nú getur félagið lítið
gert annað en harmað þá
stöðu sem upp er komin og
enn einu sinni hvatt til þess að
allir sem vettlingi geti valdið
taki höndum saman og spyrni
sér upp af botninum til sóknar
og bjartari tíma. Til þess þarf
mikið átak og sterkan sam-
stilltan vilja.“
Vilja skýra
byggðastefnu