Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum Í FRÉTTUM Stöðvar 2 þann 10. júlí var fréttahaukurinn Sölvi Tryggva- son með mæðgur frá Úkraínu í skot- línunni. Mæðgur þessar leggja allt í sölurnar til að ná ákveðnu takmarki varðandi frama dótturinnar. Ég ætla ekki að fara í smáatriði varðandi þessa fréttamennsku. Ég velti hins vegar fyrir mér tilgangi frétta- hauksins. Var tilgangurinn að ná inn fórnarlömbum og fórna þeim á altari meðalmennskunnar, sjálfum sér til framdráttar, og þóknast lýðnum sem á horfði og átti þá væntanlega að gleðjast er þær mæðgur brotn- uðu? Eða að setja upp krassandi frétt sem höfðaði til Íslendinga svo að við sem á horfðum gætum kjams- að á neyð þeirra mæðgna? Mæðgurnar báru af sér góðan þokka og héldu höfði lengi vel eða þangað til báðar brustu í grát, var því drama gefinn góður tími svo áhorfendur gætu vel notið. Ég trúi ekki að við Íslendingar séum á svo lágu plani að slík uppákoma og teg- und fréttamennsku veki aðdáun áhorfenda þar sem einstaklingar eru hreinlega rifnir á hol. Skömm sé þeim sem að stóðu. Önnur uppákoma var þar sem fræknir fréttamenn höfðu snuðrað uppi að rússnesk stúlka ætlaði að selja sig á hóteli hér í bæ. Væntan- lega með velferð þessarar ógæfu- sömu stúlku efst í huga fóru frétta- menn á staðinn á fölskum forsend- um, eflaust til að finna sambærilega frétt og Sölvi fréttahaukur. Það sést í fréttinni, þar sem fréttamaður heldur hurðinni opinni og blessuð stúlkan streitist við að loka í angist sinni þar sem ruddar ráðast að hennar friðhelgi. Enn og aftur er fréttamennskan á mjög lágkúrulegu plani og þeim sem að stóðu til háðungar og skammar. Eflaust hafa þeir klappað hver öðr- um á bakið að loknu afreki og muldr- að: „Miklir menn erum við Hrólfur minn.“ Sigurður Ó. Halldórsson. Týnd garðhúsgögn SUNNUDAGSMORGUNINN 15. júlí vöknuðum við íbúar á Njálsgötu 75 við að garðhúsgögn húsfélagsins, sem keypt voru í fyrravor, voru horfin. Um er að ræða tvo stóla og borð og er þeirra sárt saknað. Þeir sem gætu vitað um garð- húsgögnin eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í netföngin ingai@simnet.is eða khk@hive.is. Myndavélartaska í óskilum FYRIR NOKKRU fannst mynda- vélartaska nálægt Flugsafni Íslands á Akureyri. Í töskunni voru nokkrir minniskubbar og á þeim var all- nokkuð af ljósmyndum, þ. á m. var myndasyrpa af kynþokkafullri og ögrandi konu. Eigandi töskunnar getur vitjað hennar á Flugsafninu, sem er opið alla daga kl. 13-17, gegn t.d. símanúmeri fyrirsætunnar. Páfagaukur fannst UNGUR karlfugl fannst í Árbænum 17. júlí. Hann er grænn og gulur og er mjög spakur. Upplýsingar í síma 557 5097 og 898 5097. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GOTT KVÖLD, GÓÐIR GESTIR! ÉG VEIT AÐ ÞIÐ ERUÐ ÞARNA... ÉG HEYRI ANDARDRÁTTINN YKKAR EINHVERJAR ÓSKIR? JÁ. FARÐU HEIM ÉG SKIL AF HVERJU ÞÚ ERT HRÆDDUR VIÐ BÓKASÖFN... OKKUR LÍÐUR ÖLLUM ILLA SUMS STAÐAR Ó? HVAR LÍÐUR ÞÉR ILLA, KALLI? Á JÖRÐINNI!AÐ VERA HRÆDDUR VIÐ BÓKASÖFN ER EINS OG ÖLL ÖNNUR HRÆÐSLA... ÞÉR LÍÐUR ILLA VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ÞEKKIR ÞAÐ EKKI... VIÐ GETUM EKKI SETT ÞESSAR MYNDIR Á JÓLAKORTIN OKKAR... ÞETTA LÍTUR SAMT ÚT EINS OG KALVIN. FYRIR UTAN HÁRIÐ HVENÆR ER MATUR? ÞÚ FÆRÐ AÐ BORÐA EINHVERN TÍMANN ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AÐ SOFA! HELGA VILL EKKI AÐ ÉG BIÐJI UM MAT ÞEGAR HÚN ER AÐ ÞRÍFA ÞEIR ERU ALLTAF SAMAN... ÉG HELD AÐ ÞEIM FINNIST ÞEIR VERA EITTHVAÐ BETRI EN VIÐ KANNSKI ÆTTUM VIÐ AÐ SELJA STÓLINN SEM LANGAMMA ÁTTI. OKKAR VANTAR PENING ÞAÐ VÆRI SNIÐUGT ÞAÐ VERÐUR SAMT ERFITT. ÉG VILDI AÐ KRAKKARNIR FENGJU AÐ EIGA EITTHVAÐ SEM HÚN ÁTTI HVAÐ MEÐ TVÖ ÁR AF HÁSKÓLA? HÚN HEFÐI VERIÐ ÁNÆGÐ MEÐ ÞAÐ. SÉRSTAKLEGA EF ÞAU VERÐA LÆKNAR AF HVERJU LAGÐIR ÞÚ Á JONAH JAMESON? ÉG KOM TIL ÞESS AÐ HITTA ÞIG EN EKKI TIL AÐ TAKA MYNDIR AF ÞESSUM BAR- DAGAMANNI SÉRSTAKLEGA VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER BARDAGA- MAÐURINN GLEYMUM BARA JAMESON! VIÐ GETUM BÆÐI LIFAÐ Á PENINGNUM SEM ÉG FÆ FYRIR MYNDINA dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞESSI krúttlegi hvutti gætti lappa eiganda síns á Austurvelli á mánudag- inn. Eigandinn flatmagaði hins vegar í blíðskaparveðrinu sem glatt hefur landann undanfarið. Morgunblaðið/G.Rúnar Varðhundur Bjarkarás 27 A Garðabæ - Opið hús Falleg efri sérhæð með miklu útsýni. Lýsing eignar: Rúmgott anddyri. Stof- an sem er rúmgóð er með útgengi út á stórar suðvestursvalir, eldhús með glæsilegri innréttingu og borðkrók, granítborðplötur, mikið skápapláss, öll tæki frá HTH. Baðherbergi er afar glæsilegt með fallegri innréttingu og baðkeri. Svefnherbergi eru tvö og eru mjög rúmgóð með skápum. Granít er í sólbekkjum og í stofu og eldhúsi. Sérlega vönduð eign sem vert er að skoða. Laus við kaupsamning. Verð 47,9 millj. Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is Páll Höskuldsson sölustjóri Fasteignakaupa (sími 864 0500) tekur á móti gestum á milli kl 18 og 19 í dag, miðvikudaginn 18. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.