Morgunblaðið - 13.08.2007, Page 26

Morgunblaðið - 13.08.2007, Page 26
26 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingileif FjólaPálsdóttir fæddist í Hafn- arfírði 22. nóv- ember 1909. Hún lést á Sankti Jós- efsspítala í Hafn- arfirði 1. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Briem Jónsson smiður frá Hlíð- arenda í Ölfusi, f. 1872, d. 1951 og Ragnhildur Magn- úsdóttir frá Digra- nesi í Kópavogi, f. 1867, d. 1940. Hálfsystkini Fjólu, sammæðra, voru Jón Ingólfur Axelsson, f. 1902, d. 1906 og Soffía Axels- dóttir, f. 1904, d. 1926, giftist 1925 Jóni Mathiesen kaupmanni, f. 1901, d. 1973. Uppeldisbróðir Fjólu var Þorvaldur Axel Sig- urðsson, frá Stekk við Hafn- arfjörð, f. 1911, d. 1952, þau voru systkinabörn. Fjóla giftist 1932 Sigurði Eiðs- syni sjómanni frá Klung- urbrekku á Skógar- strönd, f. 1908, d. 1989. Þau eign- uðust fímm börn, þau eru: 1) Soffía, f. 29.4. 1933, gift Markúsi Krist- inssyni, f. 2.10. 1930. Þau eiga sjö dætur. 2) Eiður, f. 1.5. 1936. 3) Hrafn- hildur, var gift Ólafi Árna Pálma- syni, f. 7.5. 1931, d. 11.5. 2001. Þau eiga þrjá syni og eina dóttur. Sambýlismaður Hrafnhildar er Eðvarð Jónsson, f. 29.4. 1931. 4) Páll, f. 9.11. 1946, kvæntur Benný Þórð- ardóttur, f. 21.11. 1946. Þau eiga þrjá syni. 5) Ragnar, f. 9.11. 1946, kvæntur Unni Guðnadótt- ur, f. 23.5. 1947. Þau eiga þrjá syni. Afkomendur Fjólu og Sig- urðar eru 73. Fjóla verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Fallin er frá í hárri elli tengda- móðir mín Fjóla Pálsdóttir. Ég kynntist Fjólu og Sigurði Eiðssyni fyrir um 57 árum þegar ég og eldri dóttir þeirra Soffía, felldum hugi saman.Tengdamóður minni og mér kom alltaf vel saman, enda hafði hún þann mann að geyma að hún vildi halda frið við alla menn. Hún var hæglát í fasi og þægileg í allri umgengni og reyndist mér, konu minni og dætrum einstaklega vel í alla staði. Aldrei heyrði ég hana lasta nokkra manneskju eða hnýta í neinn öll þau ár sem leiðir okkar lágu saman. Það var þó fjarri lagi að hún væri huglaus eða hefði ekki skoðanir á hlutunum. Hún var meira að segja mjög skoðanaföst og hafði meiningar varðandi flest sem máli skipti. Henni var bara lagið að koma sínum skoðunum á framfæri með hæglæti og stillingu sem margur hefði mátt læra af. Þegar ég kom fyrst inn á heimili tengdaforeldra minna var mér vel tekið og fann ég aldrei annað en Fjóla væri fyllilega sátt við mig sem tengdason. Þegar ég lít til baka þá sé ég að minningar mínar um Fjólu eru flestar á þann veg að hún er að hafa til mat eða bjóða upp á kaffi og meðlæti eða annað því tengt. Hún var fyrirmyndar- húsmóðir og lagði metnað sinn í að hugsa vel um heimili sitt og börn og helgaði því alla krafta sína. Hún gekk til verka sinna á hljóð- látan hátt og lét ekki mikið yfir sér. Hún vann öll almenn heim- ilisstörf eins og ráð var fyrir gert á þeim tíma. Hún var sérstaklega hreinleg og vandvirk og mjög flink hannyrðakona bæði með útsaum, fatasaum, prjónaskap og annað sem nýttist heimilinu. Eins og tíðkaðist á þessum árum þá tók hún slátur, sultaði rifsið og rab- arbarann úr garðinum og útbjó mat að gömlum íslenskum sið. Hún kenndi dóttur sinni til verka og hefur heimili okkar Soffíu notið góðs af þeim lærdómi sem hún lærði í foreldrahúsum og fyrir það verð ég tengdamóður minni æv- inlega þakklátur. Slíkt veganesti er ómetanlegt fyrir framtíðarkyn- slóðir. Sigurður tengdafaðir minn sem lést árið 1989 var öðruvísi skapi farinn og hafði hann sérstakt yndi af að koma af stað rökræðum um stjórnmál og tókum við margar rimmurnar við eldhúsborðið, enda á öndverðum meiði hvað varðar stjórnmálaskoðanir. Ég áttaði mig ekki á því þegar ég var ungur, en ég hef áttað mig á því eftir að ég fullorðnaðist, að hann hafði kannski ekki endilega öndverða skoðun á við mig, en hann hafði gaman af að láta sem svo væri til að hleypa mér upp, og ég féll fyrir þessu árum saman! Það var alltaf gott að koma á heimili Fjólu og Sigga. Þar var alltaf opið hús og allir velkomnir, enda gestagangur mikill. Stórfjölskyldunni, frænkum og frændum í langfeðgatal fannst sjálfsagt að koma við á Suðurgöt- unni og var heimili þeirra fasta- punktur í tilveru fjölmargra ætt- ingja og vina. Eins var um mig og mína fjölskyldu. Við áttum hjá þeim ótal ánægjustundir og vil ég nú að vegferð lokinni þakka tengdaforeldrum mínum samfylgd- ina. Ég kann vel að meta allt það góða sem þau hafa til mín lagt. Ég bið tengdamóður minni Guðs blessunar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt! Markús Kristinsson. Nú hefur hún elsku besta amma kvatt í hinsta sinn. Við erum Guði afskaplega þakklátar fyrir að hafa leyft okkur að njóta þess munaðar að hafa ömmu Fjólu hjá okkur svona lengi en hún hefði orðið 98 ára í nóvember á þessu ári hefði hún lifað. Amma Fjóla var fædd í Pálshúsi – Suðurgötu 39 í Hafnarfirði. Pabbi hennar, hann Páll langafi okkar byggði húsið og amma fæddist þar og bjó þar alla sína ævi og flutti aldrei neitt annað. Það var ætlun hennar að deyja í þessu húsi, en hún varð að gefa eftir og taka næstbesta kostinn sem var að fara á St. Jósepsspít- alann sem er við hliðina á húsinu hennar og fá að deyja þar. Það var reyndar mjög góður kostur því að starfsfólkið þar reyndist henni af- skaplega vel og var hvað öðru ynd- islegra við hana og viljum við færa því öllu okkar bestu þakkir fyrir. Við systurnar eigum allar okkar sérstöku minningar um ömmu Fjólu. Hún var hlý og góð amma og alltaf afskaplega þolinmóð og fór sér að engu óðslega. Hún átti marga góða kosti sem við óskuðum okkur að erfa og sumt höfum við fengið í vöggugjöf en annað höfum við lært af ömmu í gegnum tíðina, en margt eigum við samt enn ólært á mörgum sviðum. Okkur er sérstaklega minnisstætt þegar amma var að siða okkur til þegar við vorum krakkar og höfðum ver- ið að þrasa eða ósætti hafði komið upp. Þá sagðir amma ævinlega með sinni hæglátu og ljúfu rödd: „Elskið þið friðinn og strjúkið þið kviðinn!“ Þetta verkaði einhvern veginn eins og köld gusa á stríðs- bálið sem geisaði þá stundina hjá okkur systrunum en venjulega lét- um við okkur segjast fljótlega. Við getum þó varla talað um ömmu Fjólu nema minnast líka á Sigga afa. Siggi afi lést árið 1989 og höfðu þau þá verið gift í fimm- tíu og sjö ár. Þau voru afskaplega ólík hjón hvað skapgerð varðaði en þó samhent. Siggi afi var sjómaður lengst af og varð fyrir vinnuslysi um borð í togara og missti fing- urna á hægri hendi. Hann lét það samt ekki á sig fá og lærði að nota hendurnar á nýjan hátt. Hann bað aldrei um aðstoð og lét ekki sitt eftir liggja