Morgunblaðið - 18.07.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.07.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 15 MENNING KJARVALSSTAÐIR bjóða áhugasömum á hádegis- stefnumót við Egil Kalevi Karlsson vöruhönnuð á morg- un kl. 12. Egill á verk á sýning- unni Magma/Kvika, þar sem ís- lensk hönnun er til sýnis. Í verkum sínum veltir Egill fyrir sér hlutverki húðar og beina- grindar. „Hið fullkomna sam- starf sérhæfðra líkamshluta hefur skrýtna og nýstárlega útkomu, í skóskel annars vegar og sokk hins veg- ar, sem þó eru óaðskiljanleg því hvorugt er nýtan- legt eitt og sér,“ segir í kynningu á verkum Egils. Stefnumótið varir í 20 mínútur. Hönnun Hádegisstefnumót við vöruhönnuð Egill Kalevi Karlsson PAMELA de Senzi flautuleik- ari og Rúnar Þórisson gítarleik- ari halda tónleika í Hömrum á Ísafirði kl. 20 annað kvöld. Tón- leikarnir eru liður í tónleikaröð sumartónleika Tónlistarfélags Ísafjarðar. Efnisskráin er fjöl- breytt, m.a. verða leikin verk eftir Ernesto Coredero, Eugéne Bozza og ísfirska tón- skáldið Jónas Tómasson. Pamela og Rúnar hafa leikið saman í nær tvö ár með áherslu á tónlist frá Suður- Evrópu og Suður-Ameríku. Þau eru nýkomin úr tónleikaför til Ítalíu þar sem þau hlutu lofsverða gagnrýni í ítölskum dagblöðum. Tónleikar Íslenskir og suð- rænir tónar í bland Pamela de Senzi og Rúnar Þórisson PÉTUR Guðmundsson mynd- listarmaður sýnir um þessar mundir akrýlmálverk í sýning- arsal Heklu á Ísafirði. Viðfangsefni sýningarinnar eru form og litir, en formin hjá Pétri hafa þróast undanfarin 20 ár og tekið á sig ýmsar myndir. Ný form ganga til liðs við eldri form og segir Pétur sýninguna e.k. „ættarmót for- manna“, hann setur þau á flöt- inn í mörgum lögum þannig að hver mynd gengur jafnt inn á við sem út. Pétur hefur unnið að mynd- list samhliða kennslu í grunnskólum og á vegum Myndlistarfélagsins á Ísafirði. Myndlist Ættarmót forma í Heklu á Ísafirði Hluti af einu mál- verka Péturs. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is YFIR þúsund erlendir stúdentar læra nútímaíslensku við erlenda há- skóla á ári hverju og enn fleiri læra forníslensku. Margt bendir þó til þess að möguleikum þessara stúd- enta til náms eigi eftir að fækka verulega ef spár um niðurskurð í er- lendum háskólum ganga eftir. Bologna-ferlið reynist misvel Í kjölfar breytinga þeirra sem Bo- logna-ferlið (samræmingarmarkmið evrópskra háskóla) hefur haft í för með sér er útlit fyrir mikinn nið- urskurð í norrænum háskólum. Ýmsir benda á að hætta sé á að smáfög eins og íslenskan verði und- ir. Þó virðist það vera misjafnt eftir því hvernig ferlið er túlkað. „Þýska- land passaði mjög illa inn í þetta kerfi og þeir eru að breyta öllu þar. En þær breytingar leiddu það af sér að staða íslensku og finnsku er víð- ast mun betri en áður,“ segir Úlfar Magnússon hjá Stofnun Sigurðar Nordals, en hún sér um málefni sendikennara sem sendir eru í er- lenda háskóla. Þannig virðist skipta miklu máli hvernig Bologna-ferlið er útfært. Í íslenskunámi erlendis er verið að kenna um land, þjóð og menn- ingu Íslands og er námið heilmikil landkynning auk þess að búa til óformlega sendiherra landsins. „Við styðjum íslenskukennslu á fimmtán stöðum en það er verið að kenna nú- tímaíslensku á einum 38 stöðum og forníslenska er á miklu fleiri stöð- um,“ segir Úlfar. En í fæstum til- fellum er þó um verulegar upphæðir að ræða og venjulega eru það skól- arnir sjálfir sem greiða. „Það eru samningar við University College of London, Humbolt-háskóla í Þýska- landi og University of Manitoba í Winnipeg. Við borgum helming stöðunnar í Humbolt og London og hluta af stöðunni í Winnipeg.