Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þyrlan TF-Sif hefur á 22 ára ferli komið að björgun tuga ef ekki hundraða mannslífa. Hún var fljót að sanna gildi sitt sem alhliða björgunartæki, eins og sést á þessu yfirliti yfir björgunaraðgerðir þyrlunnar á aðeins fimm ára tíma- bili. 14. mars 1987 Níu skipverjum af Barðanum GK bjargað um borð í TF-Sif, eftir að skipið hafði strandað í Dritvík á Snæfellsnesi. Allir skipverjar voru heilir á húfi, en skipstjórinn var fluttur til Reykjavíkur þar sem hann var orðinn mjög þrekaður. 12. febrúar 1988 Ellefu mönnum bjargað frá borði Hrafns Sveinbjarnarsonar III GK með aðstoð TF-Sifjar, eftir að bát- urinn strandaði í Hópsnesi austan við innsiglinguna til Grindavíkur. Þyrlan fór fjórar ferðir; fjórir skip- verjar voru fluttir í fyrstu ferðinni, þrír í annarri og síðan tveir og tveir. 14. júní 1990 Áhöfn TF-Sifjar bjargar tveimur mönnum sem nauðlentu tveggja hreyfla flugvél í sjó, 29 kílómetrum vestur af Reykjanesi. Mennirnir voru illa klæddir, í stuttermabolum og berfættir, og aðeins annar þeirra var í björgunarvesti. Hinn hékk í loftneti flutvélarinnar sem var að hverfa í hafið. Að sögn björg- unarmanna mátti engu muna. 6. ágúst 1991 Þýskum námsmanni, sem hafði fallið um 20 metra í fjallgöngu á Öræfajökli, var bjargað við erfiðar aðstæður. Ekki var hægt að hífa Þjóðverj- ann beint upp í þyrluna af slysstað vegna sviptivinda og niðurstreymis, en hann var fluttur með TF-Sif und- ir læknishendur. Traust TF-Sif í sínu fyrsta sjúkraflugi, um miðbik níunda áratugarins. Frá fyrsta degi hefur hún verið burðarásinn í björgun fjölda mannslífa. Þyrlan TF-SIF, sem nú er milli heims og helju, ef svo má að orði komast, hefur eflaust meira til- finningagildi fyrir Benóný Ás- grímsson, þyrluflugstjóra hjá Landhelgisgæslunni, en flesta aðra Íslendinga. Benóný var með í för þegar þyrlan var sótt í verk- smiðju Aérospatiale í Frakklandi árið 1985. Hann hefur flogið henni óslitið frá þeim tíma og tók síðast vakt á henni fyrir rúmri viku. „Þegar þyrlan kom til landsins var hún talin í hópi fullkomnustu björgunarvéla í sambærilegum stærðarflokki, sérstaklega með til- liti til útbúnaðarins,“ segir Ben- óný. Skömmu eftir að þyrlan kom til landsins var 24 klukkustunda varðstaða sett á vélina og í kjöl- farið buðust fimm ungir læknar til þess að taka vaktir á þyrlunni í sjálfboðavinnu. Læknarnir starfa enn með þyrlusveit Landhelg- isgæslunnar, þótt ekki sé lengur um sjálfboðavinnu að ræða. „Þyrlan reyndist afskaplega vel strax í upphafi. Gæslan hafði verið með annars konar þyrlur og við tókum strax eftir því hversu við- halds- og bilanalítil hún var í sam- anburði við þær. Þetta var gott eintak sem í gegnum árin hefur tekið þátt í mörgum erfiðum björgunum og sjúkraflugi. Hún sannaði gildi sitt fljótlega eftir að hún kom heim, en mikið reyndi á hana við björgun níu manna áhafnar Barðans, sem strandaði í Dritvík árið 1987,“ segir Benóný. En skyldi flugmaðurinn, sem eytt hefur drjúgum hluta ævi sinn- ar um borð í TF-Sif, ekki sjá mikið eftir henni. „Jú, vissulega geri ég það. Það sem hins vegar skiptir höfuðmáli er það að hún hefur ávallt skilað áhöfn sinni og þeim sem hafa reitt sig á hana heilum heim,“ segir Benóný. Hann segir óhætt að fullyrða það að TF-Sif sé besta þyrla sem hann hefur flogið. „Þetta er auðvitað persónubundið smekksatriði eins og hvað annað. Ég hef alltaf