Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Pétur GuðjónJónsson fæddist
í Reykjavík 15. des-
ember 1931. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
fimmtudaginn 12.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
sr. Jón M. Guðjóns-
son, sóknarprestur
á Akranesi, f. 31.5.
1905, d. 18.2. 1994,
og kona hans Lilja
Pálsdóttir, f. 15.1
1909, d. 5.9. 1980.
Systkini Péturs eru: Ást, dó í
frumbernsku, Margrét, Sjöfn,
Ólafur, Helga, Þórunn, látin,
Valdimar, Gyða, Edda Sigríður og
Jóhanna. Hinn 31. maí 1953
kvæntist Pétur Margréti Vetur-
liðadóttur frá Ísafirði, f. 18.7.
1930. Foreldrar hennar voru Vet-
urliði Guðbjartsson verkstjóri, f.
26.6. 1883, d. 21.9. 1966 og kona
hans Guðrún Halldórsdóttir, f. 3.9.
1889, d. 18.8. 1959. Börn þeirra
var sóknarprestur. Árið 1946
flutti hann ásamt foreldrum sínum
og systkinum til Akraness þar sem
faðir hans tók við Akranespresta-
kalli. Pétur lauk vélvirkjameist-
araprófi árið 1955 frá Skipasmíða-
stöð Þorgeirs og Ellerts á Akra-
nesi. Þar starfaði hann til ársins
1960 er hann flutti ásamt konu
sinni og börnum að Laugabakka í
Miðfirði þar sem hann starfaði við
bifreiðaverkstæðið á staðnum.
Árið 1962 flutti fjölskyldan til
Hafnarfjarðar og starfaði Pétur á
Bifreiðaverkstæði Hafnarfjarðar
þar til fjölskyldan flutti í Kópavog
árið 1966. Pétur vann að ýmsum
verkefnum þar til hann hóf störf
sem tæknimaður hjá Þjóðminja-
safni Íslands árið 1976 og vann
hann þar til ársloka 2001 er hann
lét af störfum vegna aldurs.
Pétur hafði brennandi áhuga á
varðveislu gamalla muna og gerði
upp hina ýmsu muni fyrir Þjóð-
minjasafnið. Má þar nefna fornbíla
sem varðveittir eru á Þjóðminja-
safni Íslands og á Byggðasafninu í
Görðum á Akranesi.
Pétur verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
eru: 1) Jóna Lilja, f.
27.4. 1953, hún á
fimm börn og níu
barnabörn. 2) Jón
Pétur, f. 26.3. 1954,
kvæntur Kristínu H.
Guðmundsdóttur, f.
27.6. 1958. Þau eiga
einn son, fyrir átti
Jón son og Kristín
dóttur. 3) Gunnar, f.
24.1. 1956. Kona
hans er Lísbet Gríms-
dóttir, f. 2.7. 1951.
Gunnar á fjögur börn
og Lísbet son. 4) Páll
Sverrir, f. 13.5. 1960, d. 23.2. 2001.
Með konu sinni, Kötlu Þorsteins-
dóttur, f. 11.1. 1964, átti hann tvö
börn og fyrir átti Katla einn son.
Með fyrri konu sinni, Mörthu
Árnadóttur, átti Páll tvær dætur.
Páll á tvö barnabörn. 5) Þorlákur,
f. 21.8. 1968, kvæntur Sigríði Sig-
marsdóttur, f. 27.1. 1968. Þau eiga
fjögur börn.
Pétur ólst upp að Holti undir
Eyjafjöllum þar sem faðir hans
Elsku hjartans pabbi minn.
Mikið óskaplega var sárt að kveðja
þig en ég hugga mig við að nú líður
þér vel og nú hefur þú hitt elsku Palla
okkar sem þú saknaðir svo sárt. Hann
hefur tekið fagnandi á móti þér ásamt
öllum þeim ástvinum sem áður hafa
kvatt þessa jarðvist.