þó þetta slys hefði komið til. Afi og amma voru bæði afskaplega fallegt fólk. Þau báru sig vel og voru mjög myndarleg á velli. Þau voru bæði mjög dökk yf- irlitum og dökkeygð, enda hefur franskt duggarablóð eflaust lætt sér inn í ættirnar einhvern tíma fyrr á öldum. En þau voru íslenskt alþýðufólk, sterk, heiðarleg, vinnu- söm og unnu vel úr sínu og sýndu trúmennsku í öllu sem þau gerðu. Það er tæplega hægt að reisa sér merkilegri bautastein en þann sem gefur slíkan vitnisburð eftir langa ævi. Lífsbaráttan var eflaust oft hörð hjá ömmu og afa eins og öðrum á fyrri hluta 20. aldar og mörg hand- tökin sem þurfti að vinna. Þau unnu samhent og æðrulaus við að koma upp stórum barnahópi, en þeim varð fimm barna auðið og lifa öll foreldra sína. Við barnabörnin erum 17 talsins, langömmubörnin 33 og langalangömmubörn 18, þannig að afkomendurnir eru orðnir 73 talsins. Við viljum þakka ömmu Fjólu og Sigga afa fyrir allt það sem þau gáfu okkur. Við munum geyma það allt í hjarta okkar og varðveita það og biðjum þess að við berum gæfu til að miðla því öllu til afkomenda okkar. Þá getum við verið sáttar við okkar daga! Helga, Fjóla, Hulda, Svala, Lilja, Árdís og Sædís Markúsdætur. Meira: mbl.is/minningar Kveðja frá nöfnu Margar myndir, muni geymir minja í dýrum sjóð frá æsku að elli engu gleymir en unir í bjarma af glóð frá kærleiks eldi er kona kveikti sem kyrrlát prýddi rann ástúð mildi og æðruleysi arin vermdi þann. Hún gladdist oft á góðum stundum gömlum og ungum með yndi ríkti á þeim fundum ó hve ljúft var geð barnsins harmi í bros hún breytti þá blítt hún strauk þess kinn því öryggi við öllu veitti upp við barminn sinn. Móðir, kona, kæra amman kærleiks verkin þín aldrei gleymist okkar huga af þeim ljóminn skín Ingileif Fjóla Pálsdóttir Það er mikill heið- ur aðhafa fengið að kynnast „ömmu Stínu“. Ég kynnt- ist henni aðeins síðustu árin. Ein- ar hefur talað mikið um dvölina hjá ömmu Stínu og Einari frænda í gegnum árin og hvað honum fannst gott að vera þar. Þegar við bjuggum í Danmörku bauð Viðar honum að koma í Hólminn og laga vegg í húsinu, það var góður tími. Amma Stína bakaði kökur í dreng- ina sína og var alltaf hlaðborð á Höfðagötu 4. Þegar ég hitti loks Kristínu varð mér ljóst að þetta með kök- urnar voru engar ýkjur hún var orðin mjög roskin en lét það ekki hindra sig í því að elda mat og baka. Hún reyndist oft sannspá þegar um fæðingar barna var að ræða og hafði dágóða reynslu sjálf af því. Hún hafði ótrúlegt minni og gat munað nöfn og afmælisdaga Kristín Brynhildur Davíðsdóttir ✝ Kristín Bryn-hildur Davíðs- dóttir fæddist á Hraunhálsi í Helga- fellssveit 14. júní 1908. Hún lést á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi mánudaginn 6. ágúst síðastliðinn og var jarðsungin frá Stykkishólms- kirkju 11. ágúst. barnabarna sinna mun betur en allir aðrir í fjölskyldunni. Hún fylgdist vel með því sem gerðist í þjóðfélaginu og hafði sínar skoðanir á því. Það sýnir ákveðni Kristínar að þrátt fyrir að hún vildi ekki láta fara mikið fyrir sér og fór ekki mikið síðustu dagana þá dreif hún sig að kjósa, og var elsti íbúi Stykkilshólms sem kaus. Það er ekki laust við að finnast tíminn hafi stoppað inni hjá Kristínu og Einari syni henn- ar. Stofan full af myndum og dúk- ur á borði