Morgunblaðið - 13.08.2007, Side 18
fjármál fjölskyldunnar
18 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einu sinni voru piltur ogstúlka. Þau átt legg ogskel og léku sér að þeimstundunum saman. Þetta
var á 19. öld. Þá voru strákur og
stelpa. Strákurinn átti Star Wars
Lego, Playmobil, PlayStation, reið-
hjól, fótbolta, púsluspil, bækur og
kubba svo aðeins fátt eitt sé nefnt.
Stelpan átti margt af því sama og auk
þess Bratz-dúkkur og Barbie. Samt
var eins og þau vissu aldrei hvað þau
áttu að leika sér með. Þetta var á önd-
verðri 21. öldinni. Og svo kvörtuðu
þau sáran yfir að vanta hitt og þetta í
safnið. Það var eins og þau væri aldrei
alveg ánægð.
Þau áttu svo sem ekki langt að
sækja það. Fullorðna fólkið á 21. öld-
inni var svolítið svoleiðis. Það hélt að
til þess að láta sér ekki leiðast þyrfti
það sífellt að vera að kaupa hluti,
safna hlutum, henda hlutum og kaupa
nýja hluti.
Blessuð börnin læra það sem fyrir
þeim er haft. Svo herbergin þeirra
voru full af dóti. Fullorðna fólkið þótt-
ist auðvitað ekkert skilja í þessu –
eins og börnin hefðu farið sjálf að
kaupa allt þetta dót! Hið sanna var, að
fullorðna fólkið var eins og jólasveinar
– allt árið. Það færði börnunum ekki
bara gjafir þegar þau áttu afmæli eða
á jólunum, það gaf þeim dót í tíma og
ótíma. En svo fussaði það og sveiaði
yfir því hvað nútímabörn ættu mikið
af dóti, eins og það væri börnunum að
kenna og sagði að þetta hefði verið
allt öðruvísi þegar það var að alast
upp. Samt hélt það áfram að gefa
börnunum svona mikið dót.
Fullorðna fólkið á öndverðri 21.
öldinni fór reglulega í gegnum dótið
sitt til þess að henda því sem því
fannst gamalt og ljótt en miklu
sjaldnar fór það í gegnum barna-
herbergin, ef til vill vegna þess að því
fannst einhvern veginn erfiðara að
henda barnadóti en fullorðins.
Nei-ið er mikilvægt
Góð leikföng eru jafnmikið gull í
dag eins og í gamla daga. Þau þroska
börn og efla. En lítið inn í barna-
herbergin, farið í gegnum dótið og
metið hversu miklir peningar liggja í
dótinu þar. Verðmætinu í gullinu
verða ekki metin til fjár en draslið
mætti geyma á betri stöðum eins og á
bankabókum barnanna. Undir drasl
flokkast dót sem er óvandað og eyði-
leggst fljótt, er lítt þroskandi og oft-
ast aðeins stundargaman en kostar
samt peninga.
Bankabókin getur nýst í framtíð-
inni, það gerir dótið ekki. Það verður
án efa komið í svartan plastpoka og í
Sorpu áður en áratugurinn er úti –
án þess að nokkurn tímann nokkur
hafi leikið sér með það að ráði. And-
virði dótsins gæti hins vegar verið
drjúgur framtíðarsjóður.
Það er því mikilvægt fyrir full-
orðna fólkið að hugsa sig þrisvar um
áður en það gefur barninu gjöf. Í
fyrsta lagi: Er leikfangið þroskandi
fyrir barnið? Í öðru lagi: Hefur barn-
ið þörf eða not fyrir leikfangið? Og í
þriðja lagi: Hversu lengi mun leik-
fangið endast?
Í neyslusamfélagi nútímans getur
peningagjöf stundum komið sér bet-
ur, jafnvel fyrir barn sem þá fær
tækifæri til þess að skipuleggja sjálft
hvað það gerir við peningana sína.
Samfélagið hefur líka breyst og góð-
ur undirbúningur fyrir lífið, eins og
menntun, skiptir sífellt meira máli
fyrir starfsval og frama. Menntun
getur verið af margvíslegum toga og
kostnaðarsöm, eins og að fara sem
skiptinemi, og þá getur verið gott að
eiga framtíðarsjóð að grípa til.
Nauðsynlegt orð í orðasafni for-
eldra er orðið nei. „Nei“ er hins vegar
ekkert svar eitt og sér. Það er mjög
mikilvægt að útskýra ástæðuna að
baki og fara í gegnum ferlið miðað við
þroska barnsins svo það geri sér
grein fyrir hvers vegna það fær ekki
leikfangið sem verið er að auglýsa í
sjónvarpinu eða það sem er í litskrúð-
uga auglýsingabæklingnum. Það
þýðir heldur ekkert að segja:
„Mamma fékk nú aldrei svona þegar
hún var lítil.“ Í því felst sáralítil út-
skýring fyrir barnið sem ef til vill
langar í leikfangið eftir sem áður.