Það er sárt að hugsa til þess að
eiga ekki eftir að sjá þig aftur, heyra
hlátur þinn, sjá glettnina í augum
þínum og ekki síst finna fyrir sterku
og hlýju faðmlagi þínu, elsku pabbi
minn. Ég orna mig við allar fallegu
og skemmtilegu minningarnar með
þér. Mér finnst ég finna fyrir nálægð
þinni er ég rifja upp þessi minning-
arbrot þar sem ég sit við eldhúsborð-
ið heima í Holtó og sé þig ljóslifandi
fyrir mér sitjandi í stólnum þínum við
gluggann. Nú er stóllinn þinn auður
og við sem eftir lifum verðum að læra
að lifa við það tómarúm sem myndast
hefur við brottför þína en minning
þín lifir í hjörtum okkar allra.
Þegar ég var lítil stúlka var mín
æðsta ósk að líkjast þér. Ég óskaði
mér að ég fengi stórar og sterkar
hendur eins og þú. Þínar hendur voru
nefnilega töfrahendur. Þær gátu gert
bókstaflega allt enda ertu þekktur
fyrir snilldarvinnubrögð hvort sem þú
varst með stórar vélar eða örsmáa
hluti í höndunum. Á meðan aðrar
stúlkur fengu dúkkukerrur keyptar í
fínum leikfangabúðum fékk ég eina
heimasmíðaða sem var eins og nýj-
asta módel af Silver Cross. Gunni
bróðir ferðaðist um í einni slíkri árið
1956. Mér varð að ósk minni með
stærðina á höndunum en töframátt-
urinn fylgdi ekki með.
Við systkinin döfnuðum vel við ást-
ríki ykkar mömmu og fengum gott
uppeldi. Þið hafið verið okkur góð
fyrirmynd sem við búum að alla tíð.
Að fá að hafa verið í samvistum við
ykkur í öll þessi ár eru forréttindi.
Oft hefur verið glatt á hjalla í Holtó
og léttleikinn alltaf í fyrirrúmi. Þú
varst gleðigjafi, elsku pabbi minn, og
alltaf tilbúinn fyrir okkur börnin þín
og barnabörn sem öll hændust svo að
þér. Þú gafst hverjum og einum sín
nöfn sem við komum til með að
geyma með okkur.
Vinahópurinn þinn var stór og oft
var þéttsetið við eldhúsborðið í
Holtó. Heimilið ykkar mömmu stóð
ætíð opið og allir svo innilega vel-
komnir enda gestagangur mikill í
gegnum tíðina.
Elsku pabbi minn. Við eigum öll
eftir að sakna þín svo mikið. Ég vil
þakka þér fyrir alla þína elsku og allt
það góða sem þú skilur eftir þig. Það
kemur til með að lifa í okkur sem eft-
ir lifum.
Hvíl þú í friði elsku besti pabbi
minn.
Hittumst síðar.
Þegar húmar og hallar að degi
heimur hverfur og eilífðin rís.
Sjáumst aftur á sólfögrum ströndum
þar sem sælan er ástvinum vís.
(Guðrún Halldórsdóttir)
Þín dóttir,
Jóna Lilja.
Elsku tengdapabbi.
Mig langar til að minnast þín í ör-
fáum orðum og þakka þér fyrir hvað
þú reyndist mér og okkur fjölskyld-
unni alltaf vel. Það var árið 1992 sem
ég kynntist Þorláki syni þínum og
fljótlega flutti ég inn á heimili ykkar
Möggu í Holtagerði. Þá náði ég að
kynnast þér mjög vel og á ég margar
góðar minningar frá þeim tíma. Þær
minningar eiga eftir að ylja mér um
ókomna tíð. Æ síðan hefur verið mik-
ill samgangur á milli heimila okkar
þar sem við búum skammt frá Holta-
gerðinu. Það finnst mér hafa verið
forréttindi.
Allir vita hversu mikill handverks-
maður þú varst. Ég naut góðs af því.
Til dæmis minntist ég eitt sinn á það
við þig að kertastjakar sem þá voru
við leiði föður míns væru orðnir ónýt-
ir. Skömmu síðar varst þú búinn að
smíða aðra stjaka sem eru snilldar-
smíð og þola íslenskt veðurfar. Þá
nota ég enn.