sagt að þyrlur af Dauphin-gerð [líkt og TF-Sif] séu eins og litlir sportbílar, bornar saman við Super Puma-þyrlurnar [líkt og TF-Líf] sem eru líkari fjórhjóladrifnum trukkum. Fólki þykir oft skemmtilegra að vera á sportbílnum, en trukkurinn fer kannski yfir meira,“ segir Benóný. Að sögn Halldórs B. Nellet, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, hefur TF- Sif verið afskaplega vel við haldið í gegnum tíðina og í raun ekki hægt að tala um að vélin sé frá 1985, þar sem svo oft hafi verið skipt um varahluti í henni. Líklega sé skrokkurinn eini hluti hennar sem sé yfir 20 ára gamall. Þyrlan sé því ekki komin til ára sinna, þótt hönnunin sé í sjálfu sér gömul og nýjar sam- bærilegar vélar búnar stærri mót- orum og nýrri tækni. „Þyrlan reyndist afskaplega vel“ Reynslubolti Benóný Ásgrímsson, þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni þekkir TF-Sif betur en flestir. Hann segist mikið sjá eftir þyrlunni. Ljósmynd/ Jim Smart Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is TILDRÖG þyrluóhappsins í Straumsvík eru enn á reiki, en Landhelgisgæslan hefur lagt það fyrir áhöfn TF-Sifjar og þá sem vitni urðu að óhappinu að tjá sig ekki um atvikið í tvo sól- arhringa vegna rannsóknarhagsmuna. Sam- kvæmt heimildum blaðsins var þyrlan að und- irbúa hífingu þegar hún missti skyndilega afl. Neyðarflotum hafi verið skotið út og þyrlunni mjúklega lent á sjónum. Áhöfnin kom sér sjálf frá borði og um borð í björgunarbátinn Einar Sigurjónsson, sem var þyrlusveit Landhelgis- gæslunnar til halds og trausts við æfingarnar í gær. Eftir að þyrlan hafði verið yfirgefin flaut hún í um hálfa klukkustund, en þá hafi loft tek- ið að leka úr neyðarflotum með þeim afleið- ingum að þyrlan fór á hvolf. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri Rann- sóknarnefndar flugslysa, staðfestir að það sé til skoðunar af hverju loft hafi ekki verið í öllum neyðarflotum þyrlunnar. Hann segir að rann- sókn óhappsins megi skipta í tvennt. Annars vegar sé verið að athuga af hverju vélin hafi fallið og hins vegar af hverju hún hafi farið á hvolf. Þorkell segir að undir vélinni séu fjögur neyðarflot. Tvö kúlulaga flot séu að aftan og tveir sívalingar að framan. Að sögn Þorkels eru flotin að framan hólfuð í þrennt og útlit er fyrir að eitt hólfið hafi brostið og loft tæmst úr því. Björgunaraðgerðir heppnuðust vel TF-Sif var dregin til Hafnarfjarðar og tekin á land þar í gærmorgun. Lyftibelgir voru settir á vélina til að tryggja að hún flyti og að því loknu var hljóðritinn tekinn úr vélinni og flakið myndað að beiðni rannsóknarnefndar flug- slysa. Kafarar fóru niður undir vélina og fjar- lægðu þyrluspaðana af henni og komu böndum undir ásinn sem heldur spöðunum til að rétta vélina af. Prammi með krana var notaður til þess að hífa hana upp og tókst sú aðgerð með ágætum. Vélin var dregin upp að bryggju í Hafnarfirði þar sem hún var hífð upp á bíl og flutt í húsnæði á vegum Rannsóknarnefndar flugslysa á Reykjavíkurflugvelli þar sem hún mun sæta frekari rannsókn. Um 30 manns tóku þátt í björgunaraðgerðum. Auk starfsmanna Gæslunnar höfðu hönd í bagga kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, björgunar- sveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Lands- björg, lögreglan og Köfunarþjónusta Árna Kópssonar. Gæti tekið marga mánuði Vettvangsrannsókn er nú á lokastigi að sögn Þorkels