“ Ann- ars staðar segir Úlfar styrkinn tak- markast við bókastyrk, styrk til ferðalaga til Íslands og loks styrk til þess að hittast einu sinni á ári á fundum Samtaka sendikennara, en þau voru stofnuð fyrir fáeinum ár- um. Samtökin sendu í síðustu viku frá sér ályktun þar sem athygli var vakin á hversu ótrygg staða íslensk- unnar er víða. Kennarar Norðurlandamál- anna fá hærri laun En meðan erlendu skólarnir borga venjulega sjálfir fyrir ís- lensku gestakennarana fáum við okkar gestakennara frítt. „Norð- urlöndin borga öll kennslu í sínum tungumálum við HÍ. Flestir kenn- ararnir hafa ekki einu sinni verið ráðnir við skólann heldur eru þeir sendir að utan og eru á mun betri launum en ef þeir væru ráðnir beint af HÍ.“ Þetta veldur því að það get- ur verið erfitt fyrir Íslendinga að mótmæla ef norrænir skólar hyggj- ast hætta með íslenskukennslu. Þeir svartsýnustu eru hræddir um að nú- verandi kynslóð íslenskra gesta- kennara á Norðurlöndum sé sú síð- asta enda töluverð óvissa víða hvort auglýst verður aftur í stöður þegar núverandi kennarar hætta. Þá bendir Úlfar á að Íslendinga hafi iðulega skort frumkvæði í þess- um efnum. „Annars staðar er fólk miklu duglegra að afla sambanda og koma á kennslu í sínum tungu- málum. Hér höfum við bara verið að svara beiðnum og fæstum þeirra já- kvætt. Eitt árið fékk ég fjölda beiðna og þeim var öllum neitað.“ Áhugi yfirvalda á öflugu íslensku- námi utan landsteinanna virðist því vera afar takmarkaður. Ytra hefur áhuginn á íslensku- náminu sjálfu breyst. „Áhuginn á samtímanum – bæði samtímamáli og samtímanum yfirleitt – hefur aukist. Áður fyrr var íslensku- kennsla aðallega útibú frá forn- norrænum prógrömmum eða forn- þýsku eða -ensku.“ Þeirri þróun gæti þó verið stefnt í hættu þar sem sífellt algengara er að ráðnir séu kennarar sem aðeins kunna forn- íslensku – af þeirri einföldu ástæðu að oftast er einnig hægt að láta þá kenna fornensku eða fornþýsku. Á meðan virðast íslensk yfirvöld ekki hafa efni á nútímamenningu. Víða óvissa um framtíð íslenskukennslu í erlendum háskólum og lítið fé frá ríkinu Fjársvelt landkynning HÆTT er við að erfiðara verði fyrir íslenskar bækur að komast til er- lendra lesenda sinna ef íslenskukennsla verður skorin niður við flesta er- lenda háskóla, en blikur eru á lofti í þeim efnum. Morgunblaðið/Sverrir Ekki lengur útflutningsvara? ADRIAN Searle, myndlistargagn- rýnandi breska dagblaðsins The Guardian, fjallar í grein sem birt- ist í blaðinu í gær um yfirlitssýn- ingu á verkum Hreins Friðfinns- sonar í Serpent- ine galleríinu í Lundúnum, og segist hafa orðið nokkuð ringlaður en þó snortinn af list Hreins. Listamaðurinn bjóði áhorfendum að líta á sýninguna sem eins konar dagdraum, lista- menn viti að mörk draums og veru- leika séu oft óljós og Hreinn nýti sér það. Searle segist svekktur yfir því að ekki hafa verið fleiri verk á sýningunni, og er greinilega hrif- inn af verkunum. Hreini takist best upp í þeim verkum þar sem hann sameini sögur og myndir, flétti inn í reynslu úr eigin lífi í frásagna- formið. Sem dæmi um verk sem höfði ekki eins til hans séu pappa- kassar fóðraðir að innan með glans- andi pappírsörkum, og smáar gler- plötur