Börnum okkar Þorláks varst þú
sérlega góður afi. Það sást alltaf hve
annt þér var um börnin þegar þú hitt-
ir þau. Þau eiga eftir að sakna þín
mikið. Þú varst svo stór partur í okk-
ar lífi.
Elsku Pétur, ég vil þakka þér fyrir
samveruna. Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Sigríður H. Sigmarsdóttir.
Sól er hæst á lofti, nætur bjartar,
fegurð mikil. Elskulegur tengdafaðir
minn, Pétur Jónsson, tekur sér ferð á
hendur, á æðra svið. Hann lét undan
eftir harða baráttu við meinið sem
hrjáði hann. Það er huggun harmi
gegn að vita til þess að hann er nú
laus frá þeim þrautum er sjúkdómn-
um fylgdu.
Mér var strax tekið opnum örmum
þegar ég kom á heimili þeirra Péturs
og Möggu konu hans að Holtagerði í
Kópavogi. Ég var tekin sem sannur
Skagamaður, einkum og sér í lagi þar
sem séra Jón faðir Péturs hafði bæði
skírt mig og fermt. Auk þess hafði
faðir minn verið tannlæknir þeirra
hjóna svo að tengingin var mikil.
Tíminn líður og tengslin styrkjast.
Það er gott að virða og það er gott að
gefa kærleika og hlýju. Pétur leyfði
mér svo oft að finna að það er ekki
síðra að þiggja virðingu, kærleika og
hlýju. Þetta þáði ég frá honum í rík-
um mæli allt frá því að ég hitti hann
fyrst.
Á sjúkrabeði sínu tók hann mér
alltaf fagnandi hversu veikur sem
hann var og það var stutt í skopskyn-
ið þó líðanin væri ekki góð. Alltaf var
Magga hans honum efst í huga enda
gædd öllum þeim kostum sem prýða
góða konu. „Hefurðu heyrt í henni
Möggu minni í dag?“ spurði hann
mig á morgnana. „Eigum við ekki að
hringja í hana? Annars missir hún af
„Brostnum vonum“ í sjónvarpinu,“
sagði hann kíminn. Og Magga kom
og sat hjá honum það sem eftir lifði
dags og fram eftir kvöldi. Hún vék
ekki frá honum. Þau héldust í hend-
ur. Á milli þeirra ríkti ást og gagn-
kvæm virðing. Það var fallegt að
finna þeirra sterku tengsl.
Pétur var vinamargur og vinsæll,
enda skemmtilega greindur og með
einstaka kímnigáfu. Maður verður
ríkari af því að þekkja menn eins og
hann.
Pétur kveð ég með þökk og virð-
ingu. Hann lifir í minningunni og öllu
því sem eftir hann liggur.
Blessuð sé minning Péturs Jóns-
sonar.
Lísbet Grímsdóttir.
Pétur Jónsson – stóri bróðir – eld-
huginn. Hann lét fljótt að sér kveða.
Sem ungabarn varð hann að fá fæðu
umfram móðurmjólkina og höfum við
eftir móður okkar, að tveir hafi þurft
að mata hann. Þetta er byrjunarlýs-
ing. Eftir að foreldrar okkar fluttu í
Eyjafjallasveitina fóru hlutirnir að
gerast. Á fjórða ári negldi hann út
allan barnavagninn, sem átti að nýta
fyrir stækkandi fjölskyldu. Barna-
vagn var ekki fenginn aftur. Hann
tók í sundur úr, reiðhjól og hvað ann-
að sem hann komst yfir, til að skoða
og læra af. Síðan kom hann þessu
saman aftur. Á stríðsárunum var
hann oft uppi hjá þjóðvegi til að
snapa af Bretanum. Eitt sinn kom
hann heim með furðutæki, er stóð á
þremur fótum. Hann stillti því upp á
hlaðinu í Holti og hóf að snúa sveif, er
stóð út úr því. Og þvílíkur hávaði.
Þetta var þá loftvarnaflauta. Síminn í
Holti varð rauðglóandi. Hvað var að
gerast? Allar kýrnar, er voru úti,
hlupu um með halana á lofti. Þetta
var hann Piddi að æfa nýja tækni.
