Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 37 FIMMTA myndin um galdrastrák- inn Harry Potter var langvinsælasta bíómyndin í íslenskum kvikmynda- húsum um helgina en rúmlega 10.000 manns sáu Harry Potter og Fönixregluna fyrstu sýningarhelg- ina. Alls hafa um 15.000 manns séð myndina frá því hún var frumsýnd hér á landi fyrir réttri viku og hafa færri komist að en vilja því uppselt hefur verið á einhverjar sýningar. Það dugði því ekkert minna en yf- irnáttúruleg öfl til þess að koma harðjaxlinum John McClane af toppnum, en Die Hard 4.0 hefur set- ið í efsta sæti íslenska bíólistans í tvær vikur og er nú svo komið að meira en 20.000 manns hafa séð Bruce Willis bjarga heiminum eins og honum einum er lagið. Hrollvekjan 1408 sem byggð er á samnefndri smásögu eftir meistara Stephen King stekkur beint í fjórða sætið. Sagan þykir minna um margt á eldra verk Kings, hina mögnuðu The Shining sem Stanley Kubrick kvikmyndaði árið 1980. Heiðu Jó- hannsdóttur, kvikmyndagagnrýn- anda Morgunblaðsins, þótti 1408 hins vegar ekki eins góð og The Shining og gaf henni bara tvær stjörnur af fimm mögulegum. Fjórða myndin í franska mynda- flokknum Taxi fer beint í sjötta sæt- ið, en myndin segir frá æsilegum bílaeltingaleik um götur hafnarborg- arinnar Marseille. Líkt og í fyrri myndunum þremur er Luc Besson höfundur handrits, en hann er þó trúlega þekktari sem leikstjóri mynda á borð við Leon og The Fifth Element. Vinsælustu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Galdrastrákurinn ýtti John McClane af toppnum        )($)                            !"  # $ %& '( )  "  ( *  + , - .  (  # /  0             Vinsæll Áhugi Íslendinga, og raunar heimsbyggðarinnar allrar á galdra- stráknum Harry Potter virðist nánast óþrjótandi. HLJÓMSVEITIN Arctic Monkeys á eina þeirra 12 platna sem til- nefndar eru sem besta plata ársins, en ein þeirra kemur til með að hljóta Mercury-verðlaunin svo- nefndu. Standi sveitin uppi sem sig- urvegari verður það í fyrsta sinn í sögu verðlaunanna sem sama hljómsveitin hampar verðlaunum tvö ár í röð. Það eru samtök breska plötuiðn- aðarins sem standa að verðlaun- unum, sem veitt eru fyrir bestu breiðskífu síðustu 12 mánaða, og hafa þau verið veitt frá árinu 1992. Það eru sérfróðir menn og konur í iðnaðnum auk tónlistarmanna sem hafa atkvæðisrétt. Þær plötur sem tilefndar eru til verðlaunanna að þessu sinni eru: Arctic Monkeys - Favourite Worst Nightmare Klaxons - Myths Of The Near Fut- ure Amy Winehouse - Back To Black Maps - We Can Create The View - Hats Off To The Bu- skers Jamie T - Panic Prevention Dizzee Rascal - Maths & English Bat For Lashes - Fur And Gold Young Knives - Voices of Animals And Men Fionn Regan - The End Of History New Young Pony Club - Fantastic Playroom Basquiat Strings - Basquiat Strings Mercury-verðlaunin verða afhent á Grosvenor-hótelinu í London í september. Meira Mercury fyrir Arctic Monkeys? Arctic Monkeys Fengu Mercury-verðlaunin í fyrra fyrir fyrstu plötuna sína og eru nú tilnefndir til verðlaunanna í annað sinn. HLJÓMSVEITIN Dr. Spock ætlar að vera landi og þjóð til sóma á tón- listarhátíðinni G! Festival sem fram fer í Færeyjum um helgina. Til að hita upp fyrir tónleikana fyrir frændur okkar í suðri ætlar Dr. Spock að halda tónleika á Dil- lon í kvöld. Hljómsveitin Lada Sport kemur einnig fram á tónleikunum sem hefjast klukkan 22. Fleiri Íslendingar koma fram á G! Festival að þessu sinni en auk Dr. Spock ætla Ultra Mega Tecno- bandið Stefán og Pétur Ben að trylla lýðinn. Upphitun fyrir Færeyjar Morgunblaðið/Ómar Dr. Spock Það er vonandi að Óttarr Proppé sé búinn að pakka bleiku buxunum til ferðarinnar. Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 19. júlí kl. 12.00: Jörg Sondermann, orgel 21. júlí kl. 12.00: Hannfried Lucke, orgel 22. júlí kl. 20.00: Hannfried Lucke, prófessor í orgelleik við Mozarteum, leikur verk eftir Buxtehude, Bach, Brahms, Mendelssohn, Duruflé og Vierne. www.listvinafelag.is MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 SÍMI 5 900 800Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. FELLAHVARF VIÐ ELLIÐAVATN GLÆSILEG EIGN - LAUS STRAX Erum með í sölu glæsilega 120 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í 5 íbúða húsi. Húsið stendur innst í botnlanga með útsýni yfir Elliðavatn og Heiðmörk. 3 herb. Rúm- góð og björt stofa, sjón- varpshol, glæsilegt bað- herb. og eldhús. Allar innr. hvítlakkaðar Suðursvalir. Vönduð eign. LAUS STRAX. VERÐ 34,9 MILLJ. STRANDVEGUR - SJÁLAND LAUS STRAX. Glæsileg ÚTSÝNISÍBÚÐ á 2. hæð í lyftuhúsi, 123 fm, ásamt stæði í bílskýli. Frábært skipulag, 3 herbergi, stór stofa, glæsilegt eldhús og baðherb. Stórar svalir meðfram allri íbúð og óviðjafnanlegt óhindrað sjávarútsýni. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. SÓLHEIMAR - SÉRHÆÐ Mjög falleg og mikið end- urn. neðri sérhæð, 137 fm ásamt 25 fm bílskúr. Nýtt glæsilegt eldhús og bað- herb. Nýtt eikarparket. Tvennar svalir. Nýtt steypt og hellulagt bílaplan með hitalögnum. TOPPEIGN Á GÓÐUM STAÐ. Verð 41,4 millj. GOÐHEIMAR - LAUS STRAX Mjög björt og falleg mikið endurnýjuð 121 fm hæð í þríbýli ásamt 30 fm bílskúr. Endurn. gólfefni, eldhús, lagnir o.fl. Tvennar svalir, stórar stofur. Toppeign á rólegum og góðum stað. LAUS STRAX. Verð 36,9 millj. GNITAHEIÐI - SUÐURHLÍÐUM KÓPAV. Glæsilegt 175 fm raðhús á þessum eftirsótta útsýnis- stað í suðurhlíðum Kópa- vogs. Húsið er allt hið vandaðasta, glæsilegar innréttingar, tæki og gólf- efni. Suðursvalir og suð- urgarður m. skjólgirðing- um. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Verð 47,9 millj. STÓRAR EIGNARLÓÐIR F. SUMARHÚS MARKARFLÖT VIÐ GALTAFELL - HRUNAMANNAHREPPI Vorum að fá í sölu 17 lóðir á frábærum stað í 5 mín. fjarlægð frá Flúðum. Lóð- irnar eru 6.300-9.300 fm á einstaklega fallegum stað. Heitt og kalt vatn á svæð- inu. Mjög fallegt útivistar- svæði og stutt í alla þjón- ustu. Einstök staðsetning í aðeins 60 mín. akstursfjar- lægð frá Reykjavík. LEIFSGATA Glæsileg og mjög rúmgóð 4ra herbergja íbúð á tveimur efstu hæðunum í þessu húsi ásamt 27 fm bílskúr. Íbúðin var öll end- urnýjuð á smekklegan hátt fyrir nokkrum árum, m.a. eldhús, bað og fl.. Vönduð gólfefni og innréttingar. Suðursvalir og glæsilegt útsýni. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Ólafur Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.