Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 20
heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ S terk tengsl eru á milli sýklalyfjanotkunar barna og útbreiðslu sýklalyfjaónæmra pneumókokka. Á stöð- um þar sem skilningur lækna og foreldra á vandamálinu virðist vera góður er hægt að draga mjög mikið úr sýklalyfjanotkun barna auk þess sem þörf á hljóð- himnurörum hjá börnum minnkar til muna. Mikil sýklalyfjanotkun getur hinsvegar leitt til tíðari mið- eyrnabólgusýkinga meðal barna og þörf á hljóðhimnurörum síðar, að sögn dr. Vilhjálms Ara Arason- ar, heimilislæknis í Hafnarfirði, sem unnið hefur að viðamikilli rannsókn á sýklalyfjanotkun barna, miðeyrnabólgum og þróun sýklalyfjaónæmis ásamt fleirum. Rannsóknin, sem var framkvæmd í þremur áföngum á árunum 1992- 2003 og náði til 1-6 ára barna, var kynnt á Norræna heimilislækna- þinginu í Reykjavík fyrir skömmu. Heilbrigðisógn framtíðar Sýklalyfjaónæmi er alvarlegt og vaxandi heilbrigðisvandamál í heiminum í dag og hefur Al- þjóðlega heilbrigðisstofnunin skil- greint vandann sem eina af mestu heilbrigðisógnum framtíðar. Vandinn felst í því að sýklalyfin hætta að virka á alvarlegar sýk- ingar. Á Íslandi þurfa börn orðið að leggjast inn á sjúkrahús til sértækrar sýklalyfjameðferðar í æð þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki alltaf til að ráða nið- urlögum sýkinga. Sýklalyfja- ónæmi hefur verið mest í þeim löndum sem nota mest af sýkla- lyfjum. Bent hefur verið á að oft- ast þarf ekki að meðhöndla vægar bráðamiðeyrnabólgur með sýkla- lyfjum heldur er frekar mælt með að fylgja málum eftir og end- urmeta þörf á sýklalyfjameðferð á síðari stigum. „Tímaskortur foreldra, skortur á fræðslu og mikið vinnuálag eru líklegustu skýringarnar á tíðari sýklalyfjaávísunum hér á landi. Foreldrar þurfa einnig að fá betri aðgang að nauðsynlegri lækn- ishjálp fyrir börnin í heilsugæsl- unni, sem getur boðið upp á eft- irfylgni í stað sýklalyfjaávísunar af minnsta tilefni á skyndivökt- um,“ segir Vilhjálmur. Kostar fleiri innlagnir „Pneumókokkar eru algengasti meinvaldur loftvegasýkinga af völdum baktería, svo sem mið- eyrnabólgu hjá börnum. Þeir geta þó einnig valdið alvarlegum sýk- ingum og eru algeng orsök sýk- inga, sem leiða til dauða ungra barna í þróunarríkjunum. Lungnabólga, sem pneumókokkar valda, er einnig ein algengasta dánarorsök aldraðra um allan heim. Það er því sérstaklega al- varlegt þegar þessi baktería er farin að verða ónæm fyrir venju- legum sýklalyfjum. Fyrir upp- götvun penisillíns fyrir hálfri öld lést um þriðjungur þeirra sem fengu lungnabólgu af völdum pneumókokka. Penisillínið var tal- ið kraftaverkalyf þegar það kom fyrst á markað í heimsstyrjöldinni síðari. Það virkaði vel gegn pneumókokkasýkingum í byrjun og læknaði flesta. Talið er að með tilkomu þessa eina lyfs hafi lífs- líkur manna í hinum vestræna heimi aukist um tíu ár. Nú hálfri öld síðar blasir við ótti við að tími kraftaverkalyfsins líði undir lok og getur sú þróun haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef ekki er lengur hægt að treysta á sýkla- lyfin þegar upp koma alvarlegar sýkingar. Staðan nú er sú að um helmingur pneumókokka hefur verið skilgreindur með ónæmi fyr- ir penisillíni í þeim löndum, sem nota mest af sýklalyfjum. Í þeim Morgunblaðið/Sverrir Heimilislæknirinn Læknar ættu að hugsa sig tvisvar um áður en sýklalyfjameðferð er beitt á sýkingu, sem kann að lagast af sjálfu sér, segir dr. Vilhjálmur Ari Arason sem unnið hefur að viðamikilli rannsókn um þessi efni. Morgunblaðið/Ásdís Eyrnabólgan Sýklalyfin geta leitt til sýklalyfjaónæmis, sem er alvarlegt og vaxandi heilbrigðisvandamál í heiminum í dag. Leggja þarf aukna áherslu á fræðslu og ráðleggingar í sjúk- lingaviðtali ef um er að ræða vægar efri loft- vegasýkingar og miðeyrnabólgur barna, frekar en að treysta blint á sýklalyfin. Á meðan dregið hefur úr sýklalyfjanotkun í flestum löndum hefur hún aukist hérlendis. Dr. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir sagði Jóhönnu Ingv- arsdóttur að vandinn fæl- ist í því að sýklalyf myndu hætta að virka á alvar- legar sýkingar ef fram héldi sem horfði. Í HNOTSKURN » Eyrnabólga er algeng-asti heilsuvandi ís- lenskra barna sem leitað er með til læknis og þriðja hvert barn á Íslandi fær hljóðhimnurör. » Sýklalyfjanotkunin eraðallega vegna mið- eyrnabólgu þar sem með- ferð með sýklalyfjum er oft óþörf. » Sýklalyfjanotkunin ermeiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og fer vaxandi. » Vitneskja foreldra umskynsamlega notkun sýklalyfja skiptir miklu máli. » Um þriðjungur barnaber sýklalyfjaónæmar bakteríur í nefi eftir hvern sýklalyfjakúr, sem smitast auðveldlega milli barna. » Vísbendingar eru umað sýklalyf geti aukið hættu á endurteknum mið- eyrnabólgum og þörf á hljóðhimnurörum síðar. Tími kraftaverkalyfsins er að líða SUMARIÐ er sá tími sem við notum hvað mest til útvistar. Við förum í útilegur, fjallgöngur, hjólum, spilum golf, förum í sund og veiðiferðir svo eitthvað sé nefnt. Margir nýta líka sumartímann til að annast viðhald á húsum sínum og garði, mála bæði veggi og þök og dytta að því sem farið er að láta á sjá, smíða skjól- veggi og palla o.s.frv. Sumir ráðast jafnvel í að byggja sumarbústað. Þegar á heildina er litið má því segja að sumarið sé tími framkvæmda og athafnagleði. Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir jákvæðnina sem fylgir ofangreindu þá fjölgar heima- og frítímaslysum verulega yfir sum- artímann, enda flestir í fríi á þeim tíma. Hægt að fyrirbyggja mörg slys Samkvæmt upplýsingum frá Slysaskrá Íslands voru heima- og frítímaslys 37,8% af skráðum slysum árið 2006 og eru þau með algeng- ustu slysum í öllum aldurshópum. Þess ber þó að geta að ekki eru öll slys skráð í Slysaskrá Íslands. Það má til sanns vegar færa að slysin geri ekki boð á undan sér, en þrátt fyrir það er ýmislegt hægt að gera til að fyrirbyggja þau. Málið snýst um það hvernig við hegðum okkur við ólíkar aðstæður og við at- hafnir sem við erum kannski ekki vön. Þegar taka á til hendinni heima fyrir er nauðsynlegt að lesa vel leið- beiningarnar sem fylgja þeim tækj- um og tólum sem nota skal og jafn- framt skal þess gætt að nota viðeigandi öryggisútbúnað. Hættu- aðstæður skapast auðveldlega t.d. þegar á að skreppa upp á þak til að laga loftnet eða reka niður nagla. Til að forðast heima- og frí- tímaslys er gott að hafa í huga eft- irfarandi öryggisatriði þegar hefj- ast skal handa við umbætur heima við. Hafa ber í huga að hér er ein- göngu tæpt á örfáum atriðum. Við notkun stiga er mikilvægt að:  velja réttan stiga út frá þeim að- stæðum sem á að nota hann í.  lesa og fara eftir leiðbeiningum.  ganga úr skugga um að stiginn sé heill og nothæfur.  hann standi á sléttu og stöðugu undirlagi. Þegar farið er upp á þak skal:  ætíð gæta fyllstu varkárni.  nota tvöfaldan stiga eða örygg- isbönd ef þakið er bratt.  veita því athygli ef þakið er blautt og hált.  vera á skóm með sólum sem veita viðnám. Þegar garðurinn er sleginn skal:  þekkja vélarbúnað sem er verið að nota, lesa og fara eftir leiðbein- ingum.  aldrei eiga við sláttuvélina nema slökkva á henni fyrst og taka hana úr sambandi ef um rafmagns- sláttuvél er að ræða.  passa vel upp á að börn séu ekki nálægt sláttuvélinni.  ganga úr skugga um að ekki séu steinar eða aðrir smáhlutir í grasinu sem á að slá. Stórslys getur hlotist af því ef hnífur sláttuvélarinnar grípur Forðumst slys við framkvæmdir heima fyrir Morgunblaðið/G.Rúnar Sumarið er tími framkvæmda Heimaslysum fjölgar þó yfir sumartímann og því um að gera að fara varlega þegar taka á til hendinni. hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.