Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 27 Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Elskuleg mamma okkar, tengdamamma og amma, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR, sem lést þriðjudaginn 31. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.00. Stefanía Vilborg Sigurjónsdóttir, Axel Eiríksson, Jón Sigurjónsson, Inga Sólnes, Sigrún Sigurjónsdóttir, Robert A. Spanó, Stefán Sigurjónsson, Guðrún Dröfn Marinósdóttir og barnabörn. ✝ Guðrún Al-bertsdóttir fæddist á Ísafirði 18. ágúst 1929. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórdís Magn- úsdóttir, f. 14. febrúar 1888, d. 30. september 1950, og Albert Einarsson útvegs- bóndi á Búðum í Súðavík við Álftafjörð, f. 29. september 1888, d. 8 ágúst 1979. Guðrún var ásamt tví- burasystur sinni Margréti yngst sex systkina. Lúðvík Júl- íus var elstur, þá kom Ásgrím- ur, Sigríður og Einar. Hún var 11 ára þegar fjölskyldan flutt- ist til Hellissands. Á ferming- arári Guðrúnar fluttist fjöl- skyldan til Siglufjarðar. Maki Guðrúnar var Rögn- valdur Rögnvaldsson bifreið- arstjóri, f. 14 júlí 1921, d. 31. október 2002. Þau áttu saman fjögur börn, þau eru: 1) Anna, f. 16. júlí 1949. Börn hennar eru Rögnvaldur Daði Ingþórs- son, f. 20. maí 1968, Hlynur Jó- hann Hjaltason, f. 30. sept- ember 1982, d. 25. ágúst 1997, Benedikt Örn Hjaltason, f. 23. ágúst 1984, Albert Pétur Hjaltason, f. 16. júlí 1986, og María Klara Hjaltadóttir, f. 28 júlí 1988. 2) Þórdís, f. 7. apríl 1951. Maki Páll Níels Þor- steinsson. Börn þeirra eru Burkni, f. 29. desember 1974 og Frosti, f. 29. desember 1974 3) Gunnar Albert, f. 30. október 1956. Maki Sigrún Þormar Gutt- ormsóttir. Börn þeirra eru Valdís, f. 15 apríl 1982 og Gunnar Freyr, f. 26. desember 1987. 4) Þorbjörg, f. 18. maí 1959, d. 11. apríl 2007. Eftir gagnfræðipróf vann Guðrún ýmis störf svo sem á Símstöð Siglufjarðar. Guðrún varð snemma virk í baráttu verkalýðs fyrir bættum kjörum og högum. Guðrún gegndi for- mannsstörfum í verkakvenna- félaginu Brynju og verka- mannafélaginu Vöku á Siglufirði. 1968 fluttist fjöl- skyldan til Kópavogs og hóf Guðrún þá störf sem gjaldkeri hjá Endurskoðunarskrifstofu N. Manscher & Co (nú Price- waterhouseCoopers hf.), sem hún gegndi til starfsloka. Guð- rún var einnig virk í stjórn- málum og gegndi meðal annars um tíma formennsku í Alþýðu- bandalagsfélagi Kópavogs. Seinna gegndi hún einnig for- mennsku í Söngvinum, sem er kór aldraðra í Kópavogi. Guðrún verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Þessar hendingar komu ósjálfrátt upp í huga minn þegar Dísa hringdi til mín og sagði mér lát Rúnu móður sinnar og vinkonu minnar, en hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 4. ágúst sl. Við Rúna áttum hálfrar aldar vin- áttu að baki og má því nærri geta að margs er að minnast og margs að sakna á svo langri leið. Rúna vinkona mín var fædd og uppalin ásamt systkinum sínum í Súðavík við Álftafjörð vestur. Þær tvíburasystur, Margrét og Guðrún (Rúna), voru yngstar í systkina- hópnum. Að lokinni fermingu flutt- ust þær systur ásamt foreldrum sín- um til Siglufjarðar og þar var ég svo lánsöm að kynnast Rúnu. Frá Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar tók hún gagnfræðapróf en upp úr því tók amstur daganna við. Rúna vann í nokkur ár á símstöðinni á Siglufirði en um þetta leyti kynntist hún Valda sínum, ættuðum úr Húnaþingi. Þau hófu búskap á Siglufirði þar sem þau bjuggu í mörg ár. Valdi maður Rúnu lést 31. október 