Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 21
löndum eru ráðlagðir helmingi
stærri sýklalyfjaskammtar við
meðhöndlun venjulegra sýkinga
en hingað til hefur tíðkast, t.d.
hér á landi. Vandinn kostar sífellt
fleiri innlagnir á sjúkrahús til
meðhöndlunar með sterkustu og
breiðvirkustu sýklalyfjum sem völ
er á og sem aðeins er hægt að
gefa í æð, stundum með óvissum
árangri. Sama ástand blasir nú
við á Íslandi á næstu misserum en
þegar þurfa nokkur börn að leggj-
ast inn á sjúkrahús hérlendis í
hverjum mánuði þar sem venjuleg
sýklalyf virka ekki,“ segir
Vilhjálmur Ari.
Þriðja hvert
barn fær rör
Miðeyrnabólgur barna eru lang-
algengasta orsök sýklalyfjanotk-
unar. Sýnt var fram á í öllum
þremur áföngum íslensku
rannsóknarinnar að sýkla-
lyfjanotkuninni fylgdi fjór- til
fimmfalt aukin áhætta á að börn
smituðust af og bæru á eftir pen-
isillínónæma pneumókokka.
Eyrnabólguvandamál eru mjög al-
geng hjá íslenskum börnum ef
draga má ályktun af tíðni rör-
ísetninga í hljóðhimnur, en um
þriðja hvert barn fær rör í hljóð-
himnu hérlendis sem er miklu
meira en þekkist annars staðar.
Rannsóknin leiddi líka í ljós að
foreldrar eru líklegri til að sækj-
ast eftir sýklalyfjameðferð, jafnvel
gegn kvefi, ef þeir hafa áður feng-
ið sýklalyfjameðferð fyrir barnið
sitt.
Þróuninni þarf að
snúa við
Grípa verður til aðgerða til að
draga úr óþarfa notkun sýklalyfja
til að draga úr hratt vaxandi
sýklalyfjaónæmi í þjóðfélaginu, að
sögn Vilhjálms Ara.
„Leggja þarf aukna áherslu á
fræðslu og ráðleggingar í sjúk-
lingaviðtali ef um er að ræða væg-
ar efri loftvegasýkingar og mið-
eyrnabólgur barna, frekar en að
treysta blint á sýklalyfin. Tryggja
þarf foreldrum aðgang að nauð-
synlegri læknishjálp fyrir börn á
daginn þar sem boðið er upp á
eftirfylgni þannig að hægt sé að
grípa inn í ef sýkingar þróast á
verri veg. Frítökuréttur foreldra í
vinnu vegna veikra barna þarf að
vera betur tryggður en hann er í
dag svo börnin geti verið heima
þegar þau eru veik.“
join@mbl.is
þessa hluti og sendir þá frá sér af
miklu afli.
Þó að heima- og frítímaslys séu
algeng þá eru áverkarnir í flestum
tilfellum ekki alvarlegir, en þó geta
þeir stundum verið mjög alvarlegir
og leitt til örkumla og jafnvel
dauða. Farið því ávallt með gát og
forðist að gera vanhugsaða hluti
þegar dytta á að hlutum heima fyr-
ir.
Markmið heilbrigðisáætlunar á
sviði slysavarna er að slysum og
dauðaslysum fækki um 25% á tíma-
bilinu 2001-2010. Eitt af aðalverk-
efnum slysavarna á Lýðheilsustöð
þetta haustið er að skoða nánar or-
sakir og tegundir heima- og frí-
tímaslysa til að geta haft áhrif á
stefnumótun og tryggja að aðgerð-
ir/forvarnir séu í samræmi við það.
Með bestu óskum um gott og
slysalaust sumar.
Rósa Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri
slysavarna, Lýðheilsustöð
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 21
inu sem þeir nota um
sjálfa sig og fólk af
öðrum þjóðernum og
kynþáttum.
x x x
Í bókinni er að finnamikinn töffara-
skap, látalæti og
sýndarmennsku.
Sögumaður er besta
skinn, en kominn í fé-
lagsskap, sem flestir
myndu segja að væri
slæmur. En sögu-
manni finnst hann
aldrei hafa verið í
betri málum, þótt hon-
um sé frekar eðlilegt
að vera hallærislegur en svalur og
hann verði hallærislegri og hallær-
islegri eftir því sem hann reynir að
vera svalari.
x x x
Bækur af þessum toga getaveitt nýja innsýn í það þjóð-
félag, sem um er fjallað, og sýnt
hvernig stundum myndast þjóð-
félag í þjóðfélaginu. Víkverji hefur
rekist á svipaðar bókmenntir bæði
í Bandaríkjunum og Þýskalandi,
en ekki enn á Íslandi. Líklega er
þess þó ekki langt að bíða að fram
komi íslenskir rithöfundar, sem
lýsi þessum heimi hér á landi. Það
gæti orðið forvitnileg lesning.