Innan við fermingu fór hann á bíla-
verkstæði á Hellu og bað um yfir-
brunna rafala. Heim kom hann með
þessi tæki, tók að vefja rafalana upp,
setti spaða á þá, ásamt vírum og per-
ustæðum. Vindurinn sá um að drífa
spaðana áfram. Hann byrjaði á að
raflýsa hænsnakofann og síðan önn-
ur útihús. Vitað er að hænurnar tóku
upp á að verpa meira. Löngum
stundum dundaði hann sér í kjallar-
anum við ýmsa nýsköpun. Krafturinn
og dugnaðurinn var óbilandi. Hann
var bæði stór í orðum og gerðum og
hrukku margir við sem ekki þekktu
hann. En undir stóryrðunum leynd-
ist viðkvæm sál. Pétur lauk fullnað-
arprófi frá barnaskólanum á Ysta-
Skála. Stærðfræðin var eftirlætis-
grein hans. Árið 1946 fluttist
fjölskyldan á Akranes eftir 12 ára
dvöl undir Fjöllunum. Pétur fór fljótt
að starfa í frystihúsi á Skaganum.
Það var fyrir tilviljun að hann gerðist
starfsmaður hjá vélsmiðju Þorgeirs
og Ellerts. Í viðtali við Vigfús Run-
ólfsson, er birtist fyrir nokkrum ár-
um, var Vigfús spurður hvað væri
eftirminnilegasta atvikið á starfsæv-
inni hjá Þ&E. „Það var,“ sagði hann,
„þegar 15-16 ára strákur hafði eign-
ast gamlan bíl og hugðist gera hann
upp. Kom hann og spurði mig hvort
hann mætti nota rennibekkinn. Ég
hringdi í Þorgeir sem svaraði um
hæl: „Láttu drenginn fá allt sem
hann vill, og svo skaltu ráða hann.“
Pétur G. Jónsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn, pabbi okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR ÓLAFSSON
frá Syðri-Hraundal,
Njálsgötu 43a,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, mánudaginn
23. júlí kl. 13.00.
Jenney Þorláksdóttir,
Vigdís Ólafsdóttir, Guðmundur Agnar Ernuson,
Ólafur Ólafsson,
Jóna Guðrún Sigurðardóttir,
Þorlákur Magnús Sigurðsson,
Ólafur Guðmundsson,
Thelma Rut Guðmundsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og systir,
HELGA SIGTRYGGSDÓTTIR,
lést, miðvikudaginn 11. júlí, á St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju, fimmtu-
daginn 19. júlí kl. 15:00.
Ólöf Stefánsdóttir,
Sigtryggur Stefánsson, María Markúsdóttir,
Sævar Stefánsson, Margrét Gunnarsdóttir,
Valborg Stefánsdóttir, Þórólfur Kristjánsson,
Kolbrún Stefánsdóttir, Jóhannes Reynisson,
Sigurður Stefánsson, Svava Guðmannsdóttir,
Haukur Sigtryggsson, Unnur Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON
kennari,
Brúnavegi 9,
Reykjavík,
sem lést, fimmtudaginn 12. júlí, á Landspítalanum,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í Reykjavík,
mánudaginn 23. júlí kl. 15.00.
Jakobína Jónsdóttir,
Jón Þorvaldsson, Guðbjörg Jónsdóttir,
Baldur Þór Þorvaldsson,
Katrín Þorvaldsdóttir,
Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐBJÖRG ÓSK GUNNARSDÓTTIR,
Stararima 55,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju, föstudaginn
20. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas.
Hafsteinn Bergmann Sigurðsson,
Gunnar Ragnar Hjartarson, Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir, Jón Emil Svanbergsson,
Þorsteinn Óskar Þorsteinsson, María Kuzmenko,
Hafþór Hafsteinsson, Hjördís Líney Pétursdóttir,
Íris Mjöll Hafsteinsdóttir, Ríkarður Sigmundsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARÍA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR,
Kleppsvegi 62,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn
10. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 19. júlí kl. 13.00.
Steinunn Sigurlaug Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Aðalsteinsson,
Sif Aðalsteinsdóttir, Jón B. Stefánsson,
Örn Aðalsteinsson, Eve Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.