2002. Á Siglufirði var mikið félagslíf og tók Rúna þátt í því. Hún söng í Kvennakór verka- lýðsfélagsins og fleiri kórum, einnig eftir að hún flutti suður. Rúna starf- aði mikið að verkalýðsmálum og var í nokkur ár formaður Verkakvenna- félagsins Vöku á Siglufirði. Hún var mjög listræn og menningarlega sinnuð enda bar heimili hennar og Valda vott um fegurð og glæsileika. Í kringum 1970 fluttu Valdi og Rúna svo í Kópavoginn vegna atvinnu- ástands á Siglufirði. Áfram hélst vinátta okkar Rúnu og hittumst við oft. Það er svo ótal margt sem of langt er upp að telja en eitt er það sem nauðsynlegt er að minnast á þegar rifjaðar eru upp liðnar samveru- stundir og það er saumaklúbburinn. Þar lét Rúna sig aldrei vanta, enda var slík samkoma okkur öllum ómet- anleg. Þessi saumaklúbbur var stofnaður á Siglufirði kringum 1950 og hélst óslitið með sömu meðlimum að mestu leyti eftir að við fluttum „suður“. Að hittast í saumaklúbb var einstök upplifun sem aldrei gleymist og var Rúna dugleg að mæta allt fram á síðustu stundu. Rúna og Valdi eignuðust fjögur börn, Önnu, Þórdísi, Gunnar og Þor- björgu, sem lést fyrr á þessu ári. Langar mig að setja hér lítið ljóð, Grátur, sem Rúna sendi mér eitt sinn og sýnir það hug þess sem lítur yfir farinn veg að dagsverki loknu. Ég sit í þögn er að lesa blöðin þegar barnsgrátur kveður sér hljóðs úti á götunni mikill og sár. Hann vekur ósjálfrátt upp minningar frá löngu löngu liðnum dögum þegar eyru mín og hjarta þekktu hvern tón í hljómkviðu grátsins í götunni. Að endingu vil ég þakka minni kæru vinkonu fyrir allar okkar sam- verustundir. Þótt sár og mikill sökn- uður ríki nú í huga mér veit ég að minning um góða manneskju mun lifa. Fjölskylda mín sendir börnum og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Guðrúnar Albertsdóttur. Hulda Steinsdóttir. Við andlát Guðrúnar Albertsdótt- ur vil ég fyrir hönd fyrrverandi sam- starfsmanna hennar hjá Endurskoð- unarskrifstofu N. Manscher & Co (nú PricewaterhouseCoopers hf.), flytja ættingjum hennar samúðar- kveðjur og færa á blað nokkur minn- ingarorð. Guðrún réðst til starfa hjá félaginu á skrifstofu þess í Reykja- vík árið 1971, en þá voru ekki mörg ár frá því hún fluttist til Reykjavíkur frá Siglufirði. Á Siglufirði hafði hún starfað á skrifstofu Verkalýðsfélags- ins Vöku í nokkur ár. Góð meðmæli fylgdu henni þaðan og síðar kom í ljós að hún stóð undir þeim öllum. Guðrún var gjaldkeri og bókari hjá endurskoðunarskrifstofunni um tuttugu og fimm ára skeið og átti samskipti við alla starfsmenn og við- skiptamenn félagsins á þessum ár- um í tengslum við launagreiðslur, innheimtumál og annað sem hún hafði umsjón með. Henni var létt að eiga samskipti við fólk og eignaðist því marga vini í hópi samstarfs- manna sinna og viðskiptavinir fé- lagsins báru henni vel söguna. Þegar illa stóð á hjá einhverjum sem hún var að innheimta hjá gerði hún munnlega samninga sem flestir virtu við hana og greiddu á umsömd- um tíma. Guðrún var róleg að eðlisfari, samviskusöm og nákvæm og vildi helst skilja við skrifborðið sitt hreint að kvöldi vinnudags, því henni þótti gott að koma að því þannig að morgni. Á hennar starfstíma kom aukin tækni inn í starf skrifstofu- fólks og hún fylgdi breytingum vel, fór létt með að flytja sig úr hand- færðu bókhaldi, yfir í kortabókhald og síðan tölvuvinnslu. Allan tímann vildi hún þó halda í að handfæra inn- borgunarbókina og fylgjast með henni daglega. Í samræðum við Guðrúnu kom fram að hún hafði á Siglufirði tengst verkalýðsmálum og starfi verkalýðs- félagins. Hún var vinstri sinnuð í skoðunum og lét það ekkert trufla sig þó vinnuveitendur hennar væru flestir annarrar skoðunar. Ef pólitík bar á góma á kaffistofunni fór ekk- ert á milli mála hverjum hún fylgdi og hverja hún kaus og því fékk eng- inn haggað. Hún gerði okkur samstarfsmönn- um sínum alltaf ljóst að hún ætlaði að láta af störfum þegar hún næði lífeyrisaldri og sagðist ekki í vafa um að við gætum spjarað okkur án hennar, þó það yrði kannski erfitt fyrst með bókhaldið. Hún ætlaði að snúa sér að ýmsum hugðarefnum, læra á gítar og fleira hafði hún á prjónunum. Þetta gekk eftir og von- andi hefur hún tekið nokkur góð lög á gítarinn og sungið með eins og hún gerði gjarnan á skemmtunum sem starfsmenn stóðu fyrir. Þó að samskipti við Guðrúnu væru ekki mikil á síðustu árum feng- um við reglulega fréttir af henni og hennar fólki og ég efa ekki að hún hefur fylgst með okkur einnig, því hún bar hag félagsins alltaf fyrir brjósti. Fyrrum samstarfsmenn hjá N. Manscher & Co minnast Guð- rúnar með þakklæti og virðingu. Reynir Vignir. Guðrún Albertsdóttir sem vitaljós er varðar veginn veraldar um braut lýsir eins og leiðar stjarna lífs í gleði og þraut. Frelsarans við fótskör krjúpum færum þakkargjörð til hans sem okkur lánar líf og leiðir hér á jörð við biðjum hann að blessa þig og bera í dýrð hjá sér þar eilíf vakir elskan hans og aldrei náðin þver. (Sigurunn Konráðsdóttir) Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma. Þín Fjóla. Látin er í hárri elli Fjóla Páls- dóttir í Hafnarfirði, ávallt kölluð innan okkar fjölskyldu Fjóla frænka. Þegar kemur að kveðju- stund eru mér minnisstæðar heim- sóknir mínar með föður mínum, móðurbróður Fjólu, á æskuheimili hennar sem er sama hús og hún fæddist í og bjó alla sína tíð. Slíkt er fátítt í þéttbýli nú til dags. Samskipti þeirra systkina frá Digranesi, Guðmundar föður míns, Ragnhildar móður Fjólu og Sig- urðar sem bjó í Stekk við Hafn- arfjörð voru mikil á þeim tíma er ég var drengur. Þegar við Nanna vorum búin að stofna heimili í Reykjavík, fórum við fljótlega til Fjólu og fengum hjá henni rifsber, en þau ræktaði hún á lóðinni hjá sér. Það var síðan fastur liður í haustverkunum að heimsækja Fjólu. Það entist fram á þennan dag. Í þessum heimsóknum var margur kaffisopinn drukkinn, og mikið spjallað enda skemmtilegt að ræða við Fjólu, því húmorinn var aldrei langt undan. Fjóla sagði okkur margt frá fyrri árum, hún mundi vel ýmislegt sem fróðlegt og skemmtilegt var að heyra, með- al annars þegar hún 5 ára fór með mömmu sinni og móðurbróður Guðmundi austur í Grímsnes. Þau systkin voru að fara í kaupavinnu, einn hestur var með í ferðinni og var Fjóla látin sitja á honum hjá mömmu sinni. Þetta var ferðamát- inn á þeim árum, eigin fætur eða hestur. Og Fjóla fylgdist einnig vel með því sem var að gerast í nú- tímanum, hlustaði og horfði á fréttir. Hugur hennar var svo vel vakandi. Þau kynni sem ég hef haft af Fjólu gegnum árin, hafa fært mér heim sanninn um að þar fór vel gerð og greiðvikin kona. Hún vildi hafa og hafði eftir því sem hægt var allt í reglu. Ekki ætla ég að tína upp alla kosti hennar. Ég er viss um að það væri ekki að henn- ar skapi. En verð að segja að hún bar með sér manngæsku og lífs- visku þannig að augljóst var þeim sem við hana áttu samskipti. Það er nú þannig að okkur er skammtaður tími hér á jörð en mislangur er sá tími. Fjóla var nær 98 ára er hún lést og hélt hugsun og minni þannig