Eru tilinnflytjenda-
bókmenntir? Víkverji
hefur undanfarið rek-
ist á bækur, sem
fjalla um hlutskipti og
upplifun innflytjenda,
og kannski sér-
staklega hinnar svo-
kölluðu annarrar kyn-
slóðar, sem er að
einhverju leyti ut-
angátta eða hafnað í
nýja heiminum, en
hefur ekki tengsl for-
eldranna við þann
gamla. Þessi lífs-
reynsla tengist síðan
rótleysi og firringu
samtímans.
x x x
Í Bretlandi er stórt samfélag inn-flytjenda og þar hefur verið
mikil umræða um hið fjölmenning-
arlega samfélag, ekki síst eftir
hryðjuverkin í neðanjarð-
arlestakerfinu. Víkverji rakst fyrir
skömmu á skáldsöguna Lond-
onstani eftir rithöfundinn Gautam
Malkani. Þar er lýst heimi ung-
linga af pakistönskum uppruna og
málfari þeirra, sem er kostulegt. Á
köflum liggur við að þurfi dulmáls-
lykil til að þýða orðfæri þeirra yfir
á menntaskólaensku og eins tekur
nokkurn tíma að átta sig á slangr-
BLÓMSKRÚÐ er mikið í kringum
hús og heimili víða erlendis en þó
má halda því fram með nokkru ör-
yggi að á fáum stöðum sé meira
lagt upp úr að skreyta hús, svalir
og garða með blómum en í Ölp-
unum. Á það jafnt við í Austurríki
og Sviss sem og syðst í Þýska-
landi. Vissulega er hægt að sjá
þar margbreytileg blóm en í svala-
kössum ber þó mest á pelar-
góníunni góðu. Hún var helsta
gluggablómið hér á landi fyrir
meira en hálfri öld og konur
kepptust við að eiga pelargóníur í
sem flestum litum. Sumar pelar-
góníurnar voru meira að segja
með mislitum blómum. Fáum datt
þá í hug að reyna að fara með
pelargóníurnar sínar út í garð.
Blómatískan hefur breyst og nú
eru pelargóníur, bæði beinvaxnar
og hengipelargóníur, orðnar vin-
sælar hér sem sumarblóm en
hvergi sjást þær þó nærri því jafn-
margar saman í hóp eins og utan
á bjálkahúsunum í Ölpunum.
Annað sem mikið ber á þarna
suðurfrá eru óvenjuleg ílát og um-
búnaður utan um blómin. Þar láta
menn sér að jafnaði ekki nægja
hversdagslega blómapotta. Gamlar
töskur, pottar sem eitt sinn hafa
verið notaðir á eldstæðum, og
ótalmargt fleira verður á vegi
blómaáhugamannsins. Sumir nýta
einnig trjábolina sem fallið hafa
fyrir öxi skógarhöggsmannsins.
Bolirnir eru sagaðir í hæfilegar
lengdir, holaðir út og blómum
komið fyrir í þeim. Nú þegar
menn fella hér aspir, grenitré og
önnur hávaxin tré í gríð og erg
væri ekki úr vegi að huga að því
hvort ekki mætti nota trjábolina
til að lífga upp á garðinn. Kannski
geta einhverjir fengið góða hug-
mynd eftir að hafa skoðað mynd-
irnar af nokkrum óvenjulegum
„blómapottum“ sem urðu á vegi
ferðalangs í austurrísku Ölpunum.
Blóm í skrítnum pottum
Litrík blóm gefa lífinu lit í margfaldri merkingu.
Góðu sumri fylgja líka falleg blóm og gróður.
Stundum má gefa þessum gróðri aukið gildi með
því að koma blómum og trjám fyrir á svolítið
óvenjulegan hátt eins og Fríða Björnsdóttir sá í
ferð um Alpana.
Ljósmynd/ Fríða Björnsdóttir
Grautarpottur eða hvað Eitthvað
hefur líklega verið eldað í þessum
potti fyrir margt löngu.
Pósttaskan góða Skyldi þetta vera
taska þorpspóstsins sem hér heldur
utan um flauelsblóm og eina kanínu.
Hátt í austurrískum Ölpum Það er ekki bara
til fjalla í Ölpunum sem svalir eru skrýddar
með pelargóníum þótt það sé algengast þar.
Fellum tré og nýtum Þegar höggva þarf tré í garðinum er hægðarleikur
að nýta bolinn undir sumarblómin eins og hér er gert.
Úr snjó í garð Það má svo sannarlega koma litlu sætu barrtré fyrir
á skemmtilegan hátt í kassa á gömlum sleða.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is