Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 24
Fréttir í tölvupósti 24 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG, undirrituð, finn mig knúna til að bregðast við rýni Þóru Þórisdóttur um sýningu mína, Hamingjudagar, í Gallerí Turpentine sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 13. júlí. Af reynslu veit ég að ég get ekki stjórnað því hvernig fólk upplifir og túlkar verkin mín en mér er ekki sama hvernig fjallað er um þau í fjölmiðlum og tel þá ástæðu að standa með þeim þegar skrif- að er um þau af áhuga- leysi og óvirðingu. List getur hreyft hvort tveggja við lægra og æðra sjálfi manns- ins. Þau verk sem ég sýni í fremri sal gall- erísins miðast við að hreyfa við lægra sjálf- inu en verkin í bakrým- inu við því æðra. Ein viðbrögð manna þegar þeir lenda í aðstöðu þar sem hróflað er við lægra sjálfinu er að horfast í augu við ýmsa breyskleika sem kunna að koma upp í vitundina og taka þá í sátt. Til þess þarf viðkomandi að nota innsæið. Það er augljóst að gagnrýnandi Morgunblaðsins leyfði sér ekki að nota innsæi til að skoða og túlka verk- in, heldur valtar hún yfir sýninguna og dæmir út frá útlitinu einu sem er auðveldasta leiðin til að hrinda hlut- um frá sér og er hægt að gera við hvaða listaverk sem er. Gagnrýnandinn horfir flatt yfir og sér allt svart, jafnvel rauða skikkju og gráar augnabrýr. Í huga hennar er það ekkert nýtt af nálinni að tjá persónueinkenni, „það er óspart notað í leik- húsi“. Hún spyr sig ekki hvers vegna ég kjósi að fara svo nálægt frásagn- arlist leikhússins í gerð fígúranna. Staðal- ímyndirnar stimplar hún síðan sem klisju út frá forskriftum fræðinn- ar en veltir ekki fyrir sér hvaðan þær koma nema út frá nýlegum per- sónum Hollywoodkvik- mynda því enn og aftur er það nýjungagirnin sem ræður stimplinum. En þessar staðal- ímyndir eru m.a. fengn- ar úr aldagömlum æv- intýrum og frásögnum sem eiga enn erindi við okkur í dag vegna þess að þær eru hluti af und- irmeðvitund okkar og sálrænum þroska. Ég veit ekki í hvaða tilgangi gagn- rýnandinn er að skrifa um sýningu ef hún hefur ekki áhuga á að líta á annað en toppinn á ísjakanum. Listin að nota innsæið Guðrún Vera Hjartardóttir er óánægð með rýni á sýninguna Hamingjudaga Guðrún Vera Hjartardóttir » Það er aug-ljóst að gagnrýnandi Morgunblaðsins leyfði sér ekki að nota innsæi til að skoða og túlka verkin Höfundur er myndlistarkona. NOKKUÐ hefur borið á mót- mælasamtökunum Saving Iceland upp á síðkastið. Margir útlendingar komu til landsins og einnig tóku margir ís- lenskir umhverf- isverndarsinnar þátt í mótmælum þeirra, sem fólust í að loka Snorrabrautinni, stoppa umferð og loka einni af stofnleiðum í neyðarakstri á höf- uðborgasvæðinu. Síð- ustu fréttir herma að fjórir séu í haldi lög- reglu fyrir eigna- skemmdir og að mikil truflun hafi hlotist af mótmælunum, bæði fyrir ökumenn og gangandi vegfar- endur. Mín spurning er: Vilja svokallaðir umhverfisvernd- arsinnar virkilega vera þekktir fyrir þetta? Sú virðist vera raunin í samfélaginu í dag að aðeins öfgamenn minnihlutahópa fái at- hygli fjölmiðla. Sjálf er ég umhverfisverndarsinni og vil síður en svo að það fyrsta sem fólki detti í hug þegar það kemst að þeirri staðreynd um mig sé að ég myndi einhvern tímann leggja ann- að fólk í lífshættu með því að stífla stofnleiðir í neyðarakstri eða valda öðru fólki óþægindum með skoð- unum mínum. Hvað varð um að gera hlutina gáfulega og yfirvegað? Ef við viljum að fólk taki mark á því sem við segjum er best að gera það án þess að neyða það ofan í fólk. Ég mæli með því að í staðinn fyrir að valda fólki óþægindum á þennan hátt einbeiti umhverfissinnar sér að greinaskrifum, friðsamlegum mót- mælum og síðast en ekki síst því að rökræða með góðum og gildum staðreyndum í stað þess að kasta fram glæfralegum fullyrðingum sem eiga sér enga stoð í raunveruleik- anum. Margir myndu ef- laust segja að það ætti ekki eftir að vekja neina athygli og að fólki sé alveg sama um þessa hluti en ég trúi því staðfastlega að það sé betra að fá athygli fárra og víkka sjón- deildarhring þeirra sem eru tilbúnir til að hlusta frekar en að þvinga skoðunum okk- ar upp á marga og að festa okkur í hugum fólks sem brjálæðinga sem hlýða hvorki boð- um né bönnum lögreglu og samfélagsins. Við getum varla búist við að aðrir séu tilbúnir að spila eftir okkar reglum og hlusta á okkar skoð- anir ef við virðum þeirra reglur og boð að vettugi. Lokaorð mín í þessari grein til umhverfisverndarsinna og einnig allra annarra minnihlutahópa sem vilja koma sínum skoðunum og skilaboðum á framfæri eru: Takið tillit til skoðana annarra eins og þið viljið að þeir geri við ykkar skoðanir og ef þið finnið hjá ykkur þörf til að mótmæla, gerið það friðsamlega og fáið leyfi fyrir því. Lítil athygli og góð er betri en neikvæð athygli, sama hversu mikil hún er. Varðandi mótmæli Saving Iceland og aðrar öfgar Ásta Lovísa Arnórsdóttir segir skoðun sína á mótmælum Saving Iceland og öfgafólki Ásta Lovísa Arnórsdóttir » Takið tillit tilskoðana annarra eins og þið viljið að þeir geri við ykkar skoðanir Höfundur er útskrifaður grunn- skólanemi og mun hefja nám í Kvennaskóla Reykjavíkur næsta haust. SAMKVÆMT mínum málskiln- ingi er orðið athafnaskáld frekar hrósyrði en skammir. Helgi í Góu hefur átt eftirtektarverðan feril í atvinnulífinu og á allan heiður skilinn fyrir það, hann er at- hafnaskáld. En það sem ég er ósáttur við í málflutningi Helga í Góu er hvernig hann veitist ítrekað að starfsfólki lífeyr- issjóðanna á mjög ósmekklegan hátt. Starfsfólkið fer ein- faldlega eftir lands- lögum og sam- þykktum ársfunda viðkomandi lífeyr- issjóðs hvað varðar ráðstöfun þeirra fjár- muna sem það sér um. Ég hef bent Helga á að ef hann vill að sá lífeyr- issjóður sem hann greiðir í reisi og reki hjúkrunarheimili, þá beri hann þá tillögu vitanlega upp á árs- fundi þess sjóðs. Ef hann hefur eitthvað við starfsfólk síns lífeyr- issjóðs að sakast, þá tekur hann það mál upp á ársfundi síns sjóðs. Annað sem ekki er rétt hjá Helga er sú fullyrðing að um sé að ræða einn sjóð sem sé sameign allra landsmanna. Það er nú svo að það eru allnokkrir sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóð og margir þeirra gera hvað stærstar kröf- urnar til almennu lífeyrisjóðanna. Þetta fólk hefur haft 10% meira úr að spila á sinni lífsleið, en þeir sem hafa farið að lögum og greitt af launum sínum í lífeyrissjóð. Þetta fólk gerir svo tilkall til þeirra fjár- muna sem aðrir hafa lagt til hliðar í lífeyrissjóði. Í þeirri gagnrýni, sem sett var fram á sínum tíma hvað varð- ar spurningar Helga, kom fram að óná- kvæmni var í orðalagi spurninganna, ég hef bent á þetta áður. Því Helga hefur verið svar- að mörgum sinnum á undanförnum árum. Orða hefði átt spurn- ingarnar með öðrum hætti, t.d.: Hefur þú greitt í lífeyrissjóð? Ef svo er, vilt þú að þinn lífeyrissjóður verji ákveðnum hluta af inn- eign þinni í sjóðnum til þess að reisa og reka hjúkrunarheimili? Þú gerir þér grein fyrir að það mun þýða að þú færð lægri lífeyr- isgreiðslur þegar að því kemur. Hversu margir af þeim tæplega 1000 sem svöruðu spurn- ingum Helga greiddu í almennu líf- eyrissjóðina? Augljóslega áttu þeir sem ekki greiddu í almennu sjóðina ekkert með að svara þessum spurningum. Það samsvarar því, eins og ég