Morgunblaðið - 13.08.2007, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 7
MIKILL fjöldi var á Króksmótinu
á Sauðárkróki um helgina en þar
kepptu rúmlega eitt þúsund
drengir og stúlkur í 5., 6., og 7.
flokki í knattspyrnu. Er það met-
þátttaka til þessa en alls kepptu
rúmlega 100 lið alls staðar að af
landinu.Vanda Sigurgeirsdóttir,
formaður knattspyrnudeildar
Tindstóls, setti mótið en þetta er
20. Króksmótið sem félagið held-
ur.
Setningarathöfnin fór fram á
laugardagsmorgninum að við-
stöddu fjölmenni á íþrótta-
leikvanginum og síðan var flautað
til leiks og fótbolti spilaður af full-
um krafti. Að lokum var svo
kvöldvaka og skemmtiatriði fyrir
mótsgesti.Morgunblaðið/Björn Björnsson
Þúsund
kappsfullir
krakkar
SUNN, Samtök um náttúruvernd á
Norðurlandi, hafa sent umhverfisráð-
herra og bæjarstjórn Fjallabyggðar
áskorun um að beita sér fyrir friðlýs-
ingu Héðinsfjarðar sem friðlands eða
fólkvangs. Friðlandið yrði stofnað
ekki síðar en jarðgöngin milli Siglu-
fjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð
en undirbúning friðlýsingar, merk-
ingar gönguleiða og brúun lækja og
mýrlendis þarf að hefja sem allra
fyrst, að mati samtakanna.
Góð áhrif á ímynd svæðisins
„Fjallabyggð og byggðarlög í ná-
grenninu hafa mikla hagsmuni af því
að friðland verði stofnað á norðan-
verðum Tröllaskaga, með eins konar
hjarta í Héðinsfirði. SUNN telja því
að eðlilegt sé að sveitarfélagið beiti
sér í málinu með umhverfisráðherra.
Þá er ekki ólíklegt að hinn siglfirski
samgönguráðherra hafi áhuga á mál-
inu. Friðlýsing myndi hafa afar góð
áhrif á ímynd svæðisins alls og vafa-
lítið stuðla að auknum ferðamanna-
straumi um norðanverðan Trölla-
skaga og auka þannig þau jákvæðu
áhrif sem fólk á svæðinu vonast til að
skapist vegna jarðganga og vegar
sem liggur þvert yfir Héðinsfjörð,“
segir í áskoruninni.
Bent er á að þótt Héðinsfjörður
verði ekki friðland eða fólkvangur við
opnun jarðganganna þurfi að gera
friðunarráðstafanir þegar vegur
verður kominn. Um þetta hafi land-
eigendur, náttúruverndaryfirvöld,
SUNN og fjölmargir aðrir sem hafa
tjáð sig verið sammála.
„Koma þarf á fót móttöku fyrir
gesti, bílastæðum, göngustígum og
brúm yfir læki og um mýrlendi. Allar
slíkar aðgerðir munu gagnast betur
ef landið verður formlega friðlýst og
komið á landvörslu og upplýsingagjöf
fyrir ferðafólk,“ segir þar enn fremur.
Vilja
friðlýsa
Héðinsfjörð
VEGNA frétta um að ríkið sitji eitt
að skattgreiðslum á þriðja þúsund
manns sem ekki séu með aðrar
tekjur en fjármagnstekjur, en þær
renna einungis til ríkisins, hefur
fjármálaráðuneytið látið greina fjár-
magnstekjur þessa hóps. Í tilkynn-
ingu frá ráðuneytinu er tilgreint að
2.381 einstaklingur sé einungis með
fjármagnstekjur og 90% þeirra séu
með minna en 50 þúsund krónur í
fjármagnstekjur á ári. Að stórum
hluta sé þarna um að ræða ungt fólk
sem ekki er á vinnumarkaði en af
þeim 2.381 einstaklingi sem þarna
um ræði greiði einungis 116 ein-
hvern fjármagnstekjuskatt.
Á árinu 2006 var fjöldi hjóna sem
ekki var með neinar aðrar tekjur en
fjármagnstekjuskatt alls 150. 57%
þeirra voru með minna en 100 þús-
und krónur á árinu í fjármagns-
tekjur og 61% með minna en eina
milljón króna í fjármagnstekjur.
Einungis 51 hjón í þessum hópi
greiða einhvern fjármagnstekju-
skatt.
Hafa minni
fjármagns-
tekjur
♦♦♦
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali