Morgunblaðið - 13.08.2007, Page 14
14 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Í HNOTSKURN
»Pervez Musharraf, forsetiPakistans, hvatti til taf-
arlausra aðgerða til að
„bjarga“ Pakistan og Afgan-
istan frá íslamistum.
» Hann sagði afturhalds-stefnu og ofbeldi þeirra
hindra framfarir í löndunum.
Kabúl. AP, AFP. | Fjögurra daga frið-
arráðstefnu um 700 ættflokkahöfð-
ingja, þingmanna, klerka og fleiri
áhrifamanna í Afganistan og Pakist-
an lauk í Kabúl í gær með fyrirheit-
um um að uppræta hryðjuverkahópa
í löndunum tveimur og berjast gegn
ópíumútflutningi sem íslamskir
öfgamenn stunda til að fjármagna
uppreisn gegn yfirvöldum.
Ráðstefnan var haldin til að ræða
leiðir til að uppræta hryðjuverkanet-
ið al-Qaeda og talibana-hreyfinguna
í löndunum tveimur.
Fulltrúarnir hétu því einnig í yf-
irlýsingunni að beita sér fyrir sáttum
við þá talibana sem fallast á að við-
urkenna ríkisstjórn Hamids Karzais,
forseta Afganistans. Stofnað verður
sérstakt ráð, skipað 25 mönnum frá
hvoru landi, til að stuðla að slíkum
sáttum.
Heita því að uppræta
íslamskar öfgahreyfingar
BANDARÍSKI loftfimleikamaðurinn Russell Spark í
hjóli sem snýst á fjölleikasýningu í verslunarmiðstöð í
Taguig-borg á Filippseyjum. Sýndar voru „mann-
knúnar vélar“, auk loftfimleika.
Reuters
Mannknúnar vélar sýndar
ÆVAFORN kýprusviðarskógur
hefur fundist í Ungverjalandi og
talið er að hann sé um átta milljón
ára gamall, að sögn breska rík-
isútvarpsins, BBC.
Fornleifafræðingar fundu sextán
vel varðveitta trjástofna í opinni
kolanámu í borginni Bukkabrany í
norðvesturhluta landsins.
Trén hafa varðveist í heilu lagi
en stærstur hluti skógarins breytt-
ist í kol. Talið er að sandstormur
hafi orðið á svæðinu og að sand-
urinn hafi náð að vernda þau tré
sem fornleifafræðingarnir fundu.
Vonast er til þess að skógurinn
varpi ljósi á hvernig loftslagið var á
jörðinni fyrir átta milljónum ára.
Um er að ræða stóra trjástofna
sem eru þekktir
sem mýrar-
kýprusviður, sem
óx í 200 til 300
ár.
Stofnarnir eru
2-3 metrar í
þvermál og 6
metrar á hæð.
Þeir standa neðst
í kolanámunni.
Nú óttast
menn þó að trén verði að engu þar
sem búið er að fjarlægja efnið sem
hefur varið þau öll þessi ár. Af þeim
sökum hefur verið gripið til skjótra
aðgerða til að varðveita þau eftir að
tilraun til þess að flytja eitt af trján-
um á brott mistókst.
Fundu átta milljóna ára
gamlan kýprusviðarskóg
Ævafornir
trjástofnar.
FUNDIST hefur skjal í safni aust-
ur-þýsku öryggislögreglunnar sem
sannar að landamæraverðir fengu
skýr fyrirmæli um að skjóta fólk
sem reyndi að laumast yfir landa-
mæri Austur-Þýskalands fyrir hrun
Berlínarmúrsins. „Hikið ekki við að
beita skotvopnum ykkar, jafnvel
þegar menn fara yfir landamærin í
fylgd kvenna og barna en það er að-
ferð sem svikararnir hafa oft not-
að,“ sagði í skjalinu. Stjórnvöld í
Austur-Þýskalandi sögðu að aðeins
hefði verið skotið á fólk ef öll önnur
úrræði dugðu ekki, til að mynda
viðvörunarskot upp í loftið.
Blóði úthellt Minnst 1.245 manns
létu lífið á flótta frá A-Þýskalandi.
AP
Vörðum var skipað að skjóta
fólk til bana við landamærin
CECILIA Sarkozy hefur getið sér
orð fyrir að vera óútreiknanleg í
hlutverki sínu sem forsetafrú
Frakklands og hún er nú talin hafa
sniðgengið George W. Bush, for-
seta Bandaríkjanna, og eiginkonu
hans um helgina þegar hún var þar
í heimsókn ásamt Nicolas Sarkozy
forseta. Sarkozy-hjónunum var
boðið í skemmtiferð í grennd við
sumarbústað Bush-hjónanna en
franska forsetafrúin afboðaði komu
sína á síðustu stundu og kvartaði
yfir hálskvilla. Síðar sama dag sást
hún á göngu með tveimur vinum
sínum. Bush kvaðst vera „vonsvik-
inn“ en skilja ákvörðun frúarinnar.
Sögð hunsa
Bush-hjónin
Konulaus Laura og George W.
Bush heilsa Nicolas Sarkozy.
ALÞJÓÐLEGIR eftirlitsmenn
sögðu í gær að þing- og forseta-
kosningar sem fram fóru í Sierra
Leone á laugardag hefðu verið
frjálsar og lýðræðislegar. Mikil
kjörsókn var og úrslit kosninganna
ættu að liggja fyrir í lok vikunnar.
Mikil kjörsókn
BANDARÍSKIR björgunarmenn
reyndu í gær að bjarga sex námu-
verkamönnum sem urðu innlyksa í
kolanámu sem hrundi í Utah fyrir
viku. Þeir hafa hins vegar varað við
því að björgunaraðgerðirnar á
staðnum geti staðið í þrjár vikur.
Fastir í námu
NOURI al-Maliki, forsætisráðherra
Íraks, hefur boðað helstu stjórn-
málaleiðtoga landsins til neyð-
arfundar í vik-
unni til að reyna
að bjarga þjóð-
stjórn landsins.
Nær allir fulltrú-
ar súnníta í
stjórninni hafa
sagt af sér. Að
minnsta kosti
sautján ráð-
herrasæti eru
tóm eða skipuð mönnum sem eru
hættir að mæta á fundi ríkisstjórn-
arinnar.
Vonast er til að á neyðarfund-
inum náist nýtt samkomulag um
hvernig íraskir sjítar, súnnítar og
Kúrdar eigi að skipta með sér völd-
unum.
Stærsti flokkur súnníta féllst á að
senda fulltrúa á fundinn.
Neyðarfundur
boðaður í Írak
Nouri al-Maliki
TÖLVUÞRJÓTUM hefur tekist að
brjótast inn á vefsetur Sameinuðu
þjóðanna. Ásakanir um að Banda-
ríkjamenn og Ísraelar hafi myrt
börn voru birtar á netsvæði sem
helgað er yfirlýsingum frá Ban
Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ.
Brutust í vef SÞ
TVEIR menn eru alvarlega særðir eftir að til skotbardaga kom í Kalbakk-
en-hverfinu í Ósló í gær. Annar mannanna var einnig með skurðsár eftir
samúraísverð, að sögn lögreglu.
Hinn maðurinn var með sverð í höndunum þegar hann fannst og aðeins
klæddur nærfötum. Þriðji maðurinn slasaðist lítils háttar þegar hugs-
anlegir árásarmenn óku á hann, að sögn fréttavefjar Aftenposten í gær-
kvöldi.
Hermt var að mennirnir þrír væru tamílar frá Sri Lanka. Lögreglan leit-
aði í gærkvöldi að hópi tamíla sem tengjast hindúamusteri í nágrenninu.
Þrír særðust í bardaga í Ósló
Bangkok. AP. | Myntlaga vernd-
argripir, sem sagðir eru gæddir
töframætti, renna út eins og heitar
lummur í Taílandi, þótt þeir séu
stundum rándýrir og ef til vill ekki al-
veg í samræmi við búddatrúna.
Verndargripirnir eru kenndir við
fornan taílenskan prins, Jatukam
Ramathep, og voru fyrst seldir í
sunnanverðu landinu árið 1987 fyrir
sem svarar 130 krónum en sömu
gripir eru nú seldir á jafnvirði rúmra
200.000 króna.
Milljónir manna í Taílandi hafa fest
kaup á slíkum verndargripum sem
eru m.a. seldir á eBay. Hermt er að
allt að tvær milljónir króna hafi feng-
ist fyrir fágæta Jatukam-vernd-
argripi.
Verndargripaæðið hefur orðið til
þess að fólk hefur brotist inn í versl-
anir til að verða sér úti um þá og um
10.000 manns sváfu nótt eina í apríl
fyrir utan skóla til að geta keypt
verndargripi sem voru seldir þar dag-
inn eftir. Kona lét lífið og tugir manna
slösuðust í miklum troðningi sem
varð þegar stóra stundin rann upp.
Jatukam-verndargripir eru út um
allt í Taílandi. Auðugir kaupsýslu-
menn jafnt sem þátttakendur í póli-
tískum mótmælum, kennarar og
götusalar eru með slíka verndargripi
í von um að þeir bægi hættunum frá
og færi hamingju og auð.
„Ég lenti í nokkrum bílslysum áð-
ur. Þegar ég byrjaði að setja þessa
verndargripi í leigubílinn og um háls-
inn hefur ekkert komið fyrir bílinn,
sama hvað ég keyri mikið og hversu
þreyttur ég er,“ sagði Surasak Man-
see, leigubílstjóri í Bangkok. „Ég veit
ekki hvað þér finnst en konan mín
hefur líka fengið nokkra happdrætt-
isvinninga og við erum hamingjusam-
ari en nokkru sinni fyrr.“
Framleiðendur verndargripanna
höfða oft til vonarinnar um auðsæld
og gefa þeim nöfn á borð við „flug-
ríkur“, „skjótfenginn auður“, „auð-
ugur án ástæðu“ og „ríkur fyrir
kraftaverk“.
Virtur fornleifafræðingur, Srisak
Vallibhotama, rakti þetta til efna-
hagslegrar hnignunar og pólitískrar
óvissu í landinu. „Fólk snýr sér að
hindurvitnum þegar því finnst að
trúarbrögðin, þjóðfélagið og dóms-
kerfið veiti ekki það öryggi og rétt-
læti sem fólk þarf.“
Ásókn í verndargripi sem
sagðir eru færa fólki auð
AP
Töfragripir? Stúlka virðir fyrir sér Jatukam-verndargripi í verslun í Bang-
kok. Milljónir Taílendinga hafa keypt slíka gripi í von um auð og hamingju.