Morgunblaðið - 13.08.2007, Síða 11

Morgunblaðið - 13.08.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 11 FRÉTTIR ALDREI hafa jafnmargir lagt leið sína á Fiskidaginn mikla á Dalvík en þegar mest var voru yfir 35 þúsund manns staddir í bænum. Fjölmargir voru komnir í bæinn þegar á fimmtudeginum en sjálfum Fiskideginum var fagnað á laug- ardaginn. Þegar leið á daginn hafði myndast biðröð inn í bæinn og var umferðin afar þétt á Dalvíkur- afleggjaranum. „Matarskammtarnir voru rúm- lega hundrað þúsund og það gekk vel að koma þeim út,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri hátíð- arinnar. Lagerinn sem geymir af- gangsskammtana hefur aldrei verið jafntómlegur að sögn Júlíusar og mun stjórn hátíðarinnar hittast inn- an skamms og ákveða hvaða hjálp- arstofnun fær að njóta afganganna. Júlíus segir Dalvíkinga vera í skýjunum yfir hve vel tókst með há- tíðina en umgengni gestanna var til fyrirmyndar: „Hún var eiginlega lygileg, á tjaldsvæðunum var varla tyggjóbréf að sjá. Miðað við þennan mannfjölda á þetta eiginlega ekki að vera hægt.“ Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Mergð Talið er að yfir 35.000 manns hafi verið á Dalvík þegar mest var. Metfjöldi á Fiskidegi Alþjóðlegt Starfsmenn fyrirtækisins Sölku klæddu sig að nígerískum sið en það flytur ýmsar fiskafurðir þangað. HINSEGIN dagar voru haldnir um helgina og var hápunktinum náð á laugardaginn þegar gleðigangan hélt í allri sinni dýrð niður Lauga- veginn. Að mati lögreglunnar fylgdust rúmlega 50 þúsund manns með her- legheitunum en aldrei hafa jafn- margir lagt leið sína í bæinn til að taka þátt í hátíðahöldunum og berja skrautleg atriði göngunnar augum. Þegar fyrst var farið í gönguna fyrir sjö árum mættu um 15 þúsund manns þannig að fjöld- inn hefur vaxið gríðarlega. Veðurblíðan sem lék við höf- uðborgarbúa á laugardaginn hefur eflaust haft sitt að segja um þennan metfjölda en hitinn náði allt að sautján stigum og var himinninn heiðskír seinnipartinn. Það leikur þó ekki nokkur vafi á að hvort sem veðrið hefði verið gott eður ei hefði fjöldi fólks lagt leið sína í miðbæ Reykjavíkur enda hátíðin búin að festa sig í sessi sem einn fjölmenn- asti og líflegasti viðburður borg- arinnar. Fór fram úr björtustu vonum „Þetta tókst frábærlega vel í alla staði og allt gekk upp,“ segir Þor- valdur Kristinsson, forseti Hinsegin daga. „Meira að segja veðrið var okkur hagstætt og þátttakan fór fram úr okkar björtustu vonum.“ Um þrjátíu atriði voru í göngunni sem aldrei hefur verið stærri eða lengri. Þorvaldur telur erlenda gesti sem komu sérstaklega til landsins vegna hátíðarinnar hafa skipt hundruðum. Þá hafi líka samkyn- hneigðir Íslendingar, sem búsettir eru erlendis, komið til landsins sér- staklega til að vera viðstaddir há- tíðina en margir hverjir flúðu land forðum daga. „Líf samkynhneigðra snýst um svo margt annað en réttindabar- áttu. Það snýst um sjálfsvirðingu og það að lifa í samfélagi við annað fólk og til þess að svo megi takast þurfum við stöðugt að undirstrika að við erum til og erum sýnileg,“ segir Þorvaldur. „Það er ekkert betra til þess að staðfesta tilveru okkar en einmitt Hinsegin hátíð að sumri til í dagsbirtu þannig að til- gangur hátíðarinnar tekur aldrei enda. Á hverju ári kemur mikill fjöldi ungs fólks í gönguna í fyrsta sinn sem ekki treysti sér árið áður þannig að gangan hefur eilífan til- gang til staðfestingar á lífi okkar.“ „Gangan hefur eilífan tilgang“ Morgunblaðið/Júlíus Metfjöldi Að mati lögreglunnar voru yfir 50 þúsund manns sem tóku þátt í hátíðahöldum Hinsegin daga á laugardaginn. Veðrið lék við mannfjöldann. Fögnuður Páll Óskar lét sitt ekki eftir liggja á þessari gleðihátíð. Skrautleg Þessi líflega drottning naut sín vel á háum stalli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.