allt svo lítið og sætt. Þrátt fyrir þrengslin var nóg pláss. Þegar við komum með strákana okkar í heimsókn var alltf búið að dekka borð og nó af öllu. Umhyggjan var mikil og sjaldan að maður upplifi þessa ró þar sem allir skipta máli. Linda er búin að vera þeim til halds og trausts og Kristín talaði mikið um Lindu og var henni þakklát. Krist- ín vildi vera heima það varð öllum það ljóst og því var ekki haggað. Í síðustu heimsókn okkar til hennar strauk hún fallega hvíta hárið sitt, því henni var mikið í mun að líta vel út. Það gerir hún enn í hugum okkar allra. Hvíl í friði. Elísabet, Einar og synir. Elsku amma Far þú í friði, Sigurlaug Guðmundsdóttir ✝ Sigurlaug Guð-mundsdóttir fæddist á Siglufirði 8. mars 1934. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Sauð- árkróks að morgni 3. ágústs síðastlið- ins og var útför hennar gerð frá Sauðárkrókskirkju 11. ágúst. friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald.Briem) Við biðjum góðan Guð að styrkja afa, aðra ættingja og vini í þeirra miklu sorg. Guð geymi þig, ávallt, þín, Þóra, Hrafnhildur og Brynjar Lárus Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Það er sárt að kveðja, sárara en orð fá lýst. Elsku vinkona til margra ára hefur kvatt langt, langt fyrir ald- ur fram. Við Binna kynntumst ung- ar, ekki orðnar tvítugar, og aldrei bar skugga á þá vináttu sem þá varð til. Hún Binna var yndisleg, falleg og góð. Við unnum saman um tíma og á milli okkar var fullkomið traust og reyndist hún mér oft vel, sem ég hef ávallt verið þakklát fyrir. Þrátt fyrir að okkar samverustundir hafi ekki verið margar síðustu ár, kannski vegna breytinga í mínu lífi, þá áttum við samtöl í síma sem voru okkur dýrmæt. Ég mun sakna þín. Lífið er svo hverfult. Ekki fyrir mörgum dögum ákvað ég að láta verða af því að heimsækja Binnu á Stapann, kíkja aðeins við á ferð okkar Grímkels austur. Ef ör- Brynhildur Þorsteinsdóttir ✝ Brynhildur Þor-steinsdóttir fæddist á Jafn- askarði í Stafholt- stungum í Borg- arfirði 21. apríl 1944. Hún varð bráðkvödd á Arn- arstapa aðfaranótt föstudagsins 20. júlí síðastliðins og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 31. júlí. lögin hefðu ekki gripið inní hefðum við hist degi fyrir andlát henn- ar. Ég hugsaði oft til þín, Binna mín, og bað Guð að vaka yfir þér. Elsku vinkona, Guð leiði þig í ljósið og kærleikann. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Við Grímkell biðjum Guð að blessa og styrkja Rikka, Gerði, Svandísi og fjölskyldu þeirra í þungbærri sorg og senda þeim kjark til að horfa fram á veginn. Esther. Kveðja frá Félagi íslenskra snyrtifræðinga Brynhildur Þorsteinsdóttir var ötul og virk félagskona í Félagi ís- lenskra snyrtifræðinga meðan starfskrafta hennar naut við. Hún var mikill gleðigjafi og hrókur alls fagnaðar hvar sem félagskonur komu saman. Hún hafði einstaka út- geislun og vilji hennar og hug- myndaauðgi til starfa innan félags- ins var öðrum hvatning. Hún starfaði af krafti og dugnaði fyrir félagið hvort sem var í stjórn eða nefndum þess. Þar nutu hæfileikar hennar sín vel þar sem hún var einstaklega skipulögð, framtakssöm og hug- myndarík. Fyrir hennar góða starf í þágu félagsins þökkum við. Hvíl þú í friði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.