Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 13
Vökvadælur
Vökvamótorar
Stjórnbúnaður
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
H
rafnkell Eiríksson, sér-
fræðingur hjá Haf-
rannsóknastofnun,
segir að humarveiðin
hafi gengið vel í sum-
ar. Oft hafi hún byrjað af miklum
krafti og nánast undantekningar-
laust dottið niður en nú hafi hún nán-
ast haldist alla vertíðina, eins og
reyndar undanfarin tvö ár.
Mjög mikill humarafli á togtíma
var á suðaustursvæðinu í fyrra, sá
mesti frá upphafsárum humarveiða í
byrjun sjöunda áratugarins. Hrafn-
kell segir að þá hafi líka verið dágóð
veiði á Eldeyjarsvæðinu. Veiðin þar
hafi verið enn betri í ár og sérstak-
lega norður af Eldey, á svæði sem
hafi verið hálfdautt í 15 ár. Þar hafi
verið léleg nýliðun en nú hafi verið
eins og humarinn hafi vaknað úr
dvala og verið vel veiðanlegur. Eitt-
hvað meira sé í uppvextinum en talið
hafi verið en samt sé ekki að sjá sér-
staka nýliðun með komandi ár í
huga. „Menn hafa freistast til þess
að liggja dálítið mikið í þessum stóra
humri og ég segi um of, því það bitn-
ar á okkur síðar meir,“ segir hann og
bendir á að þetta hafi verið aðal
humarsvæðið á sjöunda áratugnum.
Þrátt fyrir að sóknin hafi verið of
mikil, að mati Hrafnkels, segir hann
að gott sé að sjá dreifinguna yfir á
suðvesturhornið. Svona dreifing hafi
ekki sést lengi og því hafi sóknin ver-
ið allt of mikil við suðausturlandið í
mörg ár og við Vestmannaeyjar
2005. Veiðin sé svæðabundin og hafi
til dæmis ekki verið góð við Eyjar nú
og í fyrra og ekkert sérstök á Sel-
vogsbankanum og við Surtsey í ár.
Góð skilyrði
Hrafnkell segir að skilyrðin í sjón-
um hafi geysileg áhrif á veiðanleika
humars. Á köldum árum eins og ísa-
árið 1968 og 1979 hafi nánast enginn
humar veiðst á austustu svæðunum.
Skýringin hafi verið ískaldur og tær
sjór og lítið um þörunga. Undanfarin
tvö ár hafi besta veiðin oft verið að
deginum til. Það þýði að mikill þör-
ungur hafi verið í sjónum, sem skapi
mjög góð skilyrði, og hitastig sjávar
hafi farið vaxandi á síðari árum. Það
sé svipað því sem hafi verið á sjö-
unda áratugnum, þegar humarveiði
hafi verið mjög góð. Auk þess sé
uppsveifla í humarstofninum. „Hann
telst ekki í þeirri sögulegu lægð sem
hann var,“ segir Hrafnkell og vísar
til ástandsskýrslu Hafrannsókna-
stofnunar frá því fyrr í sumar.
Þormóður rammi, Humarvinnslan
og Hafnarnes gera út á humar í Þor-
lákshöfn. Hjörleifur Brynjólfsson,
framkvæmdastjóri Humarvinnsl-
unnar, segir að veiðum og vinnslu
hjá fyrirtækinu ljúki í þessari viku,
Hafnarnes sé búið og Þormóður
rammi sé í svipuðum sporum og
Humarvinnslan. „Þetta hefur gengið
mjög vel í sumar, góð veiði og góður
humar,“ segir hann og áréttar að
Þorlákshöfn sé stærsta löndunar-
höfn á humri í landinu og þar sé unn-
inn rúmlega helmingur humarkvót-
ans.
Fyrsta löndun hjá Humarvinnsl-
unni var 19. apríl og vertíðinni lýkur
fyrr en venjulega. Hjörleifur segir
að til að byrja með hafi bátarnir ver-
ið að veiðum austur í Lónsdjúpi,
Skeiðarárdjúpi og Breiðamerkur-
djúpi en eftir sjómannadaginn hafi
nær allur flotinn verið á Eldeyjar-
svæðinu, þar sem hafi verið mjög góð
veiði og mjög góður humar.
