Morgunblaðið - 13.08.2007, Síða 17
|mánudagur|13. 8. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Hvað hefur Ísland upp á að
bjóða fyrir barnafjölskyldur,
sem koma hingað sem ferða-
menn? »18
daglegt
Það er að mörgu að huga ef það
á að fá sér saltvatnsfiskabúr
enda margir þættir sem spila
saman svo búrið dafni. »19
gæludýr
Miklir fjármunir liggja oft í leik-
föngum barna, fjármunir sem
stundum gæti verið betur fyr-
irkomið á bankabókum. »18
fjármál
Breska skáldið AlexanderPope sagði eitt sinn aðdómgreindinni væri hægtað líkja við úr, ekkert
þeirra gengi eins en allir trúa sínu
eigin úri best. Þetta á vel við í dag,
þegar tími handtrekktu og sjálf-
trekktu úranna er komin aftur eftir
tímabil hátæknilegra en óspennandi
kvartsúra.
Tískan gengur hins vegar alltaf í
hringi og síðustu tvo áratugi hefur
sjálfvirku úrunum vegnað vel, bæði
í sölu nýrra úra, en einnig hefur
sala á notuðum úrum bókstaflega
tekist á loft.
Sigurður Björn Gilbertsson er
einn þeirra sem fékk áhuga á sjálf-
trekktu úrunum mitt í kvartsúra-
æðinu sem gekk yfir heiminn.
„Ég byrjaði að vinna hjá pabba á
sumrin þegar ég var tólf ára að gera
við Nintendo-tölvuspil. Ég dundaði
mér við þessar viðgerðir í tugatali
en síðan þegar ég byrjaði hérna fyr-
ir alvöru í kringum tvítugt þá fékk
strax rosalega mikinn áhuga á
handtrekktum og sjálftrekktum úr-
um og þá sérstaklega þessum sviss-
nesku. Þá kviknaði áhuginn á því að
gera upp þessi úr,“ segir Sigurður
en á þeim tíma voru skúffur versl-
unarinnar fullar af sjálfvirkum úr-
um sem viðskiptavinir höfðu ann-
aðhvort gefið eða skilið eftir.
Vandamsamt verk
Með tíð og tíma varð Sigurður
færari í viðgerðum og fór að sér-
hæfa sig í því að gera úrin al-
gjörlega upp. Þannig er hægt að fá
gamalt úr sem lítur út eins og nýtt,
þó að eðlilegt slit fái að njóta sín ef
það fer úrinu betur. „Í gegnum tíð-
ina höfum við mikið verið að gera
við gömul úr, t.d. fermingarúr eða
erfðagripi. Maður þekkir úrin og
veit hvernig þau eiga að vera. T.d. á
Rolex er kassinn póleraður nema
ofan á eyrunum þar sem hann er
burstaður. Áður hafði ég lítið af al-
mennilegum verkfærum þannig að
það tók mikinn tíma að ná þessu
þannig að þetta væri ásættanlegt.“
Það er líka vandasamt að gera
upp marga af þessum dýrgripum og
verður að hafa í huga, að t.d. Rolex
Oyster Perpetual Precision getur
hæglega farið á svipuðu verði eða
hærra verði en nýtt úr. Þannig eru
gömul úr af þessu tagi oft til sölu á
um fjögur þúsund dollara eða um
250 þúsund íslenskar krónur. Við
uppgerðina þarf einnig að hafa í
huga að allt sem ekki stenst skoðun
þeirra sem til þekkja rýrir gildi úrs-
ins.
„Ég fletti upp númerinu á þessu
úri og það benti til þess að úrið væri
frá svona 1942-1946,“ segir Sig-
urður um úrið sem hann handleikur
og því ljóst að þar er nokkur merk-
isgripur á ferð. Það er jafnframt
fyrsta úrið sem Sigurður gerði upp
frá grunni og lítur út sem nýtt þrátt
fyrir að vera rúmlega sextíu ára
gamalt – og auðvitað gengur það
eins og klukka.
Vindur upp á sig
Sigurður segir vinnu sína hafa
kveikt áhuga hjá öðrum sem hafa þá
farið út í að safna sjálfir úrum, enda
af nógu að taka því í raun er ekki
vitað hve lengi vandað úr endist –
víst er þó að það geta verið ansi
margar kynslóðir.
Sigurður og faðir hans Gilbert úr-
smíðameistari standa einmitt að
framleiðslu sinna eigin sjálfvirku
úra, JS Watch co., í félagi við tvo
aðra áhugamenn, þá Júlíus Steinar
Heiðarsson og Grímkel Pétur Sig-
urþórsson, og er framleiðslan ein-
mitt sprottin upp úr úraáhuga Sig-
urðar.
Og eins og til að undirstrika þetta
klingja bjöllurnar á útidyrahurðinni
er blaðamaður er að kveðja og inn
ganga roskin erlend hjón og spyrja
hvar íslensku úrin séu.
ingvarorn@mbl.is
Sjálftrekktu úrin eru sígild
Morgunblaðið/G. Rúnar
Smáatriði Það þýðir ekkert að vera skjálfhentur. Hér setur Sigurður Björn Gilbertsson saman sjálftrekkt armbandsúr úr fjölda smáhluta.
Tími handtrekktu og
sjálftrekktu úranna er
kominn aftur eftir tímabil
hátæknilegra en óspenn-
andi kvartsúra. Ingvar
Örn Ingvarsson kynnti
sér gangverk þessarar
tísku og tók Sigurð Björn
Gilbertsson úraframleið-
anda tali en hann á mikið
safn af gömlum úrum.
Flókið Úrverkið í Chronograph-úri er afskaplega flókið og mikil lista-
smíði. Úrið heldur útliti sínu og heldur því sínum einkennum og er því
mátulega snjáð og slitið en að sjálfsögðu ástandi með tilliti til verksins.
Safn Sigurður á stórt safn af gæða úrum og hér sést hluti þeirra. Í kassanum
eru m.a. nokkur Rolex úr, IWC, Girard Perregaux, Omega, Longines ofl.
ÞAÐ var japanska fyrirtækið Seiko
sem framleiddi fyrsta kvartsúrið ár-
ið 1969, en þá hófst mikil framleiðsla
úra, sem oft báru með sér gæðalegt
yfirbragð sjálftrekktu úranna sem
áður höfðu verið vinsælust. Kvarts-
úrin voru þó, tækninnar vegna, mun
ódýrari enda kröfðust þau ekki
sömu færni og þarf til að hanna,
smíða og setja saman sjálfvirkt úr.
Afleiðingin varð sú að halla fór und-
an fæti hjá mörgum af frægustu úra-
framleiðendum heims sem brugðust
gjarnan við með því að hefja eigin
framleiðslu á kvartsúrum.
Saga
kvartsúranna
Fréttir á SMS