Flest börn geta hins vegar skilið
hvers vegna sumt er hægt og annað
ekki sé það útskýrt fyrir þeim. Sam-
ræður barna og fullorðinna er því
besti undirbúningurinn undir líf í
neysluheimi.
uhj@mbl.is
Leggðu
leikföngin
inn á banka-
reikning
Morgunblaðið/Ómar
Ofgnótt leikfanga Það er mikilvægt fyrir fullorðna fólkið að hugsa sig þrisvar um áður en það gefur barninu gjöf.
Í fyrsta lagi: Er leikfangið þroskandi fyrir barnið? Í öðru lagi: Hefur barnið þörf eða not fyrir leikfangið? Og í
þriðja lagi: Hversu lengi mun leikfangið endast?
Góð leikföng eru jafnmikið gull í dag og á fyrri tímum.
Þau þroska börn og efla. En lítið inn í barnaherberg-
in, farið í gegnum dótið og metið hve miklir fjármunir
liggja í dótinu. Verðmætin í gullinu verða ekki metin
til fjár en draslið, segir Unnur H. Jóhannsdóttir, má
geyma á betri stað eins t.d. á bankabókum barnanna.
!
"
# $
" "
" %&'
#(
"
# $ ()
*% " ! "
+ "
!" #
$%&
'
( $
'
'%
)
'
' $
$
*
Vicky Hansen er 35 ára einstæð móð-
ir sem er hingað komin til að heim-
sækja íslenska vinkonu sína sem bjó
lengi í Danmörku.
„Þannig spara ég strax mikla pen-
inga, þ.e. með því að gista frítt,“ segir
Vicky og hlær glaðlega. “Hins vegar
hefur Reykjavík komið á óvart hvað
varðar möguleika á ókeypis og ódýr-
um stöðum sem hægt er að heim-
sækja ásamt börnum sínum. Það
vantar þó helst einhvers konar yfirlit
í formi bæklings eða þess háttar þar
sem góðir, ódýrir og spennandi stað-
ir fyrir börn og fullorðna eru tíund-
aðir.“ Ekki svo galin hugmynd þar
sem ferðamannastraumurinn til
landsins eykst stöðugt. Líklegast er
þó enn nokkuð langt í land að sjá Ís-
land auglýst sem paradís barna-
fjölskyldanna, eða hvað? „Reykjavík
er tilvalin fyrir ferðamenn með börn
að sækja heim,“ segir Vicky. „Og það
er nú ekki bara af því að ég fæ fría
gistingu hér að ég valdi landið. Ég
hef verið ein með son minn síðan
hann var 8 mánaða og síðan þá hef ég
reynt margs konar ferðamáta. Þegar
sonur minn var 2ja ára fór ég ásamt
honum og nokkrum vinkonum í sól-
Er Ísland barnvænt land fyrir ferðamenn?
Ljósmynd/ Halldóra Traustadóttir
Mæðgin Vicky Hansen og sonurinn Arthur skemmtu sér konunglega við að gefa öndum við Reykjavíkurtjörn.
Hvað hefur Ísland upp á að bjóða fyrir barnafjöl-
skyldur sem koma hingað sem ferðamenn og hafa
ekki alltof marga peninga í vasanum? Halldóra
Traustadóttir hitti einn slíkan ferðamann með 5 ára
syni sínum við Tjörnina í Reykjavík
Börn eru forvitin um peninga og áhugasöm að læra um þá. Að kenna börn-
um um hringrás þeirra hjálpar þeim að skilja gildi peninga. Fjármálakennsla
ætti að leggja áherslu á í uppeldinu þar sem samhengið á milli vinnu og pen-
inga er óhlutbundnara nú en þegar peningaseðlar og mynt voru í umferð.
Börn eru eins og aðrir upptekin af því sem þau eiga. Þeirra peningar hafa
því meira gildi fyrir þau en annarra. Þau hafa því flest áhuga á að safna pen-
ingum. Fyrir þau yngstu er gott að sýna og safna peningunum í hlutbundnu
formi til þess að byrja með, það er seðlum og mynt, en síðar má fara með þá í
bankann og stofna bankabók.
Börnum áskotnast oft peningar í afmælisgjöf. Sé þeim sýnt fram á gildi
þess að safna þeim saman með ákveðið markmið í huga, t.d. til þess að kaupa
eitt veglegt leikfang, þá finnst þeim það þjóðráð. Börn þurfa þjálfun í því eins
og öðru.
Börn eru flest alvön tölvum og kunna jafnvel betur á þær en fullorðnir.
Það er sniðugt að hafa bankabókina þeirra í heimabankanum og leyfa
barninu að fylgjast reglulega með tölunum þar. Börn eru flest kappsöm og
vilja sjá töluna hækka og leggja því talsvert á sig til þess.
Það eru ýmsar leiðir til þess að gera sambandið á milli vinnu og peninga
gegnsærra hjá börnum. Það má greiða þeim fyrir einstök viðvik á heimilinu
eða umbuna þeim fyrir skólanám. Ef þau fara með dósir í endurvinnslu í
Sorpu þá læra þau að fyrir hverja dós fá þau pening og svo má í einstökum til-
vikum gefa þeim dótadraslið sem þau langar að kaupa til þess að leggja inn á
bankareikninginn – og kíkja svo á heimabankann!
Fjármálaráð fyrir börn