Góð humarveiði var í fyrra en
Hjörleifur segir að hún hafi verið
enn betri í ár. Humarbátunum hafi
fækkað mikið og þeim sé ekki beitt
af fullum krafti heldur ráði vinnslan
sókninni. „Veiðarnar hafa gengið
mjög vel og ástandið á þessum hum-
arstofni virðist vera gott. Við sjáum
ekki annað.“
Humarvinnslan selur nánast allan
sinn humar á Spán en humarhalarnir
fara til Bandaríkjanna og Kanada.
Hjörleifur segir að hátt gengi krón-
unnar komi sér illa hjá þeim eins og
öðrum sem standi í útflutningi og afli
gjaldeyris. Auk þess hafi verðið á
stórum humri á erlendum mörkuð-
um lækkað og þyngra verið að selja.
Á móti kæmi að minni stærðir hefðu
hækkað.
Mokveiði
Skinney-Þinganes á Höfn í Horna-
firði gerir út þrjá humarbáta. Her-
mann Stefánsson framleiðslustjóri
segir að veiðarnar hafi gengið mjög
vel og gera megi ráð fyrir að þær
haldi áfram fram í ágúst. Humarinn
hafi verið misjafn eftir svæðum og
bestur á vestursvæðinu en þar hafi
verið mikið um stóran humar. „Það
hefur verið mokveiði og við værum
löngu búnir ef ekki þyrfti að vinna
hann,“ segir Hermann og vísar til
þess að vinnslan ráði ferðinni.
Humarinn frá Skinney-Þinganesi
fer fyrst og fremst til Spánar, Jap-
ans, Ítalíu og Kanada. Hermann seg-
ir að verðið hafi verið svipað og í
fyrra í erlendri mynt en hríðfallið í
íslenskum krónum.
Góður markaður
„Við erum að klára síðustu tonnin,
segir Sigurjón Gíslason, framleiðslu-
stjóri hjá Vinnslustöðinni í Vest-
mannaeyjum, um humarvinnsluna.
Vinnslustöðin hefur unnið humar frá
fimm bátum og eru fjórir búnir en
einn í síðasta túrnum. „Það hefur
verið mjög góð veiði í allt sumar, stór
og fallegur humar.“
Uppistaða aflans í sumar hefur
fengist við Eldeyjarbankann og seg-
ir Sigurjón að bátarnir hafi verið þar
lengst af. Kvótinn sé meiri en í fyrra
en veiðum og vinnslu ljúki á svip-
uðum tíma og í fyrra. Í bæði skiptin
hafi verið hægt að ljúka vertíðinni
fyrr en tíminn hafi ráðist af afköst-
um vinnslunnar. „Menn hafa ekki
verið í vandræðum með að ná í sinn
kvóta og veiðistofninn virðist vera í
mjög góðu standi,“ segir hann.
Sigurjón segir að markaðshorfur
séu góðar og helst vanti smáhumar,
en Vinnslustöðin framleiði langmest
fyrir Spánarmarkað en einnig Ítalíu
og Króatíu.
steinthor@mbl.is
Humarveiðinni nær lokið
Mikill og stór humar hefur veiðst á Eldeyjarsvæðinu í sumar Sérfræðingur varar við ofveiði
Vinnslan ræður sókninni Góður markaður en hátt gengi krónunnar setur strik í reikninginn
Mjög góð humarveiði
hefur verið á vertíðinni
og 1.800 tonna kvótinn
nær allur veiddur.
Steinþór Guðbjartsson
kannaði stöðuna.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Mokveiði Humarveiðin hefur gengið mjög vel alla vertíðina og mikið um stóran og góðan humar.
Morgunblaðið/ÞÖK
Góður gangur Humarvinnsla hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
ÚR VERINU
GAMLI flugvöllurinn við Sauðanes
á Langanesi var aflagður fyrir all-
mörgum árum þegar nýr völlur var
byggður við Þórshöfn. Þó flugvélar
séu að mestu hættar að nýta sér
völlinn þá kemur hann skipunum að
góðu gagni og einn sólardaginn
mátti sjá rúmlega 550 metra langt
flottroll liggja þar eftir flugbraut-
inni. Það var þó ekki á leið í loftið
eins og flugvélarnar heldur voru
skipverjar að gera við það og
splæsa saman enda.
„Togveiðiskipin Júpíter og Álsey
toga saman þetta tvíburatroll og
við átökin í hafinu er algengt að
eitthvað gefi sig,“ segir Jón Axels-
son skipstjóri.
Afli skipanna, síld og makríll, fer
allur í bræðslu og hefur verið unnið
við bræðsluna á vöktum allan sólar-
hringinn að undanförnu.
Flottrollið á flugvellinum
Morgunblaðið/Líney