Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 38
Kurt og
kvenna-
fansinn
Töff Kurt Russel leikur Stuntman Mike. P.s.
Það er púkó að reykja!
UPPHAFLEGA átti kvikmyndin Death Proof
að vera helmingur myndarinnar Grindhouse
sem þeir Robert Rodriguez og Quentin Tar-
antino ætluðu að leikstýra, þ.e. helmingi
hvor. Einhvern tímann í framleiðsluferlinu
var hinsvegar ákveðið að hafa myndirnar
tvær sjálfstæðar einingar og geta áhorf-
endur séð verk Tarantinos í kvikmynda-
húsum í dag.
Myndin nefnist sem fyrr segir Death Proof
og fjallar um ökuníðinginn Stuntman Mike
og samskipti hans við tvo vinkvennahópa.
Stelpurnar í myndinni láta sér fátt fyrir
brjósti brenna og óttast hinn rúnum rista
Kurt Russel helst til lítið.
Death Proof hefur til að bera ýmislegt sem
einkennir góða Tarantino-mynd, og þá fyrst
og fremst hröð og skemmtileg samtöl sem
innihalda oft og tíðum miður prenthæf orð.
Auk þess er nokkuð um glæfraakstur, dauðs-
föll og slagsmál.
Russel á stórleik í myndinni, er bæði sval-
ur en einnig talsverk aumkunarverður á
köflum.
Leikkonur myndarinnar eru þó hennar
helsti styrkur. Meðal þeirra má meðal ann-
ars finna Sydney Poitier – nei, ekki leik-
arann gamla og góða, heldur samnefnda
dóttur hans. Rosario Dawson leikur Aber-
nathy, unga móður sem vill fá að vera með í
fjöri áhættuleikkvennanna vinkvenna sinna.
Þær eru leiknar af Tracie Thoms og Zoe
Bell, en sú síðastnefnda fer eiginlega með
hlutverk sjálfrar sín í myndinni. Bell er
nefnilega sjálf áhættuleikkona og hefur unn-
ið með Tarantino áður. Hún sá meðal annars
um öll áhættuatriði Umu Thurman í Kill Bill-
myndunum. Þær Rose McGowan og Mary
Elizabeth Winstead fara einnig með hlutverk
í myndinni, en Winstead leikur kjaftfora
Erlendir dómar
Metacritic: 77/100
Variety: 80/100
New York Times: 70/100
The Hollywood Reporter: 70/100
dóttur Johns McClanes í hinni nýútkomnu
Die Hard 4.0.
Þess má svo til gamans geta að Tarantino
kemur einnig fram í myndinni, íklæddur
skyrtu úr Dead-smiðju Jóns Sæmundar Auð-
arsonar. Auk þess skartar Íslandsvinurinn
Eli Roth rauðum bol frá Jóni Sæmundi í
aukahlutverki í myndinni.
Skvísur Konurnar í Death Proof láta sér fátt fyrir brjósti brenna.
38 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
- Kauptu bíómiðann á netinu
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann
Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000
Harry Potter 5 kl. 3 - 4 - 6 - 7 - 9 - 10 B.i 10 ára
Harry Potter 5 kl. 3 - 6 - 9 LÚXUS B.i 10 ára
Evan Almighty kl. 4 - 6 - 8 - 10
Die Hard 4.0 kl. 5 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára
Fantastic Four 2 kl. 3
Magnaður spennut-
ryllir sem sló óvænt í
gegn í Bandaríkjunum
Yippee Ki Yay Mo....!!
Death Proof kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára
Taxi 4 kl. 6 - 8 - 10
Die Hard 4.0 kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 14 ára
Fantastic Four 2 kl. 5:45 - 8 - 10:15
eeee
Ólafur H. Torfason - Rás 2
eeee
Tommi - kvikmyndir.is
Þessar 8 konur eru um það bil að hitta 1 djöfullegan mann!
Nýjasta meistaraverk
Quentin Tarantino
eee
„Geggjaður stíll... sterk og
bráðskemmtileg...bara stuð!“
- Þórarinn Þórarinnsson, Mannlíf
HÖRKUSPENNANDI GRÍNMYND
FRÁ LUC BESSON
NÚ VERÐUR ALLT GEFIÐ Í BOTN
Death Proof kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
1408 kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
Evan Almighty kl. 6
Die Hard 4.0 kl. 5.40 B.i. 14 ára
Guð hefur stór áform
... en Evan þarf að framkvæma þau
STÆRSTA
GRÍNMYND SUMARSINS
eeee
S.V. - MBL
T.S.K. – Blaðið
eee
Ó.H.T. - Rás 2
eeee
V.J.V. – Topp5.is
eee
F.G.G. – FBL
eee
Ó.H.T. - Rás 2
eee
MBL - SV
FRUMSÝNING»