Morgunblaðið - 18.07.2007, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 18.07.2007, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 199. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Háskerpa er framtíðin  Háskerpa er mesta bylting á sviði sjónvarpssendinga frá því lita- sjónvarpið kom til sögunnar. Að mati sérfræðinga sjónvarps- stöðvanna er háskerpa það sem koma skal í sjónvarpsútsendingum. » Forsíða Fundaði með Peres  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra átti í gær fund með Shimon Peres, forseta Ísraels. Hún segir ferðina ekki standa í beinum tengslum við kosningabaráttu vegna framboðs Íslands til örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna, en bendir á að ætli Íslendingar að taka það hlutverk alvarlega verði menn að kynna sér beint og milli- liðalaust ástand mála á þeim svæð- um sem helst eru til umfjöllunar í öryggisráðinu. Ferðin ljái framboð- inu þannig ákveðna dýpt. » 2 TF-SIF komin á þurrt  Rannsóknarstjóri RNF staðfestir að til skoðunar sé af hverju loft hafi ekki verið á öllum lofthólfum þyrlunnar TF-SIF. Loft tók að leka úr neyðarflotum um hálftíma eftir að þyrlan lenti á sjónum með þeim afleiðingum að henni hvolfdi. » 6 Rússar og Bretar deila  Rússar taka því illa að Bretar skuli hafa rekið fjóra rússneska diplómata úr landi. »14 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Sjónvarpsleysi bernsku Staksteinar: Traustvekjandi Forystugreinar: Áhugi ESB á Ís- landi | „Mannleg mistök“ UMRÆÐAN» Um rekstur og eignir lífeyrissjóða Listin að nota innsæið Morgunblaðið og mansal Er Rio Tinto versta fyrirtækið? 2 % !8" , ) ! 9    1  3 3 3 3  3   3 3 3  3 3 3   + :'6 "  3 3 3 3 3 3 3 3 ;<==4>? "@A>=?B9"CDB; :4B4;4;<==4>? ;EB"::>FB4 B<>"::>FB4 "GB"::>FB4 "7?""B1->4B:? H4C4B":@HAB ";> A7>4 9AB9?"7)"?@4=4 Heitast 20 °C | Kaldast 13 °C Hæg, suðvestlæg átt. Skýjað allra vestast en annars léttskýjað. Hlýjast inn til landsins. » 10 Bókin Freakon- omics er af mörgum talin innblástur og skemmtileg lesning fyrir sauðsvartan al- múgann. » 40 BÓKMENNTIR» Hagfræði almúgans KVIKMYNDIR» Galdrastrákurinn er á toppi bíólistans. » 37 Myndin Death Proof fjallar um ökuníð- inginn Stuntman Mike og samskipti hans við tvo vin- kvennahópa. » 38 KVIKMYNDIR» Death Proof frumsýnd FÓLK» Frú Beckham dýrkar sjálfa sig. » 41 TÓNLIST» Jónas er á leið í tónleika- ferð um landið. » 36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Emilía hættir í Nylon 2. Aniston sögð ógna Jolie 3.Nafn manns, sem lést í umf.slysi 4. Sjónv.þ. Viktoríu sjálfsdýrkun Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is BÓNDINN á Finnastöðum, Gunnbjörn Ketilsson, er farinn að finna fyrir þurrkunum. Túnin spretta lítið sem ekkert og nýræktin er moldarflag eitt. Því eru góð ráð dýr og þessa dagana hefur hann Mána Jóhannesson hjá sér í vinnu við að vökva túnin – með einni stærstu haugsugu landsins. „Þetta er einhver mesta þurrkatíð í langan tíma,“ segir Gunnbjörn. „Menn þurfa að fara aft- ur til ársins 1994 til að muna annað eins.“ Finnastaðir eru innarlega í Eyjafirði en næsti bær er Torfur, þar sem er veðurathugunarstöð. Samkvæmt mælingum þar rigndi einungis 0,7 millimetra í júní, sem segir sitthvað um árferðið. „Ég hafði ætlað mér að slá þessi tún um miðj- an ágúst,“ segir Gunnbjörn og bendir á nýrækt- ina sem verið var að vökva. „En það verður ein- hver bið á því. Ég er að vonast til að ná að slá þau í september, ef ég næ því þá nokkuð.“ Bændur bregðast við afleiðingum þurrkanna Haugsugan notuð í að vökva nýræktina Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson NYLON-stúlkan Emilía Björg Óskarsdóttir hef- ur sagt skilið við sveitina, en hún hefur verið með- limur Nylon frá stofnun hennar árið 2004. Emilía gekk í hjónaband um helgina og hana langar til þess að verja meiri tíma með fjöl- skyldu sinni, en miklar annir eru framundan hjá Nylon. Að sögn Ein- ars Bárðarsonar, umboðsmanns Nylon, er skilnaðurinn því í full- kominni sátt. Leitin að arftaka Em- ilíu hefst í lok ágúst og verður hún gerð að sjónvarpsþætti. | 36 Emilía hætt í Nylon Emilía Björg Óskarsdóttir HELGI Sigurðsson, framherji Vals, er efstur í einkunnagjöf Morg- unblaðsins þegar 10 umferðum er lokið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Helgi er jafnframt markahæstur í deildinni. Þá er Valsliðið efsta liðið í einkunnagjöf liða og FH næst á eftir. | Íþróttir Helgi efstur ÚRSLITAKEPPNI Evrópumóts landsliða kvenna, 19 ára og yngri, hefst í Reykjavík í dag með fjórum leikjum. Landslið átta þjóða eru samankomin hér á landi vegna keppninnar sem lýkur 29. júlí með því að Evrópumeist- arar verða krýndir að loknum úrslitaleik á Laugardals- velli en þá mun forseti Knattspyrnusambands Evrópu, Frakkinn Michel Platini, heiðra keppendur með nær- veru sinni. Talið er að um 100 manns komi að vinnu í kringum mótið. Flautað verður til leiks á þremur völlum samtímis klukkan 16 í dag; á Víkingsvelli þar sem Danir og Þjóð- verjar leiða saman hesta sína, á Kaplakrikavelli þar sem Spánverjar takast á við Frakka og loks munu Pólverjar og Englendingar eigast við á Árbæjarvelli. Formleg setning keppninnar verður síðan á Laug- ardalsvelli kl. 19.15 áður en Íslendingar og Norðmenn eigast við. „Það er mikið mál að halda svona mót enda er þetta stærsta verkefni sem KSÍ hefur ráðist í og mjög metn- aðarfullt. Ég er líka mjög ánægð með að það skuli vera kvennafótbolti sem verður hápunkturinn á 60 ára afmæl- isfagnaði sambandsins. Það er vel við hæfi enda hefur vaxtarbroddurinn í íslenskri knattspyrnu síðustu árin verið og er enn hjá stelpunum,“ segir Ingibjörg Hinriks- dóttir, stjórnarmaður í KSÍ og formaður undirbúnings- nefndar mótsins. Hún segir allt vera klappað og klárt og þess eins beðið að flautað verði til leiks. | Íþróttir Flautað til leiks á EM Lokakeppni Evrópumóts 19 ára kvennalandsliða er há- punktur á 60 ára afmæli Knattspyrnusambands Íslands Morgunblaðið/ÞÖK Tilbúnar Laufey Björnsdóttir, Rúna Sif Stefánsdóttir, Ása Dögg Aðalsteinsdóttir og Guðrún Erla Hilm- arsdóttir eru hluti af íslenska landsliðinu á EM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.