sem sjá megi víða um sýningarrýmið. Searle segir sýn- ingu Hreins á köflum hjartnæma og eftirminnilega, oft búi meira að baki en virðist í fyrstu. Ringlaður en þó snortinn The Guardian fjallar um sýningu Hreins Hreinn Friðfinnsson BRESKA stórmarkaðakeðjan Asda á nú í deilum við Bloomsbury vegna pöntunar á seinustu skáldsögunni um galdrastrákinn Harry Potter. Bloomsbury sér um útgáfu bókar- innar í Bretlandi og segir tals- maður fyrirtækisins að Asda muni ekki fá þau 500.000 eintök af bók- inni sem keðjan hefur lagt inn pönt- un fyrir, nema Wal-Mart fyrir- tækið, sem á Asda, gangi frá ógreiddri skuld við Bloomsbury. Sala á seinustu bók J.K. Rowling um Potter, Harry Potter and the Deathly Hallows, á að hefjast laug- ardaginn næstkomandi. Talið er að skuldin nemi 38.000 pundum og stafi af því að Asda hafi skilað óseldum eintökum af sjöttu bókinni um Potter, án þess að hafa samið um það. Bókasöluvefsíðan Thebooksell- er.com segir Bloomsbury hafa höfðað mál á hendur Asda fyrir ærumeiðingar, en talsmenn Asda hafa sakað Bloomsbury um að halda börnum í gíslingu með því að leggja til að nýja bókin kosti 17,99 pund, sem er 30% hærra verð en á fyrstu bókinni um galdrastrákinn. Deilt um Harry Potter Í HNOTSKURN »Íslenskir sendikennarar eruvið háskóla í eftirfarandi borgum: Bergen í Noregi, Gauta- borg og Uppsölum í Svíþjóð, Helsinki í Finnlandi, Kaup- mannahöfn í Danmörku, þýsku borgunum Berlín, München, Er- langen og Kiel, frönsku borg- unum Lyon, París og Caen, London í Englandi, Vín í Aust- urríki og Manitoba í Kanada. » Íslenska er einnig kennd ískólum eins og Harvard og Yale í Bandaríkjunum, Karlshá- skóla í Prag, háskólanum í Kyoto, háskólunum í Moskvu og Pétursborg, Sofíu í Búlgaríu, Otago í Nýja-Sjálandi, Poznan í Póllandi, Fróðskaparsetri Fær- eyja og Zagreb í Króatíu. »Ef Norður-Ameríka, Japanog Nýja-Sjáland eru undan- skilin virðist íslenska nær ekkert vera kennd í öðrum heimsálfum. ♦♦♦ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tónleikastaður Skálholtskirkja. ÁRLEGIR sumartónleikar Skálholts- kirkju hefjast annað kvöld kl. 20 með orgeltónleikum bandaríska orgelleik- arans Margaret Irwin-Brandon, sem leikur verk eftir F. Tunder, Dieterich Buxtehude og J.S. Bach. Buxtehude var einn mesti áhrifavaldur Bach og segir sagan að Bach hafi gengið 320 km leið, frá Arnstadt til Lübeck, til að hlusta á Buxtehude leika verk sín. „Ég hugsa að tónlist Bach hafi þótt algjör bylting á sínum tíma, á meðan Buxtehude var enn á lífi. Áhrif Buxte- hude á Bach greinir maður þegar viss fjarlægð hefur skapast frá atburð- unum sögulega,“ segir Sigurður Hall- dórsson, listrænn stjórnandi tón- leikanna. Irwin-Brandon mun halda fyrirlestur um Buxtehude og áhrif hans á Bach á laugardaginn, 21. júlí, kl. 14.55. Hún heldur einnig orgel- masterclass 19.-21. júlí. Kl. 17 sama dag heldur Skálholtskórinn tónleika, syngur m.a. sálma og útsetningar eftir Dr. Róbert A. Ottósson, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Þá verður einnig boðið upp á tónlist- arsmiðju fyrir börn undir handleiðslu Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths og afraksturinn fluttur að smiðju lokinni fyrir foreldra og aðra tónleikagesti. Aðgangur er ókeypis að öllum tón- leikum og fyrirlestrum. Sumartónleikar Skálholtskirkju verða haldnir 19.-22. júlí 300 ára ártíð Buxtehude www.sumartonleikar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.