Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 9 TILBOÐ -á völdum vörum www.tk. is *Fallegur penni fylgir hverri sölu - Líttu á www.tk.is 13.-19. ágúst verslun fyrir þig *meðan birgðir endast HVERFISGÖTU 6, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 2862 HAUST 2007 Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Nýjar vörur frá Stærðir 42-56 grein en allt getur gerst líkt og áhorfendur urðu síðar vitni að í tölt- inu. Þórarinn reið úrslitin af miklu öruggi og lagði allt undir. Var hann gríðarlega góður á brokki og stökki en hann fékk 8,5 fyrir þær gangteg- undir. Í töltinu hafði hann mikla yf- irburði yfir hina og fékk 9,17 fyrir. Það fór um mann smáónotatilfinn- ing þegar honum tókst ekki að leggja Kraft í fyrsta skeiðsprettin- um. Sú tilfinning hvarf þó fljótt þegar Þórarinn tók hina tvo sprett- ina af miklu öryggi. Þannig að fyrsti spretturinn skipti engu máli þar sem það þarf bara tvo heila spretti til að fá fulla einkunn. Svo fór að Þórarinn vann fimmganginn með einkunnina 7,79 og nældi sér þar með í einn heimsmeistaratitil. Í öðru sæti var Frauke Schenzel á Næpa vom Kronshof með ein- kunnina 7,52. Anna Skúladóttir á Fönix vom Klosterbach átti bestu skeiðsprettina en hún endaði í fjórða sæti með einkunnina 7,31. Rúna Einarsdóttir kom svo næst á eftir henni með einkunnina 7,05. Í slaktaumatölti var okkar helsta von Eyjólfur Þorsteinsson á Háreki frá Vindási en hann var í öðru sæti eftir forkeppni. Efst var hin þýska Jolly Schrenk á Laxness vom Sör- tal. Eyjólfi tókst gríðarlega vel upp með hæga töltið og fékk fyrir það 8,5. En Jolly rúllaði upp frjálsu ferðinni og slaktauminum. Fór því svo að Jolly vann með 8,50 en Eyjólfur varð annar með 8,29. Loksins skeiðað til sigurs Skeiðgreinarnar hafa reynst okkur Íslending- um eitthvað erfiðar á nokkrum síðustu heims- meistaramótum. Svíar hafa þar verið með mikla yfirburði og unnið allar skeiðgreinar á síðustu þremur mótum. Ísland vann síðast skeiðgrein árið 1999 í Þýskalandi þegar Sigurbjörn Bárð- arson varð heimsmeistari í 250 metrunum á Gord- on frá Stóru-Ásgeirsá. Annað var uppi á ten- ingnum á þessu nýliðna móti. Á fimmtudag sneri Sigursteinn Sumarliða- son blaðinu við fyrir okk- ur og vann gæðinga- skeiðið á Kolbeini frá Þóroddsstöðum. Á föstu- dag náði svo Bergþór Eggertsson besta tíman- um í fyrri tveim sprett- um 250 metra skeiðsins og fór hann brautina á 21,55 sekúndum. Seinni tveir sprettirnir fóru svo fram á laugardag. Eng- um tókst að bæta um betur þannig að Bergþór vann þá grein og náði því öðru gulli til Íslands í skeiðgreinunum. 100 metra fljúgandi skeiðið fór svo fram í gær. Berg- þór Eggertsson var greinilega mjög heitur þessa helgina því hann gerði sér lít- ið fyrir og sigraði þá grein einnig á tímanum 7,63 sekúndum. Sigur- steini tókst ekki að leggja klárinn sem hann var með, Kolbein frá Þór- oddsstöðum, en hann náði aftur á móti öðru sætinu í 250 metrunum. Mjög góður árangur hjá strákunum enda kominn tími á það að við feng- um einhver gull á þessum vígvelli. Þó svo að Jóhann R. Skúlason hafi ekki náð að næla sér í þriðja heimsmeistaratitilinn í tölti fór hann ekki alveg tómhentur heim. Hann reyndist vera heimsmeistari í fjórgangsgreinum en það er reikn- að út frá stigum úr fjórgangi og einni töltgrein. Heimsmeistari í fimmgangsgreinum varð svo Þórar- inn Eymundsson. Samanlagður fimmgangssigurvegari er saman- lögð stig úr þremur greinum, ein töltgrein, ein skeiðgrein og fimm- gangur. Mótið var í flestalla staði mjög vel heppnað. Skipulag og aðstaða fyrir áhorfendur og knapa var gríð- arlega góð og ekkert út á það að setja. Blaðamenn fengu aftur á móti frekar lélega aðstöðu og stundum gekk erfiðlega að fá upplýsingar um úrslit og þess háttar. Vonandi sjá skipuleggjendur næsta heimsmeist- aramóts sér hag í því að hafa þessa hluti á hreinu á næsta móti. Næsta heimsmeistaramót veður haldið í Brunnadern í Sviss 2009. Vonbrigði Jóhann Skúlason, sitjandi heimsmeistari í tölti, fetar á Hvin frá Holtsmúla eftir að skeifa fór undan. Fræknir félagar Þórarinn Eymundsson átti góða innistæðu fyrir því að fagna á heims- meistaramótinu á Krafti frá Bringu, enda tvö- faldir heimsmeistarar á ferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.