Morgunblaðið - 13.08.2007, Side 4
4 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Lloret de Mar
14. september
frá kr. 49.990
Vikuferð m/fullu fæði
Heimsferðir bjóða einstakt tilboð á einn
vinsælasta áfangastað Costa Brava
strandarinnar við Barcelona, Lloret de
Mar. Hótel með góðri aðstöðu, garði,
sundlaug og veitingastað. Stutt í golf
og á ströndina. Öll herbergi með baði,
sjónvarpi og síma. Gríptu tækifærið og
tryggðu þér góðan sumarauka á Lloret
de Mar á frábærum kjörum.
Verð kr. 49.990
- með fullu fæði
Netverð á mann. Flug, skattar og gist-
ing í tvíbýli með fullu fæði á Hotel
Ancla í 7 nætur, 14. september.
HELGARUMFERÐIN til höfuð-
borgarsvæðisins kom einkum norð-
an af landinu að þessu sinni. Rólegt
var hjá Selfosslögreglunni og um-
ferðin svo þétt að norðan að öku-
mönnum gáfust vart tækifæri til
hraðaksturs. Lögreglan á Blönduósi,
sem er landsþekkt sem hraðabani í
umferðinni, hafði þó í nógu að snú-
ast. Stöðvuðu lögreglumenn um-
dæmisins 26 ökumenn fyrir hrað-
akstur á tveimur tímum á Þverár-
fjallsvegi, en hann liggur á milli
Blönduóss og Sauðárkróks. Voru
fjórir af þessum 26 ökumönnum
mældir á 135 til 138 km hraða, en
þarna er hámarkshraði 90 km á
klukkustund.
Á Snæfellsnesvægi fauk hjólhýsi
útaf veginum rétt við Lísuhól. Slitn-
aði hjólhýsið í miklum strekkings-
vindi frá bifreiðinni sem dróg það og
er talið gjörónýtt. Að öðru leyti gegn
sunnudagsumferðin rólega fyrir sig.
26 teknir fyrir hrað-
akstur við Blönduós
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
HELGA Sif Friðjónsdóttir, doktor í
hjúkrunarfræði, telur að efla þurfi
geðrækt í framhaldsskólum og að
æskilegt væri að heilbrigðisstéttir
sinntu ungmennum á framhalds-
skólaaldri betur, meðal annars í for-
varnarskyni gegn áfengisofneyslu.
Þetta kom fram í doktorsverkefni
hennar þar sem hún kannaði áfeng-
isneyslu ungs fólks.
Rannsóknin byggir á gögnum sem
safnað var í framhaldsskólum árið
2004. „Ef grannt er skoðað þá vant-
ar nánast alla heilsugæslu fyrir
þennan hóp. Þau útskrifast úr tí-
unda bekk, þar sem þau hafa aðgang
að skólahjúkrunarfræðingum og svo
skila þau sér illa inn í heilbrigð-
iskerfið eftir það. 60 prósent fólksins
í úrtakinu höfðu orðið drukkin einu
sinni eða oftar síðastliðna 30 daga.
Bara þessi mikla tíðni segir manni
það að þetta er heilbrigðisvanda-
mál,“ segir Helga. Hún leggur
áherslu á að aðalatriðið sé að draga
úr skaðanum sem áfengisofneysla
hefur í för með sér.
Þrenns konar drykkjumynstur
Helga setti upp tölfræðimódel til
þess að greina á milli ólíkra hópa í
úrtakinu. Hún komst að því að
drykkjumynstri framhalds-
skólanema má gróflega skipta í
þrennt. Fyrsti hópurinn, um helm-
ingur úrtaksins, verður tiltölulega
sjaldan drukkinn, en drekkur þá
álíka oft bjór og léttvín. Næsti hóp-
ur, sem 43 prósent framhalds-
skólanema tilheyra, eru í nokkuð
mikilli áfengisofneyslu. Þau drekka
mun oftar bjór en fyrsti hópurinn og
sækja til dæmis meira á vínveitinga-
hús. „Það er eitthvað sem við þyrft-
um að fara að skoða betur og kanna
af hverju þessir krakkar eru inni á
skemmtistöðunum,“ segir Helga.
Um sjö prósent framhalds-
skólanema tilheyra, að mati Helgu
áhættuhópi hvað áfengisneyslu
varðar. Það er hópurinn sem verður
oftast drukkinn. „Þau drekka meiri
bjór og meira vín en jafnaldrar
þeirra og líka talsvert af landa. Það
má segja að þessir krakkar séu
komnir í mjög alvarlega áfeng-
isneysluhegðun.“
Helga segir að taka þurfi tillit til
þessa ólíku hópa í forvarnarstarfi.
Síðastnefndi hópurinn þurfi ekki
bara hjálp vegna áfengisneyslu,
heldur þarf líka að styðja þau í öðr-
um efnum, til dæmis að tengjast
skólanum betur. Hvað þau 43 pró-
sent varðar sem drekka næst oftast,
segir Helga að þar þurfi að finna
leiðir til þess að þau dragi úr neysl-
unni með það í markmiði að draga úr
skaðlegum áhrifum ofneyslu.
Dýrt að bregðast seint við
Helga telur að það þurfi að efla
geðræktarstarf inn í framhalds-
skólana. „Ég myndi fyrst og fremst
vilja fá heilsugæslu inn í framhalds-
skólana þannig að þessum krökkum
verði sinnt.“
Ljóst er að talsverður kostnaður
myndi fylgja því að ráða heilbrigð-
isstarfsfólk til starfa við framhalds-
skólana en Helga telur að kostn-
aðurinn sé meiri við það að bregðast
ekki við fyrr en að unga fólkið sé bú-
ið að koma sér í veruleg vandræði, til
dæmis með ölvunarakstri. Hún
nefnir líka að ungmenni glími við
ýmis önnur geðræn vandamál, til
dæmis þunglyndi og kvíða, sem þau
þurfi ekki síður hjálp við.
Efla þarf geðrækt og heilsu-
gæslu í framhaldsskólum
Morgunblaðið/Ómar
Forvarnir Helga Sif Friðjónsdóttir segir að miða þurfi forvarnir við þarfir ólíkra hópa ungs fólks.
SÚ ÓVENJULEGA sjón blasti við
mörgum gestum Hinsegin daga í
miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn
að sjúkraflutningamaður var á ferð
um svæðið á mótorhjóli.
Hann var þar til að sinna þeim
neyðartilfellum sem upp komu á
svæðinu en um er að ræða til-
raunaverkefni í því skyni að stytta
viðbragðstíma sjúkraflutninga-
manna og draga úr útköllum
sjúkrabíla þegar um fjölmenna við-
burði er að ræða.
Jón Viðar Matthíasson, slökkvi-
liðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins, segir þetta fyr-
irkomulag hafa verið reynt áður,
fyrst á Lýðveldishátíðinni á Þing-
völlum árið 1994.
„Það er eilíf barátta hjá okkur að
reyna að stytta útkallstímann og
það er ástæðan fyrir því að við er-
um að prófa þetta.“ Viðar segir
starfsmann slökkviliðsins eiga hjól-
ið sem ekið var um bæinn og hafi sá
komið með þá hugmynd hvort ekki
ætti að nýta hjólið í þetta verk þar
sem hann hafði komið á því í vinn-
una. Vel var tekið í það en sá sem
sinnti útköllum á hjólinu var ekki
eigandinn sjálfur heldur annar
starfsmaður slökkviliðsins.
„Þetta hefur jafnframt verið
reynt á stærstu ferðahelgunum í
sumar því þar erum við aðallega að
glíma við það hve erfitt er að kom-
ast ferða sinna þegar fólk er að fara
út úr bænum. Þá var eigandi hjóls-
ins staðsettur á Litlu kaffistofunni.“
Viðar segir þetta fyrirkomulag
stytta útkallstímann verulega og á
laugardaginn kom það berlega í
ljós hve vel tókst til. Þá sinnti
sjúkraflutningamaðurinn 3-4
minniháttar tilfellum og gat dregið
úr útköllum sjúkrabílanna með að
sinna sjúklingunum strax á staðn-
um. Að sögn Viðars er það í skoðun
hvort mótorhjólið verði í viðbragðs-
stöðu á menningarnótt en þá verð-
ur meiri viðbúnaður í bænum en á
Hinsegin dögum. Spurður hvort
það borgi sig ekki að hafa þennan
háttinn á segir Viðar: „Um leið og
það skiptir sköpum þó ekki sé í
nema örfáum tilfellum þá borgar
það sig.“
Morgunblaðið/Júlíus
Neyðartilvikum sinnt á hjóli
ÞÉTT var setið í fangageymslum
lögreglu höfuðborgarsvæðisins í
fyrrinótt en mikið var að gera hjá
lögregluþjónum umdæmisins alla
nóttina. Töluvert var um slagsmál
og pústra en mannmargt var í mið-
borginni. Ölvun var almenn og voru
níu handteknir fyrir akstur undir
áhrifum áfengis. Lögregla var köll-
uð til um klukkan tvö á skemmti-
staðinn Kaffisetrið vegna hópslags-
mála. Höfðu dyraverðir á staðnum
kveikt öll ljós og slökkt á tónlistinni
þegar lögreglumenn bar að garði en
þá voru upphafsmenn átakanna
horfnir á braut. Einn fékk áverka á
andlit og var fluttur á slysadeild en
enginn var handtekinn vegna máls-
ins.
Flúði fáklæddur úr íbúð sinni
eftir misþyrmingar
Nokkru áður hafði lögreglu borist
tilkynning um að nakinn maður væri
á hlaupum eftir Bíldshöfða. Þegar
lögreglumenn komu á vettvang kom
í ljós að maðurinn var blóðugur í
framan og einungis klæddur í nær-
buxur. Höfðu þrír menn ráðist inn á
manninn þar sem hann lá sofandi í
íbúð við Tangarhöfða en hann kom-
ist út við illan leik. Þegar lögregla
fór þangað voru mennirnir búnir að
rústa tveimur herbergjum íbúðar-
innar. Neituðu mennirnir að yfir-
gefa íbúðina og kom til handalög-
mála milli þeirra og lögreglu. Voru
tveir handteknir. Um klukkan hálf-
þrjú var lögreglu síðan tilkynnt um
að maður hefði verið sleginn í andlit-
ið með glerflösku á skemmtistaðn-
um Sólon. Maðurinn var fluttur á
slysadeild en framtennur losnuðu
auk þess sem efri vör mannsins rifn-
aði. Árásarmaðurinn komst undan.
Slagsmál
og ölvun
í borginni