Morgunblaðið - 13.08.2007, Side 13

Morgunblaðið - 13.08.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● VON er á nýjum tölum í dag frá Hagstofunni um vísitölu neyslu- verðs. Spám greiningardeilda bank- anna ber ekki alveg saman um hvað kemur upp úr hatti Hagstofunnar í dag. Greiningar Kaupþings og Lands- bankans reikna með 0,1% hækkun á vísitölunni síðan í júlímánuði en Glitnismenn spá 0,1% lækkun. Gangi fyrri spáin eftir þá mun tólf mánaða verðbólga fara úr 3,8% í 3,5%, en svo lítil hefur verðbólgan ekki verið í tvö ár, eða síðan í júlí árið 2005. Bönkunum ber saman um að útsölur og eldsneytislækkun í lok júlí séu að draga úr verðbólgunni en hátt húsnæðisverð haldi, sem fyrr, aftur af lækkunarferli. Bent er á að elds- neyti hafi síðan verið hækkað í byrjun ágúst en það sé ekki inni í væntanlegri mælingu Hagstofunnar í dag. Verðbólgudagur í dag ● GENGI japanska jensins hefur styrkst verulega undanfarinn mánuð gagnvart íslensku krónunni, meira en annarra gjaldmiðla. Þannig hefur jenið hækkað um 13,6% frá 10. júlí sl. en á sama tíma hefur gengi gjald- miðla annarra helstu viðskiptalanda Íslands hækkað um tæp 9%. Banda- ríkjadalur hefur hækkað um 8,8% en evra, breskt pund og dönsk króna um 8,9%. Það hefur færst mjög í aukana að heimilin í landinu taki lán í erlendum myntum og hefur jenið þá verið einkar vinsælt þar sem vextir í Japan eru með því lægsta sem þekk- ist. Samhliða hækkun jensins hefur höfuðstóll þeirra lána sem bundin eru myntinni hækkað. Hjá bönkunum fengust ekki nákvæmar upplýsingar um hlutfall lána í jeni en þó sagt að um stóran hluta væri að ræða. Japanska jenið hækk- að um 14% á mánuði SAMKVÆMT frásögn breska blaðs- ins Sunday Telegraph í gær, og vitnað var til á fréttavef Morgunblaðsins, gæti útrás íslenskra fyrirtækja til Bretlands verið lokið í bili. Fjallað er um fjárfestingar Baugs í Bretlandi og því haldið fram að fjármögnun þeirra verði erfiðari nú á tímum mikils óróa á fjármálamörkuðum heimsins. Útrás Íslendinga hafi byggst á aðgangi að ódýru lánsfé, m.a. frá íslensku bönk- unum Kaupþingi og Glitni, sem og Royal Bank of Scotland. Í umfjöllun Sunday Telegraph er gefið í skyn að fjármögnunarleiðir Baugs hafi orðið fyrir áföllum. Þessu neitar Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, í samtali við blaðið. Hann seg- ir fyrirtækið hafa átt von á samdrætti á mörkuðum um nokkurn tíma og bendir á að Baugur hafi látið lítið fyrir sér fara á þessu ári hvað yfirtökur varðar. Fyrirtækið hafi haldið að sér höndum í fjárfestingum, m.a. vegna þess að fyrirtækin hafi verið verðlögð of hátt. Af þeim sökum geti Baugur mætt áföllum á fjármálamarkaði og greiðslur afborganir af lánum séu vel viðráðanlegar. 80 milljarða kaupgeta Gunnar bendir á að þrátt fyrir tölu- verða kaupgetu, upp á nærri 80 millj- arða króna, hafi fyrirtækið varið mikl- um tíma í að byggja upp og endur- skipuleggja félög í eigu þess. Segir Sunday Telegraph að Baug- ur hafi á undanförnum árum notið velgengni í Bretlandi og verið í lát- lausum verslunarleiðangri. Orðið sér úti um þekkt vörumerki á borð við House of Fraser, Hamleýs og Oasis. Eru eignir Baugs í Bretlandi metnar á 1,5 milljarða punda, jafnvirði nærri 200 milljarða króna. Baugur hafi fjár- magnað fjárfestingar sínar með þrennum hætti. Í fyrsta lagi afli fyrirtækið fjár- magns með því að kaupa og selja hlutabréf í fyrirtækjum. Þannig hafi Baugur grætt 50 milljónir punda á því að kaupa hlutabréf í Marks & Spenc- er á síðasta ári og selja aftur á réttum tíma. Í öðru lagi geri það fjármögn- unarsamninga við banka á borð við Kaupþing, Glitni og Bank of Scotland sem hafi veitt félaginu lán sem nemi hundruðum milljóna punda. Í þriðja lagi endurfjármagni Baugur fyrir- tæki, sem félagið eignist, og noti það fé sem þannig aflast í aðrar fjárfest- ingar. Frá því í vor hafi verslunar- keðjurnar Iceland og Jane Norman verið endurfjármagnaðar og afrakst- urinn sé 422 milljónir punda. Íslenska útrásin til Bretlands á enda? Forstjóri Baugs segir fyrirtækið hafa haldið að sér höndum Útrás Baugur rekur fjöldann allan af verslunum og fyrirtækjum í Bret- landi og meðal þeirra eru skartgripaverslanir Mappin & Webb í London. Morgunblaðið/Golli Sérfræðingar sem við- skiptablöð á borð við Financial Times og Wall Street Journal vitna til um helgina spá áframhaldandi óróa á fjár- málamörkuðum þessa vikuna og líkur á að verð hlutabréfa haldi áfram að falla. Hætt sé við að já- kvæðar hagtölur og gróðafréttir skráðra fyrirtækja muni litlu breyta þar um. Búist er við að seðlabankar haldi áfram að spýta inn lausafé á markaðina en skiptar skoðanir hafa verið um tilætluð áhrif þeirra inngripa, þær jafnvel sagðar hafa virkað sem olía á eld- inn. Á vef FT í gærkvöldi var reikn- að með að evrópski seðlabankinn færi fram á gjaldeyrisskipti við þann bandaríska, til að geta lánað evrópskum bönkum dollara til skammtímafjármögnunar. Rauðri viku spáð áfram Kauphöll Heldur óróinn áfram? SAMNINGAR hafa verið gerðir um kostun á dagskrá Sýnar 2 til næstu þriggja ára, en sjónvarpsstöðin hóf um helgina útsendingar á enska boltanum, sem síðasta tímabil voru á Skjásporti Símans. Kostunaraðilar eru Vodafone, 10-11, Iceland Express og trygg- ingafélagið Vörður. Mun þetta vera einn stærsti slíki samningur í sögu íslensks sjónvarps, að sögn Ara Ed- wald, forstjóra 365. Kosta Sýn 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.