að furðu vakti. Síðasta stund okkar Nönnu með henni á sjúkrahúsinu, þar sem hún tjáði sig á sinn hljóðláta hátt, færði okkur sanninn um að hennar andlegi styrkur var enn til staðar. Ógleymanleg stund og dýrmæt að muna. Við þökkum hér með fyrir þær stundir, ekki síst seinni ára, sem við áttum með Fjólu. Við vottum börnum hennar og öðrum aðstand- endum samúð og biðjum þeim öll- um Guðsblessunar. Kristján og Nanna. Elsku mamma okkar, tengdamamma og amma, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR, Austurbrún 33, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 31. júlí , verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.00. Elsku pabbi, í dag er dagurinn ykkar Maríönnu, 13. ágúst. Orðin 8 ár síðan þú fékkst litla afastelpu í afmælisgjöf. Það sem við vorum nú montin og glöð bæði tvö. Og montin er hún og glöð í dag, 8 ára afmælisstelpan, að eiga sama afmælisdag og afi Snjólfur. Ég vildi að hún og Róbert, sem og litlu ömmustrákarnir mínir, Adam Ingi og Aron Breki, hefðu fengið að kynnast þér miklu betur og lengur elsku pabbi minn. En eitt er víst að ekki hefur liðið sá dagur að við tölum ekki um afa Snjólf og rifjum upp góðar og skemmtilegar minningar sem endalaust er hægt að leita í. Róbert minn sagði við mig einn daginn: Mamma, ég veit að þú saknar afa en veistu að þó að hann sé farinn að þá er hann alltaf í hjarta þér. Það eru þó orð að sönnu. Ég hef saknað þín óenda- lega mikið og finnst stundum við hafa átt eftir að ræða svo ótal- margt. Ég finn þó nálægð þína öll- um stundum, í hug mér og hjarta. Fyrir mér varstu og ertu óenda- lega góður faðir og vinur sem létt- ir mér svo oft lífsróðurinn, með ást þinni og hlýju. Án þín og mömmu hefði róðurinn okkar Svenna og Hugrúnar oft orðið svo miklu, miklu erfiðari. Mig skortir orð yfir það hvað mér þykir vænt allt það sem að þú varst honum Svenna mínum, takk fyrir það allt. Þið voruð og verðið tengdir órjúfan- legum böndum, alla tíð. Hann saknar þín líka og spyr oft um þig. Ég reyni að útskýra fyrir honum af sannfæringu og trú að nú líði þér vel, búinn að hitta afa og ömmu, Óla bróður þinn og Ólöfu Snjólfur Björgvinsson ✝ Snjólfur Björg-vinsson fæddist í Borgargerði á Djúpavogi 13. ágúst 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri mánudaginn 22. jan- úar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 31. janúar. sem og aðra sem þér voru kærir. Segi hon- um, að samt sem áð- ur sértu hjá okkur öllum stundum, þar sem við umvefjum þig okkar fegurstu hugsunum kærleika og hlýju. Guð gæti þín pabbi, ég elska þig. Þín, Ásdís. Ásdís Snjólfsdóttir Elsku afi. Ó, afi hve mig langar þér söknuð minn að sýna. en sumt er mér svo erfitt. Ég veit þú skilur það. Því ætla ég bara að biðja ömmu mína bænarorð og þakkir að festa á þetta blað. Þið hugsið kannski ekki sem heil til skógar gangið, hvílík gleði streymdi að brjósti lítils manns. Er góður afi og hjálpsamur greip hann upp í fangið. Svo gat ég líka fengið að sitja á öxlum hans. Ég man hve það var gott að halda í hendi þína, svo hlýja og svo sterka, það gaf mér von og þor. Þú varst svo heill og sannur og vildir alltaf sýna mér virðingu og ást og létta öll mín spor. Ó, hjartans góði afi, ég hef svo margs að sakna. Ég horfði á þig veikan. Ég grét oft yfir þér. Nú hugga ég mig við það hve var þér gott að vakna vafinn Drottins örmum. Svo bíðurðu eftir mér. (Hrefna Hjálmarsdóttir.) Sjáumst síðar, besti vinurinn minn. Þinn Sveinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.