hef áður bent á, að við gætum auðveldlega samþykkt öll að þar sem væri svo mikið í sparifé í Landsbankanum mætti svo sem taka eitthvað af því og reisa og reka hjúkrunarheimili. Vissu þeir sem svöruðu jákvætt og greiddu í almennu sjóðina, að svar þeirra þýddi að lækka yrði örorkubætur og lífeyrisgreiðslur viðkomandi líf- eyrissjóðs? Það er ekkert mál fyrir hvern sem er að ganga þannig frá sinni inneign í lífeyrissjóði að hún sé að hálfu eign maka, en það eru ákaf- lega fáir sem hafa kosið að ganga þannig frá sínum málum. Einnig er rétt að benda á að sumir lífeyr- issjóðir greiða allháan makalífeyri, allavega minn sjóður. Hvað varðar stærðfræði sjóðanna þá er rétt að benda á að almennu sjóðirnir eru sameignarsjóður þeirra sem greitt hafa í sjóðinn og tryggja þeim þá fullan lífeyri, sama hversu lengi viðkomandi lifir. Stærðfræði lífeyr- issjóðanna byggist á meðalaldri. Sumir lifa lengur og fá þá greini- lega meira en sem þeirra inneign nemur. Hvernig gengur það upp stærðfræðilega? Jú, það eru nefni- lega jafnmargir sem ná ekki með- alaldri. Einnig er það svo að þeir sem verða fyrir því óláni á lífsleið- inni að vera öryrkjar, þeir fá út úr almennu sameiningarsjóðunum margfalt meira en þeir hafa greitt í viðkomandi sjóð. Það eru margir, sérstaklega frjálshyggjumenn, sem ekki átta sig á að ef lífeyrissjóð- irnir hættu að greiða örorkubætur og þær ættu að koma úr ríkissjóði þá þyrfti að hækka skatta hér á landi sem næmi 2-3%. Það er það óréttlæti sem ég hef margoft bent á, að þeir sem fara með ríkisfjár- málin hafa nýtt stöðu sína til þess að sækja þennan kostnað í ríkissjóð í sína lífeyrissjóði, á meðan við hin þurfum að lækka lífeyrisgreiðslur okkar til þess að standa undir hratt vaxandi örorkubyrði okkar sjóða. Um rekstur og eignir lífeyrissjóða Guðmundur Gunnarsson skrif- ar um málefni og skyldur líf- eyrissjóðanna Guðmundur Gunnarsson » Það er ekk-ert mál fyrir hvern sem er að ganga þannig frá sinni inneign í lífeyrissjóði að hún sé að hálfu eign maka … Höfundur er formaður Rafiðn- aðarsambandsins. Kári Auðar Svansson | 17. júlí. Endanleg lok eymdarinnar ÉG ætla að hefja greinarkorn þetta á fullyrðingu sem mörg- um ykkar mun eflaust þykja hlægileg fjar- stæða: „Öll þjáning er til þess að láta hinn þjáða vita að nú sé tími til kominn að enda þjáninguna.“ Ofangreinda staðhæfingu mætti setja fram með nokkuð öðrum (en þó eðlisskyldum) hætti: „Öll þjáning er vakningarkall frá Guði um að sigrast á hinni einu sönnu rót þjáning- arinnar, sem er helsið í búri „hins til- lærða sjálfs“.“ Meira: kariaudar.blog.is Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið hús í dag á milli kl. 16 og 17 Hólmvað 2-4 - Norðlingaholti Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Glæsiíbúðir á einni og tveimur hæðum ásamt frístandandi bílskúr Íbúðirnar eru 4ra herbergja 155 fm til 168 fm í þriggja hæða fjölbýlishúsi með lyftu. Allar íbúðir hafa sérinngang. Bílskúrarnir eru 25 fm. Húsið verður afhent fullbúið að utan, lóðin verður tyrfð og bílastæðin malbikuð. Íbúðirnar verða af- hentar fullbúnar án gólfefna. Baðherbergi verður flísalagt í hólf og gólf. Þvotta- hús verður með flísalögðu gólfi. Innréttingar og skápar eru frá GKS. Eldhústæki verða úr burstuðu stáli frá AEG. Baðker og blöndunartæki frá Tengi. Hurðir frá Agli Árnasyni. Allar íbúðirnar hafa sérafnotarétt af lóð og svölum eða svölum er snúa í suður. Verð frá 37,0 millj. Undirritaður verður á staðnum á milli kl. 16. og 17. í dag. Daníel G. Björnsson Daniel G. Björnsson Sölufulltrúi, lögg. leigumiðlari Sími: 530 6500 Gsm: 897 2593, daniel@heimili.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.