Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 25 MINNINGAR ✝ Þorbjörg Eyj-ólfsdóttir fædd- ist í Hákoti á Álfta- nesi 18. nóvember 1904. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 2. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Eyj- ólfur Þorbjarn- arson, f. 26. júlí 1867, d. 16. júlí 1933 og Guðný Þorsteinsdóttir, f. 31. janúar 1873, d. 10. apríl 1956. Systkini Þorbjargar voru Guð- rún, f. 1898, d. 1981, Kristín, f. 1900, d. 1966, Valgerður, f. 1903, d. 1904, Þorsteinn, f. 1906, d. 2007 og Sigríður, f. 1909, d. 1943. Hinn 6. október 1928 giftist Þorbjörg Björgvini Helgasyni sjómanni, f. 10. júlí 1904, d. 20. júlí 1967. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi: 1) Sól- veig, f. 1929, gift Jóhannesi Páli Jónssyni, f. 1930. Dætur þeirra eru: a) Björg, f. 1952, gift Sig- urði Skagfjörð Steingrímssyni, f. 1954. Dætur þeirra eru Sól- veig Hlín, f. 1981, í sambúð með Ríkarði Erni Ragnarssyni, f. 1978, og María Lind, f. 1989. b) Signý, f. 1959, gift Magnúsi Inga Óskarssyni, f. 1960. Synir þeirra eru Óskar Ingi, f. 1986, Jóhannes Páll, f. 1992 og Árni Freyr, f. 1997. c) Sif, f. 1964, gift Ingólfi Arnarssyni, f. 1963. Börn þeirra eru Steinar Páll, f. 1990, Þor- björg Hekla, f. 1994, Jón Örn, f. 2000, og Helgi Val- ur, f. 2002. 2) Eyj- ólfur, f. 1933, kvæntur Elsu Rúnu Antonsdóttur, f. 1939. Sonur þeirra er Anton Björgvin, f. 1970. 3) Guðfinna, f. 1937, gift Sigurði Gunnari Em- ilssyni, f. 1931. Synir þeirra eru: a) Guðmundur Emil, f. 1959, í sambúð með Gerði Guðjóns- dóttur, f. 1958. Sonur hennar er Bergsveinn Norðdahl, f. 1989. b) Björgvin, f. 1963, kvæntur Sig- urbjörgu Margréti Sigurð- ardóttur, f. 1965. Börn þeirra eru Sigurður Gunnar, f. 1989, Finnur Emil, f. 1991, Aldís Helga, f. 1997 og Matthildur Veiga, f. 2006. c) Ingvar Þór, f. 1971, í sambúð með Rósu Dögg Flosadóttur, f. 1975. Dóttir þeirra er Eva Dís, f. 2005. Útför Þorbjargar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma, Nú hefur þú feng- ið hvíldina 102 ára gömul, en Þor- steinn bróðir þinn dó í apríl sl. 100 ára að aldri. Þið voruð bæði á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Lífinu eigum við öll eftir að skila og enginn veit hver annan grefur. Hugurinn reikar til bernskuár- anna. Ég var svo lánsamur að vera aldrei sendur í eiginlega sveit á sumrin. Þess í stað var ég sendur til systra þinna Stínu og Gunnu í Garð- inum. Þar var gaman að vera. En heimþráin var sterk og þegar ég kom heim aftur hljóp ég í faðm þinn, móðir mín. Það var eins og að koma í nýjan heim. Allt var svo gott hjá þér. Þú varst stolt af börnunum þínum þremur. Faðir minn Björgvin var lít- ið heima. Hann var á togara til að afla heimilinu tekna. Þá tíðkaðist ekki að mæður ynnu utan heimilis enda nóg að gera heima. Húsið Norðurbraut 1 var reist á einu sumri árið 1929 að mig minnir, af ömmu minni og afa, Eyjólfi og Guðnýju. Guðný amma var í heimilinu og betri en engin. Það voru ekki margir dag- ar í þau rúmlega fjörutíu ár, sem lið- in eru síðan ég fluttist til Reykjavík- ur, að ég hefði ekki samband við þig í síma. Þú varst svo fréttafróð, einlæg og skemmtileg. Það kom í hlut syst- ur minnar Guðfinnu og Sigurðar Gunnars, eiginmanns hennar, að vera þín aðalhjálparhella árin sem þú dvaldir á Hrafnistu, auk starfs- fólks Hrafnistu, sem annaðist þig af nærgætni. Guð blessi þig, móðir mín, og hafðu þökk fyrir allt. Þinn sonur, Eyjólfur. Tengdamóðir mín Þorbjörg, eða Bogga eins og hún var ávallt kölluð, er látin í mjög hárri elli. Hún hélt andlegri heilsu sinni og reisn til dauðadags. Ég vil hér með þakka henni fyrir yfir 40 ára samfylgd og vináttu, einnig vil ég þakka henni fyrir alla ást og umhyggju í minn garð og fjölskyldu minnar. Bogga var skemmtileg kona, glaðlynd, gáf- uð og fróð. Hún var líka ákaflega góð í sér. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkurri manneskju. Bogga var Hafnfirðingur og bjó á Norðurbraut 1 ásamt eiginmanni sínum Björgvin og börnum þeirra hér um bil allan sinn búskap. Þar var oft mikill gestagangur enda var hún vinsæl og átti hún ótal margt vina- fólk. Hún var mjög myndarleg og dugleg húsmóðir. Hún eldaði góðan mat og bakaði meðal annars afar góðar flatkökur. Jólaboðin, sem hún hélt fyrir fólkið sitt, voru skemmti- leg. Einnig kom hún til okkar Eyj- ólfs og Antons um jólin á meðan heilsan leyfði. Hún dvaldi á Hrafn- istu í Hafnarfirði síðustu 15 árin og ber að þakka góða umönnun þar. Hún á stóran hóp afkomenda sem syrgja hana. Bogga var mjög trúuð kona. Það eru margar góðar og skemmtilegar minningar sem ég á um Boggu. Ég kveð hana með söknuði, virðingu og þakklæti og bið henni guðs bless- unar. Elsa Rúna Antonsdóttir. Í dag kveð ég hinstu kveðju tengdamóður mína Þorbjörgu Eyj- ólfsdóttur. Þorbjörg, eða Bogga, eins og hún var ávallt kölluð, var fædd að Hákoti í Bessastaðahreppi árið 1904 og hefði því orðið 103 ára í haust, ef hún hefði lifað það. Þorbjörg ólst upp í Hákoti, ásamt fjórum öðrum systkinum, en heim- ilið var mikið rausnar- og fyrirmynd- arheimili í alla staði. Árið 1928 giftist Þorbjörg Björgvini Helgasyni frá Brekku á Álftanesi og stofnuðu þau heimili í Hafnarfirði og bjuggu þau lengst af á Norðurbraut 1. Björgvin var sjómaður og var hann mikið á togurum eða í rúm 30 ár af þeim 40 sem hann var til sjós. Það kom þá í hlut Þorbjargar að sjá um heimilið og börnin og þann starfa rækti hún með slíkum myndarbrag að til fyr- irmyndar var. Þorbjörg var mjög starfssöm kona og féll henni sjaldan verk úr hendi. En þegar stund gafst frá hinu dag- lega amstri var hún mikið að prjóna, bæði fyrir heimilið eða til gjafa. Svo seldi hún í verslanir prjónavörur og voru þær mikið eftirsóttar, enda vel gerðar. Þá var henni mjög umhugað að hafa snyrtilegt í kringum sig og lét hún t.d. lagfæra og mála húsið reglulega. En Þorbjörg var ekki síðri í matargerð og var það alltaf sérstök tilhlökkun að fara í matar- boð til hennar, að ekki sé talað um heita súkkulaðið á hátíðisdögum. Tvær systur Þorbjargar, þær Kristín og Guðrún, sem búsettar voru í Gerðahreppi, voru giftar sjó- mönnum, og bróðir hennar Þor- steinn var um áratugaskeið mjög farsæll togaraskipstjóri. Yngsta systir hennar, Sigríður, sem bjó á Bíldudal, fórst með m/s Þormóði ásamt eiginmanni og syni, og var það mikil sorg fyrir Þorbjörgu og aldraða móður hennar, sem þá bjó hjá henni. Sjómannsstarfið var því stór þáttur í lífi Þorbjargar, og hug- ur hennar var oft bundinn við sjóinn þegar veður voru vond. En Þorbjörg var mjög trúuð kona og á erfiðum tímum sótti hún mikinn styrk í trúna. Einu bækurnar á náttborðinu hennar voru hugvekjur og bæna- bækur og hún fór aldrei að sofa án þess að lesa í þeim. Nú eru liðin rúm 50 ár síðan ég kynntist Þorbjörgu og fjölskyldu hennar. Síðar giftist ég yngstu dótt- ur hennar og byrjaði minn búskap á loftinu hjá Þorbjörgu þar til að við fluttum í okkar eigið hús. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Þorbjörgu, þakk- látur fyrir vináttu hennar og tryggð, sem ég mun aldrei gleyma. Síðustu 15 árin dvaldi hún á Hrafnistu í Hafnarfirði og naut þar mjög góðrar aðhlynningar og er öllu starfsfólki Hrafnistu færðar bestu þakkir. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Gunnar Emilsson. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund. Þú hefur verið svo stór hluti af lífi okk- ar, bæði vegna þess að þú bjóst svo nærri okkur og mikilla samskipta við þig í gegnum lífið. Þú varst sterk ættmóðir og hélst vel utan um þinn hóp. Þér var um- hugað um okkur öll og fylgdist vel með mönnum og málefnum líðandi stundar fram á hinsta dag. Þú varst dugleg, sjálfbjarga og flott kona og fórst þínu fram. Minningarnar eru svo margar eft- ir svona langt lífshlaup og þær geymum við í hjarta okkar. Eitt verðum við þó að nefna því það lifir með okkur og oft haft á orði, „Æi, ég sagði þetta nú bara svo þið gætuð hlegið“ og svo hlógum við öll. Þú hélst fullri hugsun alla tíð og við systur vorum mjög stoltar af þér. Þú gafst okkur mikið með tilveru þinni. Þetta kvæði raulaði amma oft fyr- ir okkur nú í seinni tíð og notum við það sem kveðjuorð. Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá, því amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur, svæfir mig er dimma tekur nótt, syngur við mig kvæði fögur, þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt. (Björgvin Jörgensson) Sofðu vært, elsku amma, og algóð- ur Guð geymi þig. Þínar Björg, Signý og Sif. Góðar stundir á Norðurbrautinni, fallegir prjónavettlingar, sláturgerð á Þúfubarðinu, frábærar kleinur, Unnurarmaturinn hennar Boggu ömmu, heitt súkkulaði og vínar- brauð, bestu flatkökur í heimi og skemmtilegar heimsóknir á Hrafn- istu. Já, margs er að minnast þegar litið er til baka og rifjaðar eru upp stundir með Boggu ömmu. Það eru mikil forréttindi að fá að hafa átt ömmu eins og Boggu ömmu. Hún varð tæplega 103 ára og lengst af var hún við góða heilsu. Bogga amma fékk því að fylgjast með fjöl- skyldu sinni og vinum vaxa og dafna lengur en margir aðrir fá tækifæri til. Þá fengum við fjölskylda hennar og vinir sömuleiðis að njóta samvista með henni vel og lengi og fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Það var margt sem einkenndi Boggu ömmu en eitt af því var ein- skær og innilegur áhugi hennar á fólki, líðan þess og því sem það var að fást við hverju sinni. Þetta átti bæði við um fjölskylduna og vini en ekki síður aðra þá sem hún um- gekkst og jafnvel þá sem hún um- gekkst lítið sem ekki neitt en þekkti þó til. Það var fátt sem fjölskyldu- meðlimir og aðrir vinir tóku sér fyrir hendur sem Bogga amma vissi ekki um. Hún hafði ótrúlega yfirsýn yfir daglegt líf stórfjölskyldunnar og það sem meðlimir hennar voru að fást við. Þegar við áttum von á okkar fyrsta barni fyrir tæpum þremur ár- um síðan vorum við ekki viss um að það fengi tækifæri til að hitta lang- ömmu sína enda hún þá orðin 100 ára gömul. Önnur varð þó raunin og fyrsta heimsóknin sem Eva Dís fór í var til Boggu, langömmu sinnar, sem beið spennt eftir að fá að sjá barnið með eigin augum. Eva Dís hefur nú verið svo lánsöm að fá tæki- færi til að umgangast langömmu sína í rúm tvö ár og voru þær afar góðar vinkonur. Það var gaman að fylgjast með þeim saman, Eva Dís var óspör á hlýjuna í garð langömmu sinnar og vildi sífellt vera að kyssa hana og klappa henni þegar hún kom til hennar. Það er ekki ofsögum sagt að báðar hafa þær notið þeirra fjöl- mörgu stunda sem þær áttu saman og það var falleg stund þegar þær vinkonurnar kvöddust í síðasta sinn daginn áður en Bogga langamma hennar kvaddi þennan heim. Bogga amma var afar trúuð og lífsgildi hennar voru einföld og fal- leg. Þær voru ófáar bænirnar sem hún fór með fyrir fjölskyldumeðlimi og vini þegar þeir þurftu á því að halda. Ef okkur afkomendum henn- ar og vinum auðnast að tileinka okk- ur þó ekki sé nema brot af því góða sem í henni bjó þá mun okkur farn- ast vel í lífinu. Við nutum hverrar stundar með Boggu ömmu. Það var alltaf til- hlökkunarefni að heimsækja hana og því reyndum við að gera sem mest af því enda samverustundirnar með henni alltaf skemmtilegar og lær- dómsríkar. Að leiðarlokum þökkum við Boggu ömmu fyrir allan þann góða tíma sem við höfum átt saman og allt sem hún hefur kennt okkur. Hún var einstök kona. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ingvar Þór Sigurðsson og fjölskylda. Á kveðjustund er margt sem kem- ur upp í huga manns. Ég minnist Boggu ömmu á margan hátt en þó sérstaklega fyrir góðmennsku og dugnað. Það var alltaf gott og gaman að koma í heimsókn til hennar á Norðurbrautina og fá kaffi og kringlur. Ég man þann tíma meðan hún hafði heilsu og styrk, þá prjón- aði hún mikið og gaf okkur ófáa vett- lingana og sokka. Einnig fór hún með vinkonum sínum til Reykjavík- ur til að selja afraksturinn og var þá mikið kapp í þeim vinkonum. Einnig passaði hún okkur bræðurna þegar foreldrar okkar voru að vinna eða þurftu að skreppa út. Það voru þung spor fyrir hana þegar hún seldi Norðurbraut 1 og fór á Hrafnistu í Hafnarfirði, því það var svo stutt fyrir hana að fara niður í bæ í sínum erindagjörðum og í heimsókn til vinkvenna sinna en nú var það bara síminn. Þrátt fyrir þennan háa aldur hafði hún gott minni og fylgdist vel með fréttum jafnt innanlands sem er- lendis. Einnig fylgdist hún vel með sínum börnum og barnabörnum og fjölskyldum þeirra. Á haustin var Bogga í essinu sínu þegar hún var sótt til að hjálpa mömmu þegar hún var að taka slátur, því það klikkaði aldrei hjá þeim. Annað sem aldrei klikkaði hjá ömmu var Unnurarmat- urinn og dagarnir voru lengi að líða þegar maður vissi að hún var búin að bjóða í Unnurarmat. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Að lokum, amma, viljum við þakka þér samfylgdina, þín verður sárt saknað og ferðirnar á Hrafnistu verða ekki fleiri að sinni. Emil, Gerður og fjölskylda. Það var haustið 1969 sem við hjón- in kynntumst Þorbjörgu Eyjólfs- dóttur. Við höfðum leitað eftir hent- ugu leiguhúsnæði í heilt ár og áttum um þetta leyti að yfirgefa fyrri dval- arstað þegar við fréttum að laust væri á loftinu hjá Boggu. Hún hélt sig til hlés í fyrstu og vildi gaumgæfa okkur vel áður en hún tók okkur inn en dag frá degi jukust samskiptin þar til við á endanum eignuðumst vináttu hennar fyrir lífstíð. Bogga var gestrisin og hafði létta lund. Hún var áhugasöm um sam- ferðamenn sína og kom sér upp heilu tengslaneti af fólki sem hún ræktaði vel. Henni var annt um vini sína og vandamenn og gerði sér far um að setja sig inn í aðstæður annarra. Bogga var minnug og hafði afmæl- isdaga allra þeirra sem hún þekkti á hraðbergi, nöfn og heimilisföng. Áhugi hennar á fólki endaði ekki við garðsendann. Hún fylgdist alla tíð vel með stjórnmálum á Íslandi en ekki síður með heimsmálunum. Gilti þar einu þó hún væri komin á tíræð- isaldur. Bogga hafði einstakan hæfi- leika til þess að fanga kjarna flók- inna hræringa og færa þá í búning persónulegra samskipta. Þjóðarleið- toga gat hún lesið og séð í gegnum af sama næmi og fólk sem stóð henni nær. Sjón hennar náði langt út fyrir skynjun augnanna. Árin fjögur á Norðurbraut 1 voru okkur afar ánægjuleg. Ófáar stundir sátum við í eldhúsi Boggu yfir kaffi- bolla eða kvöldmat og ræddum um heima og geima. Hún miðlaði okkur óspart reynslu sinni og reyndist okk- ur sannur trúnaðarvinur. Börnum okkar tók hún eins og sínum eigin barnabörnum. Það var gæfa að hitta á Boggu nú tveimur vikum fyrir andlát hennar og geta óafvitandi kvatt góðan vin í síðasta sinn. Minning um góða konu lifir. Skúli Valtýsson og fjölskylda. Þorbjörg Eyjólfsdóttir Við fráfall minnar kæru tengdamóður, Þorbjargar Eyjólfsdóttur, koma upp í hugann, eftir nær 57 ára samfylgd, margar minningar sem ég þakka. Hún; sjó- mannskonan, hvunnsdags- hetjan, ættmóðirin, sinnti hlutverkinu með sóma. Hélt andlegri reisn til hins síðasta og þá nær 103 ára. Með ljóði Jóhanns Jóns- sonar kveð ég hana með virð- ingu og þökk. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Jóhannes Páll Jónsson. Elsku langamma Við þökkum þér fyrir um- hyggjuna, hlýjuna, kærleik- ann og allar bænirnar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig. Steinar Páll, Þorbjörg Hekla, Jón Örn og Helgi Valur. HINSTA KVEÐJA Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.