Ágústssonar. Starfsmenn nefndarinn- ar hafa verið á vettvangi síðan óhappið bar að höndum og safnað hverfulum sönnunargögn- um og myndað vettvanginn. Þorkell segir að sú staðreynd að slysið hafi átt sér stað á sjó úti geri það að verkum að vettvangsrannsókn taki lengri tíma en ella. Að vettvangsrannsókn lokinni hefst frum- rannsókn þar sem frekari gagna verður aflað. Viðtöl verða tekin við vitni, upplýsinga aflað úr flugritum og GPS-tækjum í því skyni að varpa ljósi á hvort slysið sé að rekja til veðurfars, stjórntækja, hreyfils, mannlegra mistaka og þar fram eftir götum. Þorkell segir að frum- rannsókn geti tekið eina til tvær vikur, en að henni lokinni fari myndin vonandi að skýrast og rannsóknin að beinast í ákveðna átt. Hin eiginlega rannsókn tekur við í kjölfarið, en hún er býsna umfangsmikil og margir mánuðir geta liðið þar til niðurstöðurnar liggja fyrir. „Þetta er ekki eins og að kaupa bíl,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunn- ar, spurður um hvernig leit að nýrri þyrlu til bráðabirgða miði. Hann segir að björgunar- þyrlur séu af skornum skammti og til að mynda séu Norðmenn að huga að þyrlum sem eigi að vera tilbúnar árið 2020. Hann segir að ef TF- Sif reynist ónýt hafi Gæslan ekki annarra kosta völ en að falast eftir vél frá framleiðandanum Eurocopter þar sem menntun og færni starfs- manna, bæði hvað varðar viðhald og flugfærni, miðist við þyrlur frá framleiðandanum. Eftir óhappið í Straumsvík samanstendur þyrlufloti Gæslunnar af þremur vélum, tveim- ur stærri Super-Puma-þyrlum og einni minni Dauphin-þyrlu, en TF-Sif er af gerðinni Daup- hin. Vélin aðeins tryggð fyrir 78 m.kr. Georg segir ekkert neyðarástand ríkja í björgunarmálum í kjölfar óhappsins í fyrra- dag, en það sé þó mjög bagalegt og kostnaðar- samt að reka aðeins þrjár þyrlur og því brýnt að ný vél verði tekin í gagnið sem fyrst. „Við teljum að öryggi sé nokkuð tryggt, þar sem við höfum breytt notkun og viðhaldi á vél- unum. En það kostar aukin fjárútlát þar sem meiri vinna fer í viðhaldsmál og skipulagningu vakta.“ Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur Land- helgisgæslunnar, segir að TF-Sif sé tryggð fyrir 1,3 milljónir Bandaríkjadollara eða tæpar 78 milljónir króna miðað við gengi í gær. Þar af eru 20% eigin áhætta, eða um 16 milljónir króna. Hún segir að þegar tryggingafjárhæð hafi verið ákveðin hafi verið litið til búnaðar sam- bærilegra þyrlna erlendis miðað við búnað, ald- ur og fleira. Ekki sé langt síðan fjárhæðin hafi verið metin í samráði við dómsmálaráðuneytið. Georg Lárusson segir að ný vél af sömu tegund og TF-Sif, útbúin til leitar og björgunar, kosti um einn milljarð króna. Himinn og haf er því á milli kostnaðar við kaup á nýrri þyrlu og þeirra bóta sem fást úr tryggingu ef TF-Sif reynist ónýt. Ljósmynd/Sigurður Ásgrímsson Í Straumsvík Björgunaraðgerðir í gærmorgun heppnuðust mjög vel. Prammi með krana var notaður til þess að hífa vélina upp og draga í land. Loft var ekki í öllum neyðarflotum  Frumrannsókn á tildrögum þyrluslyssins í Straumsvík er í þann mund að hefjast  Rannsóknar- stjóri RNF staðfestir að til skoðunar sé af hverju loft hafi ekki verið í öllum neyðarflotum þyrlunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 194. tölublað (18.07.2007)
https://timarit.is/issue/285676

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

194. tölublað (18.07.2007)

Aðgerðir: